Morgunblaðið - 10.02.2008, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2008 33
var þá nýkominn út úr fangelsi, og
sagði honum frá yfirlýsingunni sem
fulltrúi okkar las upp, fann ég hve
einlægt þakklæti hans var. Og þótt
slík skref séu lítil í sjálfu sér geta
þau vakið von í hjörtum félaga
okkar og vissu um að baráttu
þeirra sé gefinn gaumur.
Rottugangur og kuldi
Franak lýsti fyrir mér aðstæð-
unum í fangelsinu sem þau þurftu
að dúsa í. Í glugganum á klefanum
hafði ekki verið gler heldur þurftu
fangarnir að láta sér nægja dag-
blaðapappír í staðinn. Kuldinn
hafði verið slíkur að hann var veik-
ur eftir dvölina. Maturinn hafði
verið heldur fábrotinn, enda er
bannað að koma með matargjafir
til fanga. Þá var rottugangur í
klefanum þar sem tólf fangar
dvöldu saman en klefinn var ekki
meira en fimmtán fermetrar.
Handtökur eins og þær sem fé-
lagar okkar lentu í sæta að vísu
ekki sérstökum tíðindum í Hvíta-
Rússlandi. Flest það unga fólk sem
við hittum og töluðum við hafði
komist í kast við lögin og jafnvel
setið í fangelsi fyrir það eitt að
taka þátt í stjórnmálum á frið-
samlegan hátt. Ung stúlka úr
kristilegu samtökunum „Young
Front“ sagði okkur frá því að síð-
ustu tveir formenn samtakanna, 22
og 26 ára að aldri, hefðu báðir ver-
ið dæmdir til eins og hálfs árs
fangelsisvistar. Annar þeirra sat
inni fyrir veggjakrot.
Þjóðin mátt þola margt
Segja má að ríkjandi stjórnarfar
sé enn einn sorgarkaflinn í sögu
þessarar þjóðar, sem hefur mátt
þola margt undanfarna áratugi.
Áður en einræðisherrann Alexand-
er Lúkasjenkó varð forseti 1994,
hafði Hvíta-Rússland verið undir
oki kommúnismans allt frá lokum
síðari heimsstyrjaldar. Styrjald-
arárin voru þjóðinni sérstaklega
erfið, enda er landið staðsett mitt á
milli Berlínar og Moskvu og talið
er að um ein milljón Hvít-Rússar
hafi fallið í stríðinu. Um þrír ára-
tugir liðu þar til fólksfjöldi í land-
inu varð sá sami og fyrir stríð.
Hvernig er líf í einræðisríki?
Ástæða þess að þrír Íslendingar
þvældust til Minsk var heimsókn
sem DEMYC, samtök ungra hægri
manna í Evrópu, skipulögðu til
landsins. Tilgangurinn var að hitta
fulltrúa stjórnarandstöðunnar,
einkum frá Belarus Popular Front,
sem er stærsti stjórnarand-
stöðuflokkur landsins. Fyrirfram
vissum við ekki mikið um þetta
land, annað en að það væri kallað
síðasta einræðisríkið í Evrópu. Ég
hafði sjálfur litla reynslu af því að
vera gestur í einræðisríkjum –
sennilega var það næsta sem ég
hafði komist því að lesa 1984 eftir
George Orwell.
Það voru því blendnar tilfinn-
ingar sem fylgdu því að stíga upp í
flugvélina. Hvernig er manni tek-
ið? Eru afskipti stjórnvalda áber-
andi? Getur fólk fengið að lifa í
friði í svona landi eða er það stöð-
ug eymd?
Eyðublöð og ítarlegt eftirlit
Það fyrsta sem þurfti að gera
við komuna til landsins, sem var
raunar nálægt miðnætti, var að
fylla út ítarleg eyðublöð með alls-
konar upplýsingum um hitt og
þetta í eigin lífi þótt vandséð væri
hvernig þessar upplýsingar kæmu
vegabréfsáritun til landsins við.
Maðurinn sem tók við pappírunum
gerði að vísu lítið meira en að
renna augunum yfir blöðin og veita
okkur vegabréfsáritunina – glotti
aðeins yfir því hve hátíðlega við
höfðum tekið fyrirmælum um að
fylla út eyðublöðin.
Við tók vegabréfaeftirlit – það ít-
arlegasta sem ég hef upplifað.
Vörðurinn sem tók við vegabréfinu
mínu grandskoðaði það í um það
bil 20 mínútur, gegnumlýsti hverja
einustu blaðsíðu og setti svo upp
einglyrni til þess að rýna nánar í
passann. Ég fékk þó samþykki á
endanum og hlýtur það að teljast
fjöður í hatt Útlendingastofnunar
sem útgefanda íslenskra vegabréfa.
Þegar við höfðum fengið tösk-
urnar í hendur á flugvellinum og
héldum að útidyrunum sáum við að
þar stóð hópur heldur skuggalegra
manna og horfði á okkur. Þetta
reyndust vera leigubílstjórar sem
buðust til að keyra okkur í borgina
fyrir 35 dollara. Það reyndist vera
einkar sanngjarnt verð fyrir báða
aðila – andvirði tveggja bíómiða á
Íslandi en rúmlega einn tíundi af
meðalmánaðarlaunum í Hvíta-
Rússlandi. Að vísu er svört vinna
algeng í landinu og margir eru í
tveimur vinnum til þess að fram-
fleyta sér þannig að opinberar töl-
ur um mánaðarlaun eru ef til vill
ekki alveg lýsandi.
Söfnun valda
Í Hvíta-Rússlandi hefur Alex-
ander Lúkasjenkó ríkt sem ein-
valdur frá því að hann var kosinn
(lýðræðislega, að vísu) í fyrstu for-
setakosningum landsins árið 1994.
Eftir að Sovétríkin féllu og landið
fékk sjálfstæði árið 1991 fögnuðu
margir Hvít-Rússar en í hönd fór
mikill óvissutími fyrir þjóðina þar
sem verð hækkaði og stöðugleikinn
minnkaði. Lúkasjenkó hlaut stuðn-
ing einmitt vegna loforða sinna um
að endurheimta stöðugleikann og
berjast gegn spillingu en því miður
fyrir þjóðina fékk hún í kaupbæti í
síst vægari mynd einræðistilburði
gamla Sovétsins. Hann var áður í
sovéska hernum auk þess sem
hann stýrði samyrkjubúi um tíma.
Innan kommúnistaflokksins var
Lúkasjenkó í forsvari fyrir hóp
sem vildi aukið lýðræði innan Sov-
étríkjanna þótt haldið yrði í gildi
kommúnismans. Eftir fall Sov-
étríkjanna leiddi hann nefnd sem
rannsakaði spillingu og hafði frum-
kvæði að ákærum gegn fjölda emb-
ættismanna. Hann hafði nokkuð af-
gerandi sigur í kosningunum árið
1994.
Lúkasjenkó hefur á valdatíma
sínum náð að safna til sín völdum
og áhrifum með þeim hætti að
hver kimi ríkisvaldsins er í hans
höndum. Óháðum fjölmiðlum er
varla til að dreifa í landinu – lang-
flestir fjölmiðlar eru í eigu ríkisins
og þeir örfáu sjálfstæðu miðlar
sem gefnir eru út búa við þá hættu
að vera lokað ef umfjöllunin verður
forsetanum óhagfelld.
Lúkasjenkó er raunar hvergi af
baki dottinn. Eins og áður sagði
kynnti hann nú í ársbyrjun ný lög
sem gera atvinnurekendum erfitt
fyrir en þeir halda uppi þeim litla
hluta hagkerfisins sem er einka-
rekinn og er forsetanum vitaskuld
þyrnir í augum.
Mótmælt hjá lokuðu þingi
Atvinnurekendur efndu til mót-
mælafundar í Minsk vegna laganna
og svo vildi til að þunginn í mót-
»Hluti af starfsemi Milinkevich núna felur í
sér að aðstoða og vinna með þeim mikla
fjölda fólks sem orðið hefur fyrir ofsóknum í
kjölfar forsetakosninganna árið 2006
20 kr. af
hverjum pakka
Nicotinell hjálpar þér að hætta að reykja og
styrkir Krabbameinsfélagið um 20 kr.
af hverri seldri pakkningu
Tvöfaldaðu möguleika þína til að hætta að reykja hvort sem þú kýst
tyggjó, plástra eða mintur og þú styður gott málefni um leið.
Nicotinell nikótínlyf fást án lyfseðils og eru notuð sem hjálparefni til þess að hætta eða draga úr reykingum. Til að ná sem bestum árangri skal ávallt fylgja leiðbeiningum í fylgiseðlinum með lyfinu.
Skammtar eru einstaklingsbundnir og eru ákvarðaðir eftir því hversu mikið er reykt, hvort hætta á reykingum eða draga úr þeim. Því ber að kynna sér upplýsingar um notkun í fylgiseðli. Þeir sem
hafa fengið ofnæmi fyrir nikótíni eða öðrum innihaldsefnum lyfsins, fengið hjartaáfall nýlega, óstöðuga eða versnandi hjartaöng, alvarlega hjartsláttaróreglu eða heilablóðfall nýlega, eiga ekki að
nota Nicotinell nikótínlyf. Börn undir 15 ára aldri, þungaðar konur og konur með barn á brjósti skulu ekki nota lyfið nema að læknisráði. Lesið allan fylgiseðilinn áður en byrjað er að nota lyfið.
Markaðsleyfishafi: Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhraun 12a, 210 Garðabæ.
P
L
Á
N
E
T
A
N