Morgunblaðið - 15.02.2008, Síða 30

Morgunblaðið - 15.02.2008, Síða 30
30 FRIDAY 15. FEBRUARY 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Jóhann TómasEgilsson fædd- ist á Akureyri 29. ágúst 1926. Hann lést á Hjúkr- unarheimilinu Eir í Reykjavík 9. febr- úar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Egill Tómasson, f. 9. des. 1890, d. 23. nóv. 1960, ættaður úr Skagafirði og Eyja- firði, og Sigríður Helga Jónsdóttir, f. 12. okt. 1895, d. 23. feb.1960, ætt- uð úr Skagafirði og Svarfaðardal. Bræður Jóhanns voru tveir, 1) Hólmsteinn (1915-95) fyrrum for- stjóri Malar og sands hf. á Ak- ureyri, kvæntur Margréti Svein- björnsdóttur frá Hámundarstöðum í Vopnafirði. Eignuðust þau fjögur börn, Erlu, Hugrúnu, Hólmstein og Margréti. 2) Jón (1917-96) fyrrum forstjóri Ferðaskrifstofu Akureyrar og Strætisvagna Akureyrar, kvæntur Margréti Gísladóttur frá Bjargi í Norðfirði. Eignuðust þau fjögur börn, Gísla, Fannýju, Egil og Sig- ríði. Jóhann kvæntist á Akureyri 1. nóv. 1947 Björgu Jónsdóttur, f. í Hnífsdal 21. sept. 1928. Foreldrar hennar voru Steindóra Rebekka Steindórsdóttir, f. 13. júlí 1888, d. 26. apríl 1982, og Jón Elías Ólafs- son, f. 5. maí 1880, d. 29. nóv- ember 1934. Börn Jóhanns og Bjargar eru þrjú, 1) Sigríður Dóra myndlistarmaður, f. 19. sept. 1948, gift Gylfa Þór Magnússyni arsdóttir, f. 1980, sambýlismaður Ómar S. Helgason, f. 1977, og f) Davíð Ólafsson, f. 1989. Sambýlis- kona Arnar er Ane Mette Sören- sen, f. 1971. Jóhann T. Egilsson var póst- fulltrúi á Akureyri í um tvo ára- tugi, en lengst af var hann banka- maður, fyrst sem starfsmaður Iðnaðarbankans á Akureyri. Hann flutti til Reykjavíkur 1977 er hann gerðist útibússtjóri bankans í Hafnarfirði. Síðar tók hann við stjórn útibúsins í Garðabæ og loks útibús Íslandsbanka við Gullinbrú í Reykjavík. Er Jóhann komst á eftirlaunaaldur sinnti hann sér- verkefnum í höfuðstöðvum bank- ans í Reykjavík. Hann byggði síð- an upp fyrstu þjónustuna með kaupleigusamninga í bifreiða- viðskiptum hérlendis hjá Ingvari Helgasyni hf. Jóhann var frá unga aldri virkur íþróttamaður. Hann æfði og keppti með Íþróttafélag- inu Þór á Akureyri í öllum flokk- um knattspyrnu og líka í samein- uðum ÍBA-liðum Þórs og KA. Jóhann var gjaldkeri Þórs 1952- 1953 og formaður 1953-1955. Hann var sæmdur gullmerki fé- lagsins á 90 ára afmæli þess 2005. Jóhann keppti í öðrum íþróttum, einkum badminton og golfi. Jó- hann tók hvarvetna mikinn þátt í félagslífi, var í Frímúrarareglunni á Akureyri og í Reykjavík og í Lionshreyfingunni á Akureyri, um skeið sem formaður Lions- klúbbs Akureyrar, og starfaði í Lionshreyfingunni í Hafnarfirði. Jóhann verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. framkvæmdastjóra, f. 20. des. 1942, d. 9. nóv. 1998. Eignuðust þau þrjú börn, a) Magnús Þór, f. 1974, kvæntur Elvu Dögg Melsteð, f. 1979, þau eiga tvö börn; b) Eg- ill Örn, f. 14. ágúst 1979, d. 9. okt. 1979; og c) Helga Björg, f. 1983, sambýlismaður Gunnar Theódór Eggertsson, f. 1982. Sambýlismaður Sig- ríðar Dóru er Ólafur H. Torfason, f. 1947. 2) Egill Tóm- as húsasmíðameistari, f. 22. sept. 1950. Börn Egils frá fyrra hjóna- bandi eru tvö, a) Jóhann Tómas, f. 1971, kvæntur Eddu Sveinsdóttur, f. 1971, þau eiga fjórar dætur; og b) Agla Sigríður, f. 1981. Eig- inkona Egils er Kristín Gunn- arsdóttir, f. 1953, eiga þau soninn c) Gunnar Örn, f. 1988. Börn Kristínar af fyrra hjónabandi og uppeldisbörn Egils eru tvö, d) Malena Birna Baldursdóttir, f. 1977, maki Pétur Sigurðsson, f. 1977, sem eiga einn son, og e) Valdimar Kristinn Baldursson, f. 1974, sem á son og uppeldisson, sambýliskona Valdimars er Tatj- ana Eriksen, f. 1978. 3) Örn, bú- settur erlendis, f. 24. júní 1957. Dætur Arnar eru fjórar, a) Björg, f. 1980, sambýlismaður Ragnar Gunnlaugsson, f. 1974, b) Berg- ljót, f. 1984, c) Þórunn, f. 1987, sambýlismaður Valgarður Daði Gestsson, f. 1980, og d) Nita María, f. 2001. Uppeldisbörn Arn- ar eru tvö, e) Ingunn Hilm- Það var mikil lífsreynsla og menntun fólgin í því að hlusta á Jó- hann rifja upp atriði úr lífshlaupi sínu. Hann horfði ofan á söguna og samfélagið, hafði vítt sjónarhorn. Hann ók ungur vörubíl í vegavinnu á Öxnadalsheiði, strætisvögnum á Akureyri, rak sjoppu, vann á póst- húsinu á Akureyri (þaðan er komið gælunafnið „Daddi á póstinum“ sem enn er notað) og starfaði í fjórum bankaútibúum. Og greiddi oft götu viðskiptamanna með sínum hætti. Eitt sinn settist hann að í þekktu fyrirtæki og seldi sjálfur vörur þess í síma til að bjarga því fyrir vind. Jóhann var persónufróður og mann- þekkjari. Hann var fljótur að hugsa og komast að kjarna hlutanna. Og vafði flest inn í húmor og grín. „Já, blessaður. Hvað er nýtt?“ Svona heilsaði Jóhann iðulega. Allt- af á höttunum eftir fréttum, nýj- ungum. Maður endursagði úr fjöl- miðlum: „Verðbréf falla, útrásin strand og allt að fara á hausinn“. Jóhann svaraði kíminn: „Menn eru tímabundið að verða vitlausir, það varir fram á mitt sumar.“ „Tíma- bundið“ og „á tímabili“ voru ákveð- in einkunnarorð Jóhanns. Jóhann sagði ekki endilega um mann sem aðhylltist jafnaðarstefnu: „Hann er kommi“. Jóhann gat alveg átt til að segja í staðinn: „Hann var kommi á tímabili“ eða „hann er á tímabilum kommi“. Jóhann var fastur fyrir en tilbúinn að ræða möguleikana. Hon- um þótti ég stundum fullharðorður í kvikmyndagagnrýni á Rás 2 í Rík- isútvarpinu og trompaðist ef ég gaf eina stjörnu: „Er ekki einhver milli- vegur? Má ekki komast að sam- komulagi?“ spurði Jóhann. Kannski varð Jóhann íhugull og spakur á barnsaldri. Hann lá lengi í gifsi vegna ótta um að hann hefði smitast af berklum. Tvennt taldi hann hafa orðið sér til lífs. Annars vegar holla fæðan sem móðir hans færði honum, þar með talið smjör, rjómi og lýsi, og hins vegar fé- lagsskapurinn í Íþróttafélaginu Þór á Akureyri, þjálfunin og vináttan sem hann öðlaðist þar. Sorgin mætti líka, Jóhann og Björg lentu í Óshlíðarslysinu 1951, þegar grjót- hrun lenti á bíl sem flutti þau og fé- laga úr Þór til Bolungarvíkur og tveir ungir íþróttamenn létust. Þau hjón sluppu óslösuð en minningin var alltaf ógnvænleg. Hreinn Óskarsson, formaður Íþróttafélagsins Þórs 1952-53, fékk Jóhann til að vera gjaldkeri. Jóhann velti hverri krónu fyrir sér og var snjall að finna leiðir til fjáröflunar. Jóhann tók síðan að sér for- mennsku í Þór í tvö ár, 1953-55. Jó- hann prófaði margar greinar íþrótta, en Páll Jóhannesson á Ak- ureyri, sem aflar heimilda um sögu Þórs, segir að þeir sem fylgdust með Jóhanni minnist hans fyrst og síðast sem snjalls knattspyrnu- manns. Í samtölum Páls við sam- ferðamenn tala þeir sérlega vel um hann og bera mikla virðingu fyrir honum. Við Jóhann áttum samtal um íþróttirnar og Þór skömmu áður en hann dó. Að því loknu lá hann þögull á sjúkrabeði sínum um stund. Síðan sagði hann: „Ég verð alltaf Þórsari“. Ég þakka Jóhanni og Björgu styrka vináttu, hlýja og góða sam- fylgd. Guð blessi þau og fjölskyld- una. Ólafur H. Torfason. Þakklæti er mér efst í huga við fráfall afa Jóhanns. Hann gaf okkur barnabörnunum mikinn tíma, áhuga og hlýju. Amma og afi héldu þétt utan um fjölskylduna sem var ein- mitt samankomin við dánarbeðið á laugardag. Þeim var afskaplega umhugað um fjölskylduna og á maður ótalmargar ánægjulegar minningar um samverustundir með frændum og frænkum í boðum eða á ættarmótum en afi deyr síðastur bræðra sinna sem allir voru miklir höfðingjar. Jólaboðin hjá ömmu og afa í Ás- enda reyndust skemmtilegustu boð sem haldin voru, ekkert til sparað. Afi var rausnarlegur, gjafmildur á fé og mat og bauð oft út að borða. Kvöldið áður en hann dó vorum við fjölskyldumeðlimir, staddir á Eir, að ræða um að fá okkur að borða saman. Heyrðist þá í afa þjáðum sem átti erfitt með tal: „Fáið ykkur að borða – ég býð!“ Hann hafði létta lund og alltaf var stutt í húmorinn og grínið. Það var gaman að kaupa í matinn með afa því hann fyllti kerruna þannig að flæddi upp úr og þá helst af alls kyns kynningartilboðum, sæ- tindum og öðrum skemmtilegum óþarfa. Hann og amma voru höfð- ingjar heim að sækja enda var heimili þeirra alltaf eins og stoppi- stöð þar sem gestir komu og fóru allan daginn. Afi kom oft heim í há- deginu og eftir matinn átti hann það til að ganga rösklega um allt húsið sér til heilsubótar. Hver stund var nýtt til athafna. Afa var mjög umhugað um að ég gengi menntaveginn og hafði sjálf- sagt áhrif á námsval mitt. Á menntaskólaárum var ég með pæl- ingar um nám t.d. í kvikmyndagerð en það fannst afa ekki skynsamlegt. Þegar ég lék í leikriti í MH spurði hann foreldra mína hvort þau ætl- uðu virkilega að leyfa mér þetta, því drengurinn gæti þá orðið leikari! Þetta var frekar einfalt hjá afa; ef ég ætlaði að efnast og verða að manni yrði ég að fara í lögfræði eða viðskiptafræði. Hann sagði eitt sinn við mig að hann væri með þeim síð- ustu sinnar tegundar í bankaheim- inum sem væri útibússtjóri án há- skólaprófs. Í framtíðinni yrði slíkt ekki í boði. Þetta voru því engar gamaldags kreddur heldur einlæg- ur áhugi og væntumþykja um að ég veldi mér náms- og starfsvettvang þar sem ég gæti séð mér og mínum farborða. Afi fylgdist með tækninni og var græjukarl. Á heimilinu voru alltaf til nýjustu græjur, einkum rafknún- ar, og þannig kynntumst við barna- börnin fljótt fyrstu tegundum af BETA- og VHS-myndbandstækjum sem bárust til landsins en fyrir það var notast við kvikmyndatjald og sýningarvél. Græjuvæðingin gekk nokkuð langt og rötuðu margvísleg rafmagnstæki inn á heimilið eins og rafmagnshnífar, rafmagnsdósaopn- ari, rafmagnstannburstar og meira að segja rafmagnskokteilhræra. Sjálfur var hann alla jafna á nýj- um og flottum bílum með farsíma, sem fyrst í stað voru ekki algengir. Ef hann var seinn í vinnuna tók hann rafmagnsrakvélina með sér í bílinn og rakaði sig á leiðinni. Þótt sú háttsemi hafi kannski ekki verið til fyrirmyndar var afi mikil og góð fyrirmynd sem ég leit upp til alla tíð. Við Elva biðjum Guð að styrkja ömmu Björgu í sorginni og blessa og varðveita minningu afa. Magnús Þór Gylfason. Það er með miklum söknuði sem við kveðjum okkar elskulega afa og langafa. Hann var afar stór partur af lífi okkar allra. Þegar horft er til baka er svo óskaplega margs að minnast og koma þá fyrst upp í huga okkar allar sumarbústaðar- ferðirnar á Bjargarhól á Þingvöll- um. Sumarbústaðurinn, fyrst í Hóp- inu og síðar á Þingvöllum, var alltaf helsti griðastaður afa og undi hann sér best þar. Honum þótti fátt betra en að vera umvafinn barnabörnum og ekki skemmdi það fyrir þegar fyrsta langafabarnið kom í heiminn og fékk nöfn þeirra hjóna. Afi lækur eins og dætur okkar kölluðu hann vegna þess að hann átti heima í Lækjarsmára, varð sjaldan eins glaður eins og þegar við birtumst fjölskyldan með allar stelpurnar sem hlupu ávallt upp fangið á lang- afa sínum. Hann dró alltaf fram flottustu veitingarnar og spurði okkur spjörunum úr um allt sem á daga okkar dreif. Hann hafði mik- inn áhuga á starfsvettvangi okkar og hvernig gengi í skólanum hjá stelpunum. Skákin skipaði ríkan sess í lífi afa lækjar sem greip gjarnan fram taflborðið og tók eina bröndótta við Jóhönnu. Þessi áhugi hans á eftir að lifa í fjölskyldunni því nú tefla stelpurnar hans afa lækjar á alþjóðavettvangi og sjálf- sagt fáir eins stoltir eins og hann. Afi var hress og lífsglaður maður, mikil félagsvera, var vinur vina sinna og þekkti alla. Í hjörtum okk- ar verður hann alltaf afi lækur. Nú til hvíldar halla’ eg mér, höfgi’ á augu síga fer, alskyggn Drottinn, augun þín yfir vaki hvílu mín. Eg nú fel í umsjón þér alla hjartakæra mér, gjörvallt fólk um gjörvöll lönd geymi trútt þín föðurhönd. (Steingrímur Thorsteinsson.) Jóhann Tómas, Edda Jóhanna Björg, Hildur Berglind Elín Edda og Þórdís Agla. Margs er að minnast þegar ég hugsa um þær stundir sem ég átti með afa. Ég mun minnast hans fyr- ir hversu skemmtilegur hann var, hann kom mér alltaf til að hlæja. Það var gaman að segja afa frá því sem ég var að gera, hann gaf mér góð ráð og það sást hvað hann var stoltur af okkur öllum. Reyndar hristi hann stundum hausinn og spurði hvort ég væri orðin vitlaus en hann gerði það á svo skemmti- legan hátt. Afi vildi allt fyrir alla gera og var fljótur til ef einhvern vantaði að- stoð. Honum leiddist heldur ekki gestagangur, þegar ég hringdi var hann fljótur að bjóða mér í mat og það var eins og hann hefði tekið búðina með sér heim, það var nán- ast allt á boðstólum. Afi og amma héldu fjölskyldunni þétt saman og við eigum öll góðar minningar úr þeim fjölda fjölskylduboða sem haldin voru í Ásendanum, Bjarg- arhól eða Lækjarsmáranum. Elsku afi, ég sakna þín og mun alltaf minnast þín. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Björg Arnardóttir. Elsku besti afi. Það er svo erfitt að kveðja þig, en samt svo gott að þú fékkst hvíldina sem þú þurftir. Þú verður ávallt í hjarta okkar, enda margar góðar minningar sem við eigum. Það var einstakt að koma í matarboðin í Ásendanum, enda svo mikill fjöldi af barnabörnum sem kom þar saman. Þar var enda- laust líf og fjör sem var ekki síst þér að þakka. Aldrei var langt í stríðnina hjá þér, afi – með góðlátlegu gríni fékkst þú okkur alltaf til að hlæja. Það var svo skemmtilegt þegar þú stalst með okkur stelpunum í „nammi búrið“ þar sem við hám- uðum í okkur súkkulaði. Amma var fljót að sjá verksummerkin á okkur stelpunum sem vorum útataðar í framan. Þegar hún ætlaði að skamma bæði okkur og þig gast þú snúið út úr öllu saman og strítt henni þangað til við sprungum öll úr hlátri. Hægt væri að telja upp enda- lausar minningar allt frá æsku að kveðjustund, því þær eru óteljandi og allar okkur svo kærar. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Guð geymi þig, elsku afi. Þínar, Ingunn, Bergljót og Þórunn. Elsku afi. Ég horfi á eftir þér með söknuði en gott er að vita að núna líður þér vel. Þú skilur eftir þig góðar minn- ingar hjá mér, minningar sem ég mun geyma um ókomna tíð. Þú hef- ur alltaf borið hag annarra fyrir brjósti og verið einstaklega umhug- að um fjölskylduna þína og verið tilbúinn til að rétta öllum hjálpar- hönd. Ég kveð þig með fallegum orðum eftir Halldór Laxness. Þar sem jökulinn ber við loft hættir land- ið að vera jarðneskt, en jörðin fær hlut- deild í himninum, þar búa ekki framar neinar sorgir og þess vegna er gleðin ekki nauðsynleg, þar ríkir fegurðin ein, ofar hverri kröfu. Hjartans þökk fyrir allt, elsku afi minn. Þín verður sárt saknað. Þín, Agla Sigríður. Okkur langar að minnast Jó- hanns með nokkrum orðum. Jóhann og Björg komu inn í okkar líf þegar móðir okkar tók upp samvistir við Egil, son þeirra. Var það okkur mikil gæfa að kynnast þeim og eig- um við margar góðar minningar af Jóhanni í því sambandi. Strax frá fyrstu kynnum fengum við að vita það að við vorum og yrðum alltaf partur af þeirra lífi og tilveru. Heimsóknirnar í Ásendann voru alltaf mikið ævintýri og búrið inn af eldhúsinu reyndist oftar en ekki ótæmandi sælgætiskista sem Jó- hann var óspar á að opna fyrir okk- ur og alla þá sem okkur fylgdu. Voru þessar heimsóknir lýsandi fyr- ir þau Jóhann og Björgu, elskuleg- heitin og gjafmildin í hvívetna. Við þökkum þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman og þú gafst okkur og börnum okkar. Guð geymi þig, Jóhann. Malena Birna og Valdimar Kristinn. Elsku afi. Með örfáum orðum, sem eru langt í frá fullnægjandi, langar okk- ur að þakka þér yndislegar sam- verustundir. Hefðu mátt vera fleiri, en þar sem við höfum ávallt búið er- lendis voru þær færri, en að sama skapi varð nálægðin á annan hátt. Við fengum að kynnast þér þegar þú og amma komuð í heimsókn til okkar. Það var svo gaman og alltaf varstu í góðu skapi og rosalega góð- ur við okkur, gerðir okkur samveru- stundirnar skemmtilegar, svo ekki sé minnst á gjafmildi þína. Margar og skemmtilegar stundir áttum við í Jóhann Tómas Egilsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.