Morgunblaðið - 10.02.2008, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 10.02.2008, Qupperneq 32
andóf og einræði 32 SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ É g var við ýmsu búinn meðan á dvölinni í Hvíta-Rússlandi stóð. Andstætt áhyggjum mínum fékk ég þó fyrst að kynnast harðræði stjórn- valda í Hvíta-Rússlandi eftir heim- komuna til Íslands þegar ég opnaði tölvupóstinn minn. Þar beið mín og ferðafélaga minna, þeirra Bolla Thoroddsen og Páls Heimissonar, tölvupóstur um að vinir okkar þeir Franak, Yury og Anton auk nokk- urra fleiri, hefðu verið handteknir og væru á leið í fangelsi í 15 daga. Tilfinningin sem vaknaði við lest- urinn var skrýtin, allt í einu urðu allar sögurnar sem við heyrðum meðan á dvölinni stóð um framferði stjórnvalda raunverulegar og áttu við um einmitt fólkið sem hafði tek- ið svo vel á móti okkur aðeins örfá- um dögum áður. Hlægilegar sakir Sakagiftirnar sem vinir okkar voru bornir voru hlægilegar. Í op- inberum skjölum var talað um að þeir hefðu viðhaft „ljótt orðfæri“ (e. bad language) á mótmælafundi í Minsk nokkrum dögum áður. Ég stóð með þessum félögum okkar á fundinum umræddan dag – til þess að mótmæla lögum sem kváðu á um að fyrirtæki mættu aðeins ráða ættingja sína í vinnu (vilji þeir ráða starfsfólk utan fjölskyld- unnar verða þeir að breyta skrán- ingu fyrirtækisins og greiða tvö- falt hærri skatta) og hvergi varð ég var við ljótt orðfæri. Ég hafði einmitt sérstaklega tekið eftir því hve rólegir og þögulir þessir fé- lagar okkar voru. Sennilega hirða harðstjórar ekki mikið um stað- reyndir þegar þeir framfylgja svo gölnum lögum. Ekki þarf að hafa mörg orð um hve freklega það brýtur gegn nánast öllum hug- myndum um tjáningarfrelsið að ríki refsi borgurum sínum fyrir „ljótt orðfæri“ en brotið var ekki einu sinni framið! Eftir að þessi tíðindi höfðu borist fórum við sem höfðum tekið þátt í heimsókninni á fullt við að reyna að beita okkur í málinu. Aðildarfélög DEMYC tóku sig saman um að senda mótmælabréf á sendiráð Hvíta-Rússlands í Evrópu og á Evrópuþinginu samþykkti nefnd sem fer með málefni Hvíta- Rússlands yfirlýsingu þar sem handtökunum var mótmælt. Hér heima ákváðum við að leita til utan- ríkisráðuneytisins og kanna hvort vilji væri til þess að Ísland beitti sér í þessu máli. Yfirlýsing Íslands hjá ÖSE Utanríkisráðherra og starfs- menn ráðuneytisins tóku okkur af- ar vel og eiga mikið hrós skilið fyrir framgöngu sína í málinu. Fimmtu- daginn 31. janúar sl. las fulltrúi Ís- lands í fastaráði ÖSE (Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu) upp yfirlýsingu þar sem handtökunum var mótmælt og hörð gagnrýni á mannréttindabrot stjórnvalda sett fram. Yfirlýsingin vakti töluverða athygli á fundinum en Hvíta- Rússland á aðild að ÖSE og á full- trúa í fastaráðinu, Sychov nokkurn, sem hlýddi á yfirlýsinguna. Hann reyndi að vísu að bera í bætifláka fyrir handtökurnar en hét því einn- ig að koma þessari yfirlýsingu á framfæri við stjórnvöld í Hvíta- Rússlandi. Viðbrögð hans voru, eft- ir því sem okkur er sagt, enn- fremur á þá leið að tala um að hvetja ungt fólk frá Íslandi til að heimsækja áfram Hvíta–Rússland! Stjórnarfarið í landi eins og Hvíta-Rússlandi riðlast vitaskuld ekki út af „smámunum“ eins og þeim að örþjóð í Atlantshafi lesi upp yfirlýsingu og ekki heldur þó fleiri þjóðir samþykki ályktun eða sendi bréf. En þegar ég hringdi út og talaði við Franak vin okkar, sem Andóf í Minsk Mótmælendur þustu út á umferðargötu nálægt torginu og stoppuðu bíla. Nokkru síðar komu margir lögreglu- og sérsveitarmenn, hlupu inn í þvöguna og flæmdi hana burt. Munnsöfnuður í einræðisríki Hvíta-Rússlandi hefur verið lýst sem síðasta einræðisríkinu í Evrópu. Árni Helgason heimsótti landið í byrjun janúarmánaðar í ferð á vegum evrópskra samtaka ungra hægrimanna og fékk að kynnast harðræði stjórnvalda – eftir heimkomuna til Íslands. Fáninn á loft Hópur mótmælenda lyfti hvítrússneska fánanum en á þaki þinghússins blakti hinn opinberi fáni sem stjórn Lúkasjenkó notar. Ljósmynd/Árni Helgason Ljósmynd/Árni Helgason
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.