Morgunblaðið - 15.02.2008, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 15.02.2008, Qupperneq 28
28 FRIDAY 15. FEBRUARY 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ósk Ágústs-dóttir fæddist í Kirkjuhvammi í V- Húnavatnssýslu, 20. febrúar 1923. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Hvamms- tanga 8. febrúar síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Ágúst Frímann Jakobsson, f. 10. júní 1895, d. 30. nóvember 1984, og Helga Jóns- dóttir, f. 6. sept- ember 1895, d. 26. ágúst 1973. Systkini Óskar eru Unnur, f. 1920, d. 2002, Jakob Gísli, f. 1921, d. 1994, Jón, f. 1924, Þóra, f. 1927, Alma Levý, f. 1929, Sigurbjörg Lilja, f. 1931, d. 1999, Jóhanna Birna, f. 1934, og Anna, f. 1936. Ósk giftist hinn 21. des. 1947 Einari Gunnari Þorsteinssyni frá Reykjum í Hrútafirði, f. 31. ágúst 1915, d. 5. janúar 1977. Dætur þeirra eru sex: 1) Guðrún, f. 1950, maki Guðjón Sigurðsson. Dætur þeirra eru Ragnheiður Helga, Ey- rún Ósk og Ágústa Sigurlaug. 2) Þóra Jóna, f. 1952, maki Karl Emil meðal annars var hún um tíma á Melstað í Miðfirði og einn vetur starfaði hún á Landakotsspítala. Skólaárið 1945-1946 stundaði hún nám í húsmæðraskólanum að Löngumýri í Skagafirði. Ósk og Einar hófu búskap á Reykjum árið 1947. Einar lést árið 1977 og bjó þá Ósk áfram á jörðinni ásamt yngstu dóttur sinni, Huldu. Ósk vann í mörg ár í mötuneyti Reykjaskóla með búskapnum en árið 1987 tóku þau Hulda og Ólaf- ur við búinu. Árið 1997 fluttist Ósk til Hvammstanga, fljótlega fór hún í íbúð fyrir aldraða í Nest- úni 2 og þar bjó hún þar til hún lést. Hún naut góðrar samveru við aðra íbúa hússins og var virk í fé- lagsstarfi eldri borgara. Ósk var mikil ræktunarmanneskja. Hún sýndi það meðal annars heima á Reykjum þar sem hún kom upp glæsilegum blóma- og trjágarði sér og öðrum til mikillar ánægju. Einnig var hún ein aðalhvata- manneskjan að því að rækta upp gróðurreit í Reykjaskóla, sem heitir Óskalundur. Í áraraðir tók hún virkan þátt í starfi Kven- félags Staðarhrepps. Útför Óskar fer fram frá Hvammstangakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jarðsett verður í Stað- arkirkjugarði í Hrútafirði. Ólafsson. Börn þeirra eru Einar Gunnar, Ólafur Þór, Eva Þóra og Þor- steinn Logi. 3) Helga, f. 1953, maki Ásbjörn Björnsson. Sonur þeirra er Björn Orri, sonur Helgu frá fyrri sambúð er Einar Örn og dóttir Ásbjörns er Ólafía. 4) Jóhanna Guðbjörg, f. 1955, í sambúð með Halldóri Ara Brynjólfssyni. Börn Jóhönnu frá fyrra hjónabandi eru Elísabet, Svava Björk og Sindri Gunnar. 5) Þórhildur Rut, f. 1956, maki Hall- grímur Bogason. Börn þeirra eru Óskar Einar, Bogi Guðbrandur, Reynir Daði, Harpa Rakel og Helga Rut. 6) Hulda, f. 1963, maki Ólafur H. Stefánsson. Börn þeirra eru Sara, Aron Stefán og Rakel Ósk. Barnabarnabörnin eru sex. Ósk ólst upp á Ánastöðum á Vatnsnesi hjá afa sínum og ömmu til 16 ára aldurs en að þeim látn- um fluttist hún að Gröf í sömu sveit til foreldra sinna. Fljótlega fór hún að stunda vinnumennsku, Mig langar í fáeinum orðum að minnast tengdamóður minnar. Það var síðla sumars 1969 að ég kom með verðandi eiginkonu minni að Reykjum. Hafi ég borið kvíðboga í brjósti við komu mína í fyrsta skipti á heimili til- vonandi tengdaforeldra, reyndist sá kvíði ástæðulaus. Móttökurnar sem ég fékk hjá þeim heiðurshjónum Ein- ari og Ósk voru hreint út sagt frá- bærar, frá fyrstu stundu var ég tek- inn inn í fjölskylduna. Það var yndislegt að sjá hve þau hjón sem og allar dæturnar voru samhent í leik og starfi. Þegar ég kom að Reykjum var fjölskyldan nýlega flutt í stórt og mikið íbúðarhús, sem þau hjónin höfðu reist af miklum myndarskap. Þá þegar hafði Ósk lagt grunn að yndislegum skrúðgarði sunnan við húsið, en garðyrkja ásamt hannyrð- um voru Ósk hjartfólgin áhugamál. Ég gæti trúað að dæturnar, barna- börnin og barnabarnabörnin hafi oft hugsað með hlýhug til hennar á köld- um vetrardögum þegar þau klædd- ust hlýjum peysum, sokkum og vett- lingum sem hún hafði prjónað á þau. Því miður voru samvistir mínar og dætra minna við Einar alltof stuttar, en hann lést um aldur fram í janúar 1977. Eftir lát Einars hélt Ósk áfram búrekstrinum með aðstoð Huldu, yngstu dóttur þeirra hjóna. Að sjálf- sögðu lögðu hinar dæturnar og tengdasynirnir hönd á plóg og hjálp- uðu til eftir því sem aðstæður leyfðu. Alla tíð hafa barnabörnin og barna- barnabörnin verið heimagangar að Reykjum og hafa dvalið þar um lengri eða skemmri tíma við leik og störf. Það er ómetanleg reynsla sem ungt fólk öðlast með því að fá að kynnast dýrunum og sveitastörfun- um með þessum hætti. Ekki er hægt að ljúka þessum skrifum án þess að minnast á rétt- irnar. Hvert haust hafa allir fjöl- skyldumeðlimirnir, sem þess hafa átt nokkurn kost, mætt í réttirnar. Ég veit að Ósk var virkilega stolt af þessum fríða og föngulega hópi af- komenda sinna. Það var fastur liður að stilla sér upp fyrir Lopapeysu- myndina, þar sem skilyrðið var að viðkomandi klæddist lopapeysu, í flestum tilfellum voru þær prjónaðar af Ósk. Elsku Ósk. Ég veit að ég mæli fyr- ir munn dætra minna og barnabarna þegar ég þakka þér af heilum hug fyrir alla þá ást og umhyggju sem þú hefur veitt okkur. Minning þín lifir. Þinn tengdasonur, Guðjón Sigurðsson. Elskuleg tengdamóðir mín Ósk Ágústsdóttir er látin, rétt tæplega 85 ára að aldri. Ég kynntist henni fyrst fyrir um 20 árum, stuttu eftir að við Helga fórum að draga okkur saman. Ósk bjó þá að Reykjum ásamt yngstu dóttur sinni og hennar fjölskyldu. Hún hafði misst eiginmann sinn Ein- ar Þorsteinsson langt fyrir aldur fram og með þrautseigju og dugnaði hélt hún áfram bústörfum að Reykj- um. Ósk og Einar eignuðust sex dæt- ur og má því gera ráð fyrir að engin lognmolla hafi hvílt yfir bænum að Reykjum. Afkomendahópurinn er stór og fylgdist Ósk stolt með upp- vexti og þroska hvers og eins í hópn- um sem er ærið verk þar sem afkom- endur í beinan ættlegg telja nú 32 og fer stöðugt fjölgandi. Ósk undi hag sínum vel í sinni sveit og síðar á Hvammstanga. Hún gerði ekki mikið af því að „skreppa suður“ nema þá helst til þess að heimsækja dætur sínar og fjölskyldur þeirra. Þar sem Helga var lengst af eina dóttirin sem bjó á höfuðborgarsvæð- inu, þá nutum við þess að hafa Ósk hjá okkur þegar hún dvaldi í Reykja- vík. Synir okkar voru fljótir að ganga á lagið og báðu ósjaldan ömmu Ósk um að segja sér sögur eða lesa bækur sem hún gerði jafnan með glöðu geði. Hún kunni þó aldrei sérlega vel við sig í henni Reykjavík og stoppaði því sjaldan lengi við. Um tíma bjuggum við fjölskyldan í Barcelona og heim- sótti Ósk okkur þangað. Þar naut hún þess að sitja í sólinni og er mér minnisstætt hversu svarbrún hún varð á skömmum tíma. Þegar ég kem inn í Reykjafjöl- skylduna kemst ég fljótt að því hversu mikilvægar réttirnar í Hrúta- tungurétt eru henni. Það mæta allir sem mögulega eiga heimangengt og er æði oft margt um manninn að Reykjum um réttarhelgina og jafnan glatt á hjalla. Ósk naut þess auðsjá- anlega að fá alla hjörðina sína og hafði lúmskt gaman af uppátækjum tengdasonanna og síðar barna- barnanna. Hún tók alltaf þátt í líf- legum samræðum við matarborðið að Reykjum sem oft gátu orðið æði háværar. Í réttunum skarta margir fjölskyldumeðlimir forláta lopapeys- um sem flestar eru prjónaðar af Ósk og er ég þar með talinn. Hún átti nefnilega mjög erfitt með að sitja að- gerðalaus og greip því oft til prjón- anna eða annarra hannyrða. Undan- farin ár hefur alltaf verið tekin svokölluð lopapeysumynd af þeim sem hafa mætt í lopapeysum í rétt- irnar. Það var Ósk mikið gleðiefni þegar stór hluti afkomenda hennar tók sig saman og ákvað að gera upp gamla bæinn að Reykjum. Þetta er mikið verk sem mun taka langan tíma, en Ósk upplifði tvö framkvæmdasumur og fann þann áhuga sem unga fólkið hennar hefur á verkinu. Þetta gamla steinhús hefur mikla og merka sögu þar sem Ósk lék eitt af stóru hlut- verkunum. Hafi Ósk einhverja möguleika á því að fylgjast með þessu verki þaðan sem hún er nú komin, þá mun hún klárlega gera það og ýta á eftir framkvæmdum eins og hún frekast getur. Að leiðarlokum er ég fyrst og fremst þakklátur fyrir þær ánægju- legu samverustundir sem við Ósk áttum saman. Megi minning hennar lifa í hjörtum okkar um ókomna tíð. Ásbjörn Björnsson. Elsku amma, þú varst ætíð mjög stór hluti af lífi okkar systkinanna á Reykjum. Við vorum svo lánsöm að alast upp í návist þinni hér í Hrúta- firðinum fyrstu árin, en það var okk- ur ómetanlegt og án efa nokkuð sem við búum að alla okkar ævi. Ég minn- ist þess að hafa spjallað við þig tím- unum saman, hangandi í svunntunni þinni á meðan þú hrærðir í pottum, stoppaðir í sokka eða tókst til hend- inni í garðinum, en þar áttum við saman margar góðar stundir. Það varð því heldur en ekki breyting á lífi okkar þegar þú fluttist í litla dúkku- húsið (bílstjórahöllina) á Hvamms- tanga hér um árið og ekki var legnur hægt að skottast inn í herbergi til þín og skrafa um heima og geima. En alltaf lá leið þín reglulega heim í fjörðinn þinn og dvaldirðu oft lang- dvölum hjá okkur, svo sem um sauð- burð og í heyskap, enda tókstu það ekki í mál að láta þitt eftir liggja á há- annatímum sem þeim. Dugnaður og hjálpsemi þín voru mér, og eflaust mörgum öðrum, mikil hvatning og er óhætt að segja að þú hafir skilað þínu með sóma. Elsku Ósk amma, þú varst mér svo góður vinur. Ég sakna þín mikið og er ótal margt sem ég vildi getað sagt þér, og enn fleira sem ég ætlaði að spyrja þig um áður en þú færir. Síð- asta heimsókn mín til þín á spítalann á Hvammstanga áður en þú veiktist er mér mjög minnisstæð og ákaflega dýrmæt minning, en þá kvaddirðu mig með brosi og orðunum ,,við geymum það þangað til næst“. Þessi síðustu orð heyri ég svo oft þegar ég hugsa til þín og það er svo sannar- lega eitt og annað sem verður að bíða um sinn. Elsku amma, ég er sannfærð um að þú fylgist vel með okkur öllum og að við hittumst svo aftur á ný, bara á öðrum stað og öðrum tíma. Ég leit eina lilju í holti, hún lifði hjá steinum á mel. Svo blíð og svo björt og svo auðmjúk – en blettinn sinn prýddi hún vel. Ég veit það er úti um engin mörg önnur sem glitrar og skín. Ég þræti ekki um litinn né ljómann en liljan í holtinu er mín! Þessi lilja er mín lifandi trú, þessi lilja er mín lifandi trú. Hún er ljós mitt og von mín og yndi. Þessi lilja er mín lifandi trú! Og þó að í vindinum visni, á völlum og engjum hvert blóm. Og haustvindar blási um heiðar, með hörðum og deyðandi róm. Og veturinn komi með kulda og klaka og hríðar og snjó. Hún lifir í hug mér sú lilja og líf hennar veitir mér fró. Þessi lilja er mér gefin af guði hún grær við hans kærleik og náð, að vökva hana ætíð og vernda er vilja míns dýrasta ráð. Og hvar sem að leiðin mín liggur þá liljuna í hjartastað ber, en missi ég liljuna ljúfu Þá lífið er horfið frá mér. (Þorsteinn Gíslason.) Þín Sara. Nú, þegar komið er að því að kveðja ömmu, rifjast upp fyrir okkur allt það sem amma var, gerði og kenndi okkur öllum. Hjá okkur var hún aldrei kölluð annað en amma í sveitinni, líka síðustu árin eftir að hún flutti á Hvammstanga, svo tengdar eru minningarnar um hana sveitinni okkar, Reykjum. Um leið og við höfðum aldur til fórum við með rútunni og dvöldum hjá henni í lengri eða skemmri tíma yfir sumarið. Þar var amma alltaf að gera eitthvað. Það að elda máltíð fyrir 10-15 manns var daglegur viðburður því alltaf var nóg af fólki á Reykjum, vinnumenn eða gestir. Og alltaf var maturinn góður, sama hvort það var Réttar-lærið með brúnni sósu á boðstólum eða eitthvað annað. Hún sagði reyndar sjálf ein- hvern tímann að það væri lítið mál að búa til góðan mat. Hún setti alltaf annaðhvort sykur eða rjóma eða hvoru tveggja út í allt, en líklega hef- ur hún haft önnur trix sem hún sagði engum frá. Þegar amma var ekki að elda mat, úti í fjárhúsum að taka á móti lömb- um, úti á túni að raka rak eða moka heyi í blásarann, þá var hún yfirleitt úti í garði. Á Reykjum er matjurta- og blómagarður sem virtist stækka og verða fallegri með hverju árinu sem leið. Alltaf var hann fullur af blómstrandi blómum og gróskumikl- um trjám og þar á milli var amma á hnjánum með molduga vettlinga. Amma var líka mjög flink í hönd- unum, það sjáum við um leið og við lítum í kringum okkur á heimili okk- ar. Þar liggja margir hlutir sem amma hefur prjónað, saumað eða gert á annan hátt og gefið okkur. Líklegast gengur stærsti hluti barnabarna og barnabarnabarna hennar dagsdaglega í ullarsokkum, vettlingum eða húfum sem hún hefur gert og sent okkur í jólapakkanum á undanförnum árum. Við viljum með þessum fáu orðum kveðja ömmu okkar, við komum til með að sakna hennar mikið. Ragnheiður Helga, Eyrún Ósk, Ágústa Sigurlaug. Elsku amma, takk fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum með þér. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum í trú á að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni veki þig með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Þó svo við kveðjum þig með sökn- uði, þá lifa allar góðu minningarnar um ókomna tíð. Þínir Einar Örn og Björn Orri. Ósk Ágústsdóttir Dásamlega amma. Elsku amma, þú hefur verið hjá mér í 11 ár og alltaf hefur mér fundist ég örugg ef ég veit af þér í húsinu, og það mun aldrei hætta, ég veit af þér hvenær sem er og hvar sem er, þú munt ávallt fylgja mér og fjölskyldu minni. Guð blessi þig og passi, þess óskar Rakel Ósk. HINSTA KVEÐJA ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir og tengdamóðir, ANNA SOFFÍA VIGFÚSDÓTTIR, áður til heimilis að Eyrarvegi 27A, Akureyri, sem lést á dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, 7. febrúar, var jarðsett í kyrrþey 13. febrúar að ósk hinnar látnu. Ingvi Árnason, Gísli V. Ingvason, Jóna Járnbrá Jónsdóttir, börn, barnabörn og aðrir aðstandendur. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞORBJÖRG SIGFINNSDÓTTIR, öldrunarheimilinu Hlíð, Akureyri, lést mánudaginn 11. febrúar. Jarðsett verður frá Höfðakapellu, Akureyri, mánudaginn 18. febrúar kl. 13.30. Bára Björgvinsdóttir, Hilmar Herbertsson, Ása Björgvinsdóttir, Bjarni Jónsson, Gunnar Björgvinsson, Sigurveig Bergsteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR J. PÁLSSON, lést þriðjudaginn 12. febrúar. Salbjörg Matthíasdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og langafabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.