Morgunblaðið - 10.03.2008, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.03.2008, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. MARS 2008 19 UMRÆÐAN UNDANFARNA tvo til þrjá ára- tugi hefur reynst erfitt að finna stjórnmálamann sem á að baki verk er sanna heilindi hans gagnvart allri þjóðinni. Nær enginn styður aldraða og öryrkja nema í orðum. Flestir gagnrýna misrétti í orði, en styðja það á borði. Þannig eru flestir stjórnmálamenn í dag. Rétt eftir að Dagur varð borgarstjóri fór ég á fund Svandísar Svavarsdóttur að ræða ferðaþjónustumál fatl- aðra. Mín fyrstu kynni af konunni voru ekki þau sem ég hafði vænst og hún oft gefið tilefni til. Hún var bæði óþol- inmóð og áhugalaus fyrir málefninu sem ég mælti fyrir og var til- laga um bætta ferða- þjónustu fyrir hjóla- stólafólk og bætt kjör starfsfólks félagsþjónustunnar í Rvík, en hvoru- tveggja hefur hrakað, en kjörum fé- lagsþjónustufólks sérstaklega. Ég lét Svandísi fá gögn um málið og þegar ég seinna hafði samband við hana og vildi vita hvernig gengi, hafði hún ekki hugmynd um hvað við höfðum rætt. Þá gerði ég mér ljóst að hún var einungis eiginhagsmuna stjórnmálamaður eins og nú tíðkast og meðalmennskan blómstrar í. Það var hjóm eitt að baki fagurgalanum um hvað flokkur hennar myndi gera líf aldraðra og öryrkja farsælla ef hann næði kosningu. Þetta voru von- brigði því að ég hafði gert mér vonir um að Svandís myndi fylgja orðum sínum og hugsjónum eftir eins og málafylgjukonurnar Jóhanna Sig- urðardóttir, Þórunn Sveinbjarn- ardóttir og Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir. Þórunn virðist ætla að verða alvöru umhverfisráðherra og Jóhanna á sínu sviði, en hún kom sumarhúsaeigendum til hjálpar gegn gráðugum fjárfestum, en hefði átt að sleppa skerðingu á lóðum þeirra. Það var ótrúleg skammsýni. Þó ég sé að mörgu leyti ósammála Þorgerði í pólitík, viðurkennist að hún er næst því að vera alvöru stjórn- málamaður sem þorir eins og hinar tvær. Hún er mikill tals- maður íslenskrar tungu og siða, en það er meira en hægt er að segja um marga aðra. Það fór vel á með henni og guðsmanninum Sig- urbirni Einarssyni þegar minnst var í Þjóðleikhúsinu að tvö hundruð ár voru frá fæðingu Jónasar Hall- grímssonar. Snilldarræða hans var óður til tungumálsins og fordæming á græðgi ónafngreindra manna, sem vilja víkja tungumáli voru fyrir ensku í hagræðingarskyni fyrir eigin gróða. Öðru gegnir með krónuna. Vonandi eru til stjórnmálamenn sem finna þjóðhagslegum gjaldmiðli leið inn í kerfið, án þess að gengið sé í ESB. En það væri afsal á öllum sjáv- ar- og landsauðlindum og sjálfstæðri utanríkisstefnu og viðskiptum. Einstrengingsleg skoðun Sam- fylkingarinnar í ESB-málum er stórhættuleg og hefur staðið henni fyrir þrifum. Sem samfylking- armanni finnst mér fleira sem betur mætti fara í stefnumálum hennar og vinnubrögðum. Eins og er nýtur hún samstarfs við flokk sem notið hefur velgengni í langan tíma vegna af- skiptaleysis meirihluta þjóðarinnar. Það er ekki vegna þess að meirihlut- inn sé ánægður með hann. Nei, það er vegna þess að úr litlu er að moða og fólki láist oft að hugsa fram á veg- inn. Íslendingar eru að eðlisfari vinnusamir og láta iðulega blekkjast af þeim sem sér þeim fyrir nægri vinnu, þó hún skili aðeins afrakstri við hungurmörk. Fyrir hverjar kosningar lofa allir flokkar öldr- uðum og öryrkjum leiðréttingu sinna mála og að þeir muni sjá til þess að fólkið hafi efni á að gera meira en að borða og sofa. Loforð á loforð ofan á fjögurra ára fresti hafa í áratugi litlu skilað þessu fólki. Fé- lagshyggjuflokkarnir hafa reynst verst, því falskur vinur er óvininum verri. Til dæmis um félagshyggju pólitíkusa, þykir Margréti Frí- mannsdóttur vænt um einstaklinga sem hafa valið sér að skaða þjóðfé- lagið. Mér þykir hins vegar vænt um gamla fólkið í þjónustumiðstöðinni á Lindargötu 59 og lágt launaða starfsfólkið þar og aðra því líka. Það er heiðarlegt alvöru fólk sem skotið hefur stoðum undir þjóðfélag vort og stjórnmálamenn kunna litlar þakkir fyrir. Þetta er fólkið sem þeir forð- ast sem mest, nema rétt fyrir kosn- ingar þegar allir eru vinir. VG og aðrir flokkar Loforð á loforð ofan á fjögurra ára fresti skila ldruðum og öryrkjum litlu segir Albert Jensen »Nær enginn styður aldraða og öryrkja nema í orðum. Flestir gagnrýna misrétti í orði, en styðja það á borði. Albert Jensen Höfundur er trésmíðameistari. Á SÍÐASTA ári heimsótti ég tvö Afríkuríki. Flestum ber saman um að það er einstök reynsla að kynnast lífi fólks í Afríku, mestallt mannlífið er framandi, lífsgleði og styrkur fólks er aðdáun- arverður, ekki síst þegar hafðar eru í huga þær aðstæður sem fólkið býr við. Fyrsta kvöld mitt í Asmara, höfuðborg Erítreu, sat ég úti og horfði yfir víð- áttumikla íbúabyggð. Ljósastaurar stóðu á stangli og veittu nokkra birtu. Aðra lýs- ingu var vart að sjá. Ég áttaði mig fljótlega á því að eftir að skyggja fer býr fólk við myrkur og þögn. Þar sem ég dvaldi í Erítreu og Eþíópíu var skollið á niðamyrkur um sex- leytið á kvöldin. Ég sá fyrir mér heimilin í myrki, sá fyrir mér áhrif rafmagnsleys- isins á fjölskyldulíf, á líf fullorðinna og barna, ekkert lesið eða lært, ekki hlustað á út- varp, lítið saumað eða eldað. Um síðustu aldamót settu Samein- uðu þjóðirnar fram hin svokölluðu MDG-markmið (e. Millennium Deve- lopment Goals) sem miða að því að bæta líf fólks í þróunarríkjum. Þau fela í sér að uppræta skal feikilega fátækt og hungur; ná skal alþjóð- legum markmiðum um grunn- menntun; stuðla skal að jafnrétti og styrkja konur; draga úr barnadauða; bæta heilsu mæðra; kljást við HIV/ AIDS, malaríu og aðra sjúkdóma; tryggja sjálfbæra þróun og stuðla að og tryggja alhliða þróun. Markmiðin eru háleit og þeim skal ná fyrir árið 2015. Svo einkennilega víkur við, þegar leiðir að markmiðum þessum eru skoðaðar, að hvergi er minnst á að sú orka er það afl sem einna helst getur auðveldað þjóðum Afríku að ná markmiðunum. Um 2,4 billjónir manna í þróunarríkjum heims hafa um þessar mundir ekki aðgang að nútímaorkugjöfum (þar með talið rafmagni). Fátækustu þjóðir og svæði heimsins, sérstaklega þjóðir Afríku, leysa orkuþörf sína með við, kolum og mykju/taði. Orka og þjón- usta er undirstaða hag- og sam- félagsþróunar. Orka auðveldar fólki að fullnægja þörf fyrir næringu, yl og ljós, auk þess sem hún er á ákveðinn hátt grundvöllur menntunar og heilsu. Orka er sá meginkraftur sem þarf til að samfélög manna búi við fjárhagslegt sjálfstæði. Með því að virkja orku í löndum Afríku myndi það ekki aðeins bæta lífsskilyrði fólks heldur leysa úr læðingi mögu- leika til hagvaxtar. Lífsviðurværi fólks í þróunarlöndum myndi gjör- breytast frá því sem nú er ef orka væri aðgengileg. Matreiðsla á heim- ilum yrði önnur, vatn soðið, húsnæði upplýst, ísskápar auka gæði matar og vatnsdælur kæmu í stað brunna svo eitthvað sé nefnt. Aðgengi að orkugjöfum myndi á margan hátt auðvelda þjóðum að ná þróun- armarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Lítum nánar á markmiðin og nokkur dæmi þess að orka er það afl sem skiptir meginmáli ef þau eiga að nást: 1. Fátækt og hungur: Orka, t.d. rafmagn og olía eru undirstaða at- vinnu, iðnaðar, flutninga, verslunar, upplýsingatækni og landbúnaðar. Vinnsla margra matvæla krefst orku. 2. Menntun: Auðveldara yrði að fá hæfa kennara á svæði utan þéttbýlis. Eftir að skyggja fer er þörf á lýsingu. Mörg börn, sérstaklega stúlkur, fá ekki undirstöðumenntun vegna þess að nauðsynlegt er að nýta starfs- krafta þeirra til að bera eldivið og vatn í hús til að mæta grunnþörfum fjölskyldunnar. 3. Jafnrétti: Skortur á orku leiðir til misréttis. Án raf- magns verða störf kvenna þung í vöfum og seinleg. Þær hafa ekki möguleika á að sinna störfum sem gefa meira af sér og hvað þá að mennta sig eða að eiga gefandi samneyti við annað fólk. Aðgangur að orku myndi auðvelda konum störf á heimilum og veita þeim tækifæri til menntunar, gera þær fjárhagslega sjálfstæð- ari og veita þeim ýmis tækifæri. 4. Barnadauði: Marga sjúkdóma má rekja til þess að vatn er ekki soð- ið og fólk andar að sér menguðu lofti frá hefð- bundnum kynding- artækjum. Ósoðið vatn og mengað loft frá kyndingartækjum leiðir beinlínis til dauða ný- fæddra barna, til barna- sjúkdóma og dauða barna. 5. Heilsa mæðra: Konur verða sér- staklega fyrir áhrifum frá menguðu innilofti og vatns- og fæðusjúkdómum. Skortur á raf- magni á heilsugæslustöðvum, skort- ur á lýsingu og hið daglega slítandi erfiði við að draga orkugjafa í hús stuðlar allt að slakri heilsu mæðra, sérstaklega á landsbyggðinni. 6. Barátta við HIV/AIDS og aðra sjúkdóma: Rafmagn stuðlar að auknu upplýsingaflæði. Í útvarpi og sjónvarpi er miðlað mikilvægri fræðslu um almenna heilsu og hvern- ig koma má í veg fyrir lífshættulega sjúkdóma. Fólk sem vinnur við hjúkrun og lækningar þarfnast raf- magns við störf sín eigi það að ná ár- angri. Íslendingar hafa lagt talsvert af mörkum til þróunar orkumála í þró- unarlöndum. Markmið Jarðhitaskóla HSþ er að aðstoða þróunarríki þar sem nýtanlegur jarðhiti finnst og efla hóp sérfræðinga í jarðhitafræðum. Um þessar mundir er RES Orku- skóli að hefja starfsemi sína á Ak- ureyri en hann verður einn fárra skóla á þessu sviði í heiminum. Mikil sérfræðiþekking er til staðar hér- lendis á nýtingu jarðvarma, vatnsafls og vetnis sem orkubera. Íslendingar ættu að sækjast eftir nemendum frá sem flestum þróunarríkjanna og leggja þar með sitt að mörkum til að ná megi hinum háleitu markmiðum Sameinuðu þjóðanna. Það er rafmagns- laust í Afríku Kristín Aðalsteinsdóttir skrifar um markmið sem vinna þarf að í Afríku Kristín Aðalsteinsdóttir » Sameinuðu þjóðirnar hafa sett fram markmið sem miða að bættu ástandi í Afríku en ekki er minnst á að orka er afl sem þarf til að ná markmiðunum. Höfundur er deildarforseti kenn- aradeildar Háskólans á Akureyri. www.sjofnhar.is                     

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.