Morgunblaðið - 15.02.2008, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 15.02.2008, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ FRIDAY 15. FEBRUARY 2008 11 FRÉTTIR Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is FRUMVARP framsóknarmanna um breytingu á stjórnarskrá lýðveldisins þess efnis að náttúruauðlindir og landsréttindi, sem ekki eru háð eigna- rétti, verði þjóðareign er „stærsta mál þingsins“, að sögn Guðna Ágústs- sonar, formanns Framsóknarflokks- ins. Guðni telur stuðning allra flokka vísan í þessu máli, sem brýnt sé að ljúka sem allra fyrst. Þetta kom fram á blaðamannafundi í gær. „Við vildum vekja þessa umræðu strax í upphafi kjörtímabils, því við verðum að ljúka þessum málum. Sannarlega er það svo, hvað varðar stjórnarskránefndina, að störf henn- ar virðast stranda um sinn og er auð- vitað mjög mikilvægt að vekja hana til starfa á nýjan leik,“ sagði Guðni og vísaði til auðlindanefndar Alþingis, sem var kjörin í júnímánuði 1998 og skilaði niðurstöðu árið 2000. „Forsætisráðherra þarf að taka af skarið í þeim efnum að koma starfi þessarar nefndar í gang á nýjan leik. Og ég skora á hann að gera það.“ Valgerður Sverrisdóttir, varafor- maður Framsóknarflokksins, tók undir orð Guðna og sagði framsókn- armenn vilja „hreyfa við málinu“. Vantar frumkvæði „Við teljum að það sé ekkert að gerast,“ sagði Valgerður. „Forsætis- ráðherra hefur ekki sýnt neitt frum- kvæði hvað það varðar að drífa málið inn í einhvern farveg á nýjan leik. Nefndin er til, stjórnarskrárnefndin, en liggur í dvala og það þarf ákvörðun af hálfu forsætisráðherra til þess að koma henni af stað á nýjan leik. Og með því að leggja þetta mál fram hér erum við semsagt að hreyfa við mál- inu og ítreka alvarleika þess og vilja okkar til þess að klára það … Því hefur verið haldið fram af virt- um lögfræðingum að ákvæði fyrstu greinar fiskveiðistjórnarlaga um þjóðareign á auðlindum sjávar sé einskis virði, vegna þess að það sé ekki ákvæði þessa efnis í stjórnar- skránni. Stjórnarskráin er grunnur- inn og þar þarf í raun að byrja þessa vinnu. Þess vegna er þetta frumvarp, sem nú bíður afgreiðslu þingflokks sjálfstæðismanna og er lagt fram af iðnaðarráðherra, í raun ekki nægi- lega úthugsað að okkar mati, miðað við það að ákvæðið er ekki komið inn í stjórnarskrá sem slíkar hugmyndir þá byggjast á.“ Skapist ekki hefðarréttur Siv Friðleifsdóttir, formaður þing- flokks framsóknarmanna, sagði flokkinn tvisvar hafa náð fram í stefnuyfirlýsingu með Sjálfstæðis- flokknum ákvæði um þetta mál, á árinu 1995 og síðan 2003. Hún telur mikilvægt að samþykkja ákvæðið. „Við teljum að það sé brýnt að gera það til þess að það sé ekki hægt að segja að það hafi skapast hefðarrétt- ur á nýtingu ýmissa auðlinda hér á Ís- landi,“ sagði Siv á fundinum í gær. Spurður um hver afstaða fram- sóknarmanna sé til þess að virkjanir sem tengjast stóriðju séu byggðar og reknar á markaðslegum forsendum segir Guðni að flokkurinn tæki slíkt vel til greina, að því gefnu að greitt yrði fyrir aðganginn að auðlindinni. Hann sagði jafnframt ákvæði um auðlindir ekki myndu leiða til grund- vallarbreytingar hvað varðar stjórn fiskveiða. Mikilvægt væri að tryggja fyrstu grein fiskveiðistjórnunarlag- anna og „að það standi í stjórnarskrá, að hafið í kringum landið sé þjóðar- eign og að þeir sem stundi fiskveiðar hafi þar afnotarétt eftir öðrum lögum. Það myndi í sjálfu sér ekki breyta neinu hvað kvótakerfið varðar. Það er svo allt annað verkefni að endurskoða það, sem ég legg áherslu á að verði gert.“ Forgangsverkefni að klára stjórnarskrármálið Árvakur/Golli Þingmenn Siv Friðleifsdóttir, Guðni Ágústsson og Valgerður Sverrisdótt- ir, þingmenn Framsóknar, kynntu frumvarp um breytingu á stjórnarskrá. Guðni Ágústsson telur málið það stærsta á þinginu Í HNOTSKURN »Frumvarp Framsóknar-flokksins er nokkurn veginn samhljóða niðurstöðu auðlinda- nefndar Alþingis frá árinu 2000, sem stofnuð var í júnímánuði 1998. „HVERNIG má það vera að tveir einstaklingar séu nú inni á stofnun þegar hægt er að gera svona vel?“ spyr Guðjón Sigurðsson, formaður MND-félagsins. Mennirnir tveir eru háðir öndunarvélum en gætu verið heima hjá sér fengju þeir til þess að- stoð. Í Morgunblaðinu í gær kom fram að tveir menn fengju nú önd- unarvélaþjónustu heima í til- raunaverkefni félagsmála- og heil- brigðisráðuneytisins. Guðjón fagnar því að verkefnið sé farið af stað en segir mikilvægt að útvíkka þjón- ustuna svo að sem flestir geti notið hennar, óháð því hvort þeir þurfi á öndunarvél að halda eða ekki. „Lífs- gæði einstaklinganna eiga að skipta höfuðmáli, sparnaður vegna stofn- anavistar sem annars væri stað- reynd er bara bónus,“ segir Guðjón. Hann spyr líka hver sé ástæða þess að nefnd félagsmálaráðherra, sem skipuð var fyrir síðustu alþing- iskosningar, hafi ekki fundað lengi. „Svona mál eru þannig að pólitík á ekki að skipta máli. Við erum að tala um lífsgæði Íslendinga, sem ekki hafa valið sjálfir að þurfa hjálp.“ Ósamhæfð þjónusta Guðjón bendir á að þjónusta ríkis og sveitarfélaga við þá sem vilja dvelja sem mest heima sé ekki nægi- lega samhæfð. Mikið vanti upp á að svo sé. „Eru félagsmálayfirvöld að níðast á heilbrigðiskerfinu með því að standa sig ekki? Hvað getur kerf- ið þrætt lengi um úr hvaða vasa aur- arnir koma?“ spyr hann og segist binda vonir við að félagsmálaráð- herra taki málið föstum tökum. Guðjón sendi nýverið heilbrigð- isnefnd og félags- og trygginga- málanefnd Al- þingis bréf þar sem hann hvetur til átaks í heima- þjónustu. Það sé fljótlegasta leiðin til að stytta biðlista heilbrigðisstofn- ana. „Ástandið í heimaþjónustu í dag er hreinn skrípaleikur,“ segir Guð- jón. Hann segir nauðsynlegt að heimaþjónusta sé á einni hendi en í dag sinni henni margar stofnanir, m.a. heilsugæslan, svæðisskrifstofa fatlaðra og félagsþjónusta sveitarfé- laganna. „Eins og þetta er í dag er þjónustan léleg og dýr,“ segir Guð- jón. Margir sinni hverjum ein- staklingi og fólk hreinlega gefist upp á að nýta þjónustuna og kjósi jafnvel frekar að fara á stofnun. „Það getur ekki treyst á mannsæmandi þjón- ustu þar sem það vill vera. Heima!“ Guðjón segist hafa fengið góð við- brögð frá nefndarmönnum. Í svari Péturs Blöndal alþingismanns hafi m.a. komið fram að með þeim breyt- ingum, sem gerðar hefðu verið á Stjórnarráðinu, ætti að vera einfald- ara að ná fram samhæfingu í þjón- ustunni. Það ætti að vera hlutverk þingnefndanna og viðkomandi ráðu- neyta að vinna að slíkri samhæfingu og samstillingu með lagasetningu. Þjónusta í heima- húsum nái til fleiri Nauðsynlegt að samræma heimaþjónustu Guðjón Sigurðsson Drangajökull Grímsey Hofsjökull Húnaflói BlöndulónÓvænt samband á Ströndum Gríptu augnablikið og lifðu núna Flugmaður einn heldur því blákalt fram að hann hafi náð sambandi með GSM síma þar sem hann var staddur í Gjögri. Þykir mönnum það með ólíkindum, enda ekki vanir slíkum munaði á þessum slóðum. Er skýringanna helst að leita í því að maðurinn var með síma frá Vodafone. – Sönn saga frá 1414. Með tilkomu langdræga GSM kerfisins býður Vodafone nú stærsta GSM þjónustusvæðið á Íslandi. Skiptu yfir til Vodafone, án þess að skipta um símanúmer, með einu símtali í 1414 – strax í dag. Stærsta GSM þjónustusvæðið F í t o n / S Í A

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.