Morgunblaðið - 10.03.2008, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.03.2008, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 10. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LEIÐTOGAR tveggja stærstu flokkanna í Pakistan undirrituðu í gær yfirlýsingu um myndun sam- steypustjórnar. Asif Ali Zardari, ekkill Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra, og Nawaz Sharif, fyrrverandi forsætisráðherra, und- irituðu yfirlýsinguna og hvöttu Pervez Musharraf forseta til að kalla þingið saman sem allra fyrst. Stjórnarmyndunin er álitin enn eitt áfallið fyrir Musharraf eftir að flokkur hans beið ósigur í kosn- ingum í febrúar. Flestir stjórn- málaskýrendur telja að hún verði annaðhvort til þess að völd forset- ans minnki eða valdabarátta blossi upp milli hans og þingsins. Sharif hefur krafist þess að Mus- harraf láti af embætti. Flokkarnir tveir náðu samkomulagi um að allir dómarar sem Musharraf hafði vikið úr hæstarétti landsins yrðu skip- aðir í dómstólinn að nýju innan mánaðar eftir að stjórnin tæki við völdunum. Ný samsteypustjórn álitin mikið áfall fyrir Musharraf Reuters Samstarf Nawaz Sharif og Asif Ali Zardari á blaðamannafundi í gær. EVRÓPSKA geimvísindastofnunin ESA skaut í gær á loft stóru mannlausu geimfari sem flytja á matvæla- og eldsneytisbirgðir til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar (ISS) og tengjast henni sjálfvirkt. Er þetta stærsta og flókn- asta far sem stofnunin hefur sent út í geiminn. Geimfarið ATV getur flutt allt að 7,6 tonna farm og var nær 20 tonn þegar því var skotið á loft í Frönsku Gvæjana. Geimfarið er 10,3 metra langt, 4,5 metra breitt og á stærð við stóran strætisvagn. Heildarkostnaðurinn nam 1,3 milljörðum evra, sem svarar rúmum 130 millj- örðum króna, en ráðgert er að smíða að minnsta kosti fjögur önnur geimför af þessari gerð. Geimfarið er með búnað sem gerir því kleift að tengjast við geimstöðina án nokkurrar aðstoðar manna. Gert er ráð fyrir því að farið tengist við geimstöðina 3. apríl. Það á síðan að fara frá geimstöðinni um hálfu ári síð- ar og flytja þaðan rusl sem safnast hefur fyrir. Geimfarið á síðan að brenna upp ásamt ruslinu yfir Kyrrahafinu. Sjálfstýrðu evrópsku flutningafari skotið út í geim Geimflauginni skotið á loft í gær. BARACK Obama bar sigurorð af Hillary Clinton í Wyoming á laug- ardag með 61% atkvæða gegn 38% í forkosningum demókrata. Obama fékk sjö af tólf landsfundarfulltrú- um Wyoming. Hann hefur nú fengið alls 1.578 fulltrúa á flokksþing, sem velur forsetaefni demókrata form- lega í ágúst, og Clinton hefur feng- ið 1.468, að sögn fréttastofunnar AP. Til að sigra í forkosningunum þarf frambjóðandi að fá 2.025 full- trúa. Næst verður kosið í Mississippi- ríki á morgun og barist verður þá um 33 fulltrúa. Baráttan færist síð- an til Pennsylvaníu, sem fær 158 fulltrúa, en kosið verður þar 22. apríl. Reuters Atkvæðaveiðar Barack Obama heilsar kjósendum í Wyoming. Obama sigraði í Wyoming BAREIGENDUR í Minnesota telja sig hafa fundið mjög menningarlega leið til að sniðganga reykingabann sem tekið hefur gildi í ríkinu. Samkvæmt lögunum eru leik- arar undanþegnir reykingabanninu þegar þeir taka þátt í sviðsetningum. Barirnir hafa því breyst í leikhús og gestirnir eru orðnir leikarar. Nokkrir baranna hafa látið prenta „leikskrá“ þar sem barþjónarnir eru kynntir sem leikarar og öskubakkarnir teljast nú leikmunir. Gestir mæta í búningum og eiga það til að tala með torkennilegum hreim. Á einum baranna útskýrði eigandinn hvers vegna gestirnir sætu bara, drykkju og reyktu við háværa tón- list án þess að sýna leikræna tilburði. „Þeir leika sjálfa sig eins og þeir voru áður en bannið tók gildi,“ sagði hann. „Sýningin heitir Fyrir bannið.“ Reykingar sviðsettar á börum Spunaleikari í Minnesota. KÍNVERSK yfirvöld sögðu í gær að „hryðjuverkamenn“, sem biðu bana í áhlaupi öryggissveita í Xinjiang- héraði, hefðu skipulagt hryðjuverk í tengslum við ólympíuleikana í Peking í sumar. Tveir menn biðu bana og fimmtán voru handteknir í áhlaupinu 27. janúar í Urumqi, höf- uðstað Xinjiang, sem er víð- áttumikið hérað í grennd við nokk- ur Mið-Asíulönd. Múslímar eru í meirihluta í héraðinu. Ríkislögreglustjóri Kína hefur sagt að sumarólympíuleikunum í Peking stafi mest hætta af hugs- anlegum hryðjuverkum. Mannrétt- indasamtök hafa sakað kínversk yf- irvöld um að notfæra sér baráttuna gegn hryðjuverkum til að þagga niður í andófsmönnum í Xinjiang- héraði. Hryðjuverki afstýrt í Kína? METSNJÓKOMA hefur verið í Ohio í Bandaríkjunum og raskað sam- göngum og annarri þjónustu. Í Col- umbus er nú um 50 cm jafnfallinn snjór. Hermt er að fjórir hafi dáið af völdum fannfergisins. Metfannfergi STUTT JAPANSKAR konur ganga berfættar á glóandi kolum á eldgönguhátíð við rætur Takao-fjalls í Hachioji, í norðvestanverðri Tókýóborg í gær. Hátíðin er haldin árlega í tilefni af komu vorsins á þessum slóðum. AP Gengið á glóandi kolum á vorhátíð Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is SÓSÍALISTAFLOKKURINN á Spáni, flokkur Luis Rodriguez Za- pateros forsætisráðherra, fékk mest fylgi í þingkosningum, sem fram fóru í gær, en virtist ekki hafa fengið meirihluta þingsæta, samkvæmt kjörtölum sem birtar voru í gær- kvöldi. Sósíalistaflokknum var spáð 168 sætum af 350 á þinginu, en Þjóðar- flokknum (PP) 154 þegar 93% at- kvæða höfðu verið talin. Sósíalistar þurftu að fá 176 sæti til að geta myndað meirihlutastjórn án stuðn- ings annarra en líklegt er að hann þurfi að leita aftur eftir stuðningi þjóðernissinnaðra flokka í héruðum sem berjast fyrir auknum sjálfstjórn- arréttindum. Sósíalistaflokkurinn fékk 164 þing- sæti í síðustu kosningum og hann vantaði þá tólf sæti til að ná meiri- hluta. Kjörsóknin var um 75% sam- kvæmt kjörtölum í gærkvöldi, svipuð og í kosningunum fyrir fjórum árum þegar hún var 75,66%. Telja morðið hafa haft áhrif Metkjörsókn í mars 2004 er talin hafa átt stóran þátt í óvæntum sigri sósíalista í þingkosningum sem fram fóru aðeins þremur dögum eftir að 191 maður beið bana í sprengjuárás- um á lestakerfi Madrídborgar. Kjós- endur reiddust fullyrðingum stjórnar Þjóðarflokksins á þeim tíma um að ETA, aðskilnaðarhreyfing Baska, hefði staðið fyrir hryðjuverkunum þótt fram hefðu komið vísbendingar um að íslamskir öfgamenn hefðu ver- ið að verki til að mótmæla þátttöku spænska hersins í stríðinu í Írak. Stjórn Zapateros kallaði spænska herliðið í Írak heim eftir kosningarn- ar. Morð á baskneskum stjórnmála- manni, Isaias Carrasco, fyrrverandi bæjarfulltrúa úr röðum sósíalista, varpaði skugga á kosningarnar í gær og varð til þess að stærstu flokkarnir stöðvuðu kosningabaráttu sína á föstudag. Engin hreyfing hefur lýst morðinu á hendur sér en spænsk yf- irvöld segja að allt bendi til þess að ETA hafi verið að verki. Dóttir Carrascos flutti ávarp á laugardag til að hvetja Spánverja til að sýna samstöðu gegn hryðjuverka- mönnum með því að flykkjast á kjör- staði. Nær öll dagblöð landsins birtu myndir af dóttur Carrascos syrgja föður sinn og hægrisinnaðir fjöl- miðlar sögðu áskorunina auka líkurn- ar á sigri sósíalista í kosningunum. „Myndirnar hafa vakið samúð með sósíalistum og Zapatero,“ sagði hægriblaðið El Mundo í forystugrein. „Sumir eru þegar farnir að hreyfa þeirri hugmynd að vinni sósíalistar stærri sigur en spáð var sé það vegna morðsins á Isaias Carrasco,“ sagði vinstriblaðið El País. Zapatero, sem er 47 ára, hefur komið á umfangsmiklum lagabreyt- ingum í samfélagsmálum síðustu fjögur árin. Undir stjórn hans hafa Spánverjar m.a. lögleitt hjónabönd samkynhneigðra, auðveldað hjóna- skilnaði, innleitt lög sem stuðla að jafnrétti kynjanna og hert baráttuna gegn heimilisofbeldi. Í kosningabaráttunni lögðu for- ystumenn Þjóðarflokksins áherslu á áhyggjur af vaxandi atvinnuleysi og fjölgun innflytjenda í landinu. Inn- flytjendunum fjölgaði úr hálfri millj- ón í 4,5 milljónir á einum áratug og þeir eru nú um 10% íbúa landsins. Mariano Rajoy, leiðtogi Þjóðar- flokksins, hét því m.a. að skylda inn- flytjendur til að undirrita samning þar sem þeir lofuðu að virða spænsk- ar venjur og læra spænsku. Rajoy sakaði stjórn sósíalista um linkind í baráttunni við hryðjuverka- samtök með því að hefja misheppn- aðar friðarviðræður við ETA. Hann gagnrýndi einnig sósíalista fyrir að vilja auka sjálfstjórnarréttindi hér- aðanna. Fékk mest kjör- fylgi en náði ekki meirihluta á þingi Reuters Sigurfögnuður Stuðningsmenn Sósíalistaflokksins fagna sigri hans fyrir utan höfuðstöðvar hans í Madríd eftir að fyrstu kjörtölur voru birtar. Sósíalistaflokkurinn hrósaði sigri á Spáni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.