Morgunblaðið - 10.02.2008, Page 67

Morgunblaðið - 10.02.2008, Page 67
Coen-bræðurna, Ethan og Joel, vel söguna. „Þeir eru einfaldlega yndislegir menn með allt sitt á hreinu.“ Svo hellir Brolin sér út í samlík- ingar sem hafa kannski ekki besta forvarnargildið. Óskarsverðlauna- leikurinn auðveldur „Ég var um daginn spurður hvort ég myndi líkja samstarfi mínu við Coen-bræðurna við að reykja hass en vinnunni með Tar- antino við að neyta amfetamíns. Ég vil reyndar hvorugt kannast við en ef ég yrði að nota samlíkingar að þessu tagi myndi ég segja að tæki- færið til að vinna með þessum leik- stjórum væri einfaldlega eins og að vera á sýru í heilt ár.“ Brolin segist hafa leitað til heimaslóðanna þegar hann skapaði karakterinn Llewelyn. „Hann er eins og margir strákar sem ég ólst upp með í sveitinni í Kaliforníu. Þeir eru hreinir ef svo má að orði komast, þeir eru einfald- lega bara þeir sjálfir og aldrei neitt annað. Þeir standa vörð um sig og sína gagnvart umheiminum. Fálæti hjá fólki utan af landsbyggðinni er oft túlkað sem heimska en það er alrangt. Fyrirmynd mín að Llewe- lyn var maður sem er með allt sitt á hreinu og það finnst mér heillandi,“ segir Brolin. „Það var líka gaman að reyna að koma þessu öllu til skila því það er í raun ekki mikill texti sem ég fer með í mynd- inni, en eins og gjarnan er hjá Coen-bræðrum þýðir hver svipur eitthvað hjá persónunum, hvert augnaráð. Það er líka miklu erf- iðara að reyna að koma tilfinn- ingum til skila með augnaráði. Auð- veldari lausn er að taka „Óskars-senu“, ef það má kalla það svo, með tilheyrandi gráti og öskr- um.“ Slagsmál eru vanmetin Llewelyn er karlmennskan upp- máluð og segist Brolin sakna þess- arra „alvöru karlmanna úr kvik- myndum“. „Við lifum á tímum þar sem hið kvenlega eðli karlmanna kemur sí- fellt meira í ljós. Menn eiga að vera mjúkir og tala um tilfinningar sín- ar. Það er allt gott og blessað en ég held samt að heimurinn væri betri staður ef sum mál mætti einfald- lega leysa með smá slagsmálum. Ég sakna þess, þótt ég sé hreint ekki ofbeldisfullur,“ segir Brolin og skyndilega verður það mjög skýrt hvers vegna Coen-bræðurnir völdu hann til liðs við sig sem kúrekann fámála. „Ég held að það sé engum hollt að byrgja inni sorg og gleði. Mér finnst mjög náttúrulegt að hnakk- rífast við einhvern, koma því frá mér sem þarf og sættast svo að lok- um. Þetta er vanmetin leið til að leysa úr hvers kyns flækjum.“ Fyrir nokkrum árum var leik- arinn Russell Crowe kærður fyrir að henda síma í mann. Brolin segist skilja Crowe vel. „Og ástæðan, að hann hafi verið að reyna að ná í konuna sína, gerir þetta mun skiljanlegra. Ég vildi bara að maðurinn sem varð fyrir símanum hefði verið meiri maður en svo að hlaupa með þetta í blöðin og kæra hann. Hann hefði átt að henda símanum í hann til baka og klára málið þannig. Það hefði ég gert.“ Ætlaði í lögfræði Brolin segist hafa verið aðdáandi Coen-bræðranna lengi. Á hann sér eitthvert annað draumahlutverk úr einhverjum fyrri mynda þeirra? „Ó já, hlutverk Jeffs Bridges í The Big Lebowski. Það var snilld! Reyndar líka hlutverk Johns Good- mans og Johns Turturros í sömu mynd … já eiginlega bara öll hlut- verkin í þeirri mynd væru drauma- hlutverk. Ég er svo hrifin af per- sónunum í öllum þeirra myndum, þeir leggja líka meiri áherslu á þær en til dæmis tæknibrellur og annað. Já ég myndi taka þátt í myndunum þeirra hvenær sem er.“ Brolin er sem kunnugt er sonur leikarans James Brolins sem þýðir að stjúpmóðir hans er Barbra Streisand. Kom það snemma í ljós að þú ætlaðir að gerast leikari? „Ég ætlaði alltaf í lögfræði og verja glæpamenn og pabbi hvatti mig eindregið til þess. Ég held að hann hafi viljað að ég léti leiklistina eiga sig, einfaldlega vegna þess að hann veit hversu harður bransi þetta getur verið. En eftir að ég tók þátt í leikhúsuppfærslu í heima- bænum mínum varð ekki aftur snú- ið og pabbi studdi mig heilshugar,“ segir Brolin að lokum. Herra þingmaður Margir muna eflaust eftir Josh Brolin í hlutverki Bill Sterling í þáttunum Mr. Sterling. birta@mbl.is » Tarantino leikstýrði og Robert sá um upptökur. Það eina sem Coen-bræðurnir sögðu þegar þeir sáu upptök- una var: „Vá, hver tók þetta upp!“ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2008 67

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.