Morgunblaðið - 02.03.2008, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 02.03.2008, Qupperneq 42
Fréttir í tölvupósti 42 SUNNUDAGUR 2. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ ÞJÓÐLÍFSÞANKAR Þetta er nú meira basliðmeð bankana! Í hverjumfréttatíma berast æ verrifréttir af starfsemi þeirra. Þeir eru til sem hafa haldið því fram að yfirstjórn sumra banka hafi stundað einskonar fjárhættuspil með ýmsum hætti í stað þess að sinna um almenna bankastarfsemi fyrst og fremst. Sé þetta staðreynd hefur þarna verið farið út á nýjar brautir sem í ljósi reynslunnar virð- ast í meira lagi hálar. Menn hafa að undanförnu lagt ýmislegt til málanna til að bjarga þessu grafalvarlega máli bankanna fyrir horn. En það er víst hægara um að tala en í að komast. Miklar sögur hafa undanfarin ár farið af kaupgreiðslum bankamanna í yf- irstjórn, þar hefur mönnum þótt í meira lagi vel í lagt - ótrúlega vel á stundum. Mér datt svona í hug hvort ekki væri fær leið að stokka almenni- lega upp hjá öllum bönkunum og skipta bara um alla yfirstjórn eins og hún leggur sig í hverjum og ein- um þeirra banka sem nú riða á barmi falls. Ráða mætti svo í staðinn fólk sem kann til starfa en gerir ekki þvílíkar kaupkröfur og þeir gerðu sem hættu sér úr á „hálu braut- irnar“. Heilmargir vilja vera bankastjórar og ekki er stjórn- arfarslega úr háum söðli að detta ef fregnir af ástandinu eru réttar. En ef fólk sem stjórnar bönkum væri t.d. með svona gegnumsneitt milli 200 og 300 þúsund á mánuði, sem er víst nálægt meðallaunum almennings, og fengi svo mjög hæfilegan bónus eftir langan tíma ef starfsemin skilar arði þá myndu sparast umtalsverðir peningar, - ef rétt er hermt með hin góðu kjör yfirstjórnenda og fleiri starfsmanna banka og fjármagnsfyrirtækja.. En auðvitað ættu hinir gömlu stjórn- endur að hafa forgang ef þeir vildu sætta sig við þessi kjör. Í sumum bönkum er þessi þróun byrjuð, en þótt yfirstjórnendur helmingi við sig kaupið er það samt alltof hátt til að af því hljótist sparnaður að ráði, - betur má því ef duga skal. Hætta þyrfti allri þeirri æv- intýramennsku og peningasukki banka sem birtar hafa verið fréttir af reglulega undanfarin ár og snúa sér að því sem mestu skiptir fyrir landsmenn – að stunda almenna bankastarfsemi þannig að ekki komi til að bankar þurfi að hækka svo vexti að landflótti hljótist af og í kjölfarið algjört bankahrun. Nú er staðan sú að almenningur óttast fátt meira en endurskoðun vaxta þeirra húsnæðislána sem bankarnir lánuðu með 4,15% vöxtum hérna um árið - fólk sefur varla af ótta við að bankarnir hækki vextina svo mikið að það missi heimili sín. Þeir verða að missa sem eiga, segir einhvers staðar - en það á ekki bara að eiga við um þá sem taka lán í bönkum. Ef menn kaupa fyrirtæki og reka það eftir eigin aðferðum þá verða þeir að taka ábyrgð á stöðu þeirra þótt illa fari í bili – rétt eins og hvert og eitt heimili í landinu stendur og fellur með því hversu ábyrg fjárhags- stefna er rekin af húsráðendum. Þetta gildir því vitaskuld um bankaeigendur eins og aðra og þeim sem eiga bankana dettur enda varla annað í hug trúi ég. Auðvitað geta komið upp aðstæður sem gera rekstur heimila, fyr- irtækja og banka erfiðan, en þá reynir á og það þarf að herða sult- arólina. Það hefur aldrei þótt manndóms- merki að velta byrðum sínum yfir á aðra og ekki læt ég mér detta í hug að þeir sem nú standa í banka- rekstri láti sér hugkvæmast að láta almenning í landinu gjalda þess hve rekstur þeirra er orðinn erf- iður. Þeir sem þegar hafa lækkað kaupgreiðslur yfirmanna í bönkum eiga heiður skilinn, en lækkunin gengur alltof, alltof skammt. Það er greinilega komið að skuldadög- um og það þarf að grípa til allra þeirra aðhaldsaðgerða sem færar eru í bankastofnunum svo þær standi af sér þessa erfiðleika. En það er hins vegar ekki rétt og raunar ófær leið að láta almenning borga brúsann. - En fyrirfram er ósanngjarnt og sjálfsagt ástæðu- laust að væna ábyrga bankaeig- endur um slíkan hugsunarhátt. Eins og segir í Geðorðunum tíu - maður á að hugsa jákvætt, það ger- ir lífið léttara. Hvað er til ráða? Bankar í basli! Eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur vissir þú að... Þjóðlendumál og eignarréttur Snorrastofu, reykholti Laugardaginn 8. mars Málþing um eignarrétt á landi, þjóðlendulögin og framkvæmd þeirra 13:00 Setningarávarp einar K. guðfinnsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. 13:10 Eignarréttur á Íslandi í sögulegu ljósi. Kirkjueignir á fjalllendi. einar g. Pétursson, rannsóknarprófessor við Árnastofnun. Afréttarhugtakið í sögulegu ljósi. guðrún Ása grímsdóttir, rannsóknarprófessor við Árnastofnun. Heimildagildi Landnámu. Sveinbjörn rafnsson, prófessor við Háskóla Íslands. Umræður og fyrirspurnir. 14:40 Kaffihlé 15:00 Þjóðlendumál, eignarréttur og mannréttindi. Inntak eignarréttar á landi: Dómaframkvæmd á Íslandi Friðbjörn garðarsson, héraðsdómslögmaður. Framkvæmd laga um þjóðlendur á Íslandi. Ólafur Björnsson, hæstaréttarlögmaður Um eignarréttarvernd MSE og Mannréttindadómstólsins. Davíð Þór Björgvinsson, dómari við Mannréttindadómstól evrópu. Umræður og fyrirspurnir. 16:30 Kaffihlé 16:45 Alþingismenn í pallborði Árni Þór Sigurðsson, Vinstri-grænum guðjón a. Kristjánsson, Frjálslyndum Kristján Þór Júlíusson, Sjálfstæðisflokki Lúðvík Bergvinsson, Samfylkingu Valgerður Sverrisdóttir, Framsóknarflokki Stjórn málþings og umræðna: Jósef Þorgeirsson, lögfræðingur og Birgir tjörvi Pétursson, framkvæmdastjóri rSe gert er ráð fyrir að málþinginu ljúki eigi síðar en kl. 18:00 aðgangur er öllum opinn, svo lengi sem húsrúm leyfir. nánari upplýsingar á: www.rse.is www.snorrastofa.is www.arnastofnun.is www.buvest.is DAGSKRÁ Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum Einstaklega vel staðsett 204 fm einbýlishús á sjávarlóð. Húsið er steinsteypt á einni hæð og hannað af Kjartani Sveinssyni. Árið 1990 var húsið að mestu endurnýjað að innan á vandaðan og smekklegan hátt. Lambhagi - Álftanes - Sjávarlóð Mb l 97 88 15 Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali Síðumúla 21 - www.eignamidlun.is - eignamidlun@eignamidlun.is - Fax: 588 9095 Sími: 588 9090 Staðsetning er einstök þar sem lóðin er sjávarlóð á móti suðri, fjaran er nánast inni á lóðinni, mikið fuglalíf er við sjávarsíðuna og útsýni einstakt. Verð 59,9 millj. HÚSIÐ VERÐUR TIL SÝNIS Í DAG SUNNUDAG FRÁ KL. 15.00-16.00.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.