Morgunblaðið - 10.02.2008, Side 44

Morgunblaðið - 10.02.2008, Side 44
44 SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FYRIR sextíu árum átti amma mín Eleanor Roosevelt þátt í að semja eitt mikilvægasta skjal tutt- ugustu aldarinnar, Mannréttinda- yfirlýsinguna. Nú er kominn tími til að þú lesir hana og tileinkir þér hana. Mannréttindayfirlýsingin var samþykkt 1948 til að vera „öllum þjóðum og ríkjum til fyrirmyndar.“ Hún hefur verið þýdd á 360 tungu- mál. Hvert heldur sem er, munkar í Tíbet, baráttumenn fyrir lýðræði í Brasilíu eða andófsmenn í Sov- étríkjunum kröfðust réttinda með mannréttindayfirlýsinguna að vopni. Því miður hafa of fáir jarð- arbúar skýra hugmynd um grund- vallarréttindi sín og enn færri hafa lesið þetta mikilvæga skjal. Mann- réttindayfirlýsingin gerir vanvirð- andi meðferð eða refsingu útlæga, verndar málfrelsi, slær föstu að hver maður teljist saklaus uns sekt sé sönnuð og tryggir réttindi til heilsugæslu, menntunar og al- mannatrygginga svo dæmi séu tek- in. Afi minn, Franklin D. Roosevelt, flokkaði réttindin sem „frelsin fjögur“: frelsi frá skorti, trúfrelsi, mál- frelsi og frelsi frá ótta. Í dag horfum við upp á ríkisstjórnir og yf- irvöld fótum troða þessi viðmið og neita þegnum sínum um grundvallarréttindi. Við horfum upp á þjóð- ir sem eitt sinn voru öðrum fyrirmynd þeg- ar mannréttindi voru annars vegar, brjóta þau réttindi sem þær sjálfar gagnrýnda aðra fyrir að brjóta. Miklar framfarir hafa orðið á síð- ustu sextíu árum, en því miður er það enn draumsýn að mannréttindi allra séu virt. Sameinuðu þjóðirnar hafa hleypt af stokkunum alheimsátaki til að minnast sextugsafmælis Mannrétt- indayfirlýsingarinnar undir kjörorð- inu: Virðing og réttlæti fyrir okkur öll. Markmiðið er að kynna fólki grundvallarréttindi sín og að hvetja til að loforð Mannréttinda- yfirlýsingarinnar verði að veruleika um allan heim. Þetta átak hefur vakið minni at- hygli en það á skilið. Eins og Eleanor ítrekaði hvað eftir annað um Mannréttindayfirlýsinguna: „hún hefur ekkert gildi nema al- menningur þekki hana, skilji hana og krefjist þess að farið sé eftir henni.“ En Sameinuðu þjóðirnar geta ekki einar stuðlað að því að kynna efni yfirlýsing- arinnar. Ríkisstjórnir, frjáls félagasamtök og einstaklingar þurfa að taka höndum saman. Á þeim fáu vikum sem liðnar eru frá því átakið hófst hafa hundruð manna sleg- ist í hópinn. „Öldung- arnir“ (the Elders), félagsskapur heldri ráðamanna í heiminum undir forystu Nelson Mandela hefur ýtt úr vör undir- skriftasöfnun. Markmiðið er að safni milljarði undirskrifta undir Mannréttindayfirlýsinguna á vefsíð- unni www.TheElders.org. Yann Arthus Bertrand, hinn heimsþekkti ljósmyndari, leggur til myndina Sex milljarðar annarra þar sem fimm þúsund jarðarbúar tjá sig, en upp- tökur fóru fram í meira en 70 lönd- um. Martin Scorsese er aðalfram- leiðandi stuttmyndasyrpu sem byggist á ákvæðum Mannréttinda- yfirlýsingarinnar og hefur hann fengið heimsþekkta leikstjóra til liðs við sig. Of langt mál er að telja upp alla viðburði en af nógu er að taka: kvikmyndahátíðir, tónleikar, fyrirlestrar og ræður. Finna má lista yfir atburði á vefsíðunni www.KnowYourRights2008.org á vegum Upplýsingaskrifstofu Sam- einuðu þjóðanna fyrir Vestur- Evrópu. Hver og einn getur halað niður merki átaks Sameinuðu þjóð- anna á vefsíðu Mannréttinda- fulltrúa SÞ www.ohchr.org. Ég hvet fólk til að nota merki átaksins á bréfsefni og í mannréttindastarfi til að sýna stuðning við mannréttindi í verki. Ástandið í heiminum í dag er með þeim hætti að það væri nánast óhugsandi að allar ríkisstjórnir heims samþykktu skjal á borð við Mannréttindayfirlýsinguna. Ég hvet lesendur til að lesa Mannrétt- indayfirlýsinguna, undirrita hana og tileinka sér hana til að gæða hana lífi. Tími kominn til að fólk þekki réttindi sín David B. Roosevelt skrifar í tilefni þess að Mannréttinda- yfirlýsing Sameinuðu þjóðanna er sextug og brýnir fólk um allan heim að kynna sér hana » Afi minn, Franklin D. Roosevelt, flokk- aði réttindin sem „frels- in fjögur“: frelsi frá skorti, trúfrelsi, mál- frelsi og frelsi frá ótta. David Roosevelt Höfundur er barnabarn bandarísku forsetahjónanna fyrrverandi, býr í Lugano í Sviss og starfar sem ráð- gjafi á sviði mannúðarmála. Morgunblaðið/ Amma höfundar, Eleanor Roosevelt, fyrrverandiforsetafrú Bandaríkjanna lék lykilhlutverk í samningu Mannréttindayfirlýsingarinnar NÚ VILL Persónu- vernd láta laga til dómsniðurstöður í sakamálum, hvort sem sérstök ástæða er til eða ekki, og fjarlægja úr þeim svokallaðar viðkvæmar upplýs- ingar áður en þær koma fyrir sjónir al- mennings. Mætti þó ætla að ekki fælist í rökstuðningi dómara fyrir niðurstöðu sinni upplýsingar sem kæmu málinu ekki við og ykju ekki skilning á dóminum. Í stjórnarskrá segir að dómþing skuli háð í heyranda hljóði nema dómari ákveði annað lögum sam- kvæmt til að gæta velsæmis, alls- herjarreglu, öryggis ríkisins eða hagsmuna málsaðila. Þetta ákvæði er einn af hornsteinum réttarrík- isins. Af því hefur leitt að almenn- ingur hefur fengið aðgang að dómum og stundum, m.t.t. áðurnefndra und- antekninga, hafa upplýsingar verið máðar út, t.d. nöfn brotaþola í nauðgunarmálum. Frumvarp dóms- málaráðherra, sem Persónuvernd gerir framangreinda at- hugasemd við, sýnist mér ekki gera annað og meira að þessu leyti en að staðfesta vinnureglu sem nú þegar er við- höfð hjá dómstólum og var löngu orðið tíma- bært að gera. Er það ekki nóg? Hvaða árátta er þetta að reyna stöðugt að takmarka innsýn almennings í störf hins opinbera? Hún er ekki til ann- ars fallin en að rýra traust á rík- isvaldinu. Dómar eiga erindi við almenning. Hvaða forvarnargildi hefðu þeir ann- ars? Hvernig yrði réttaröryggi bæði sakborninga og brotaþola tryggt öðru vísi? „Justice must not only be done, it must be seen to be done!“ segir frægt enskt máltæki. Frum- varp dómsmálaráðherra virðist mér vera samið í þeim anda. T.a.m. er gert ráð fyrir því, eftir þingfestingu, að almenningur geti gegn gjaldi og með eðlilegum fyrirvörum fengið af- rit af þeim málsskjölum sem mála- tilbúnaður aðila er reistur á, þ.e. ákæru og greinargerð ákærða. Ég efast um að þær séu réttar, áhyggjur Persónuverndar af því að íslenskir dómarar flíki viðkvæmum upplýsingum í dómum að þarflausu, en telji Persónuvernd það, verður hún að snúa sér að dómstólunum en ekki beina vopnum sínum að almenn- ingi í landinu. Árátta Þór Jónsson skrifar um ósk Persónuverndar um að fjarlægja viðkvæmar upplýs- ingar úr dómsniðurstöðum í sakamálum »Hvaða árátta er þetta að reyna stöð- ugt að takmarka innsýn almennings í störf hins opinbera? Þór Jónsson Höfundur er fv. blaða- og fréttamaður. Firma Consulting (www.firmaconsulting.is) er ráðgjafafyrirtæki sem sérhæfir sig í ráðgjöf við kaup og sölu millistórra og stórra fyrirtækja. Firma Consulting leggur áherslu á persónulega og faglega þjónustu með áherslu á gæði, trúnað og traust í vinnubrögðum sínum. Firma Consulting veitir m.a. eftirtalda þjónustu: • Aðstoð við kaup og sölu fyrirtækja á Íslandi. • Aðstoð við kaup og sölu fyrirtækja erlendis í samstarfi við sérhæfð fyrirtæki á því sviði. • Aðstoð við sameiningu fyrirtækja. • Aðstoð við verðmat á fyrirtækjum. • Aðstoð við gerð kaupsamninga. • Rekstrarráðgjöf. Firma Consulting, Þingaseli 10, 109 Reykjavík, GSM: (+354) 820 8800 og (+354) 896 6665, Fax: (354) 557 7766, Veffang: firmaconsulting.is Magnús Hreggviðsson viðskipta- fræðingur og löggiltur fyrirtækja-, fasteigna- og skipasali. Magnús er með áratuga reynslu af endur- skoðunarstörfum, sem rekstrar- ráðgjafi, fyrirtækja- og fasteignasali, útgefandi, fasteignarekandi, „land-developer“ í Smárahvammi og starfandi stjórnarformaður í nokkrum fyrirtækjum. Magnús er aðalráðgjafi hjá Firma Consulting. (magnus@firmaconsulting.is) Við finnum kaupendur og seljendur að fyrirtækjum Höfum verið beðin um að útvega 400-1000 fm húsnæði í Grafarholti/vogi og Árbæ fyrir traustan aðila. Uppl. veitir Kjartan Hallgeirsson löggiltur fasteignasali í síma 824-9093. Atvinnuhúsnæði óskast til kaups eða leigu í Grafarvogi eða Árbæ Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali Síðumúla 21 - www.eignamidlun.is - eignamidlun@eignamidlun.is - Fax: 588 9095 Sími: 588 9090

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.