Morgunblaðið - 15.02.2008, Síða 37

Morgunblaðið - 15.02.2008, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ FRIDAY 15. FEBRUARY 2008 37 Félagsstarf Aflagrandi 40 | Leikfimi kl. 8.30, vinnustofa kl. 9– 16.30, verslunarferð í Bónus kl. 10, bingó kl. 14, söngstund við píanóið kl. 15.30. Bólstaðarhlíð 43 | Myndbandssýning kl. 13, Máva- hlátur, hárgreiðsla, böðun, almenn handavinna, fótaaðgerð, morgunkaffi/dagblöð, hádegisverður, kertaskreyting, kaffi. Dalbraut 18-20 | Vinnustofa í handmennt opin kl. 9-16 m/leiðb. annan hvern föstudag kl. 13-16. Félagsheimilið Gjábakki | Botsía, málm- og silf- ursmíði kl. 9.30, jóga hjá Birgi kl. 10.50, hádeg- isverður, heitt á könnunni til kl. 16, og félagsvist kl. 20.30. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Vefnaður kl. 9, jóga og ganga kl. 9.15, leikfimi kl. 10.30, hádegisverður. Bingó kl. 14 og vetrarfagnaður kl. 20, harm- onikkusveit Reykjavíkur leikur fyrir dansi, að- gangseyrir er 500 kr. Félagsstarf Gerðubergs | Vinnustofur opnar kl. 9- 16.30, m.a. bókband. Prjónakaffi/bragakaffi kl. 10, leikfimi (frítt) kl. 10.30, í ÍR-heimilinu v/Skógarsel, á eftir er kaffi og spjall. Frá hádegi er spilasalur op- inn. Kóræfing kl. 14.20. Framtalsaðstoð Skattstof- unnar verður veitt 10. mars. Furugerði 1, félagsstarf | Aðst. við böðun í dag kl. 9, smíðar og útskurður. Messa kl. 14, prestur sr. Ólafur Jóhannsson, Furugerðiskórinn syngur undir stjórn Ingunnar Guðmundsdóttur. Kaffiveitingar eftir messu. Hraunbær 105 | Baðþjónusta kl. 9-14, almenn handa- vinna kl. 9-12, hádegismatur. Bókabíllinn kl. 14.45- 15.30, bingó kl. 14, kaffi. Hraunsel | Morgunrabb kl. 9, leikfimi kl. 11.30, brids kl. 13, boccia kl. 13.30. Húnvetningafélagið í Reykjavík | Húnvetninga- félagið er 70 ára 17. febrúar. Af því tilefni er boðið upp á hátíðardagskrá og kaffiveitingar í Húnabúð Skeifunni 11, 3. hæð ( lyfta), frá kl. 14. Hvassaleiti 56-58 | Opin vinnustofa kl. 9-12, postu- línsmálning. Jóga kl. 9-11, Björg F. Böðun fyrir hádegi. Hádegisverður. Bíódagur kl. 13.30, kaffiveitingar í hléi. Hársnyrting. Hæðargarður 31 | Skapandi skrif, Müllersæfingar, Bör Börson, baráttuhópur um bætt veðurfar mið- vikud. kl. 13.30, Páll Bergþórsson mætir. Þegar amma var ung, hláturklúbbur o.s.frv. Hvað dettur þér í hug þegar þú hugsar til Íslendingasagnanna er 22. febr., 3 skipti. Leiðbeinandi Trausti Ólafsson. Uppl. 568-3132. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Morgunkaffi og blaðaklúbbur kl. 10, leikfimi kl. 11, opið hús, spilað kl. 13. Kaffiveitingar. Norðurbrún 1 | Smíðastofa og handavinnustofa eru opnar kl. 9-16. Myndlist kl. 9-12, leikfimi kl. 13. Hárgreiðslustofa sími 588-1288. Fótaaðgerð- arstofa sími 568-3838. Vesturgata 7 | Hárgreiðsla og fótaaðgerðir, handavinna, spænska – byrjendur, hádegisverður, sungið v/flygilinn, kaffiveitingar og dansað í Að- alsal. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja, leirmótun kl. 9, morgunstund, leikfimi, bingó kl. 13.30. Uppl. í síma 411 9450. Þórðarsveigur 3 | Opinn salur kl. 13, kaffiveitingar. Kirkjustarf Áskirkja | Djákni Áskirkju verður með bænastund / morgunsöng á Dalbraut 27, kl. 9.30. Breiðholtskirkja | Foreldramorgunn kl. 10-12. Hallgrímskirkja | Starf fyrir eldri borgara kl. 11-14. Leikfimi, súpa, kaffi og spjall Selfosskirkja | Þriðjudaga til föstudaga eru fluttar morgunbænir kl. 10, kaffisopi í Safnaðarheimilinu á eftir. dagbók Í dag er Friday 15. February, 46. dagur ársins 2008 Orð dagsins: Daníel tók til máls og sagði: „Lofað verði nafn Guðs frá eilífð til eilífðar, því hans er viskan og mátturinn.“ (Daníel 2, 20.) Félag um hugræna atferl-ismeðferð heldur í dag mál-þingið Afleiðingar áfalla ogmeðferð þeirra. Málþingið er haldið í Þjóðminjasafninu frá 13 til 17. Berglind Guðmundsdóttir sálfræð- ingur er einn fyrirlesara: „Mikil um- ræða hefur verið í þjóðfélaginu und- anfarin misseri um alvarleg áföll, sérstaklega af völdum ofbeldis og alvar- legra slysa. Fjölmiðlar hafa átt viðtöl við og rakið sögu fjölda einstaklinga, og eins og þar hefur komið fram getur það haft alvarlegar afleiðingar að verða fyr- ir miklu áfalli,“ segir Berglind. „Hins vegar vantaði á umfjöllun um nákvæm- lega hverjar þessar aflæðingar eru, og hversu víðtækar þær geta verið. Einnig hefur lítið verið fjallað um þau meðferð- arúrræði sem til eru, og höfum við sem komum að meðferð þolenda orðið vör við að almenningur veit oft ekki hvert á að leita og hvaða stuðningur er í boði til að hjálpa fólki að komast yfir þá erf- iðleika sem fylgja áföllum.“ Fluttir verða fjórir fyrirlestrar á mál- þinginu: „Margrét Blöndal hjúkr- unarfræðingur fjallar um áfallahjálp: hvað hún er og hvað ekki. Oft er minnst á áfallahjálp í fréttum og umfjöllun, en áfallahjálp er hins vegar ekki töfralausn og gagnast sumum en ekki öðrum,“ segir Berglind. „Sr. Sigfinnur Þorleifs- son flytur næsta erindi, um hlutverk presta við áfallahjálp. Prestar gegna stóru hlutverki við áfallahjálp, og eru ekki endilega að veita trúarlega hjálp heldur umfram allt mannlegan stuðn- ing.“ Einnig mun Guðbrandur Árni Ísberg sálfræðingur flytja erindi: „Hann fjallar um þau áhrif sem áföll hafa á þroska heilans,“ segir Berglind. „Við alvarlegt áfall getur orðið oförvun á ákveðnum svæðum heilans og til að vernda sig set- ur heilinn í gang mismunandi sjálfs- björgunarferli sem henta vel í hættu- legum aðstæðum en ekki þegar hætta er liðin hjá.“ Sjálf mun Berglind fjalla um hug- ræna atferlismeðferð við áfallastreit- uröskun: „Hún hefur sýnt sérstaklega góðan árangur við að hjálpa fólki að vinna úr þeim afleiðingum sem gjarnan fylgja alvarlegum áföllum.“ Finna má nánari upplýsingar á www.ham.is. Málþingið er öllum opið, og aðgangseyrir kr. 1.000. Heilsa | Málþing á vegum Félags um hugræna atferlismeðferð í dag kl. 13 Afleiðingar og meðferð áfalla  Berglind Guð- mundsdóttir fædd- ist í Reykjavík 1972. Hún lauk BA-gráðu í sál- fræði frá HÍ 1998, meistaragráðu frá Ríkisháskólanum í Buffalo NY 2004 og doktorsgráðu frá sama skóla 2006. Hún starfar nú sem sálfræðingur hjá áfallamiðstöð Landspítalans og situr einnig í stjórn Félags um hugræna atferlismeðferð. Berglind er gift dr. Benedikt Hall- dórssyni jarðskjálftaverkfræðingi. Tónlist Café Rót | Hafnarstræti 17. Hljómsveitirnar Skítur, Muck og Kid Twist leika fyrir dansi. Fyrsta hljómsveit stígur á svið kl. 20.30. Dillon | Rokksveitin Noise spilar ásamt Ten Steps Away. Báðar sveit- irnar munu spila nýtt efni af væntanlegum plötum, sem eru í vinnslu. Tónleikarnir hefjast kl. 22, frítt inn. Myndlist Iceglass | Embla Dís opnar sýningu á myndlist 16. feb. kl. 15, á glerblást- ursverkstæði Iceglass við smábátahöfnina í Keflavík. Hægt verður að fylgjast með glerblásurunum að verki og boðið verður upp á léttar veit- ingar. Sýningin stendur í mánuð. Leiklist Halaleikhópurinn | Næstu sýningar á Gaukshreiðrinu eftir Dale Was- serman, í leikstjórn Guðjóns Sigvaldasonar, verða í Halanum, Hátúni 12, 16. febrúar kl. 20 og 17. febrúar kl. 17. Uppl. og miðapantanir á midi- @halaleikhopurinn.is og í síma 552 9188. Fyrirlestrar og fundir Háskóli Íslands | Ársfundur Rannsóknastofu í vinnuvernd er kl. 15- 16.30 í Odda, stofu 101. Fundurinn er helgaður umræðu um persónu- vernd á vinnustöðum og skráningu heilsufarsupplýsinga vegna veik- indafjarvista starfsmanna. Rætt verður hvort kerfisbundin skráning veikindafjarvista sé brot á meðferð viðkvæmra persónuupplýsinga eða sjálfsögð þjónusta við starfsmenn og stjórnendur. Frístundir og námskeið Orkuveita Reykjavíkur | Námskeiðið Undur orkunnar: vísindi fyrir fjöl- skyldur: Hvað er orka? Hvers vegna eru sumar orkulindir endurnýt- anlegar og aðrar ekki? Á námskeiðinu verður fjallað um þetta og ýmis dæmi skoðuð. Þátttakendur prófa m.a. að framleiða sína eigin raforku. Skráning á: www.endurmenntun.is. VALENTÍNUSARDAGURINN var haldinn hátíðlegur víða um heim í gær, en Banda- ríkjamenn hafa lengi haldið sérstaklega upp á daginn. Cristina Sosa var þar á meðal, en hún gekk að eiga Jason Arreguin í Empire State-byggingunni í New York. Alls gengu 13 pör í það heilaga í byggingunni í tilefni dagsins. Stóra stundin nálgast FRÉTTIR ÁRSFUNDUR Rannsóknastofu í vinnuvernd verður haldinn föstudaginn 15. febrúar kl. 15– 16.30 í Háskóla Íslands, Odda, stofu 101. Ársfundurinn er helgaður um- ræðunni um persónuvernd á vinnustöðum og skráningu heilsufarsupplýsinga í tengslum við veikindafjarvistir starfs- manna. Fyrirlesarar verða Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, forstöðumað- ur og dósent í Háskóla Íslands, Bragi Rúnar Axelsson og Særún María Gunnarsdóttir, lögfræð- ingar hjá Persónuvernd, María Ólafsdóttir læknir, sviðsstjóri heilbrigðisþjónustu, Heilsu- verndarstöðinni og Þórarinn Ey- fjörð, framkvæmdastjóri SFR. Fundarstjóri verður Sigurður Thorlacius, stjórnarformaður RIV og dósent við læknadeild Háskóla Íslands. Að loknum fundi verður boðið upp á léttar veitingar. Nánari upplýsingar eru á vefsíðunni www.riv.hi.is Persónuvernd á vinnustað MORGUNBLAÐINU hefur bor- ist eftirfarandi ályktun frá stjórn SUF, þar sem hún furðar sig á framferði ríkisstjórnarinnar við ráðningar og skipanir í opinber embætti: „Stjórn Sambands ungra fram- sóknarmanna furðar sig á því hvernig ríkisstjórnin hefur hagað sér við ráðningar og skipanir í embætti á hinum stutta valda- tíma sínum en Sjálfstæðisflokk- urinn hefur m.a. náð nýjum hæð- um í valdhroka við skipun í embætti héraðsdómara. Þá virð- ist alvarlegt minnisleysi hrjá Samfylkinguna en stórar yfirlýs- ingar um að fagleg sjónarmið og gagnsæi skuli höfð að leiðarljósi við mannaráðningar virðast gleymdar og grafnar nú þegar flokkurinn er kominn í ríkis- stjórn. Mestu virðist skipta að koma eigin fólki í stöður svo hratt sem auðið er, hvert sem litið verð- ur. Stjórn SUF vill minna á orð formanns Samfylkingarinnar í ræðu sem hann flutti í Borgarnesi í apríl 2003 en þar sagði formað- urinn m.a.: „… ég vil gagnsæjar ákvarðan- ir um úthlutun embætta og gæða. Ég vil jafnræði og jafnrétti. Ég vil að stjórnsýsla ríkisins sé nútíma- leg og árangursrík … fólk á að geta treyst því að það njóti sann- mælis og sanngirni. Að í því sam- bandi skipti ekki máli hvar það skipar sér í pólitíska sveit, hver pólitísk sannfæring þess er …“ Nú er ljóst að orð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur um þetta voru, sem svo oft áður, innihalds- laus og ómarktæk. Stjórn SUF skorar á hana og ríkisstjórnina alla að taka sig á hvað þetta varð- ar.“ SUF furðar sig á fram- ferði ríkisstjórnarinnar BARÁTTUFUNDUR um verndun neðri hluta Þjórsár verður í Frí- kirkjunni í Reykjavík sunnudag- inn 17. febrúar kl. 16. Í fréttatilkynningu segir að heimamenn, þjóðkunnir listamenn og fræðimenn komi fram og leggi baráttunni lið. Þeir sem fram koma eru Guðmundur Páll Ólafs- son rithöfundur, Birgir Sigurðs- son rithöfundur, Finnbogi Jó- hannsson bóndi, Sólveig Arnarsdóttir leikkona, KK, Heiða í Unun, Þjórsárkórinn og Lista- gjörningar. Baráttufund- ur um neðri hluta Þjórsár 90 ára afmæli. Karl MagnúsJónsson, fyrrum bóndi Klettstíu, nú Eiðismýri 30, Sel- tjarnarnesi, verður níræður 19. febrúar. Karl Magnús verður að heiman á afmælisdaginn, en tekur á móti vinum og vandamönnum á morgun, laugardaginn 16. febrúar, kl. 15 til 17, í Sunnusal Hótel Sögu (Radisson SAS). SVIÐAMESSUR hafa verið haldnar um árabil á Vatnsnesi Norð- anlands og í Djúpavogi Austanlands, en nú tekur Hótel Hvolsvöllur upp þráðinn sunnanlands og efnir til veglegrar sviðamessu 23. febrúar nk. Valin svið, heit og köld, verða á boðstólum, verkuð upp á gamla mátann, léttreykt svið, sviðalappir og margskonar góðgæti annað svo sem hangikjöt, sviðasulta, svartfugl, fiskréttir og sitthvað í gömlum þjóðlegum stíl auk eins nútímaréttar og síðan verður eft- irréttahlaðborð. Á dagskránni eru söngur og sögur. Fyrir messuna verður for- drykkur í Sögusetrinu með frásögn séra Önundar Björnssonar, Maríanna Másdóttir syngur, Hjónabandið úr Fljótshlíð skemmtir og veislustjóri er Árni Johnsen alþingismaður. Sviðamessur hafa notið sívaxandi vinsælda undanfarin ár og ekki á að vera hægt að kvarta undan hráefninu á Suðurlandi, segir í fréttatilkynningu. Sviðamessa á Hótel Hvolsvelli árnað heilla ritstjorn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.