Morgunblaðið - 10.03.2008, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Júlíus
Kannabis Maðurinn var fyrir dómi
sýknaður af ákæru um fíkniefnabrot
HÉRAÐSDÓMUR Suðurlands hef-
ur sýknað karlmann af ákæru um
fíkniefnabrot, en á heimili mannsins
fundust 25 kannabisplöntur og smá-
vegis af tóbaksblönduðu kannabis-
efni. Líta verður svo á að dómurinn
hafi ekki talið vinnubrögð lögreglu
fullnægjandi.
Maðurinn leigði íbúð í fjölbýlishúsi
í Hveragerði og með henni geymslu í
kjallara hússins. Í mars á síðasta ári,
þegar hann staddur erlendis, hafði
maðurinn samband við leigjendur
sína og bað þá um að opna geymsl-
una manni sem nálgast þyrfti þar
varning. Leigendurnir tóku þá eftir
því að dyrnar höfðu verið brotnar
upp, auk þess sem búið var að hólfa
geymsluna af. Kölluðu þau til lög-
reglu.
Lögreglan fann þar kannabis-
plönturnar – sem vógu alls tæp þrjú
grömm – og leitaði í framhaldinu í
íbúð mannsins. Þar fannst 0,43
grömm af tóbaksblönduðu kannabis-
efni.
Maðurinn neitaði sök og kvaðst
hafa nýtt ræktunarbúnað, þ.e. gróð-
urhúsalampa og sjálfvirkt vökvunar-
kerfi, í geymslunni fyrir tómata-
rækt. Hann kvaðst einnig hafa farið
til útlanda einni og hálfri viku fyrir
húsleitina, þá hefði engin ræktun
verið í gangi. Fleiri höfðu auk þess
lykil að íbúðinni. Ekki þótti hægt að
sakfella manninn þar sem ekki fór
fram lögreglurannsókn á innbroti í
geymsluna, né hvort stærð plantn-
anna gæfi vísbendingu um annað en
að þeim hafi verið plantað eftir að
maðurinn fór utan.
Sagðist rækta
tómata en
ekki kannabis
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. MARS 2008 11
FRÉTTIR
Fimmtudaginn 13. mars 2008 kl. 12:00 - 17:00
H A G V Ö X T
U M L A N D A L L T
R Á Ð S T E F N A S A M T A K A A T V I N N U L Í F S I N S
- H Ó T E L B O R G A R N E S I
12:00 - 13:00 Skráning og hádegisver›ur
13:00 - 17:00 Hagvöxt um land allt: Áherslur SA kynntar
Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA
Fró›leg erindi og fyrirspurnir - umræ›ur og kaffispjall
Árni Gunnarsson, Flugfélagi Íslands. Erna Indriðadóttir, Alcoa Fjarðaáli.
Kjartan Ólafsson, Háskólanum á Akureyri. Gu›mundur Heiðar Gunnarsson,
Matís. Sveinn Hjörtur Hjartarson, LÍÚ. Magnús Ásgeirsson, Atvinnuflróunarfélagi
Eyjafjar›ar. Sigrí›ur Margrét Gu›mundsdóttir, Landnámssetrinu.
Gylfi Arnbjörnsson, ASÍ. Jóhannes Jónsson, Bónus.
Rá›stefnustjóri: Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA
Nánari dagskrá og skráning á vef SA – www.sa.is
MILLI 200-300 manns mættu á upp-
boð í Saltfélaginu á föstudagskvöld
og keyptu hekluð brjóst fyrir um
eina milljón krónur. Brjóstin sem
boðin voru upp voru búin til í aðdrag-
anda sýningarinnar Gyðjan í vélinni
sem Vatnadansmeyjafélagið Hrafn-
hildur setti upp síðasta sumar. 25
handverkskonur á aldrinum 18-88
ára hekluðu um 250 brjóst en þau
voru af öllum gerðum, sem áttu það
sameiginlegt að hafa verið unnin og
gefin af hlýjum hug og hendi kvenna.
Þessari gjöf fleytti Vatnadansmeyja-
félagið Hrafnhildur áfram, brjóstin
lifa sem listmunir og fjármunirnir
sem söfnuðust voru gefnir til
Fiðrildaátaks UNIFEM, sem lauk
um helgina. Við hinn enda ferilsins
njóta konur í Líberíu, Súdan og Lýð-
veldinu Kongó góðs af en þar mun
styrkurinn verða nýttur til að berj-
ast gegn ofbeldi gegn konum.
Hekluð
brjóst seld
fyrir milljón
GUÐLAUGUR Þór Þórðarson heil-
brigðisráðherra opnaði með form-
legum hætti svonefnt Þekking-
artorg á heilbrigðissviði við athöfn
sem fram fór á Háskólatorgi Há-
skóla Íslands sl. fimmtudag.
Þekkingartorgið er vefsvæði þar
sem aðildarstofnanir og sérfræð-
ingar þeirra geta miðlað þekkingu,
verkefnum og upplýsingum sín á
milli og átt umræðu um heilbrigð-
ismál. Samkvæmt upplýsingum Há-
skóla Íslands er því ætlað að styðja
rannsóknir, þróun og samvinnu á
sviði heilbrigðisþjónustu. Þekking-
artorgið er samstarfsverkefni Há-
skóla Íslands, heilbrigðisráðu-
neytis, Tryggingastofnunar,
Landspítala, fjármálaráðuneytis,
Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins,
Landlæknisembættis, Lýð-
heilsustöðvar, Lyfjastofnunar og
Háskólans á Akureyri.
Þekkingar-
torg heilbrigð-
ismála opnað
Morgunblaðið/Frikki
Athöfn Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra opnar torgið við hátíðlega athöfn í H.Í.
ÞAÐ hefur ekki farið framhjá
landsmönnum að læknir er ekki
lengur á sjúkrabíl 701, neyðarbíl
slökkviliðsins. Hið nýja fyrirkomu-
lag hefur sætt harðri gagnrýni og
sögðu margir unglæknar á LSH
upp störfum sínum í kjölfar þess-
arar ákvörðunar sem tekin var í
hagræðingar- og sparnaðarskyni
meðal annars.
En nú hefur málið fengið nýtt
sjónarhorn sem vonandi sættir hin
ólíku sjónarmið.
„Stefnumótabifreið“
af Volvogerð
„Við hjá slysa- og bráðasviði
LSH höfum fengið heimild hjá heil-
brigðisráðuneyti til kaupa á svo-
kallaðri „stefnumótabifreið“, sem
verður Volvo-skutbíll,“ segir Már
Kristjánsson, sviðsstjóri lækninga
á Landspítala.
En hverju breytir þetta?
„Við höfum þá tækifæri til að
senda lækni frá bráðadeildinni
beint á vettvang í völdum tilfellum.
Tilvikum eins og þegar um endur-
lífgun er að ræða eða einhver er
stórslasaður og fyrirsjáanlegt er að
sá slasaði verður lengi á slysvett-
vangi vegna þess að hann er fastur
í bílflaki eða undir öðru fargi.“
Hvenær kemur bíllinn?
„Rauði krossinn, sem er rekstr-
araðili bifreiðarinnar, er búinn að
fá hana og er að útbúa hana sér-
staklega í þetta hlutverk, m.a. með
tilliti til forgangsaksturs en auk
þess eru einföld lækningatæki í bif-
reiðinni. Þessi bifreið er þó ekki
hugsuð til sjúkraflutninga heldur
sem farartæki læknis.“
Á þetta sér fyrirmynd erlendis?
„Já, sérstaklega í Evrópu, þetta
tíðkast bæði í Danmörku, Þýska-
landi, Spáni og víðar.“
Leysir þetta að þínu mati þetta
erfiða mál? „Ég hygg að með til-
komu „stefnumótabifreiðarinnar“
og breyttu skipulagi á vinnulagi
innan slysadeildar muni allir aðilar
geta við unað. Við erum alltaf að
hugsa um öryggi sjúklinganna og
við teljum að með þessu fyrirkomu-
lagi sé það varðveitt.“
„Stefnumótabíll“
kemur með
lækni á vettvang!
Morgunblaðið/Ómar
Neyðarflutningur Verið er að útbúa svokallaða „stefnumótabifreið“ en
hana mun læknir nota er hann fer á vettvang í völdum tilvikum
ENGIN fagleg rök eru fyrir því að
ákvörðun um að læknir sé ekki
lengur í áhöfn neyðarbíls leiði til
dauðsfalla á höfuðborgarsvæðinu,
segir landlæknir, Sigurður Guð-
mundsson, á heimasíðu embættis-
ins.
„Í þá tæpa tvo mánuði sem liðnir
eru frá því að breyting þessi tók
gildi hafa sjúkraflutningar og við-
brögð við bráðavanda á höfuðborg-
arsvæðinu gengið vel. Læknir hef-
ur verið kallaður út að meðaltali
einu sinni á sólarhring, í samræmi
við verklagsreglur, en snúið við áð-
ur en á útkallsstað kom í um það bil
helmingi þeirra tilvika. Vel er
fylgst með ferli og árangri flutn-
inga á hverjum degi og sérstök út-
tekt verður gerð innan tíðar á
fyrstu vikum og mánuðum eftir
breytingarnar.
Landlæknir hefur stutt þessar
breytingar og faglegar forsendur
þeirra enda verður ekki séð að ör-
yggi sjúklinga sé stefnt í hættu með
þeim,“ segir landlæknir.
Breytingin
tekist vel