Morgunblaðið - 10.03.2008, Page 10

Morgunblaðið - 10.03.2008, Page 10
10 MÁNUDAGUR 10. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ Hver þrumaði Grímseyjartuðru upp í stórstúkuna? VEÐUR Sjálfstæðishreyfing Skota ermerkileg stjórnmálahreyfing. Áratugum saman var henni lýst sem öfgahreyfingu í Lundúnablöð- unum en þegar hlýtt var á málflutn- ing skozkra þjóðernissina var ljóst, að það voru og eru mikil öfugmæli.     Hvers vegna skyldi Skotland ekkivera sjálfstætt ríki? Til þess liggja bæði sögu- leg, menning- arleg og pólitísk rök.     Í fyrradag birt-ist hér í blaðinu stutt við- tal við skozkan lögfræðing, sem er meðlimur Skozka þjóðarflokksins, sem fer nú með heimastjórn í Skotlandi og sit- ur á Evrópuþinginu.     Í viðtalinu bendir hann á að á árinu2010 fari fram þjóðaratkvæða- greiðsla í Skotlandi um sjálfstæði frá Bretlandi. Vonandi komast Skotar að þeirri réttu og skyn- samlegu niðurstöðu, að þeir eigi að lýsa yfir sjálfstæði sínu.     Þessi ungi Evrópuþingmaður,Alyn Smith, hvetur til sam- starfs á milli Skotlands, Færeyja, Írlands, Noregs og Íslands um sjáv- arútvegsmál og að þessi ríki reyni að hafa jákvæð áhrif á sjáv- arútvegsstefnu ESB.     Þetta er sjálfsagt. Við Íslendingareigum að rækta samskipti okk- ar við Skota á mörgum vígstöðvum, sem raunar hafa alltaf verið mikil.     Við eigum að veita þeim siðferði-legan stuðning í sjálfstæðisbar- áttu þeirra og tæpast þurfa þeir á öðru að halda.     Varla fara Englendingar að beitaþá ofbeldi! STAKSTEINAR Alyn Smith Sjálfstæði Skota SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                         *(!  + ,- .  & / 0    + -         " "                   12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  ( !                         # # $#  $ :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).? $ $"  $" "$ !$ $    !$    $ $! $ $ "$ "$ "$!!                         *$BC ##                 !  "  # $ %     &  '    $  *! $$ B *! % &  '# #&#     ( <2 <! <2 <! <2 % ' #)  * +#,-              /    ( )   !   & "  '  * )    87    !  "  *      +       $    &  6 2  ,  !      &$   *     %  "      -      '    $  ./ # #00 #  #1  #)  * Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Einar Sveinbjörnsson | 9. mars 2008 Búa sig undir óveður Nú er í uppsiglingu djúpt suðvestur af Ís- landi krassandi lægð sem stefnir beint á Bretlandseyjar í nótt og á morgun. Breska veð- urstofan hefur gripið til stóru orðanna og hvetur fólk til þess að yfirgefa strandsvæði í SV-Englandi og Wales. Þar er gengið svo langt að segja að þó ströndin sé alla jafna hríf- andi geta komið þær stundir að hún verði að hættulegum stað og það eigi einmitt við nú. Meira: esv.blog.is Sigríður Jósefsdóttir | 9. mars 2008 Manna þarf skólana Staðreyndin er sú að þó að orðin séu falleg um að það þurfi fleiri leik- skólapláss, fjölga úr- ræðunum, er veruleik- inn ekki eins fallegur. Það er ekki nóg að fjölga leikskólaplássum og dagmæðr- um, það þarf að manna það sem fyrir er. Og á meðan þeir leikskólar sem fyrir eru eru ekki fullmannaðir og senda þarf börn heim í hverri viku er enginn tilgangur með því að hraða uppbyggingu nýrra. Meira: sjos.blog.is Jens Sigurjónsson | 9. mars 2008 Umhverfisvænt kjöt? Nú segir í skýrslu Norð- urheimskautssamtak- anna að neysla hval- kjöts valdi minni losun gróðurhúsalofttegunda en neysla annars kjöts: „Það magn gróðurhúsa- lofttegunda sem ein nautakjötsmáltíð losar jafnast á við átta hvalkjöts- máltíðir.“ Er þá nokkuð annað fyrir fólk að gera en að ýta kjúklingakjöti, svínakjöti og svo nautakjötinu til hlið- ar og borða hvalinn ef okkur er annt um plánetuna okkar? Meira: jenni-1001.blog.is Stefán Bogi Sveinsson | 9. mars 2008 Það gengur engan veginn að dómsmál séu flutt í fjölmiðlum Eins og stundum áður þá næ ég að vera bæði fullkomlega sammála Jóni Steinari og full- komlega ósammála honum í sömu andrá. Það að almenningur þekkir ekki dómara og að þeir fela sig nánast fyrir fjölmiðlum er ekki til þess fallið að skapa traust á dóm- stólunum. Það er hins vegar alveg fráleitt að hugsa sér það að dómarar þurfi að sitja undir yfirheyrslum og pressu um að útskýra niðurstöður sínar aftur og aftur í fjölmiðlum. Réttarkerfi okkar, eins og annarra þjóða, byggist á því að niðurstaða í dómsmáli sé endanleg. Það gengur engan veginn að mál séu flutt í fjöl- miðlum, ekki áður en þau eru flutt í dómi og alls ekki eftir á. Fyrir svo ut- an að dómarar gefa alltaf út ítarleg- an rökstuðning fyrir niðurstöðum sín- um. Sá rökstuðningur heitir dómur og er birtur opinberlega. Ég hvet fólk til þess að lesa dóma áður en það fer að kvarta yfir því að þeir séu óskiljanlegir. Oftast eru for- sendur dómara mjög skýrar þar. Dómarar eru auk þess ekkert einir um það að geta tjáð sig um dóma eftir að þeir falla. En hin fáránlega vanhæfa fjölmiðlastétt þessa lands gerir aldrei neitt í því að leita til fag- manna um útskýringu á dómum. Blaðamenn tjá sig undantekn- ingalítið af yfirgripsmikilli vanþekk- ingu um dómsniðurstöður og með það eitt að markmiði að skapa sem mesta úlfúð, en ekki að leiða hið sanna í ljós. En þó dómarar ættu ekki að tjá sig um dóma sína eftir á, þá mættu þeir hins vegar vera mun virkari í lög- fræðilegri umræðu á Íslandi. Það er alveg skelfilegt, hjá þjóð sem hefur stundað það umfram aðrar þjóðir að setja virtustu fræðimenn á sviði lög- fræði í stóla hæstaréttardómara, að þessir sömu fræðimenn hætta alveg að skrifa og tjá sig um lögfræði. Ég vil sjá að hæstaréttardómarar gefi frá sér fræðirit um lögfræði, tali á málþingum og séu virkir í fræði- legri umræðu. Raunar hugnast mér vel að veita þeim hreinlega reglulega rannsóknaleyfi til að sinna þessum þætti. Meira: stefanbogi.blog.is BLOG.IS FRÉTTIR „EIN er upp til fjalla,/ yli húsa fjær,/ út um hamra hjalla,/ hvít með loðn- ar tær …“ Svo segir í kvæði Jónasar um rjúpuna, þessa gersemi og einn fegursta fuglinn í íslenskri náttúru. Hér hefur hún komið sér fyrir í víði- runna, enn í sínum hvíta vetrarbún- ingi, en nú fer að styttast í vorið og þá mun hún heilsa því með því að taka fram sumarfötin. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Fagur fugl, rjúpan

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.