Morgunblaðið - 10.02.2008, Síða 30
flóttamenn
30 SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
F
lóttamannastofnun
Sameinuðu þjóðanna
skilgreinir flóttamann
sem einstakling sem
„hefur ríka ástæðu til
að óttast ofsóknir vegna kynþáttar,
trúarbragða, þjóðernis, aðildar að
sérstökum félagsmálaflokki eða
vegna stjórnmálaskoðana, og er ut-
an síns heimalands og getur ekki,
eða vill ekki, vegna slíks ótta færa
sér í nyt vernd þess lands.“
Flóttafólk sem er á vergangi í
eigin landi af sömu ástæðum (um
24,5 milljónir manna) falla ekki
undir þessa skilgreiningu. Talið er
að um 9,9 milljónir flóttamanna ut-
an síns heimalands séu í heiminum.
Fjöldi flóttamanna hefur því aukist
um 14% frá síðasta ári.
Furðu vekur að palestínskir
flóttamenn teljast ekki flóttamenn
þrátt fyrir að þeir uppfylli áð-
urgreind skilyrði. Ég leyfi mér að
telja þá flóttamenn í umfjöllun
minni þó svo að margir þeirra séu
af þriðju kynslóð þeirra sem eru í
útlegð frá heimahögum sínum.
Palestínskir flóttamenn voru
reknir burt frá Ísrael og hertekn-
um, innlimuðum svæðum Ísraela,
eða m.ö.o. frá þeim svæðum sem
SÞ úthlutuðu, eða „gáfu“ í raun,
Ísrael árið 1947 og svæðum sem
Ísraelar „tóku“ frá Palest-
ínumönnum eftir það, í andstöðu
við alþjóðalög og ályktanir SÞ.
14,2 milljónir flóttamanna
Þegar palestínskir flóttamenn
eru taldir sem slíkir þá hækka op-
inberar tölur flóttamanna í heim-
inum, úr 9,9 milljónum í 14,2 millj-
ónir. Flestir flóttamenn koma frá
eftirfarandi löndum:
4,3 milljónir Palestína
2,1 milljón Afganistan
1,8 milljónir Írak
0,7 milljónir Súdan
0,5 milljónir Sómalía
0,4 milljónir Kongó
0,4 milljónir Búrúndí
0,4 milljónir Víetnam
Við nánari skoðun á þessum töl-
um er vert að minnast á eftirfar-
andi staðreyndir og velta upp eft-
irfarandi spurningum:
1. Palestínskir flóttamenn eru
fjölmennastir þrátt fyrir að landið
sem þeir voru reknir frá (Ísrael og
innlimuðu svæðin) er langminnst af
öllum áðurgreindum löndum, Búr-
úndi er þó e.t.v. undanskilið. Á
Gaza-ströndinni einni „skrimta“ 1,2
milljónir flóttamanna á 363 km2 ill-
ræktanlegu landi meðal 300.000
heimamanna. Þetta eru 4.000 íbúar
á km2. Til samanburðar má nefna
að Ísland er með 3 íbúa á km2.
Reykjanes, vestan Straumsvíkur,
Kleifarvatns og Krýsuvíkur er um
720 km2, Andorra er 453 km2 með
71.000 íbúum. Hvað myndum við
gera ef Norðmenn eða Írar her-
tækju okkur, smöluðu öllum Íslend-
ingum saman – og tíu sinnum bet-
ur – á Reykjanes og sveltu og
drottnuðu yfir okkur þar?
2. Flóttamenn frá Palestínu eru
um 30% allra flóttamanna í heim-
inum samanlagt.
3. Þegar aðeins eru talin þau áð-
urgreind lönd, þar sem Ísrael eða
Bandaríkin/Vesturlönd hafa staðið
fyrir hernaði og „frelsun“ (Palest-
ína, Afganistan, Írak, Víetnam),
kom í ljós að uppruni langflestra
flóttamanna er þar, eða um 8,6
milljónir. Þetta eru um 61% allra
flóttamanna í heiminum eða 81%
flóttamanna sem skráðir eru á áð-
urgreindan lista helstu flótta-
mannalanda.
Eins og að gera böðul
að friðarengli
4. Erum við fylgjandi þessari
Ísrael/Bandaríkja-stefnu? Hver
stjórnar hverjum? Eru það Banda-
ríkin sem stjórna Ísrael eða er því
öfugt farið og erum við hin (Vest-
urlönd) leppar Ísraels-Bandaríkj-
anna? Í fyrstu hélt ég að fréttir um
að gera Tony Blair að sérstökum
sendiherra í Mið-Austurlöndum –
auðvitað að undirlagi Bush, væru
grín! Það væri líkt og að gera böð-
ul að friðarengli. Ritstjóri einn í
Reuters
Yrir múrinn Palestínumenn streymdu frá Gaza-svæðinu til Egyptalands til að birgja sig upp af nauðþurftum eftir að Palestínumenn eyðilögðu hluta múrs á landamærunum í síðasta mánuði.
Boðorðin tíu –
til umhugsunar
Flestir flóttamenn í heiminum eru upprunnir í Palestínu, Afg-
anistan, Írak og Víetnam; löndum þar sem Ísrael, Bandarík-
in/Vesturlönd hafa staðið fyrir hernaði og „frelsun“. Edmund
Bellersen telur að til þess að fækka flóttamönnum, róttækum
Íslamistum og hryðjuverkum og koma á friði sé brýnt að
setja ísraelskum Zíonistum skilyrði.