Morgunblaðið - 10.02.2008, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.02.2008, Blaðsíða 30
flóttamenn 30 SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ F lóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna skilgreinir flóttamann sem einstakling sem „hefur ríka ástæðu til að óttast ofsóknir vegna kynþáttar, trúarbragða, þjóðernis, aðildar að sérstökum félagsmálaflokki eða vegna stjórnmálaskoðana, og er ut- an síns heimalands og getur ekki, eða vill ekki, vegna slíks ótta færa sér í nyt vernd þess lands.“ Flóttafólk sem er á vergangi í eigin landi af sömu ástæðum (um 24,5 milljónir manna) falla ekki undir þessa skilgreiningu. Talið er að um 9,9 milljónir flóttamanna ut- an síns heimalands séu í heiminum. Fjöldi flóttamanna hefur því aukist um 14% frá síðasta ári. Furðu vekur að palestínskir flóttamenn teljast ekki flóttamenn þrátt fyrir að þeir uppfylli áð- urgreind skilyrði. Ég leyfi mér að telja þá flóttamenn í umfjöllun minni þó svo að margir þeirra séu af þriðju kynslóð þeirra sem eru í útlegð frá heimahögum sínum. Palestínskir flóttamenn voru reknir burt frá Ísrael og hertekn- um, innlimuðum svæðum Ísraela, eða m.ö.o. frá þeim svæðum sem SÞ úthlutuðu, eða „gáfu“ í raun, Ísrael árið 1947 og svæðum sem Ísraelar „tóku“ frá Palest- ínumönnum eftir það, í andstöðu við alþjóðalög og ályktanir SÞ. 14,2 milljónir flóttamanna Þegar palestínskir flóttamenn eru taldir sem slíkir þá hækka op- inberar tölur flóttamanna í heim- inum, úr 9,9 milljónum í 14,2 millj- ónir. Flestir flóttamenn koma frá eftirfarandi löndum: 4,3 milljónir Palestína 2,1 milljón Afganistan 1,8 milljónir Írak 0,7 milljónir Súdan 0,5 milljónir Sómalía 0,4 milljónir Kongó 0,4 milljónir Búrúndí 0,4 milljónir Víetnam Við nánari skoðun á þessum töl- um er vert að minnast á eftirfar- andi staðreyndir og velta upp eft- irfarandi spurningum: 1. Palestínskir flóttamenn eru fjölmennastir þrátt fyrir að landið sem þeir voru reknir frá (Ísrael og innlimuðu svæðin) er langminnst af öllum áðurgreindum löndum, Búr- úndi er þó e.t.v. undanskilið. Á Gaza-ströndinni einni „skrimta“ 1,2 milljónir flóttamanna á 363 km2 ill- ræktanlegu landi meðal 300.000 heimamanna. Þetta eru 4.000 íbúar á km2. Til samanburðar má nefna að Ísland er með 3 íbúa á km2. Reykjanes, vestan Straumsvíkur, Kleifarvatns og Krýsuvíkur er um 720 km2, Andorra er 453 km2 með 71.000 íbúum. Hvað myndum við gera ef Norðmenn eða Írar her- tækju okkur, smöluðu öllum Íslend- ingum saman – og tíu sinnum bet- ur – á Reykjanes og sveltu og drottnuðu yfir okkur þar? 2. Flóttamenn frá Palestínu eru um 30% allra flóttamanna í heim- inum samanlagt. 3. Þegar aðeins eru talin þau áð- urgreind lönd, þar sem Ísrael eða Bandaríkin/Vesturlönd hafa staðið fyrir hernaði og „frelsun“ (Palest- ína, Afganistan, Írak, Víetnam), kom í ljós að uppruni langflestra flóttamanna er þar, eða um 8,6 milljónir. Þetta eru um 61% allra flóttamanna í heiminum eða 81% flóttamanna sem skráðir eru á áð- urgreindan lista helstu flótta- mannalanda. Eins og að gera böðul að friðarengli 4. Erum við fylgjandi þessari Ísrael/Bandaríkja-stefnu? Hver stjórnar hverjum? Eru það Banda- ríkin sem stjórna Ísrael eða er því öfugt farið og erum við hin (Vest- urlönd) leppar Ísraels-Bandaríkj- anna? Í fyrstu hélt ég að fréttir um að gera Tony Blair að sérstökum sendiherra í Mið-Austurlöndum – auðvitað að undirlagi Bush, væru grín! Það væri líkt og að gera böð- ul að friðarengli. Ritstjóri einn í Reuters Yrir múrinn Palestínumenn streymdu frá Gaza-svæðinu til Egyptalands til að birgja sig upp af nauðþurftum eftir að Palestínumenn eyðilögðu hluta múrs á landamærunum í síðasta mánuði. Boðorðin tíu – til umhugsunar Flestir flóttamenn í heiminum eru upprunnir í Palestínu, Afg- anistan, Írak og Víetnam; löndum þar sem Ísrael, Bandarík- in/Vesturlönd hafa staðið fyrir hernaði og „frelsun“. Edmund Bellersen telur að til þess að fækka flóttamönnum, róttækum Íslamistum og hryðjuverkum og koma á friði sé brýnt að setja ísraelskum Zíonistum skilyrði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.