Morgunblaðið - 10.02.2008, Side 62
62 SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
ⓦ
Upplýsingar í síma
461 6011/ 840 6011
Helgamagrastræti
Oddeyrargötu
Huldugil
Innbæ
Eyrarlandsveg
Blaðburður verður
að hefjast um leið og
blöðin koma í bæinn.
Á AKUREYRI
Lögga, læknir og lögfræðingur
Kippan
SUMIR HALDA ÞVÍ FRAM AÐ
LISTMÁLUN SÉ DAUTT
LISTFORM
HMM...
NÁTTÚRULEGUR
DAUÐDAGI... EÐA MORÐ?
BLÓÐ-
BANKI
EKKI GÆTI
ÉG FENGIÐ
YFIRDRÁTT?
HÚÐFLÚR-
SÝNING
ÞETTA ER EITT AF
FYRSTU VERKUM
LISTAMANNSINS
SKRIFSTOFA
FYRIR
GAMANSÖGU-
HÖFUNDA
VIÐ GETUM LITIÐ Á BJÖRTU HLIÐARNAR...
Í DAG ER GÓÐUR DAGUR TIL AÐ FARA Í SUND
„BURT ÁRANS BLETTUR“ FATAHREINSUN
ÞETTA ERU GREINILEGA
FYRRVERANDI LEIKARAR
ÉG MUNDI EKKI TALA
VIÐ ÞENNAN... HANN
ER ALGJÖR TRÚÐUR!
dagbók|velvakandi
Rafmengun
NÚ fyrir nokkru rita þeir Svanbjörn
Einarsson og Hallur Hallsson grein
um rafmengun í Morgunblaðið. Á
seinustu tuttugu árum hefur mál
þetta verið öðru hvoru í umræðu án
þess að það væri útskýrt efnislega
hvað um væri að ræða.
Sá er þetta ritar leitaði því til Sig-
urðar Oddssonar raftæknifræðings
og spurði hann hvað þetta væri. Sig-
urður sagðist fyrir mörgum árum
hafa verið að tengja málmbræðslu-
potta í Sænsku iðjuveri og voru raf-
kaplarnir lagðir eftir kapalstigum. Af
einhverjum ástæðum var sk. Amp-
ertöng brugðið á eitt þrepið í stig-
anum, þá kom í ljós að það var 10 am-
pera rafstraumur í þrepinu. Ef
þrepin hafa verið hundrað þá voru
þúsund amper að flakka þarna
stjórnlaust í stiganum, enda er svona
stundum kallað flökkustraumur. Mál-
ið var svo leyst með því að jarðbinda
stigann. Öll riðstraumsfræði byggj-
ast á þessu fyrirbæri, hnígandi seg-
ulsvið spanar upp spennu í nálægum
leiðara. Fyrstur til að koma auga á
þetta var danskur prófessor, H.C.
Örsted en hann tók eftir því að nál á
áttavita tók kipp þegar hann tengdi
,,battery“ sem stóð á sama borði og
áttavitinn. Riðstraumurinn sem við
notum fer 50 fullar sveiflur á sekúndu
en það er svipuð tíðni og er á svoköll-
uðum Beta-heilabylgjum. Það er því
ekki undarlegt að húsasótt sé af
mörgum talin tengjast flökku-
straumum í burðarvirkjum bygginga.
Á tíunda áratug seinustu aldar komu
upp mörg krabbameinstilfelli í tveim
verksmiðjuhúsum í Reykjavík. Bæði
húsin voru úr járnbentri steinsteypu
með súlum sem halda uppi plötunum.
Annað sem húsin áttu sameiginlegt
var, að fyrsta hæð hafði að hluta verið
sprengd inn í gegnheila grágrýt-
isklöpp. Sólin sendir frá sér eindir
(m.a. prótónur og nevtrónur), seg-
ulsvið jarðar fangar hluta þeirra
einda sem hingað berast og verður
hluti orku þeirra sýnileg sem norður-
ljós. Er mögulegt að flökkustraumar
í byggingum fangi svona eindir og
hugsanlega hættulegri eindir (geim-
geislun) sem eru lengra að komnar?
Geta svona eindir runnið eftir steypu-
styrktarjárni eins og ljós eftir ljós-
leiðara.
Gestur Gunnarsson,
tæknifræðingur.
Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og
13–15 | velvakandi@mbl.is
Það eru ekki bara börnin sem hafa gaman af að leika sér í snjónum. Fer-
fætlingarnir geta líka brugðið á leik og þessi hundur skemmti sér kon-
unglega við að grípa snjóboltana með kjaftinum.
Árvakur/Golli
Brugðið á leik í snjónum