Morgunblaðið - 15.02.2008, Page 10
10 FRIDAY 15. FEBRUARY 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Þetta verður allt í lagi, Ólafur minn, Gosa-nefin eru ótrúlega seig, þau klikka ekki.
Sumir sjálfstæðismenn essemm-essuðu ekkert á Staksteina í
gær eftir að niðurstöður skoð-
anakönnunar útgáfufyrirtækisins
Heims voru birtar um fylgi stjórn-
málaflokkanna.
Samkvæmt þeirri skoðanakönnuner Samfylkingin með meira
fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn og
munar um fimm prósentustigum.
Í Staksteinum hinn 1. febrúar sl.sagði í
tilefni af
skoð-
anakönn-
un Frétta-
blaðsins
daginn áð-
ur, sem
sýndi að Samfylkingin var að ná
Sjálfstæðisflokknum í fylgi:
Ætla þeir (forystumenn Sjálf-stæðisflokksins) að láta sem
ekkert sé og bíða eftir því, að í
næstu könnun komist Samfylkingin
yfir Sjálfstæðisflokkinn í fylgi.“
Af því tilefni sagði ÞorgerðurKatrín Gunnarsdóttir, varafor-
maður Sjálfstæðisflokksins á fundi í
Valhöll daginn eftir, að sjálfstæð-
ismenn einblíndu ekki á skoð-
anakannanir heldur niðurstöður
kosninga.
Hvað segir varaformaður Sjálf-stæðisflokksins nú?
Er hugsanlegt að það sé nú kom-inn tími til að einblína svolítið á
skoðanakannanir?
Og essemmessa svolítið minna áStaksteina fyrir að vekja at-
hygli á varasamri stöðu fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn?
Eða er Sjálfstæðisflokkurinn fast-ur í banvænu faðmlagi?
STAKSTEINAR
Banvænt faðmlag?
!
"
#$
%&'
(
)
*(!
+ ,-
.
&
/
0
+
-
!
12
1
3
42-2
*
-
5
1
%
6!(78
9 4
$
(
"
# #
:
3'45 ;4
;*<5= >?
*@./?<5= >?
,5A0@ ).?
$
"$ $
$
$ $"
$
$
$
$""
$
$
$"
$
*$BC %%
!
" # *!
$$B *!
& ' (% %' % !)
<2
<! <2
<! <2
&( #%* +,%-#.
D8-E
62
$ % & '
(
)
*
B
)!* +
, '-)
(
,' /
# (
'
( ,'
. / "
/0##% %11
#%! %2 !%* +
VEÐUR
SIGMUND
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
Ómar R. Valdimarsson | 14. febrúar
Íslenskir fjármála-
snillingar og erlend
fyrirtæki
Í fjármálaheiminum er
gjarnan vísað til sam-
keppnisumhverfis, þeg-
ar ofurlaun einstakra
forstjóra eru rétt-
lætt. … Bónusar á bón-
usa ofan og heimildir til
þess að kaupa hlutabréf á undirverði
og selja jafnvel daginn eftir með svim-
andi hagnaði hefur verið regla frekar
en undantekning …
Meira: omarr.blog.is
Paul Nikolov | 14. febrúar 2008
Réttlæti strax
Árásin sem gerð var á
Redouane Naoui var
ekki venjuleg slagsmál,
heldur morðtilraun fyrir
það eitt að hann er út-
lendingur. … Mennirnir
sem tóku þátt í þessu
eiga ekkert minna skilið en langa dvöl í
fangelsi.
Það er bráðnauðsynlegt að dóms-
kerfið sýni öllum landsmönnum að það
taki þessi mál alvaralega, og að þeim,
sem sýna öðrum ofbeldi vegna þjóð-
ernis þeirra, verði alvarlega refsað.
Meira: paul.blog.is
Jón Magnússon | 14. febrúar 2008
Ríkisstjórnin
að ranka við sér?
Guðni Ágústsson for-
maður Framsókn-
arflokksins hefur ítrek-
að kallað eftir því að
ríkisstjórnin vakni og
taki alvarlega váboða í
fjármálalífi þjóðarinnar
og á alþjóðlega fjármálamarkaðnum.
Nú hefur ríkisstjórnin svarað kalli eftir
að meira en árs þjóðarframleiðsla
hefur gufað upp af hlutabréfamark-
aðnum og gengi krónunnar fallið mik-
ið …
Meira: jonmagnusson.blog.is
Jón Agnar Ólason | 14. febrúar 2008
Anton Chigurh –
goðsögn er fædd
Nýverið birtist á mbl.is
erlendur listi yfir tíu
verstu óþokkana sem
sést hafa í sögu kvik-
myndanna. Mig minnir
að breskir bíóá-
hugamenn hafi valið á
listann, gott ef það voru ekki les-
endur þess ágæta kvikmyndatímarits
Empire. Allt um það, ég hafði eitt og
annað við listann að athuga eins og
gengur, en sérstaklega stakk mig að
sjá karakter úr glænýrri mynd þeirra
Joel og Ethan Coen, No Country For
Old Men. Hvernig getur svo ný per-
sóna ratað á topp tíu allra tíma?
Ojæja, um síðustu helgi sá ég mynd-
ina og nú skil ég valið talsvert betur.
Ég hef fengið að kynnast Anton Chig-
urh.
Það er spænski leikarinn Javier
Bardem sem leikur óþokkann þann
arna og skemmst er frá því að segja
að hér er klassískur bíófantur fædd-
ur. Þvílíkt ómenni!
Anton Chigurh [shi-görr] er einn sá
slyngasti sláttumaður sem ég man
eftir úr bíómynd hin seinni ár, leigu-
morðingi sem eirir engu, svart-
klæddur, hyldjúpraddaður og þungur
á brún eins og dauðinn sjálfur. Til að
bæta á skuggalega ásjónuna er hann
með hrikalega ljóta klippingu.
Segja má að hér hafi þeir Joel og
Ethan hrist saman alla þá verstu skít-
hæla sem sést hafa í myndum þeirra
hingað til og samsplæsingin orðið
téður Anton.
Hann hefur til að bera fégræðgi og
lymsku einkaspæjarans Loren Visser
úr Blood Simple, hann er jafn óstöðv-
andi í leit sinni að bráðinni og Leon-
ard Smalls í Raising Arizona og eins
gersamlega siðblindur og drápsfús
og Gaer Grimsrud í Fargo.
Bardem hlaut Bafta-verðlaunin um
daginn sem besti leikarinn í auka-
hlutverki og er afar líklegur til að end-
urtaka þann leik þegar Ósk-
arsverðlaunin verða afhent nú í
mánaðarlok. Ég sá ekki Bafta í sjón-
varpinu en ætla að spá því að þegar
kemur að því að kynna leikarana sem
eru tilnefndir í flokki leikara í auka-
hlutverkum og myndskeið látið rúlla
af Bardem í hlutverki Chigurh, að þá
verði notast við atriðið á bensínstöð-
inni, „What’s the biggest you ever
lost in a coin-toss? Call it!“
Klassík.
Meira: jamesblond.blog.is
BLOG.IS
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
I
C
E
4
09
96
0
2
/0
8
TILBOÐ 7.–15. FEBRÚAR
+ Nánari upplýsingar og bókanir á
www.icelandair.is eða í síma 50 50 100
* Innifalið í verði: Flug aðra leið og flugvallarskattar. Ferðatímabil: 21. apríl–31. des.
HA
LI
FA
X
Ve
rð
frá
19
.12
0
kr
.*