Morgunblaðið - 02.03.2008, Page 72

Morgunblaðið - 02.03.2008, Page 72
72 SUNNUDAGUR 2. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ vissir þú að... Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÞETTA er ástarsaga með súrsætu eftirbragði,“ segir kvikmyndagerð- armaðurinn Rúnar Eyjólfur Rún- arsson um Smáfugla, stuttmynd sem hann hefur nýlokið við. Myndin er 15 mínútna löng og er byggð á sögu eftir Rúnar sjálf- an, sem hann seg- ir að sé þroska- saga aðalpersón- unnar Óla. Það eru ungir leikarar sem fara með að- alhlutverkin í myndinni, þau Atli Óskar Fjal- arsson, Hera Hilmarsdóttir, Sig- urður Jakob Helgason og Þórunn Jakobsdóttir, en einnig þeir Gísli Örn Garðarsson, Ómar Örn Hauksson og Víkingur Kristjánsson. Myndin var að mestu tekin á Keflavíkurflugvelli í ágúst. „Allar innitökurnar voru þar, og eitthvað af útitökunum. Svo vorum við líka í höfninni í Reykjanesbæ og í Innri Njarðvík,“ segir Rúnar og bætir við að hann sé ákaflega ánægður með út- komuna. Hann gerir þó ekki ráð fyrir að verða tilnefndur til Ósk- arsverðlauna fyrir þessa mynd, líkt og fyrir Síðasta bæinn sem hann gerði árið 2004. „Nei, ég held ekki, þeir eru svo viðkvæmir þarna í Bandaríkjunum. Ég held að þessi mynd hæfi þeim ekki, en það er þó aldrei að vita,“ segir hann, en vill þó ekki gefa upp hvað það er sem hann telji að geti farið fyrir brjóstið á Ósk- arsverðlauna-akademíunni. Að moka skurð Aðspurður segist Rúnar búast við að Smáfuglar verði frumsýnd á ein- hverri kvikmyndahátíðinni, en hún verði svo örugglega sýnd í bíói hér á Íslandi. Hann stefnir ótrauður að því að gera mynd í fullri lengd um leið og hann lýkur námi, en hann á eitt og hálft ár eftir af námi sínu við danska kvikmyndaskólann. „Ég er að vísu alltaf að gera myndir í skólanum, en það er bannað að sýna þær fyrir utan skólann. Það er ekki nema ef einhver hátíð biður sérstaklega um mynd- irnar að þeir gefa kannski leyfi. Þetta er hálfasnalegt, þetta er eins og að moka skurð en svo er sett þak yfir og enginn má koma í heimsókn og sjá skurðinn sem maður er voðalega ánægður með,“ segir Rúnar. „Þeir eru að reyna að koma í veg fyrir öf- und ef einhverjum gengur vel, en ég skil þetta ekki alveg sjálfur. Þeir eru að reyna að hlúa að viðkvæmum blómum sem eiga að blómstra.“ Önnur íslensk Óskarstilnefning? Nýjasta stuttmynd Rúnars Eyjólfs Rúnarssonar frumsýnd innan skamms www.smafuglar.blogspot.com Smáfugl? Ungir leikarar eru í aðalhlutverkum í nýju stuttmyndinni. Rúnar Eyjólfur Rúnarsson TÓNLEIKAFERÐALAGI Bjarkar um Asíu lýkur í dag en þá kemur Björk fram í Shanghai Changning Arena í Sjanghæ í Kína. Á þessum hluta heimstónleika- ferðarinnar sem farin er til að kynna nýjustu plötu Bjarkar Volta hefur tónlistarkonan komið fram á þrettán tónleikum í sex löndum. Einum tón- leikum varð Björk þó að aflýsa sök- um barkabólgu en það var á Big Day Out hátíðinni í Sydney í Ástralíu hinn 25. janúar. Asíuferð Bjark- ar lýkur í dag

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.