Morgunblaðið - 15.02.2008, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ FRIDAY 15. FEBRUARY 2008 31
Noregi og Danmörku en skemmti-
legast var þó að koma heim til Ís-
lands, fyrst til afa og ömmu í Ás og
síðar í Lækjasmára. Við fengum svo
að njóta bústaðarins í Hestvíkinni,
vorum þar stundum í lengri og
skemmri tíma og þá oft saman öll
fjölskyldan. Okkur fannst svo
skemmtilegt þegar þú stökkst upp
og hrópaðir „lengi lifi Ísland“,
stundum alveg út í bláinn. Þú býrð í
hjarta okkar, elsku afi, hvíl þú í
friði, við söknum þín.
Elsku amma og fjölskylda, sökn-
uðurinn er mikill þegar stór maður
fer frá okkur en við stöndum saman
vörð um minninguna og hittumst
svo öll að lokum. Guð gefi okkur
styrk.
Davíð og Níta María.
Jóhann T. Egilsson er fallinn frá.
Við sem störfuðum hjá Iðnaðar-
bankanum og Íslandsbanka, síðar
Glitni, vorum heppin að fá að njóta
starfskrafta Jóhanns. Jóhann starf-
aði í útibúi Iðnaðarbankans á Ak-
ureyri og sem útibússtjóri í Hafn-
arfirði og Garðabæ. Undir lok
ársins 1990 stofnaði Íslandsbanki
nýtt útibú við Gullinbrú, sem reynd-
ar var fyrsta skilgetna útibú Ís-
landsbanka. Undir röggsamri
stjórn Jóhanns dafnaði útibúið mjög
vel, enda Jóhann metnaðarfullur,
eljusamur og mjög næmur fyrir sí-
breytilegum kröfum markaðarins
og óskum viðskiptavinanna. Hann
náði á skömmum tíma að gera
útibúið það stærsta á þessu svæði
og var það kosið útibú ársins af
stjórnendum bankans strax á fyrsta
ári. Þá var Jóhann orðinn 67 ára og
fannst engan veginn tímabært að
láta þar við sitja heldur iðaði í
skinninu að fá að halda áfram og
klára til sjötugs. Það varð úr og er
það í raun einsdæmi í seinni tíð að
starfsmaður hafi starfað svo lengi
hjá bankanum. Þetta lýsir Jóhanni
vel og hve mikils starfskraftar hans
voru metnir. Jóhann var eftirminni-
legur maður sem gustaði af hvar
sem hann kom. Hann var farsæll
útibússtjóri sem lagði mikið upp úr
góðum tengslum við viðskiptavini
bankans og passaði vel upp á starfs-
fólkið sitt. Sjálf var ég ungur mark-
aðsstjóri sem kom inn í bankann,
blaut á bak við eyrun og með marg-
ar hugmyndir. Ég hlaut sérlega já-
kvæðar móttökur hjá Jóhanni því
hann vildi framfarir en ekki stöðn-
un og var okkar samstarf því alla
tíð mjög farsælt.
Fyrir hönd bankans og sam-
starfsmanna þakka ég Jóhanni sam-
fylgdina. Blessuð sé minning Jó-
hanns T. Egilssonar.
Birna Einarsdóttir.
Okkur langar í fáum orðum að
minnast vinar okkar Jóhanns Egils-
sonar.
Það var fyrir 32 árum í febrúar
1976, á Tenerife, að við Abba hitt-
um Jóhann og Björgu fyrst.
Við fundum fljótt út að við Björg
vorum náskyld, ættuð af Snæfjalla-
ströndinni.
Þegar þetta var bjuggu þau hjón
á Akureyri, þar sem Jóhann vann
hjá Iðnaðarbankanum. Kynnin áttu
eftir að verða nánari og lengri, því
skömmu seinna var Jóhann ráðinn
útibússtjóri Iðnaðarbankans í Hafn-
arfirði.
Fljótlega hafði Jóhann af sinni al-
kunnu ákefð samband við mig og
vildi fræðast um fólk í Hafnarfirði
og komast í kynni við sem flesta í
atvinnulífinu, en þar þekkti ég vel
til.
Þetta tvennt varð upphafið að
ævilangri vináttu sem hefur gefið
okkur mikið í gegnum tíðina.
Þau hjón voru miklir höfðingjar
heim að sækja og samvistir allar
mjög ánægjulegar og lærdómsrík-
ar.
Gagnkvæmt samskiptaávarp okk-
ar var alltaf „nafni“.
Þegar ég gerðist umsvifamikill í
atvinnurekstri í kringum 1980 átti
„nafni“ stærstan þátt í því að
bankaviðskiptin urðu við Iðnaðar-
bankann og síðan að allir starfs-
menn fyrirtækjanna fengju launa-
reikninga hjá bankanum.
Nafni var mjög athugull og ár-
vakur um hag viðskiptavina sinna
og oft sagði hann mér frá gangi
mála á vinnustöðum fyrirtækisins
en þá höfðu starfsmenn mínir sagt
honum frá hvernig gengi á sínum
vinnustað.
Jóhann og Björg buðu okkur oft
til veiða í Laxá í Aðaldal, en þar
hafði hann verið félagi í áratugi.
Þessar ferðir voru ævintýri líkast-
ar, en ávallt var höfð viðkoma á Ak-
ureyri og heilsað uppá fjölda vina
og kunningja þeirra hjóna.
Í fyrstu ferðinni lóðsaði Jóhann
Öbbu á maríulaxinn og hefur veiði-
áráttan verið ólæknandi síðan og
við öll átt saman góðar stundir við
veiði.
Fyrir um tuttugu árum boðaði
Jóhann mig og nokkra aðra at-
vinnurekendur á fund í bankanum
og bauð til létts hádegisverðar. Til-
efnið kvað hann vera að við hitt-
umst reglulega og ræddum um
helstu málefni dagsins þannig að
hann gæti fylgst sem best með því
sem var að gerast í atvinnulífinu og
kanna hvort og hvernig bankinn
gæti komið að málum.
Þessum samverustundum höfum
við haldið áfram öll þessi ár við
ómælda ánægju, enda þótt aðstæð-
ur hafi breyst við hækkandi aldur.
Síðast hittumst við í Tilverunni í
Hafnarfirði nú 15. janúar 2008. Þá
var Jóhann sárkvalinn en léttur í
lund og spaugsamur að vanda.
Næsti fundur var ákveðinn í byrjun
apríl en örlögin hafa séð til þess að
af því verður ekki. Kveðjustundin
kom fyrr en við væntum.
Þegar á móti blæs í lífinu og erf-
iðir tímar herja á einstaklinginn
kemur oft í ljós hverjir eru viðhlæj-
endur og hverjir eru vinir.
Það sannaðist í erfiðleikum
þeirra sem hér stýra penna að með
Jóhanni og Björgu fóru vinir sem
studdu vini sína í blíðu og stríðu.
Það verður seint þakkað.
Með þessum fátæklegu orðum
viljum við hjónin tjá þakklæti okkar
til Jóhanns og Bjargar fyrir mjög
gefandi vináttu öll þessi ár. Blessuð
sé minning Jóhanns.
Við vottum Björgu og öllum eft-
irlifandi ættingjum og vinum inni-
lega samúð okkar.
Arnbjörg og
Jóhann G. Bergþórsson.
Fallin er nú frá Jóhann T. Eg-
ilsson, fyrrum samstarfsféagi og
vinur. Kynni okkar hófust er Jó-
hann kom suður og tók við útibúi
Iðnaðarbankans í Hafnarfirði árið
1977 en þá hafði ég nýlega hafið þar
störf.
Jóhann sagði eitt sinn við mig
„Það siglir enginn í logni“. En þar
sem Jóhann var þar var ekki logn-
mollunni fyrir að fara. Jóhann var
kappsfullur og sótti alltaf fram af
metnaði og dugnaði i öllu því sem
hann tók sér fyrir hendur, hann lá
heldur ekki á skoðunum sínum og
sagði það sem honum fannst í hvert
sinn. Tæki hann einhvert málefni
upp á sína arma þá fylgdi þeim eftir
af dugnaði. Jóhann var ekki mikið
fyrir skriftir og skýrslur heldur
vildi hann láta verkin tala, hann fór
frekar í heimsókn í fyrirtækin skoð-
aði umhverfi og hvernig farið var
með hluti en að lesa reikninga
þeirra. Jóhann var framsýnn og
breytti starfsumhverfi og háttum í
bankanum í starfstíð sinni.
Jóhann fylgdist alltaf vel með því
sem var að gerast í þjóðlífinu og
hafði skoðanir á því. Einnig fylgdist
hann alltaf vel með því sem var að
gerast í gamla bankanum okkar og
hvernig honum farnaðist.
Það var alltaf gott að koma til Jó-
hanns og Bjargar, hvort heldur var
á þeirra fallega heimili í Reykjavík,
þar sem hver hlutur bar vott um al-
úð og smekkvísi eða í sumarhúsið.
Við kveðjum nú kæran vin og
samstafsfélaga til margra ára og
vottum Björgu, börnunum þeirra
Jóhanns og afkomendum okkar
innilegustu samúðarkveðjur
Albert Sveinsson,
Elísabet Guðmundsdóttir.
✝ Ólafur Mogen-sen fæddist í
Reykjavík 24. maí
1951. Hann lést í
Gautaborg í Sví-
þjóð 20. janúar síð-
astliðinn. Foreldrar
hans eru Marsibil
Magnea Ólafsdóttir
Mogensen, f. 11.
mars 1929, og Pet-
er Mogensen, f. 29.
nóvember 1926, d.
8. júlí 1979. Systk-
ini Ólafs eru Peter
Lassen Mogensen,
f. 12. desember
1949, Matthías Mogensen, f. 10.
júlí 1953, Ingeborg Linda Mo-
gensen, f. 22. apríl 1955, Erik
Júlíus Mogensen, f. 18. desember
1956, Inga Kolbrún Mogensen, f.
30. október 1960, og Birgir Mo-
gensen, f. 27. apríl 1962.
Ólafur kvæntist árið 1980
Gunnhildi Sigurjónsdóttur
þroskaþjálfa, f. 29. júlí 1955.
Foreldrar hennar eru Guðrún
Ingibjörg Jónsdóttir, f. 11. ágúst
1922, d. 14. júní 2005, og Sig-
urjón Hólm Sigurjónsson, f. 21.
apríl 1922. Börn Ólafs og Gunn-
hildar eru: 1) Fósturdóttir, Birta
Þrastardóttir, f. 17. apríl 1976,
maki Þórhallur Magnússon, f. 26.
febrúar 1972, dóttir þeirra er
Mirra, f. 22. desember 2004. Þau
eru búsett í Brighton á Eng-
landi. 2) Pétur Viðar Ólafsson, f.
2. janúar 1980, búsettur í
heimum í Grímsnesi sem aðstoð-
arforstöðumaður og síðar sem
forstöðumaður til ársins 1991. Á
árunum 1988-1990 sótti hann
námskeið í hjóna- og fjölskyldu-
meðferð. Ólafur gegndi stöðu
forstöðumanns á sambýli fyrir
einhverfa á Sæbraut árin 1993-
1996. Samhliða starfinu las hann
heimspeki við Háskóla Íslands.
Sumarið 1996 fluttist Ólafur
með fjölskyldu sinni til Svíþjóð-
ar. Frá haustmánuðum 1996 las
hann forngrísku við Gautaborg-
arháskóla með hléum og kenndi
íslensku um skeið. Um aldamót-
in hóf Ólafur kennslu við Slott-
sberg-menntaskólann í Gauta-
borg og árið 2002 tók hann við
stöðu deildarrektors við þann
sama skóla og gegndi þeirri
stöðu til dauðadags. Líf Ólafs
einkenndist af trú hans og leit
að hinu guðlega. Leit hans end-
urspeglaðist m.a. í guð-
fræðinámi á yngri árum, áhuga
hans á stjörnuspeki, heimspeki
og ferðum hans til Indlands.
Hann var félagi í Self-Realiza-
tion Fellowship í 34 ár og heim-
sótti höfuðstöðvarnar í Kali-
forníu reglulega. Ólafur
tileinkaði sér fræði Paramah-
ansa Yogananda og stundaði
Kriya-jóga af einurð og sjálfs-
aga til dauðadags.
Ólafur var jarðsunginn frá
Hagakyrkan í Gautaborg þriðju-
daginn 5. febrúar að viðstöddum
vinum og ættingjum.
Minningarathöfn um Ólaf
verður í Dómkirkjunni í Reykja-
vík í dag og hefst hún klukkan
15.
Reykjavík. Ólafur
og Gunnhildur slitu
samvistum árið
1998.
Eiginkona Ólafs
er Maud Rämsell
hjúkrunarfræð-
ingur, f. í Svíþjóð
6. júní 1963. Þau
gengu í hjónaband
16. júní árið 2000 á
Þingvöllum. For-
eldrar hennar eru
Eivor Rämsell, f.
14. apríl 1935, og
Lars Rämsell, f. 1.
nóvember 1928.
Ólafur fæddist í Reykjavík og
ólst upp í Kópavoginum frá níu
ára aldri með foreldrum sínum
og sex systkinum. Hann lauk
stúdentsprófi frá Kennaraskól-
anum árið 1971. Eftir útskrift-
ina réð hann sig til sjós og
starfaði sem kokkur á fiskiskipi
í tvö ár. Haustið 1973 fór hann
sínu fyrstu ferð til Indlands, og
kynntist þar fræðum Paramah-
ansa Yogananda sem mótaði líf
hans upp frá því. Hann las guð-
fræði við Háskóla Íslands frá
árinu 1976 en ákvað að venda
sínu kvæði í kross og hóf nám
við Þroskaþjálfaskóla Íslands
árið 1979, eftir að hafa starfað
á Kópavogshæli um tíma. Hann
útskrifaðist sem þroskaþjálfi ár-
ið 1981. Eftir útskrift kenndi
hann við skólann til ársins 1983.
Sama ár hóf hann störf á Sól-
… „Þú skilur ekki bofs“, sagði Tikka-tú
kumpánlega og reis það mikið upp, að
rauðröndótta peysan hennar kom í ljós.
„Viðlagið fjallar nefnilega um hluti sem er
ekki hægt að skilja. Sem stendur er ég að
hugsa um norðurljósin. Það veit enginn
hvort þau eru til eða sýnast bara vera til.
Allt er óvíst í þessari veröld, og það fellur
mér einmitt bezt“.
(Vetrarundur í Múmíndal.)
Óli var sérvitur, skemmtilegur og
örlítið útskeifur.
Hann kynnti okkur systkinin fyrir
Paramahansa Yogananda og gaf
hvergi eftir þegar um andleg málefni
var að ræða. Hann trúði á Guð al-
máttugan og Jesú Krist hans einka-
son. Hann er eini maðurinn sem ég
þekki sem hefur lesið Bhagavad
Gita, spjaldanna á milli. Hann elsk-
aði klausturlíf og eyddi drjúgum
tíma innan um munka og mannætu-
tígrisdýr í fjalllendum Indlands;
fjalllendin sem hann dreymdi þá lítill
strákur í Kópavoginum.
Hann borðaði ekki kjöt en var
mikill sælkeri. Hann hafði viðkvæm
augu og járnvilja sem öfund var að.
Hann stundaði Kriya-jóga og átti
sænska konu með ljósa lokka sem
elskaði hann undurheitt.
Hann kenndi mér að lesa og á
hann stóran þátt í hugmyndum mín-
um um lífið og tilveruna og get ég
seint þakkað honum það.
Óli var með æxli í heila og kær-
leika í hjarta þegar hann kvaddi
þetta líf, og ég græt örlög hans.
– En ég veit að ferðalagið sem nú
er hafið verður honum bæði ljúft og
skylt.
Hann var bróðir minn.
Gúrú Óli, gúrú!
Kolbrún.
Mér er kært að setjast niður með
penna í hendi og rekja í fáeinum
setningum kynni mín af elskulegum
bróður og vini sem nú er horfinn á
vit örlaganna. Óli var frumherji í eðli
sínu, hann var vel lesinn, næmur fyr-
ir listum og hafði mótandi áhrif á við-
horf mín til lífsins. Hann færði mér
tónlistina að gjöf með ljúfu gítarspili
á æskuárum okkar í Kópavoginum.
Tónlist hefur æ síðan verið mitt leið-
arljós.
Áhugi Óla á andlegum málum
hafði hljómgrunn í mínu hjarta og
hugur okkar hneigðist smátt og
smátt að austrænni hugarspeki.
Ekki svo að skilja að kenningar
Krists höfðuðu ekki til okkar, heldur
sú hugsun að það þyrfti meir en lesin
orð til að öðlast þá visku sem kon-
ungur Kristur bjó yfir.
Með þetta að leiðarljósi hófust
ævintýri Óla bróður. Allir sem til
þekktu vita hversu einlægur ásetn-
ingur hans var. Hann helgaði líf sitt
þessari göfugu hugsun og leitaðist
við að sinna jöfnum höndum verald-
legum skyldum og andlegri íhugun.
Óli tók sé margt fyrir hendur um
dagana, hann stundaði nám um
skamma hríð í guðfræði við HÍ,
hann las seinna heimspeki við sama
skóla og stundaði nám í forngrískum
fræðum við háskólann í Gautaborg,
svo eitthvað sé nefnt. Óli var mjög
vel að sér í vestrænni stjörnuspeki
og stundaði þau fræði í áratugi.
Hann átti seinna meir eftir að taka
upp indverska stjörnuspeki líka. Það
var aldrei komið að tómum kofunum
í þeim málefnum. Það sem ein-
kenndi Óla, eins og marga aðra
sjálfsgagnrýna menn, var sífelld
endurskoðun á afstöðu sinni til lífs-
ins. Það er eins og Óli hafi alla tíð
verið að undirbúa sig fyrir þessa
lokastund og þegar ég heimsótti
hann nú síðast í desember síðast-
liðnum kom bersýnilega í ljós
hversu vel undirbúinn hann var í
raun og veru og í góðu andlegu jafn-
vægi, þó að líkamlega hafi hann ver-
ið fársjúkur. Hann gerði okkur öll-
um lífið léttara með jákvæðu viðmóti
sínu, hlýju og hugrekki. Hann tók
örlögunum opnum örmum og var
tilbúinn til að kveðja með bros á vör.
Hann var sjálfum sér samkvæmur
fram til hins síðasta. Hann Óli tók
enn og aftur af skarið og lýsti okkur
hinum veginn að skör meistaranna
sem á undan eru gengnir.
Blessuð sé minning hans.
Erik Júlíus Mogensen.
Óli. Nú ertu allur.
Það eru nákvæmlega þrjátíu ár
síðan við horfðumst í augu og urðum
par. Við gengum saman í tvo áratugi
og studdum hvort annað í að verða
manneskjur. Okkur auðnaðist að
vera sálufélagar. Það er jafnvel
sterkara en hjónaband.
Okkur var lífsnauðsyn að hafa feg-
urð og kyrrð á heimili okkar, bæði
fíngerðar sálir. Það skildu ekki allir.
Margir skildu heldur ekki þörf þína
fyrir samfélag við Guð. Þú varst
óhefðbundinn maður, hafðir litla
þörf fyrir félagslíf, en djúpa þörf fyr-
ir að auðga anda þinn og þekkingu
um veraldarsöguna, langt aftur í
tímann. Lagðir á þig að lesa hina tor-
ræðu fornaldargrísku, vildir lesa á
frummálinu. Ég naut góðs af og fékk
ekki nóg af fræðslunni þinni einfald-
aðri á daglegt mál svo kraumaði í
heila mínum í gönguferðum okkar
um stræti og torg lífsins. Við deild-
um ástríðunni um að skilja til hlítar.
Heimilisstörfin léku í höndum þín-
um, marengsterturnar, hjónabands-
sælurnar, öll viðhaldsvinna. Ef þú
kunnir það ekki lærðirðu það. Mál-
aðir þakið á háa húsinu okkar, loft-
hræddur maðurinn, og tókst áskor-
un um teygjustökk. Seigla og úthald
einkenndu þig í hverju sem þú tókst
þér fyrir hendur.
Það er svo margt sem mig langar
til að segja þér. Þér sem ég einum
sagði allt. En nú ertu farinn veg allr-
ar veraldar. Gangi þér vel á nýrri
vegferð, vinur.
Þú býrð alltaf í mér.
Gunnhildur.
Ólafur Mogensen
REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST
Þegar andlát ber að höndum
Önnumst alla þætti útfararinnar
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA
Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
Fleiri minningargreinar um Ólaf
Mogensen bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu á næst dögum.
Fleiri minningargreinar um Jó-
hann Tómas Egilsson bíða birtingar
og munu birtast í blaðinu á næstu
dögum.