Morgunblaðið - 15.02.2008, Page 19

Morgunblaðið - 15.02.2008, Page 19
|Friday|15. 2. 2008| mbl.is daglegtlíf MEÐAN Íslendingar berjast fyrir rétti sínum til að afþakka fjölpóst hafa bæjaryfirvöld í Bergen í Nor- egi gengið skrefinu lengra og bann- að að slíkur póstur sé settur inn um lúguna hjá öðru fólki en því sem hefur óskað þess sérstaklega. Þeir sem vilja auglýsingar og frí- blöð í pósti þurfa því að merkja póstkassa sína með merkinu „já takk“ að því er fram kemur á heimasíðu Grønn hverdag í Noregi. Raunar var sams konar samþykkt gerð í Aurskog-Høland í Noregi á síðasta ári, en hún var síðar dregin til baka vegna utanaðkomandi þrýstings, m.a. frá norska Póst- inum, skv. upplýsingum frá Stað- ardagskrá 21 á Íslandi. Náttúruverndarsamtökin í Berg- en hafa unnið markvisst gegn ómerktum auglýsingapósti í bænum og eru fulltrúar þeirra að vonum himinlifandi með framtak bæjaryf- irvalda. „Við fögnum því að stjórn- málamenn í Bergen standi með okkur í þessu máli og vonum að fleiri sveitarfélög fylgi þeirra for- dæmi,“ segir forkólfur samtakanna, Ingar Flatlandsmo i samtali við Grønn hverdag. Hingað til hafa bæjarbúar, líkt og aðrir Norðmenn, getað afþakkað fjölpóst með skilaboðunum „nei takk“ á póstlúgunni en Grønn hver- dag hefur barist fyrir því að því lögmáli verði snúið við þannig að sérstaklega þurfi að óska eftir slík- um póstsendingum, vilji fólk fá þær. Þurfa að þiggja fjölpóst sérstaklega Morgunblaðið/Árni Sæberg Mýtan um að karlmenn veljimaka eftir útliti en konureftir peningum hefur verið afsönnuð. Karlar og konur virðast nefnilega setja svipaða hluti á odd- inn þegar þeir velja sér förunaut. Raunar er það svo að þegar fólk er spurt eftir hverju það leitar í fari hins kynsins segja fleiri karlmenn en konur að útlitið sé mikilvægt og fleiri konur en karlar eru uppteknar af tekjumöguleikum viðkomandi. Hins vegar er eitt í orði og annað á borði. Forskning.no greinir frá nýrri rannsókn á rómantísku aðdráttar- afli kynjanna sem sálfræðingar við Northwestern-háskólann í Banda- ríkjunum gerðu. Hún sýnir að konur og karlar hafa álíka mikla mögu- leika á „markaðinum“ þegar þau hafa útlitið með sér og hið sama er uppi á teningnum þéni þau vel. Út- litið vegur þó meira en peningarnir hjá báðum kynjum. Vísindamennirnir fengu 163 stúd- enta til að taka þátt í rannsókn á pörunaratferli sem fól í sér svoköll- uð hraðstefnumót. Tíu dögum áður voru þátttakendur spurðir út í hvað hitt kynið þyrfti að hafa til brunns að bera til að þeir löðuðust að því. Meðalaldur þátttakenda var 20 ár og þeim var fylgt eftir í mánuð eftir hraðstefnumótið. Þrátt fyrir að karlarnir sögðust vera uppteknari af útliti kvennanna og konurnar sögðu tekjur viðkom- andi skipta meira máli hafði lík- amlegt aðdráttarafl þess, sem sat hinum megin við borðið, jafnmikil áhrif á bæði kyn. Tekjumöguleikar og metnaður hafði einnig jafnmikil áhrif á þátttakendur, hvort sem þeir voru konur eða karlar. „Gott útlit virtist skipta mestu máli um það hvort hinn aðilinn lað- aðist að viðkomandi, bæði hjá körl- um og konum,“ segir Paul Eastwick, aðalhöfundur rannsóknarinnar. „Eins virtust góðar tekjur hafa já- kvæð áhrif á þátttakendur.“ Niðurstaðan var að rómantískir straumar á stefnumótinu og þá 30 daga sem fylgst var með þátttak- endum á eftir höfðu lítið með fyr- irframmótaðar hugmyndir kynjanna að gera. Útlitið mikilvægara en peningar Reuters Peningar og útlit Ekki virðist hafa verið spurt um gáfur í rannsókninni. Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is M ér finnst voða gott að sofa út um helgar og taka það rólega með sambýlismann- inum, en svo byrjar dagurinn náttúrlega með Müll- ersæfingum hjá mér eins og öðrum íslenskunemum. Gaman er að nota helgarnar til að kíkja út og hitta vin- ina og þó að ég sé svo sem ekkert sérstakt partíljón finnst mér skemmtilegt að fá fólk í mat og hitta fjölskylduna. Svo er alltaf hressandi að kíkja í sund og horfa á góðar myndir,“ segir Sigrún Margrét Guð- mundsdóttir spurð um uppskrift að góðri helgi. Sigrún hefur nú nýlokið við að skrifa BA-ritgerð um íslenskar hrollvekjur og er nú komin í mast- ersnám í íslenskum bókmenntum. Hún ætlar að fjalla um íslenskar hrollvekjur og þó einkum um hroll- vekjuhöfundinn Halla Teits og hroll- vekjuna hans „Hendurnar“ í fyr- irlestri á Mímisþingi, sem Félag íslenskunema við HÍ stendur fyrir í samstarfi við ReykjavíkurAkadem- íuna á morgun. Á Mímisþingi ætla átta aðrir íslenskunemar og einn fyrirlesari frá ReykjavíkurAka- demíunni að flytja erindi um fjöl- breytt og forvitnileg efni. Ádeila á íslensk stjórnvöld BA-ritgerð Sigrúnar ber titilinn: „Það var ekki frítt við að það færi hryllingur í gegnum mig“, en hún fjallar þar m.a. um viðbjóð og óhugnað og viðtökur íslenskra hroll- vekja. Eftir því sem næst verður komist er fyrsta íslenska hrollvekjan eftir Vesturfarann Kristján Ásgeir Bene- diktsson, sem gaf út söguna „Holds- veikin“ í Eimreiðinni undir dulnefn- inu Snær Snæland árið 1897. Dulnefni Kristjáns vísar í uppruna hans, en sagan fjallar um holds- veikifaraldur á Íslandi og er að hluta til ádeila á íslensk stjórnvöld og af- skiptaleysi þeirra gagnvart holds- veikisjúklingum. Ef rétt reynist að „Holdsveikin“ sé elsta íslenska hrollvekjan er einkar áhugavert að bera upphaf þess háttar sagna á Ís- landi saman við upphaf íslenskra glæpasagna, en talið er að það megi rekja til smásögu Vestur-Íslend- ingsins Jóhanns Magnúsar Bjarna- sonar „Íslenskur Sherlock Holmes“ sem kom út árið 1910,“ segir Sigrún. Hrollvekjan er, að sögn Sigrúnar, ein grein alþýðubókmennta og frá því að ritun slíkra sagna hófst hafa þær notið mikilla vinsælda meðal al- mennings. Lítið hefur þó farið fyrir íslenskum hrollvekjum í íslenskri bókmenntaumfjöllun og hvergi er minnst á hrollvekjur í fimm binda útgáfu Íslenskrar bókmennta- útgáfu. Halli Teits í Heimilisritinu „Mörg tímarit á fimmta og sjötta áratug tuttugustu aldar birtu hvers kyns vinsældabókmenntir í smá- sagnaformi og voru sögurnar bæði þýddar og samdar á íslensku,“ segir Sigrún. „Úrval hóf göngu sína árið 1942 og birti eingöngu þýddar smá- sögur en tímarit eins og Heim- ilisritið og Hjartaásinn birtu bæði frumsamdar og þýddar smásögur innan um ástarráðgjöf, stjörnuslúð- ur, krossgátur, pennavinaauglýs- ingar og megrunarráð. Tímarit sem þessi eru gjarnan úr ódýrum pappír og seld innan um vikublöð, gos- drykki og sælgæti og virðast þar af leiðandi tilheyra nokkurs konar sjoppukúltúr eða lágmenningu.“ Sigrún fór í gegnum mörg tímarit til að finna sögur. „Mér var bent á Heimilisritið í Bókabúð Braga þar sem ég komst á snoðir um hroll- vekjuhöfundinn Halla Teits, sem er alþýðuskáld sem lítið hefur verið fjallað um, en sögurnar hans birtust flestar á sjötta áratugnum.“ Persónulega segist Sigrún geta haft gaman af hrollvekjum því þær geti verið ansi krassandi. Hrollvekjan eigi þó fyrst og síðast rétt á sínum rétta sessi í heimi al- þýðubókmennta, rétt eins og allar aðrar bókmenntir. Hrollvekjur geta verið krassandi Morgunblaðið/Frikki Hrollvekjufræðingurinn „Hrollvekjan á vissulega að eiga sinn sess í heimi alþýðubókmennta, rétt eins og aðrar bókmenntir,“ segir Sigrún Margrét. Göngutúrinn: Ægisíðan og Vesturbærinn með viðkomu á kaffihúsum. Veitingastaðurinn: Austur-Indíafélagið. Það er engin spurning. Besti maturinn: Allur indverskur matur. Besti tíminn: Kvöldin eru mínar uppáhaldsstundir. Sundlaugin: Vesturbæjar- og Breiðholtssundlaug enda bý ég núna í Vesturbænum og ólst upp í Breiðholtinu. Fallegasti staðurinn: Snæfellsnes eins og það leggur sig og sam- nefndur jökull. Sigrún Margrét mælir með … Mímisþing fer fram í fundarsal ReykjavíkurAkademíunnar á 4. hæð JL-hússins við Hringbraut frá kl. 12 til 18 með tveimur hléum þar sem boðið verður upp á léttar veitingar. Eftir að dagskránni lýkur verða drykkir í boði og tilheyrandi kátína.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.