Morgunblaðið - 10.02.2008, Side 54
54 SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Laufey Svan-bergsdóttir
fæddist í Lög-
mannshlíð ofan Ak-
ureyrar 4. maí 1923.
Hún lést á líkn-
ardeild Landspít-
alans, Landakoti 18.
janúar síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru hjónin Svan-
berg Sigurgeirsson
vatnsveitustjóri, f.
14. júní 1887, d. 11.
júní 1961, og Guð-
rún Sigurðardóttir,
f. 4. nóvember 1899, d. 4. febrúar
1926. Alsystkini Laufeyjar eru
Sigurður Björgvin, f. 1920, Fann-
ey Soffía, f. 1922, og Sigurgeir, f.
1924, d. 6. september 2007, einnig
á hún fjögur hálfsystkini sam-
og Hauk Má, b) Benedikt, í sambúð
með Rut Þorgeirsdóttur, þau eiga
tvö börn, Ástrós Erlu og Benedikt.
2) Eygló, f. 14. apríl 1950, gift
Árna Matthíasi Sigurðssyni, þau
eiga tvö börn, a) Sigurð Örn, í
sambúð með Margréti Valdimars-
dóttur, b) Ernu Geirlaugu, í sam-
búð með Benedikt Heiðari Sig-
urðssyni, þau eiga eina dóttur,
Eygló. 3) Svanur Heiðar, f. 22. jan-
úar 1956, kvæntur Hrefnu Guðna-
dóttur.
Laufey flutti til Reykjavíkur 16
ára gömul og byrjaði í vist eins og
oft tíðkaðist á þeim tíma, síðan
stundaði hún ýmis störf, meðal
annars vann hún lengi í Bæj-
arútgerð Reykjavíkur sem verk-
stjóri, síðar stofnaði hún ásamt
tveimur öðrum konum verslunina
og saumastofuna Feldinn, þar sem
þær hönnuðu og saumuðu leður-
og mokkafatnað við góðan orðstír,
síðustu starfsárin vann hún í mat-
sal starfsmanna á Landspítalanum
við Hringbraut.
Útför Laufeyjar fór fram í kyrr-
þey, að ósk hinnar látnu.
feðra.
Laufey giftist 31.
desember 1944 Þor-
móði Hauki Jónssyni,
f. 31. desember 1919,
d. 22. mars 2005.
Foreldrar hans voru
Guðrún Jónsdóttir, f.
17. nóvember 1891 d.
14. mars 1986, og Jón
Guðmundur Þorleifs-
son sjómaður, f. 11.
september 1893, d. 3.
nóvember 1925.
Laufey og Haukur
eignuðust þrjú börn,
þau eru: 1) Guðrún Erla, f. 7. nóv-
ember 1945, d. 24. júní 1982, var
gift Benedikt Benediktssyni, þau
eignuðust tvö börn, a) Laufeyju,
gift Tómasi Tómassyni, þau eiga
þrjú börn, Erlu Mjöll, Tómas Aron
Tengdamóðir mín Laufey Svan-
bergsdóttir er látin, hún hafði átt við
erfið veikindi að stríða með hléum síð-
an í apríl á liðnu ári. Með Laufeyju er
genginn einn af fulltrúum þeirrar
kynslóðar sem af ósérhlífni og dugn-
aði byggði upp það allsnægtaþjóð-
félag sem við nú búum í. Hún fór ung
að heiman og fór að vinna fyrir sér við
ýmis þau störf sem til féllu.
Laufey giftist Þormóði Hauki
Jónssyni bifreiðarstjóra á afmælis-
degi hans, gamlársdag 1944. Þau
byrjuðu sinn búskap á Barónsstíg 16
en þar fæddist þeim dóttirin Guðrún
Erla og síðar Eygló. Seinna fluttu þau
á Hverfisgötu 125 en þar eignuðust
þau Svan Heiðar.
Það er af mörgu að taka þegar litið
er til baka þau rúm fjörutíu ár sem
liðin eru síðan ég kynntist Laufeyju
og Hauki, bæði höfðu þau verið alin
upp í sveit, hún fyrir norðan en hann í
Kjósinni. Framan af áttu þau kindur
sem hugsað var um af mikilli natni og
voru börnin höfð með við heyskap og
gegningar, þau voru sem eitt, sam-
hent, lítillát og nægjusöm.
Það var siður til margra ára að
stórfjölskyldan hittist á laugardags-
morgnum á Hverfisgötunni þar sem
rædd voru málefni líðandi stundar og
lauk með matarveislu sem Laufeyju
var einni lagið, hún lagði mikið upp úr
samverustundum með sínum nánustu
og áttu yngstu afkomendurnir hug
hennar allan.
Veislurnar sem hún hélt á gamlárs-
kvöld, afmæli Hauks, voru glæsilegar
og ekkert sparað til að hafa allt sem
best. Það var sama hvað hún gerði,
sauma, mála á postulín, skera út eða
smíða úr silfri, allt lék í höndunum á
henni. Um tíma rak hún ásamt fleir-
um saumastofuna Feldinn, þar naut
hún sín í hönnun á mokkajökkum og
allskonar flíkum og var fjölskyldan
þá ugglaust sú best klædda í bænum,
en það lýsir því best hve umhugað
henni var um sína.
Fjöllin, vötnin og litadýrðin á Þing-
völlum vor og haust heillaði hana, hún
sá allavega kynjamyndir úr klettum
og trjám og lýsti þeim þannig að mað-
ur komst ekki hjá því að sjá þær ljós-
lifandi fyrir sér.
Velferð afkomendanna var henni
ætíð efst í huga, hún fylgdist vel með
og var með öll afmæli, útskriftir og
aðrar uppákomur hjá barnabörnun-
um og barnabarnabörnunum á
hreinu, hún vildi og var með.
Tíminn líður hratt, þegar við lítum
til baka þá er eins og lífið þjóti áfram
og við fáum ekki við neitt ráðið, minn-
ingar hrannast upp og við þökkum
fyrir samferðafólkið sem við kynnt-
umst og fyrir tímann sem við nutum
með því.
Ég þakka fyrir kynni mín af Lauf-
eyju Svanbergsdóttur og allar sam-
verustundirnar í gegnum árin.
Megi algóður Guð blessa minningu
hennar.
Árni M. Sigurðsson.
Þegar ég sest niður til þess að
skrifa minningarorð um mína yndis-
legu tengdamóður er mér þakklæti
efst í huga. Mér finnst ég vera svo
miklu ríkari eftir að hafa verið henni
samferða.
Minningarnar um Laufeyju og
Hauk, sem lést árið 2005, eru svo
margar og ljúfar og verða aðeins
geymdar í hjörtum okkar sem áttum
þau að. Mín fyrsta minning um hana
er mér dýrmæt og sagði mér svo mik-
ið um þann kærleika og umhyggju
sem hún bar fyrir sínu fólki. Við
Svanur vorum þá nýfarin að kynnast,
höfðum bæði lent úti á rúmsjó lífsins
eins og svo margir og gemsarnir voru
komnir í spilið. Það að heyra þau
mæðgin tala saman í símann sagði
mér allt um þá virðingu og kærleika
sem ríkti þar á milli. Ég hafði heyrt
að ekki væri úr vegi að skoða sam-
band sonar við móður í því skyni að
vita hvernig framtíðin yrði með við-
komandi. Þessi ár sem liðin eru hafa
leitt í ljós að þessi fyrsta vísbending
reyndist rétt og var ekki bara góð
byrjun heldur áframhaldandi yndis-
legt samband okkar og þeirra sem
mér fylgdu. Hennar þáttur var stór í
lífi okkar, hún fegraði og bætti allt í
kringum sig og vildi alla gleðja.
Laufey var mikil hagleikskona og
vandaði allt sem hún tók sér fyrir
hendur. Ótal listaverk prýða heimili
okkar og fjölskyldunnar allrar og eru
svo dýrmæt núna þegar hún er farin
héðan. Þau hjón voru einstaklega
samhent og ég skynjaði svo vel þá
virðingu sem þau báru fyrir hvort
öðru. Haukur var einstakt ljúfmenni
þó hann hefði ákveðnar skoðanir á
ýmsum málum.Hann hafði yndi af
lestri góðra bóka og fróður um
margt. Nokkrar línur úr ljóði sem ort
var í tilefni áttræðisafmælis Laufeyj-
ar og var kveðja frá Svani Heiðari og
okkur stelpunum hans læt ég fylgja
hér.
Á „Norðurpólnum“ heima var
oft í Koti kátt.
Með kappsemi og dugnaði þið unnuð
dag og nátt.
En kalt var ekki á „Pólnum“
í kærleika og hlýju.
Þá keyrði pabbi á stöðinni hundrað
fimmtíu og níu.
En bernskuárin liðu og æskan eftir það.
Og áfram tíminn rennur og
skrifar lífsins blað.
Þótt margt á móti blési og
mæddu höggin styrk.
Þið stóðuð stælt við bak mitt svo
sterk og mikilvirk.
Við biðjum Drottin Jesúm að gefa nýja náð
að nú þið megið uppskera það
sem til var sáð.
Hann launi ykkur margfalt og
lýsi veginn heim.
Lísa, Hrefna, Heiðar – kveðjan er frá þeim.
(JFK)
En þessi kona átti sér líka hlið sem
hún geymdi með sjálfri sér en það var
trúin á Jesú Krist sem hún játaði
fyrst í fermingunni. Þegar áföllin
dundu yfir veit ég að bænir hennar
stigu upp. Hún var sterk kona sem
átti æðruleysi þegar á móti blés. Þau
eru þung sporin sem við fjölskyldan
höfum stigið undanfarna daga. Það er
erfitt að kveðja þá sem manni þykir
vænt um. Fólk sem hefur gefið manni
svo mikið af sjálfu sér, stutt á allan
hátt í blíðu og stríðu. Við hlökkuðum
til þess að fá að hafa hana hjá okkur
lengur og launa henni kærleikann all-
an. En svona er lífið og Guð ræður.
Elsku Laufey mín! Takk fyrir að
treysta mér fyrir einkasyninum. Lísa
og afastelpan hún Hrefna Erla kveðja
ömmu og fjölskyldan öll.
Hrefna
Elsku amma mín, nú er komið að
kveðjustund.
Ég kveð þig með miklum söknuði
en jafnframt miklu þakklæti fyrir að
hafa átt ömmu eins og þig.
Síðustu daga hef ég verið að hugsa
um allar þær yndislegu stundir sem
við áttum saman og veit satt að segja
ekki hvar ég á að byrja.
Mér er það ofarlega í huga hvað
hún amma mín hafði mikinn áhuga á
myndlist og hannyrðum, enda var
hún á fullu í Gerðubergi og það liggja
ófáir fallegir munir eftir hana á heim-
ilum barna hennar og barnabarna.
Þegar ég var uppi í Ugluhólum hjá
ömmu og afa sýndi amma mér oft
myndir sem hún var að mála eða gler-
listaverk sem hún var að vinna að.
Henni var margt til lista lagt. Ég fór
oft um helgar með ömmu, mömmu og
Eygló litlu í bæinn og þar áttum við
góðar stundir, en ömmu þótti mjög
gaman að vera með Eygló litlu og þær
voru miklar vinkonur. Svo lengi sem
ég man fór ég með ömmu og afa að sjá
haustlitina á Þingvöllum, þessar ferð-
ir eru mér afar minnisstæðar.
Þessi tími okkar saman er mér
ómetanlegur.
Elsku amma, ég kveð þig með mikl-
um söknuði og þakka fyrir allar þær
góðu stundir sem við áttum saman.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem)
Þín dótturdóttir,
Erna Geirlaug Árnadóttir.
Laufey Svanbergsdóttir fæddist
árið 1923 á bænum Lögmannshlíð í
Kræklingahlíð ofan Akureyrar. Hún
var í miðju í hópi fimm barna Svan-
bergs og Guðrúnar, ábúenda Lög-
mannshlíðar á þeim tíma. Þriggja ára
að aldri missti hún móður sína og
yngsta bróður sinn Sumarliða sem þá
var tæplega árs gamall. Þessi mikla
sorg olli straumhvörfum í lífi fjöl-
skyldunnar. Þau Guðrún og Svanberg
höfðu hafið undirbúning að flutningi
til Akureyrar og var hafin bygging
framtíðarhúss fjölskyldunnar í Þór-
unnarstræti. Svanberg lagði mikla
áherslu á að halda fjölskyldunni sam-
an, sem ekki var sjálfsagt á þessum
tíma, og fluttist með börnin fjögur í
Þórunnarstrætið og bjó þeim þar
heimili. Erfið ár fóru í hönd við að
draga björg í bú og fjölskyldan
stækkaði.
Laufey fór ung að vinna fyrir sér,
fyrst á Akureyri en fluttist til Reykja-
víkur 16 ára að aldri og settist þar að.
Skólaganga var ekki löng en Laufey
var vel að sér til munns og handa,
ljóðelsk og listræn. Laufey var vík-
ingur til allrar vinnu. Hvar sem leið
hennar lá á vinnumarkaði var hún val-
in til að leiða vinnuhópinn sem hún
gerði af dugnaði og ósérhlífni. Skipti
þá engu hvort um var að ræða fisk-
vinnslu eða listasaum úr íslenskum
skinnum. Eftir að launavinnu lauk gat
hún notið þess að fást við fágaðri list-
iðn og vílaði ekki fyrir sér að takast á
við ný efni að vinna úr eins og gler,
stein og silfur. Eftir hana liggja
margir fagrir gripir.
Hjá okkur í fjölskyldunni fyrir
norðan gekk hún jafnan undir nafninu
Laufey frænka í Reykjavík. Í þá daga
var ekki mikið um frí frá vinnu eða
ferðalög milli landshluta. En þegar
það gerðist að fjölskyldan fór suður
stóð heimili hennar opið fyrir okkur.
Litla húsið við Hverfisgötu stendur
ljóslifandi í endurminningunni. Lauf-
ey frænka var miðpunkturinn sem
gaf af hlýju sinni, natni og rausnar-
skap. Þar var gott að koma. Húsið er
nú horfið og annað stærra risið þar
sem það var.
Laufey var trygglynd og stóð með
sínum. Hún og Haukur eiginmaður
hennar eignuðust efnilegan hóp af-
komenda. Móðurmissir var ekki eina
sorgin sem henni mætti á lífsleiðinni
því elsta dóttirin Erla lést í blóma lífs-
ins og setti sá missir mark sitt á Lauf-
eyju og fjölskyldu hennar. En Laufey
mætti mótlætinu með þrautseigju og
þeim dugnaði sem einkenndi hana. Á
kveðjustund er þakklæti til Laufeyjar
og hennar fjölskyldu efst í huga fyrir
ræktarsemi og góðvild gegnum árin.
Samskipti voru ekki tíð en tryggðar-
strengur sameiginlegs uppruna ætíð
til staðar. Blessuð sé minning um
góða frænku. Eftirlifandi börnum og
ástvinum er vottuð innileg samúð.
Smári S. Sigurðsson.
„Elskan mín, það var ekkert, þetta
er nú svo lítið“ var Laufey vön að
segja þegar henni voru þakkaðar góð-
gerðir í gegnum árin. Lítillæti mik-
illar konu var einstakt. Hún var ein af
hetjum hversdagsins, afkastaði miklu
á oft löngum vinnudögum. Hún gekk í
gegnum sára sorg, dótturmissi, en
horfði fram á veginn raunsæ, þakklát
og gjafmild fjölskyldukona, sem
kvartaði aldrei heldur hélt áfram á
sinn hljóða hátt.
Hún átti börnin sín og fjölskyldur
þeirra, þau elskaði hún heitt og vildi
allt fyrir gera, og hún átti hann Hauk.
Haukur og hún voru samhent hjón
sem báru einlæga virðingu hvort fyrir
öðru í þau rúmlega sextíu ár sem þau
áttu saman í hjónabandi. Hann er far-
inn og nú er hún komin til hans. Þau
voru einlægir og góðir vinir mömmu
og pabba.
Hún naut þess að búa til fallega
hluti til gjafa, var mikil handavinnu-
kona; það færi í raun betur að segja
fjölhæf listakona, því eftir hana liggur
svo margt sem hún málaði á postulín,
skar út í tré, skartgripir, glerlista-
verk, skinnfatnaður og er þá ekki allt
talið.
Það er alltaf erfitt að kveðja og er
aldur afstæður í þeim efnum. Árni
bróðir var lánsamur að tengjast góðu
fólki og fengum við þess sannarlega
notið með honum.
Það er með hjartans þakklæti og
virðingu sem ég og fjölskylda mín
minnumst Laufeyjar. Gengin er góð
kona. „Lífið er stutt og mun brátt
taka enda en kærleiksverkin vara að
eilífu.“ Þannig mun framkoma Lauf-
eyjar lifa.
Elsku Eygló, Heiðar og fjölskyld-
ur, við Böddi, dætur okkar og fjöl-
skyldur vottum ykkur okkar innileg-
ustu samúð. Blessuð sé minning
Laufeyjar Svanbergsdóttur.
Valgerður Sigurðardóttir.
Laufey
Svanbergsdóttir
Útfararþjónustan ehf.
Stofnað 1990
Símar: 567 9110 & 893 8638
www.utfarir.is • runar@utfarir.is
Alhliða útfararþjónusta
Rúnar
Geirmundsson
Sigurður
Rúnarsson
Elís
Rúnarsson
Þorbergur
Þórðarson
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
GUÐLEIF ÓLAFSDÓTTIR
hjúkrunarkona,
Sogavegi 172,
lést á Borgarspítalanum fimmtudaginn 7. febrúar.
Jarðsungið verður frá Fossvogskirkju fimmtu-
daginn 28. febrúar kl. 15.00.
Júlíus Helgi Helgason,
Ásthildur Ketilsdóttir,
Sigríður Ketilsdóttir,
Guðmundur Júlíusson,
Ágúst Júlíusson,
Ólafur Júlíusson, Rósa Erlendsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Faðir okkar,
GUNNAR REYNIR SVEINSSON
tónskáld,
verður jarðsunginn frá Laugarneskirkju þriðjudaginn
12. febrúar kl. 15.00.
Sveinn Gunnarsson,
Sigríður Helga Gunnarsdóttir,
Ingunn Ásta Gunnarsdóttir.