Morgunblaðið - 15.02.2008, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ FRIDAY 15. FEBRUARY 2008 45
/ SELFOSSI/ KEFLAVÍK/ AKUREYRI
SÝND Í KRINGLUNNIEFLAVÍK
eeee
- S.S. , X-ið FM 9.77
eeee
- G. H., FBL
eeeee
-S.M.E., Mannlíf
DIANE LANE Í ÓVÆNTASTA
SÁLFRÆÐITRYLLI ÁRSINS.
HVERNIG FINNURÐU
RAÐMORÐINGJA SEM SKILUR
EKKI EFTIR SIG NEINA SLÓÐ?
SÝND Í ÁLFABAKKA, AKUREYRI OG SELFOSSI
S.V., MBL
eee
JOHNNY DEPP
BESTI LEIKARI
SIGURVEGARI
GOLDEN GLOBE®
SÖNGLEIKUR/
GAMANMYND
BESTA MYND
eee
„Hressandi hryllingur“
„...besta mynd
Tim Burton
í áraraðir.“
R.E.V. – FBL.
eeee
„Sweeney Todd er
sterkasta mynd þessa
ágæta leikstjóra
í háa herrans tíð...“
H.J. MBL
O S C A R
®
T I L N E F N I N G A R
ÞAR Á MEÐAL3BESTI LEIKARI - JOHNNY DEPP
SÝND Í ÁLFABAKKA OG KEFLAVÍKSÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI
VIPSALURINNER BARA LÚXUS
ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA
MR. MAGORIUMS WONDER kl. 6 - 8 LEYFÐ
NO COUNTRY FOR OLD MEN kl. 10:30 B.i.16 ára
UNTRACEABLE kl. 10 B.i.16 ára
P.S. I LOVE YOU kl. 8 LEYFÐ
MEET THE SPARTANS kl. 6 LEYFÐ
VERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á
JUMPER kl. 8 - 10 B.i.12 ára
MEET THE SPARTANS kl. 6 LEYFÐ
ÁSTRÍKUR Á ÓLYMPÍULEIKUNUM kl. 5:30 LEYFÐ
DEATH AT FUNERAL kl. 8 B.i.12 ára
SWEENEY TODD kl. 10 B.i. 16 ára
MR. MAGORIUMS WONDER EMPORIUM kl. 5:50 - 8 LEYFÐ
UNTRACEABLE kl. 10:10 B.i. 16 ára
THE GAME PLAN kl. 5:50 LEYFÐ
CLOVERFIELD kl. 10:30 B.i. 14 ára
BRÚÐGUMINN kl. 8 B.i. 7 ára
SÝND Í KEFLAVÍK OG SELFOSSI FÖS. OG LAU.
SÝND MEÐ ÍSLENSKU T ALI
NÚ
VERÐUR
ALLT
VITLAUST!
eee
- S.V, MBL
eee
DÓRI DNA, DV
eee
- V.I.J., 24 STUNDIR
EITTHVAÐ SKELFILEGT
ER Á SVEIMI!
SÝND Á SELFOSSI
SÝND Á AKUREYRI OG KEFLAVÍK
TOM HANKS, JULIA ROBERTS OG PHILIP SEYMOR HOFFMAN FARA Á KOSTUM
Í ÞESSARI GAMANSÖMU MYND SEM BYGGÐ ER Á RAUNVERULEGUM ATBURÐUM.
TILNEFND TIL ÓSKARSVERÐLAUNA.
eeee
„ Charlie Wilson’s War
er stórskemmtileg
og vönduð kvikmynd
- V.J.V., TOPP5.IS
„Myndin er meinfyndin“
„Philip Seymour Hoffman fer
á kostum í frábærri mynd“
- T.S.K. 24 STUNDIR
eeee
„Sérlega vel heppnað og
meinfyndið bandarískt
sjálfsháð...“
Ó.H.T., RÚV/Rás 2
SÝND Í ÁLFABAKKA
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
ÞAÐ eru athafnamennirnir hans
Jóns Jónssonar sem standa fyrir
hingaðkomu Ítalans knáa. Dusty
Kid var undrabarn í æsku á sviði
tónlistar, bráðger eins og sagt er, en
fljótlega færði hann sig úr heimi
klassíkur yfir á rafrænni svið. Frá
árinu 2004 hefur orðspor Dusty Kid
aukist jafnt og þétt og ógrynni laga
hefur komið út undir fjölda merkja.
Nú um stundir vinnur hann hörðum
höndum að fyrstu breiðskífu sinni
auk þess að endasendast út um heim
allan. Blaðamaður settist niður með
stráknum, sem mamma hans þekkir
sem Paolo Alberto Lodde, og saman
supu þeir á dýrindis kaffi frá Ítalíu,
nema hvað.
Snúðaspeki
Enskan er kannski ekki fullkomin
hjá Dusty en hugurinn er skarpur.
„Ég hitti forsetann (President
Bongo, einn af forsvarsmönnum
Jóns Jónssonar) úti í Amsterdam
fyrir mánuði síðan. Hann er orku-
mikill og sjarmerandi maður og
hann taldi mig á að koma hingað.
Það þurfti nú ekki mikið til að sann-
færa mig.“
Dusty er hrifinn af landinu, segir
andrúmsloftið fullt af karakter og
stemningin sé hlý og vinaleg. „Mig
vantar ennþá þrjú lög til að geta
klárað plötuna og ég vil ekki fylla
hana af lögum bara til að fylla hana.
En hver veit, kannski fæ ég inn-
blástur héðan? Ég er að reyna að
klára hana fyrir sumarið, en ég
kemst aldrei almennilega í það
vegna anna við spilamennsku.“
Dusty segir að markmiðið hafi
alltaf verið að búa til breiðskífu og
hann geti ekki hugsað til þess að þar
sé kastað til höndum. Þar sé besta
færið fyrir listamennina að kynna
sínar hugmyndir og hljóm, fremur
en á stökum lögum. Dusty Kid mun
spila „læf“, það er eigið efni fremur
en að þeyta annarra manna skífum.
„Þetta er sú leið sem er að virka
best í dag til að kynna sig og það
sem maður stendur fyrir. Með æ
meiri nettækni og mp3-væðingu
hefur landslagið í plötusnúða-
mennsku breyst. Plötusnúður í
Chile getur afritað snúðasettið hjá
einhverjum í Noregi og troðið upp
með nákvæmlega sömu lög daginn
eftir. Einsleitnin er alltaf að verða
meiri, þetta er svona slæma hliðin á
danstónlistar-heimsþorpinu. Snúða-
settin eru ekki lengur eins og þau
voru, einslags persónubundin, list-
ræn yfirlýsing.“
Poppstjarna
Dusty Kid segist hafa dreymt um
poppstjörnufrægð á yngri árum
eins og svo margir. „Svo fór ég í
gegnum skeið þar sem mig langaði
til að vera eins og Michael Cretu
(Enigma, Sandra), svona andlitslaus
tónlistarmaður. En ég er svona
temmilega rólegur með þetta allt
saman í dag. Þetta er áhugavert líf
sem ég lifi, ég er að gera nákvæm-
lega það sem ég vil gera. En ég játa
kinnroðalaust að ég væri alveg til í
að vera frægari en ég er í dag. Við
sjáum hvað setur!“
Innblástur frá Íslandi?
Ítalski plötusnúðurinn Dusty Kid kemur fram um helgina á Akureyri og í Reykjavík
Bráðger Dusty Kid var undrabarn í æsku á sviði tónlistar.
Dusty Kid treður upp á Sjallanum,
Akureyri, í kvöld og Organ,
Reykjavík á morgun.
www.myspace.com/alltafistudi