Morgunblaðið - 15.02.2008, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ FRIDAY 15. FEBRUARY 2008 23
UMRÆÐAN
VEGNA greinar sem birtist í
Fréttablaðinu 6. febr-
úar sl. um upplifun Jó-
hönnu Sigþórsdóttur
blaðamanns í dómsal
Héraðsdóms Suður-
lands hinn 5. febrúar
sl., sem ekki tók á efni
málsins, tel ég mig
knúinn til þess að upp-
lýsa málið frá annarri
hlið.
Miðað við frásögn
ákærðu í Þvagleggs-
málinu svokallaða er
hún saklaus af ölv-
unarakstri sem ákært
er fyrir. Niðurstöður blóðrannsókna
samrýmast frásögn hennar, þ.e. að
hún hafi fengið sér rauðvín með
kvöldmat en síðan ekki neytt
drykkjar fyrr en eftir að akstri lauk.
Nokkur tími leið þar til lögregla og
sjúkrabíll komu á vettvang en
ákærða hafði misst vald á bifreiðinni
í ísingu, misst bifreið út af veginum
og endað í skurði.
Málið snýst um meintan ölvunar-
akstur ákærðu og meintar hótanir
sem ákærða á hafa haft í frammi
m.a. við hóp fólks sem stóð að lík-
amlegri valdbeitingu gagnvart
henni. Færðu hana niður í fanga-
klefa þar sem hún var dregin úr
buxum og nærbuxum, læri hennar
og sköp glennt í sundur og þvag-
leggur þræddur upp þvagrásina til
að ná þvagsýni. Síðan var ákærða
látin dvelja í fangaklefanum nætur-
langt.
Það er við þessar hrikalegu að-
stæður, þar sem ákærða fann til
hræðslu, sársauka og niðurlæg-
ingar, að hún á að hafa
haft í frammi þær hót-
anir sem hún hefur
verið ákærð fyrir.
Aðalmeðferð í mál-
inu átti að fara fram
12. nóvember 2007.
Hinn 8. nóvember 2007
sendi verjandi gögn til
dómstólsins um heilsu-
far ákærðu fyrir atvik,
vottorð um áverka sem
ákærða hlaut við þvag-
tökuna og vottorð geð-
læknis og Stígamóta
um ástand ákærðu í
dag.
Við upphaf fyrirhugaðrar aðal-
meðferðar tjáði dómari þá skoðun
sína að dómur féllist ekki á að nein
gögn um heilsu ákærðu yrðu lögð
fram í málinu og lýsti því jafnframt
yfir að dómur féllist ekki á að leiða
sýslumann sem vitni. Þá þegar lýsti
verjandi því yfir að hann vildi kæra
úrskurð dómara til Hæstaréttar. Að
beiðni dómara mótmælti verjandi
ekki að fram færu skýrslutökur af
þeim vitnum sem þegar voru mætt,
ef það ylli ákærðu ekki rétt-
arspjöllum (sem það síðan gerði).
Hæstiréttur kvað upp úrskurð 5.
desember 2007 sbr. mál nr. 625/2007
þar sem fallist var á að sýslumaður
kæmi fyrir dóm og bæri vitni. Þar
var kröfu um framlagningu skjala
um ástand ákærðu vísað frá þar sem
aðalmeðferðin var hafin en fallist á
að sýslumaður kæmi fyrir dóm og
bæri vitni.
Framhaldsaðalmeðferð málsins
fór fram 5. febrúar sl. Verjandi
byggði m.a. á því:
1. að verklagsreglur sýslumanns-
embættisins við þessa þvagsýnatöku
hefðu verið ólögmætar, nánar til-
tekið aðferðin við þvagsýnatöku með
valdi í fangaklefa. Þetta drægi úr
gildi sönnunargagna sem fengin
voru með þeim aðgerðum
2. að meintar hótanir ákærðu inni
í fangaklefa meðan á þvagsýnatöku
stóð bæri að meta sem merking-
arlaust sársaukavein konu sem gekk
í gegnum miklar þjáningar og al-
gera niðurlægingu. Miðað við að-
stæður væri ekkert mark hægt að
taka á þessum öskrum og enginn
hefði átt að geta tekið þessa kvein-
stafi alvarlega.
Vegna þessa stóð til að spyrja
sýslumanninn m.a. að því
a) Hvort hann hefði sett í sínu
umdæmi sérstakar verklagsreglur
um ölvunarakstursmál.
b) Hvort verklag við þvingaða
þvagtöku í umræddu máli hefði ver-
ið í samræmi við þessar reglur eða
hvort viðkomandi lögreglumenn
hefðu farið út fyrir þessar verklags-
reglur embættisins á Selfossi með
aðgerðum sínum gegn ákærðu.
c) Hvort það væri læknir sem
tæki ákvörðun hvort framkvæm-
anlegt væri að taka þvagsýni með
þvaglegg eða hvort það væri alfarið
ákvörðun lögreglu sem útvegaði sér-
hæfðan sýnatökumann til verksins.
d) Hvort sýslumaður hefði vitað
um skriflegar og ítarlegar verklags-
reglur lögreglunnar í Reykjavík þar
sem læknir væri látinn meta hvort
þvagsýnataka með valdi væri fram-
kvæmanleg og slík aðgerð aðeins
framkvæmd við skurðstofuað-
stæður.
Verjanda fannst sýslumaður ekki
vilja svara þessum spurningum ná-
kvæmlega. Sýslumaður lýsti því yfir
að hann teldi þvagtöku nauðsynlega
með vísan til Hrd. nr. 350/2001.
Verjanda fannst sem hann fengi
alltaf tilvísun í þetta svar þegar
hann reyndi að spyrja ítarlegar út í
þessar reglur.
Dómari taldi spurningu verjanda
til læknis um það hvort taka þvag-
sýnis með þvaglegg gæti verið
hættuleg heilsu ákærðu og hvort
það væri sársaukafull aðgerð, ekki
koma málinu við. Verjandi telur
þetta skipta máli því á þessu tímabili
á ákærða að hafa haft í frammi hót-
anir sem ákært er fyrir. Öskur við
þessar aðstæður voru ósjálfræð við-
brögð konunnar.
Ég tók að mér þetta mál vegna
þess að ég tel að það hafi verið gróf-
lega brotið á ákærðu í þessu máli og
svona mál eigi ekki að endurtaka
sig. Þessi aðgerð í fangaklefa er óaf-
sakanleg og brot á mannréttindum
ákærðu og getur jafnvel valdið var-
anlegu heilsutjóni. Hélt ég að eitt-
hvað af þessu myndi fanga athygli
blaðamannsins. Rétt er að taka fram
að þvagsýnamálið er til skoðunar
hjá umboðsmanni Alþingis og Land-
læknisembættinu.
Eins og málið liggur nú fyrir dómi
telur ákærða að hún verði sýknuð af
ölvunarakstri ef framburður hennar
verður lagður til grundvallar nið-
urstöðu dóms. Ef dómari metur
framburð ákærðu hinsvegar ótrú-
verðugan liggur niðurstaðan ekki
ljós fyrir.
Þvagsýnataka með valdi
Jón Egilsson fjallar um aðgerð
þegar þvagsýni var tekið úr
konu gegn vilja hennar
» að meintar hótanir
ákærðu inni í fanga-
klefa meðan á þvag-
sýnatöku stóð beri að
meta sem merking-
arlaust sársaukavein
konu sem gekk í gegn-
um miklar þjáningar og
algera niðurlægingu.
Jón Egilsson
Höfundur er héraðsdómslögmaður.
VÍSINDAMENN hafa komist að
þeirri niðurstöðu að þorskstofninn
við Ísland og Færeyjar hefur
minnkað. Á sama tíma hafa mæl-
ingar við Grænland
sýnt hið gagnstæða, en
þar virðist þorskstofn-
inn hafa stækkað og
því er spurt hvort sá
þorskur sé hinn sami
og var við Ísland eða
bara einhver annar
þorskur. Eða eru
kannski allt aðrar
ástæður fyrir því að
stofnar minnka sums
staðar og stækka ann-
ars staðar? Þetta er
meðal margra spurn-
inga sem fiskifræð-
ingar í löndunum þremur hafa beint
sjónum sínum að á undanförnum ár-
um. Það er ekki að ástæðulausu,
enda eiga þessi lönd afkomu sína að
miklu leyti undir sjávarútvegi.
Samræmdar aðferðir
auðvelda samanburð
Þó svo að þessi lönd séu nálægt
hvert öðru og að sumir fiskistofnar
þeirra séu sameiginlegir þá má
segja að rannsóknaraðferðir um
stærð þeirra, vöxt og fleira séu ekki
nægjanlega samræmdar, en út frá
þeim er auðvitað gengið þegar
stofnstærðir eru metnar. Það liggur
í augum uppi að þetta gæti verið
betra.
Vestnorræna ráðið, sem er sam-
starfsvettvangur þinganna á Íslandi,
Færeyjum og Grænlandi, telur því
afar brýnt að aðferðir sem Fær-
eyjar, Grænland og Ísland beita við
rannsóknir á nytjastofnum sínum
verði samræmdar til að auðvelda
samanburð og fá heildarmynd af
ástandi fiskistofna, ekki síst flökk-
ustofna, sem fara úr einni lögsögu
yfir í aðra.
Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins
lagði fram þingsályktunartillögu á
Alþingi á dögunum þar sem skorað
er á ríkisstjórnina að stuðla að því
að vestnorrænu löndin auki sam-
vinnu sína um rannsóknir á helstu
nytjastofnum sjávar innan lögsögu
þeirra. Tillagan byggist á ályktun
ársfundar Vestnorræna ráðsins sem
haldinn var á Græn-
landi í ágúst síðast-
liðnum. Fundurinn
skoraði á ríkisstjórnir
Vestur-Norðurlanda að
koma á reglubundinni
samvinnu milli land-
anna um stofnstærð-
arrannsóknir nytja-
stofna, frekari
samræmingu rann-
sóknaraðferða og skil-
virkari upplýsingagjöf
um útbreiðslu fisk-
stofna og sjávarspen-
dýra. Slíkt muni
tryggja raunhæfan samanburð land-
anna og að vísindamenn geti nýtt
sér rannsóknir vísindamanna hinna
landanna.
Tryggjum sjálfbærar veiðar
Sjálfbærar veiðar eru hagsmuna-
mál landanna þriggja. Því er mik-
ilvægt að ákvarðanir um árlegan
heildarkvóta fyrir veiðar á ein-
stökum fisktegundum séu byggðar á
vísindalegu mati um stofnstærð. Það
á ekki síst við um þrjá af helstu
nytjastofnum landanna, þ.e. þorsk,
grálúðu og karfa, sem jafnframt eru
sameiginlegir stofnar.
Ólíkt ástand stofna
Eins og ég benti á í upphafi þessa
greinarkorns hafa niðurstöður mæl-
inga sýnt að ástand þorskstofnsins
sé misjafnt innan lögsögu landanna,
hann fer minnkandi við Færeyjar og
Ísland en stækkandi við Grænland.
En ósamræmi rannsóknaraðferða
landanna við mat á stofnstærð vek-
ur spurningar hvort hægt sé að bera
niðurstöður landanna fyllilega sam-
an. Það er hætta á að mismunandi
aðferðir sem beitt er blekki og ýki
hugsanlega niðurstöður í einu land-
inu en dragi úr í öðru. Við það gæti
heildarniðurstaðan í samanburð-
arrannsókn skekkst verulega.
Af þessum ástæðum telur Vest-
norræna ráðið nauðsynlegt að form-
leg samvinna á sviði stofnstærð-
armælinga og frekari samræming á
rannsóknaraðferðum verði aukin og
styrkt. Einungis það mun tryggja að
við munum fá skýra heildarmynd af
raunverulegu ástandi fiskstofna á
svæðinu, sem aftur á móti er mik-
ilvægt skref til að stuðla að sjálf-
bærum veiðum.
Samvinnu um fiski-
rannsóknir í fastan farveg
Samvinna og samræming um
stofnstærðarrannsóknir helstu
nytjastofna hafa verið takmarkaðar
milli landanna þriggja þrátt fyrir
nábýlið og hversu stórt sameiginlegt
hagsmunamál er að ræða. Sú sam-
vinna sem hefur átt sér stað hefur
að mestu leyti verið afmörkuð, háð
frumkvæði einstaklinga og verið háð
styrkveitingum.
Í ljósi þessa hefur Vestnorræna
ráðið skorað á ríkisstjórnir Vestur-
Norðurlanda að auka formlega sam-
vinnu sína um fiskirannsóknir og
tryggja þeim fjármagn með föstum
fjárframlögum. Ég er ekki í nokkr-
um vafa um að slíkar skuldbind-
ingar yrðu mikilvægur þáttur í að
tryggja sjálfbærar veiðar í framtíð-
inni í landhelgi landanna.
Samvinna um
rannsóknir nytjastofna
Karl V. Matthíasson vill sam-
vinnu um fiskirannsóknir milli
Færeyja, Íslands og Grænlands
» Fundurinn skoraði á
ríkisstjórnir Vestur-
Norðurlanda að koma á
reglubundinni samvinnu
milli landanna um stofn-
stærðarrannsóknir
nytjastofna.
Karl V. Matthíasson
Höfundur er þingmaður
og formaður Vestnorræna ráðsins.
Þvottavél verð frá kr.:
104.500
vi
lb
or
ga
@
ce
nt
ru
m
.is
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Baldursnes 6, Akureyri | Sími 588 0200
www.eirvik.is
Íslenskt stjórnborð
Íslenskar leiðbeiningar
Stórt hurðarop
20 ára ending
Gerð Listaverð TILBOÐ
Þvottavél W1514 149.285 104.500
1400sn/mín/5 kg
Þvottavél W1714 179.600 134.700
1400sn/mín/6 kg
Þurrkari T7644C 142.144 99.500
rakaþéttir/6 kg
Eirvík kynnir
sportlínuna
frá Miele
Miele gæði
TILBOÐ