Morgunblaðið - 14.03.2008, Page 1

Morgunblaðið - 14.03.2008, Page 1
STOFNAÐ 1913 73. TBL. 96. ÁRG. FÖSTUDAGUR 14. MARS 2008 LANDSPRENT EHF. mbl.is SJÁLFSTRAUSTIÐ HANNES HLÍFAR STEFÁNSSON SEGIR SÍÐUSTU SKÁKIRNAR HAFA VERIÐ ERFIÐASTAR >> 8 FRÉTTASKÝRING Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is HJÚKRUNARFRÆÐINGAR vilja sjá miklar kjarabætur í næstu kjarasamningum. Þeir telja laun sín engan veginn endurspegla menntun og ábyrgð sem þeir bera, auk þess sem þeir hafi dregist aftur úr öðrum há- skólamenntuðum stéttum. Mannekla og álag á sjúkrahúsum setur svip sinn á kjaradeiluna sem framundan er við ríkið. Raunar virðist sömu sögu að segja þegar litið er til annarra Norðurlanda. „Á öllum Norðurlöndunum ríkir launaójöfnuður og mannekla í stéttinni, sem saman er hættuleg blanda fyrir heilbrigðiskerfi hvers lands fyr- ir sig,“ segir í umfjöllun um þessi mál á vef- síðu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Hjúkrunarfræðingar á Norðurlöndum hafa stillt saman strengi í kjaramálum en félög hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndum komu nýlega saman í Kaupmannahöfn til að ræða þessi mál. Alls staðar er mannekla og álag og brottfall úr stéttinni, að sögn Elsu B. Frið- finnsdóttur, formanns FÍH. Hún segir fullan samhljóm í umræðunni um að taka þurfi verulega á í þessum málum ef stjórnvöld vilji halda uppi gæðum í heilbrigðiskerfum þess- ara landa. 28% hækkun eftir uppsagnir Hjúkrunarfræðingar á öllum Norður- löndum eiga það sameiginlegt um þessar mundir að krefjast verulegra hækkana launa. Í Finnlandi völdu 12 þúsund hjúkr- unarfræðingar að segja upp störfum, ef kröf- um þeirra um verulegar launahækkanir yrði ekki mætt. „Alvara málsins fór ekki fram hjá neinum og daginn áður en uppsagnirnar áttu að taka gildi náðist niðurstaða um 28% launahækkun á næstu fjórum árum. Samn- ingar sænskra hjúkrunarfræðinga eru til meðferðar hjá sáttasemjara. Nú hafa dansk- ir hjúkrunarfræðingar varað við aðgerðum þar sem þeir geta ekki sætt sig við þá 12,8% launahækkun sem viðsemjendur þeirra leggja til,“ segir í frásögn af fundinum á vef- síðu FÍH. Þá liggur fyrir að náist samningar ekki í Noregi muni norskir hjúkrunarfræð- ingar hefja verkfallsaðgerðir 1. maí. Hér telja hjúkrunarfræðingar sig í svipaðri stöðu. Haft var eftir formanni FÍH í gær að lagðar yrðu fram kröfur um verulegar launa- hækkanir. Fram kom í viðhorfskönnun kjaranefndar félagsins að 68% hjúkrunar- fræðinga eru á móti því að fara aftur í sam- flot með BHM eins og gert var í síðustu samningum. Stilla sam- an strengi Kjarabarátta sam- tímis á Norðurlöndum Morgunblaðið/ÞÖK Kjaramál Talsmenn FÍH segja að búast megi við aðgerðum ef ekki semst. Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is HRUN íslensku krónunnar heldur áfram. Í gær lækkaði hún um 2,3% og gengisvísitalan, sem sett er saman úr gengi gjaldmiðla helstu viðskiptalanda Íslands, er nú orðin 141,35 stig. Hefur hún ekki verið hærri síðan síðla árs 2001 en það sem af er ári hefur vísitalan hækk- að um tæplega 18% og hefur geng- ið því veikst sem því nemur. Fyrir ári síðan var gengisvísitalan á svip- uðum slóðum og um áramót og nemur árshækkunin því um 17%. Raunar var lengi útlit fyrir það í gær að veiking krónunnar yrði enn meiri en raun ber vitni því síðdegis stóð vísitalan í 144,4 stigum, sem er 4,2% veiking, en skömmu fyrir lok- un snerist þróunin við. Þess ber að geta að velta var mjög mikil á gjaldeyrismarkaði í gær, ríflega 81 milljarður króna. Skýringin á veik- ingu krónunnar er fyrst og fremst minni ávinning í för með sér fyrir bankana að eiga krónur en áður. Þess má geta að við síðustu stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans kom fram að bankinn myndi hugs- anlega hækka stýrivexti til þess að styðja krónuna færi gengi hennar að lækka. sú að lyst fjárfesta á vaxtamunar- viðskiptum hefur minnkað töluvert að undanförnu og því hafa fjárfest- ar fært sig úr svokölluðum há- vaxtamyntum yfir í lágvaxtamynt- ir, sem fyrir vikið hafa verið að styrkjast – að dollaranum undan- skildum. Íslenska krónan er því síður en svo eina hávaxtamyntin sem hefur verið að veikjast en eins og bent er á í Hálffimmfréttum Kaupþings í gær hefur krónan veikst meira en aðrar hávaxta- myntir. Aukinn fjármagnskostnaður Helgast það fyrst og fremst af því að fjármagnskostnaður ís- lensku bankanna í erlendri mynt hefur aukist mikið að undanförnu, m.a. vegna kreppunnar á alþjóð- legum fjármagnsmörkuðum. Þar af leiðandi gefa skiptasamningar með gjaldeyri lægri vexti en áður, þ.e. vaxtamunur við útlönd hefur minnkað mikið. Það hefur því mun Hrunið heldur áfram  Gengisvísitala krónunnar hefur ekki verið hærri síðan síðla árs 2001  Minnkandi vaxtamunur við útlönd er helsta ástæða veikingar krónunnar                                         „KRÓNAN er okkar versti óvinur í augna- blikinu,“ segir Marteinn Magnússon, mark- aðsstjóri heildsölunnar Eggerts Kristjáns- sonar hf. Gengi íslensku krónunnar hefur lækkað um tæplega 20% frá því 20. desem- ber sl. Að auki hefur hráefnisverð haldið áfram að hækka mikið sem Marteinn segir koma á óvart, þar sem útlit hafi verið fyrir um áramót að hægja myndi umtalsvert á þeim hækkunum. Hann segir hækkanir á aðföngum frá erlendum birgjum vegna þessara þátta mælast í tugum pró- senta og þetta komi til með að skila sér hratt inn í verðlagið með hækkun matarverðs. „Við sjáum miklar hækkanir á ýmsum hrávörum á borð við heslihnetur, möndlur, þurrkaða ávexti, haframjöl og sykur,“ segir Mar- teinn. „Þetta er í raun alveg ótrúlegt ástand og grafalvarlegt,“ segir hann. „Þegar við hækkanir á hráefni og aðföngum, sem eru enn að dynja á okk- ur, bætist svo gengislækkun upp á um 20%, þá skipta hækkanirnar [til neytenda] tugum prósenta,“ segir Marteinn. Skýringar á hækkun hráefnisverðs eru þekktar, m.a. uppskerubrestur, mikil eftirspurn og stighækkandi olíuverð. „Þetta virðist vera einhver óláns spírall sem er kominn í gang,“ segir Marteinn og bætir við: „Þetta er gríðarlegt högg.“ „Þetta er gríðarlegt högg“ Morgunblaðið/Kristinn ÞAÐ FER vel á með félögunum, manninum og hundinum, þar sem þeir kasta mæðinni fyrir framan Hressó í Austurstræti. Kannski taumurinn hafi eitthvað þvælst fyrir hundinum sem þolinmóður bíður þess að húsbóndinn bjargi málunum. Morgunblaðið/Golli Ertu nokkuð flæktur? Superstar >> 52 Öll leikhúsin á einum stað Leikhúsin í landinu Engin sætuefni 25% minni sykur ÍS L E N S K A S IA .I S M S A 4 12 68 03 .2 0 0 8 Lækkun á gengi íslensku krón- unnar hefur víðtæk áhrif á bæði fyrirtæki og einstaklinga.  Innfluttar vörur hækka í verði. Þetta á t.d. við matvörur, bíla og eldsneyti.  Fyrirtæki sem flytja út vörur hagnast, m.a. sjávarútvegsfyr- irtækin.  Höfuðstóll skulda heimilanna erlendis hækkar og sömuleiðis greiðslubyrði.  Það verður ódýrara fyrir er- lenda ferðamenn að koma til Ís- lands, en dýrara verður fyrir Ís- lendinga að versla erlendis.  Líklegt er að verð á utanlands- ferðum hækki.  Útlendingar sem hér starfa og senda launin heim fá minna í vas- ann.  Líkur á að Seðlabankinn lækki vexti á næstunni minnka. Víðtæk áhrif

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.