Morgunblaðið - 10.02.2008, Page 39

Morgunblaðið - 10.02.2008, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2008 39 má segja að sú þróun hafi hafist með Eysteini Jóns- syni og Þorvaldi Garðari Kristjánssyni. Staða for- seta Alþingis styrktist þegar hann fékk sama sess og ráðherra, sem auðvitað var sjálfsagt, en völdin sitja enn hjá ráðherrunum. Gagnrýnt hefur verið að þingflokksformenn séu hluti af ráðherraliðinu – talsmenn ráðherranna í stað þess að tala máli þingflokksins alls. Eflaust myndi það styrkja þingið ef skerpt yrði á hlutverki formanna þingflokka og undirstrikað að þeir væru foringjar löggjafarvaldsins en ekki tindátar fram- kvæmdavaldsins. Það hefur verið áberandi frá kosningum í vor að nýjar áherslur fylgja nýrri kynslóð þingmanna, sem liggja ekki á skoðunum sínum. Þeir vilja að löggjaf- arvaldið verði sjálfstæðara í vinnubrögðum og þing- ið fylgi ekki framkvæmdavaldinu í einu og öllu. Ill- ugi Gunnarsson hefur til dæmis lagt til að framkvæmdavaldinu verði gert að leggja fram end- anlegt fjárlagafrumvarp í upphafi þingsins og að breytingar á útgjöldum að frumkvæði ríkisstjórn- arinnar verði undantekning en ekki regla, sem þurfi að rökstyðja sérstaklega. Bjarni Benediktsson hef- ur gagnrýnt að þingið sé nánast afskipt í Evrópu- umræðunni. Veikleiki þingsins er að of mikið er um að ráð- herrar komi seint fram með mál, bæði fyrir jól og eins á vorin, og síðan eru þau keyrð í gegn á síðustu stundu. Þess vegna er spurning hvort nefndir eigi ekki að vinna áfram að athugun mála, eftir að þing kemur saman á haustin, í stað þess að nauðsynlegt sé að leggja málið fyrir að nýju til 1. umræðu. Talað er um að treysta þingið með því að auka fjárveitingar til starfsemi þingflokka, eins og tíðk- ast víða erlendis, til þess að þingflokkarnir hafi meiri möguleika til þess að leggja fram stefnumark- andi frumvörp í einstökum málum. Og má segja að kannski sé rétt að ríkisendurskoðun hafi eftirlit með því hvernig þessu fé sé varið, en síðan er annað mál hvernig og hvort ríkið eigi að standa að fjárveit- ingum til stjórnmálaflokka og þeirra starfsemi. Frelsi til ágreinings E f þingflokkurinn er sterkur og sam- hentur, þá vinna formenn nefnda gjarnan náið með ráðherrum að forgangsröðun og undirbúningi mála. Raunar hafa sumir ráð- herrar lagt sig eftir því að vinna vel með þingflokki sínum, sem hefur sýnt styrkleika þeirra og getu til að vera leiðandi í stjórnmálastarfi. Vitaskuld er ráðherrum fullfrjálst að segja: „Mér finnst …“ Enda gegna lýðræðislega kjörnir fulltrú- ar embætti ráðherra hér á landi. En annað á við ef því fylgir: „Ég ætlast til …“ Ráðherrar geta ekki ætlast til neins af þinginu. Þeir starfa í umboði þingsins, en þingið ekki í umboði þeirra. Að því leyti er starf ráðherra í engu frábrugðið embætti borg- arstjóra. Víst eru ráðherrar að bjóða hættunni heim ef þeir koma með yfirlýsingar um einstök mál án þess að tryggja baklandið fyrst í stjórnarflokkun- um. Nú er horft til orkufrumvarps Össurar Skarp- héðinssonar, þar sem leggja á bann við því að fram- selja náttúruauðlindir í eigu ríkisins og nær það líka til sveitarfélaga. Össur hefur lýst frumvarpinu ít- arlega á opinberum vettvangi, eins og hans var von og vísa. Þó er afstaða þessara tveggja flokka til eignaréttarins eitt viðkvæmasta deilumálið í sam- starfi þeirra. Össur kemur því við kvikuna með um- mælum sínum um stórpólitískt mál og veit að það er viðkvæmt fyrir þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Hann skerpir á ágreiningi. Hætt er við að þingmönnum Sjálfstæðisflokksins finnist sem þeim sé stillt upp við vegg. Enn á eftir að koma í ljós hver niðurstaðan verður. Ef ráð- herrann gefur eftir grípur stjórnarandstaðan auð- vitað tækifærið og talar um að hann hafi verið beygður í málinu. En þetta er frelsi sem menn hafa. Eftir því var tekið að Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir menntamálaráðherra lýsti því yfir á fundi að hækka ætti laun kennara, enda hefðu þeir dreg- ist aftur úr. Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna, sá sér leik á borði og óskaði eftir viðbrögðum fjármálaráðherra. Það varð til þess að Árni M. Mathiesen steig í pontu og sagði það hlut- verk fjármálaráðherra, en ekki menntamálaráð- herra, að sinna kjaraviðræðum fyrir hönd ríkisins. Er það ekki hlutverk menntamálaráðherra að tjá sig um stöðu kennara? Og talar þingmaðurinn Þor- gerður Katrín ekki frjálst um pólitík? Þannig er frelsið – það er frelsi til ágreinings. Oft fer betur á því að slíkur ágreiningur sé leystur innan þing- flokka. En þá verður sú umræða að fara fram. Það er merki um heilbrigði ef ólíkar raddir fá að heyrast – ólík sjónarmið að koma fram. Ef umræð- ur eru hreinskiptnar í þingflokkum, þá bera menn traust hver til annars. Ekki er annað að heyra en umræður séu líflegar í Sjálfstæðisflokknum og varla liggja þingmenn Samfylkingar á skoðunum sínum á þingflokksfundum, frekar en á öðrum vett- vangi. Talað er um að Samfylkingin eigi eftir að venjast því að vera í ríkisstjórn, þá dragi úr yfirlýs- ingagleðinni, en kannski eru það sjálfstæðismenn sem þurfa að venjast nýrri sambúð. Og það á ekki að þegja um allt. Það er óneitanlega kómískt að lesa eftirfarandi í REI-skýrslunni: „Öll verkefni og viðfangsefni borg- arstjórnar eiga að þola opna og gagnrýna umræðu og einkennast af lýðræðislegum vinnubrögðum.“ Þetta er stýrihópurinn sem starfaði með leynd í rúma þrjá mánuði, lét ekkert uppi um starf hópsins og pukraðist með „sáttatillögu“ sem kom aðeins fyrir sjónir almennings af því að fjölmiðlar komust í málið. Þingmönnum stillt upp við vegg R aunar eru til sorgleg dæmi um að þingmönnum hafi verið stillt upp við vegg. Öll stjórnarfrumvörp eru unnin í ráðuneytum, kynnt af ráð- herrum í ríkisstjórn og ef þau eru samþykkt þar koma þau loks fyrir þingflokkana. Þetta fyrirkomulag veitir fram- kvæmdavaldinu meiri völd og heljartök á fram- vindu mála en ef þingflokkurinn kæmi að málum á fyrri stigum. Þarna er ójafnvægi, sem felst í því að ráðherrar kynna ekki mál sín í stjórnarflokkunum fyrr en búið er að samþykkja þau í ríkisstjórn. Ef þingmenn hafa eitthvað við það að athuga heyrist gjarnan: „Það er búið að samþykkja þetta í ríkisstjórn. Ekki ætlarðu að grafa undan forystu flokksins og setja samstarfið í uppnám? Við getum gert smávægilegar breytingar, en prinsippin munu ekkert breytast.“ Og þetta gerir það að verkum að þingmenn láta yfir sig ganga. Eða hvað? » Vitaskuld er ráðherrum fullfrjálst að segja: „Mér finnst …“Enda gegna lýðræðislega kjörnir fulltrúar embætti ráð- herra hér á landi. En annað á við ef því fylgir: „Ég ætlast til …“ Ráðherrar geta ekki ætlast til neins af þinginu. Þeir starfa í um- boði þingsins, en þingið ekki í umboði þeirra. Að því leyti er starf ráðherra í engu frábrugðið embætti borgarstjóra. rbréf Árvakur/RAX

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.