Morgunblaðið - 15.02.2008, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 15.02.2008, Qupperneq 4
4 FRIDAY 15. FEBRUARY 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is GEIR H. Haarde, forsætisráðherra, sagði eftir fund með stjórnendum helstu fjármálafyrirtækja að þær aðstæður sem nú eru uppi á fjár- málamarkaði kæmu utan frá. Að- spurður sagði hann að ekki væri hægt að segja að bankarnir hefðu brugðist með einhverjum hætti. „En það er alveg ljóst að þeir hafa stækkað mjög hratt. Þeir hafa verið mjög kaldir að sumu leyti við að fjár- festa og þenja sig út. En ég tel ekki að það sé nein hætta, sérstök, á ferð- um umfram það sem annars staðar er,“ sagði hann. Engar ákvarðanir voru teknar á þessum fundi fjögurra ráðherra rík- isstjórnarinnar og stjórnenda fjár- málafyrirtækja sem haldinn var í ráðherrabústaðnum í gær. Það var heldur ekki tilgangurinn með fund- inum, að sögn forsætisráðherra, heldur var til hans boðað til að rík- isstjórnin gæti kynnt sér viðhorf bankanna til þeirra aðstæðna sem nú eru uppi á fjármálamörkuðum og hvernig ríkið og bankarnir gætu unnið saman, m.a. við að leiðrétta ranghugmyndir um íslenskt efna- hagslíf. Ráðherrar báðu um fundinn Bankastjórar Landsbankans og forstjóri Glitnis svöruðu spurning- um fjölmiðlamanna fyrir utan fund- arsalinn eftir að fundinum lauk. Sigurjón Þ. Árnason, annar af tveimur bankastjórum Landsbank- ans, sagði að á fundinum hefðu menn farið yfir stöðuna með ráð- herrunum, alveg á sama hátt og fundir væru haldnir með forsvars- mönnum útvegsmanna þegar menn væru að velta fyrir sér stöðu sjáv- arútvegsins. Stjórnendur fjármála- fyrirtækja hefðu oft hitt ráðherra á fundum þótt það hefði ekki vakið svo mikla athygli fjölmiðla fyrr. Þetta hefði verið upplýsingafundur sem ríkisstjórnin hefði óskað eftir. Bankastjórarnir voru fremur ófúsir til að svara efnislegum spurn- ingum um það sem rætt var á fund- inum og Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, taldi eðlilegra að ráðherrarnir tjáðu sig um fundinn enda hefðu þeir beðið um hann. „Þetta var reglubundinn samráðsfundur sem við höfum oft haft áður með ráðherrum,“ sagði hann. Það væri gott að skiptast á upplýsingum og gagnkvæmt traust ríkti á milli manna. Lárus Welding, forstjóri Glitnis, sagði að margar góðar hugmyndir hefðu verið ræddar á fundinum og hann hefði verið fróðlegur. Munu standa saman Geir H. Haarde og Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir, utanríkisráðherra, voru sammála um að fundurinn hefði verið gagnlegur. Geir sagðist hafa rætt við nánast alla þá forsvarsmenn fjármálafyrirtækja sem sóttu fund- inn í gær á undanförnum vikum, enda alþekkt að á Íslandi væri stutt á milli manna. „Við höfum nú kannski ekki haldið nákvæmlega eins fundi og þennan en aðstæðurn- ar eru náttúrlega aðrar,“ sagði hann ennfremur. Á alþjóðafjármálamörk- uðum væri ólga og lánsfjárskortur sem yrði mjög vart hér á landi. „Og við viljum ræða það í fullri alvöru við þá hvernig eigi að bregðast við og hvað sé hægt að gera sérstaklega í okkar aðstæðum til þess að mæta þessu,“ sagði hann. Ingibjörg Sólrún minnti á að erf- iðleikar steðjuðu að fjármálamörk- uðum um allan heim og líkt og Sig- urjón Þ. Árnason greip hún til líkingar við sjávarútveginn. „Ef það væri eitthvað að gerast í hafinu í kringum Ísland þá myndum við að sjálfsögðu standa saman, sjávarút- vegurinn og ríkisstjórnin, og það ætlum við líka að gera núna meðan þetta gengur yfir,“ sagði hún. Í tengslum við Viðskiptaþing Ingibjörg sagði að til fundarins hefði verið boðað í tengslum við Við- skiptaþing, m.a. til að kalla eftir hugmyndum frá fjármálafyrirtækj- um um hvernig ríkisvaldið gæti komið að málum. Hún nefndi sem dæmi að utanríkisráðuneytið myndi sjá til þess að í sendiráðum Íslands væru ávallt til reiðu nýjustu upplýs- ingar um stöðu mála í íslensku hag- kerfi, sérstaklega í sendiráðunum á Norðurlöndum, í Bretlandi og í Bandaríkjunum. Ekki væri þó ætl- unin að fara í e.k. kynningarferð, heldur styrkja almenna upplýsinga- gjöf. Spurður hvort hann teldi hættu á að einhverjir gætu túlkað fundinn í gær sem e.k. kreppufund, aftók Geir það með öllu. Hann sagði að þetta væri að sjálfsögðu ekki slíkur fundur og það væri í hæsta máta eðlilegt að stjórnvöld hittu fulltrúa fjármálafyr- irtækja að máli. Ræddu stöðuna á mörkuð- um en tóku ekki ákvarðanir Hefðbundinn sam- ráðsfundur – en ekki haldinn fyrr en nú Í HNOTSKURN » Geir H. Haarde, forsætisráð-herra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, Árni M. Mathiesen, fjár- málaráðherra og Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra, sátu fundinn af hálfu ríkisstjórn- arinnar. » Úr ranni fjármálageiranskomu Lárus Welding, for- stjóri Glitnis, Hreiðar Már Sig- urðsson, forstjóri Kaupþings, Halldór J. Kristjánsson og Sig- urjón Þ. Árnason, bankastjórar Landsbankans, Guðmundur Hauksson, forstjóri Spron, Tryggvi Þór Herbertsson, for- stjóri Aska Capital og Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja. Árvakur/Kristinn Stjórar Fjórir ráðherrar úr ríkisstjórninni hittu bankastjóra og forstjóra fjármálafyrirtækja í gær. ÓSKAR Bergs- son, borgarráðs- fulltrúi Fram- sóknarflokksins, lýsti yfir áhyggj- um sínum af mik- illi starfsmanna- veltu yfirmanna í Reykjavíkurborg á borgarráðs- fundi í gær. Það gerði hann í kjölfar þess að samþykkt var að veita Birgi Hlyni Sigurðssyni skipulagsstjóra lausn frá störfum og í kjölfarið ráða Ólöfu Örvarsdóttur aðstoðarskipulags- stjóra í hans stað. Óskar sagði að á undanförnum ár- um hefði mikil hreyfing verið meðal æðstu embættismanna borgarinnar. Frá árinu 2002 hefðu verið starfandi sex borgarstjórar, fjórir skipulags- stjórar, þrír sviðsstjórar fram- kvæmdasviðs, fjórir borgarlögmenn og þrír fjármálastjórar. Þar að auki hefðu orðið sviðsstjóraskipti á vel- ferðarsviði, menntasviði, leikskóla- sviði og umhverfissviði. Óskar sagði þessa upptalningu sýna svart á hvítu að starfsmanna- velta lykilstarfsmanna Reykjavíkur- borgar væri orðin að verulegu áhyggjuefni. Hann varpaði að lokum fram tveimur fyrirspurnum, annars vegar hvað gerði það að verkum að yfirmenn í borginni stöldruðu svo stutt við og hvað borgarstjóri hygð- ist gera til að koma á nauðsynlegum stöðugleika. Yfirmenn staldra stutt við Óskar Bergsson SAMFYLKINGIN hefur mest fylgi allra stjórnmálaflokka og stóreykur fylgi sitt miðað við úrslit síðustu þingkosninga samkvæmt skoðana- könnun sem gerð var fyrir vefsvæðið heimur.is dagana 5. til 7. febrúar. Niðurstöður könnunarinnar leiða í ljós að Samfylkingin mælist nú með 38,8% fylgi en hún fékk 26,8% í síð- ustu kosningum. Sjálfstæðisflokkur mælist með 33,9%, 11,9% segjast styðja VG, 8,6% Framsóknarflokk- inn og Frjálslyndir mælast með 6,7% fylgi. Fylgi allra flokka nema Samfylk- ingar minnkar miðað við úrslit þing- kosninganna samkvæmt þessari könnun. Sjálfstæðisflokkur missir 2,7%, VG 2,4% og Framsókn 3,1%. Könnunin náði til 688 einstak- linga. Um 21% vildi ekki svara, 9% sögðust ekki ætla að kjósa eða skila auðu og 6% voru óviss. Mikil fylgis- aukning Samfylkingar „ÞÓTT finna megi að einu og öðru við yfirfærslu á mannvirkjum og rekstri á Keflavíkurflugvelli eftir brottför varnarliðsins […] telur Ríkisendur- skoðun mjög hæpið að álykta sem svo að umrætt vatnstjón megi rekja til beinnar vanrækslu þeirra sem ábyrgð báru á svæðinu, þ.e. utanrík- isráðuneytisins og vinnuhópsins.“ Þetta er meginniðurstaða greinar- gerðar Ríkisendurskoðunar á eftirliti utanríkisráðuneytisins, stofnana þess og annarra aðila með byggingum á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli þegar vatnsskemmdir urðu á nokkr- um bygginganna í nóvembermánuði ársins 2006. Þá kemur fram í úttektinni að lík- legast megi rekja tjónið til atvika sem erfitt var að sjá fyrir, sérstaklega óvenjulegs veðurfars sem og óvenju- legs frágangs vatnslagna. Því væri ósanngjarnt að ásaka þá aðila sem báru ábyrgð á svæðinu á þeim tíma sem tjónið varð um vanrækslu á eft- irlits- og viðhaldsskyldum. Vatnslekinn olli umtalsverðu tjóni í byggingum á varnarsvæði Keflavík- urflugvallar helgina 18. og 19. nóv- ember 2006. 106 íbúðir í þrettán fjöl- býlishúsum skemmdust auk þess sem vatnslagnir sprungu í sjö öðrum mannvirkjum. Talið er að tjónið hlaupi á bilinu 79 til 108 milljónir kr. Yfirtakan leyst vel af hendi Í fyrrnefndri greinargerð kemur fram að yfirlýsing Bandaríkjanna um brotthvarf hersins hafi komið ís- lenskum stjórnvöldum í opna skjöldu. Ljóst þótti að bregðast yrði skjótt við hinu viðamikla og margþætta verk- efni að flytja rekstur Keflavíkurvall- ar yfir til íslenskra stjórnvalda eftir brotthvarf hersins. Það sé hins vegar álit Ríkisendur- skoðunar að yfirtakan hafi í meginat- riðum verið leyst vel af hendi miðað við aðstæður, þ.e. þegar tekið er tillit til umfangs hennar og þess skamma tíma sem gafst til undirbúnings og skipulagningar verksins. Vatnstjón ekki vegna vanrækslu Nær að rekja tjón til óvenjulegs veðurs ♦♦♦ ARNA Schram, formaður Blaða- mannafélags Íslands, hefur sent Sjálfstæðisflokknum bréf í tilefni af framkomu starfsmanna flokksins við blaðamenn á blaðamannafundi með Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, borgar- fulltrúa, fyrr í vikunni. Í bréfinu segir að hópi fjölmiðla- manna hafi verið meinaður aðgangur að fundinum. „Til að tryggja opið og lýðræðislegt samfélag þarf að greiða leið allra fjölmiðla að fréttaviðburð- um. Blaðamannafélagið varar við til- raunum til þess að standa í vegi fyrir því.Vinnubrögð af því tagi sem við- höfð voru í vikunni eru auk þess ein- ungis til þess fallin að skapa tor- tryggni. BÍ fer fram á að þau endurtaki sig ekki. Í lýðræðislegu samfélagi verða fjölmiðlar að hafa frelsi til að sinna skyldum sínum.“ Gagnrýna vinnubrögð ♦♦♦ BAUGUR Group íhugar yfirtökur á þremur verslunarkeðjum; Saks í Bandaríkjunum og Moss Bros. og Debenhams í Bretlandi. Þetta kemur fram á vef bandaríska við- skiptablaðsins Wall Street Journ- al og er vitnað í viðtal við Jón Ásgeir Jóhannesson, starfandi stjórnarformann Baugs. Ekki kemur þó fram hvort um er að ræða viðtal við blaðið sjálft. Haft er eftir Jóni Ásgeiri að Baugur hafi lagt til hliðar einn milljarð punda, um 131 milljarð króna, til þess að fjárfesta fyrir á næstu tveimur árum en í kjölfar lánakreppunnar gæti félagið þurft að breyta fjármögn- unarblöndu sinni og reiða sig minna á lánsfé. Segir Baug íhuga yfirtökur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.