Morgunblaðið - 14.03.2008, Page 4

Morgunblaðið - 14.03.2008, Page 4
4 FÖSTUDAGUR 14. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is HANNES Hólmsteinn Gissurarson prófessor var í Hæstarétti í gær dæmdur til að greiða Auði Sveins- dóttur, ekkju Halldórs Kiljan Lax- ness, 1,5 milljónir króna í skaðabæt- ur, vegna brota á 56. grein höf- undalaga. Málið varðaði útgáfu bókarinnar „Hall- dór“, fyrsta bindi af þremur í ævi- sögu Laxness, sem Hannes Hólmsteinn rit- aði. Þá var hann einnig dæmdur til að greiða 1,6 milljónir í máls- kostnað. Þrenns konar kröfur voru gerðar í málinu. Í fyrsta lagi krafa um refs- ingu skv. 54. gr. höfundalaga, en í greininni er heimilað að refsa fyrir brot gegn ákvæðum höfundalaga sem framin eru af ásetningi eða stórfelldu gáleysi. Dómurinn taldi sex mánaða kærufrest vegna þessa útrunninn og vísaði kröfunni því sjálfkrafa frá. Þá var gerð krafa um miskabætur samkvæmt 56. gr. laganna, en Hannes var sýknaður af henni þar sem talið var að einungis höfundi sjálfum væri hægt að dæma slíkar bætur. Ekkja Halldórs, sem fer með höfundarrétt að verkum hans, ætti því ekki aðild að slíkri kröfu. Samsvarar 210 blaðsíðum Sem fyrr segir var Hannes Hólm- steinn dæmdur til að greiða 1,5 milljónir í skaðabætur, 1,6 milljónir í málskostnað. Krafa Auðar Sveins- dóttur hljóðaði upp á 2,5 milljónir auk dráttarvaxta, en upphafstími þeirra var miðaður við uppsögu dómsins. Þótti Hannes hafa brotið gegn höfundalögum 101 sinni við ritun bókarinnar. Hæstiréttur mat hæfilega skaðabótaupphæð með hliðsjón af því að hin fébótaskyldu tilvik samsvöruðu rúmlega 210 blað- síðum úr verkum skáldsins. Í dómn- um segir að samkvæmt leiðbeinandi gjaldskrá frá Rithöfundasambandi Íslands fyrir birtingu frumsamins efnis, kosti það 6.605 krónur að birta eina meðalsíðu eða byrjaða síðu af lausu máli. Guðný Halldórsdóttir, dóttir Hall- dórs Laxness, segist fagna því mjög að með dómnum sé höfundarréttur tekinn alvarlega. „Í sjálfu sér mátti búast við þessari niðurstöðu, hafi maður kynnt sér málið og séð hvað Hannes gerði í þessum bókaflokki sínum. Allir hugsandi menn sjá að það sem hann gerði var mjög ósið- vant. Þ.e. að taka skáldsögur eftir Halldór Kiljan Laxness og gera hluta af þeim að hans ævisögu,“ seg- ir Guðný. Snýst um rétt en ekki bætur „Það eina sem við báðum um var að hann bæðist opinberlega afsök- unar og drægi þessar bækur til baka. Hann vildi það ekki og bar á okkur ýmsa óréttláta hluti í fram- haldi af því, eins og að við hefðum lokað fyrir honum bréfasafni, sem var ekki rétt. Hannes sést ekki fyrir hvað hann er að gera og veður áfram. En það eru til lög í þessu landi.“ Hún segir málið ekki hafa snúist um fébætur, heldur hversu langt megi ganga í höfundarrétt annarra. „Það er ekki hægt að stela tónlist, kvikmyndum eða ganga í skáldsög- ur annarra, breyta texta þeirra ör- lítið og gera hann að sínum,“ segir Guðný. Hún kveðst því fegin að mál- ið sé búið og segist vona að Hannes hafi það gott í framhaldinu. Skaðabætur í Laxness- máli ein og hálf milljón Morgunblaðið/RAX Í héraði Aðalmeðferð í málinu fyrir héraðsdómi fór fram árið 2006. Hæstiréttur vísaði refsikröfu frá og sýknaði af miskabótum en taldi mikið af texta Hannesar án tilvísunar í heimild í merkingu höfundalaga. Guðný Halldórsdóttir fagnar því að höfundarréttur sé tekinn alvarlega Guðný Halldórsdóttir HEIMIR Örn Herbertsson, lögmaður Hannesar Hólmsteins í málinu segir niðurstöðu dómsins ekki einhlíta. „Það er auðvitað sigur fyrir um- bjóðanda minn að miska- og refsikröfum er hafnað og dæmdar fébætur eru mun lægri en krafist var. Hins vegar eru það vonbrigði að bætur séu yfirleitt dæmdar. Þá er til þess að líta að aðferðin, sem Hæstiréttur beitir, er að mati Hannesar mjög sérstök.“ Með þessu á Heimir Örn við að í dómnum sé staðfest að engin skýr mörk séu á milli þess hvað sé heimil nýting á höfundarvernduðum texta í málinu og hvað ekki, beinlínis segi í dómnum að þau mörk hljóti að ráðast af mati sem óhjákvæmilega geti verið vandasamt og umdeilanlegt. „Þessi mörk lágu ekki fyrir þegar Hannes var að rita sína bók. Aðferðin sem hann notaði við að vísa í end- urminningabækur Halldórs var ljós frá byrjun, engu var leynt um það. Einnig lá fyrir að Hannes hagnýtti sér upplýsingar úr endurminningabókum Halldórs. Hæstiréttur virðist því telja að óljós og óglögg mörk, sem ekki lágu fyrir þegar Hannes skrifaði sína bók, hafi, eftir á að hyggja, ekki verið virt,“ segir Heimir og spyr hvernig þetta hefði átt að sjá fyrir. Fébótakröfuna sem Hæstiréttur tók til greina segir Heimir af hálfu stefnanda byggða annars vegar á því að bók Hannesar hafi valdið minnkun í sölu á bókum Laxness og hins vegar á því að Hannes hefði þurft að greiða tiltekið gjald fyrir þær tilvísanir sem hann notaði. Þó hafi verið fullyrt af hálfu Auðar Laxness að hún hefði aldrei vilj- að gera slíkan samning við Hannes. Hann spyrji sig því hvort með niðurstöðunni sé verið að nota fébætur sem ígildi refsingar, enda hafi ekkert tjón verið sannað í málinu. Mjög óljós mörk sem eftir á að hyggja voru ekki virt Heimir Örn Herbertsson „FARÞEGAFLUTNINGAR eru hryggurinn í ferðaþjónustunni. Erf- iðleikar þar geta haft mikil áhrif í öðrum greinum,“ segir Eydís Aðal- björnsdóttir, verkefnisstjóri hjá Samtökum ferðaþjónustunnar (SAF). Samtökin skora á stjórnvöld að lækka álögur á eldsneyti eða grípa til sértækra aðgerða til handa fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Kaup á eldsneyti eru veigamikill kostnaðarliður hjá fyrirtækjum í mörgum greinum ferðaþjónustunn- ar. Eydís nefnir farþegaflutninga svo sem hópferðir og sérleyfisbif- reiðar og afþreyingarfyrirtæki sem bjóða til dæmis vélsleða- og jeppa- ferðir. Í áskorun SAF kemur fram að hækkun eldsneytisverðs hafi gíf- urleg áhrif á rekstur fyrirtækja á þessu sviði. Eydís segir að fyrirtæk- in geri í mörgum tilvikum samninga til langs tíma við erlenda birgja og sveitarfélög og því sé ekki svigrúm til hækkunar á þjónustunni til að mæta eldsneytishækkunum. „Afleiðingarnar koma í ljós eftir sumarið,“ segir Eydís þegar hún er spurð um áhrifin á rekstur fyrir- tækjanna. Hún telur að reksturinn verði afar erfiður í sumar. Þá segir hún að farþegaflutningarnir séu mikilvægur liður ferðaþjónustunnar og erfiðleikar þar hafi áhrif á fyr- irtæki sem þjóna ferðafólki í öðrum greinum. Í áskorun SAF, sem send var for- sætisráðherra, fjármálaráðherra, iðnaðarráðherra, samgönguráð- herra, viðskiptaráðherra og for- mönnum þingflokka, er vakin athygli á því að Íslendingar séu í mikilli og vaxandi samkeppni við önnur lönd um ferðafólk. Verðlag hér þyki hátt og frekari hækkanir ekki vænlegar. Eldsneytishækkanir geti því grafið undan frekari vexti. Nefnd að ljúka störfum Starfandi er nefnd á vegum fjár- málaráðuneytisins og umhverfis- ráðuneytisins til að skoða álögur á ökutæki og eldsneyti í þeim tilgangi að auka notkun umhverfisvænna orkugjafa. Að sögn Böðvars Jóns- sonar, aðstoðarmanns fjármálaráð- herra, sér fyrir endann á starfi nefndarinnar og er reiknað með að hún skili tillögum sínum upp úr næstu mánaðamótum. Skorað á stjórnvöld að lækka álögur á bensín Hækkanir valda ferðaþjónustufyrirtækjum erfiðleikum ÍSLENSKRI viðskiptasendinefnd, sem fylgdi Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, í op- inberri heimsókn hans til Mexíkó, var afar vel tekið samkvæmt frétt frá Útflutningsráði. Forseti Mexíkó bauð fulltrúum íslenskra fyrirtækja og fleirum til hádegisverðar sl. þriðjudag en þá um morguninn hafði Útflutn- ingsráð haldið kynningarfundi um viðskipta- tækifæri í Mexíkó. Þau fyrirtæki og skólar sem eiga fulltrúa í viðskiptasendinefndinni eru Fosshótel, Geysir Green Energy, Glitnir, Ice- land America Energy, Háskólinn í Reykjavík, Hólshyrna, Korni, Landsbanki, Latibær, Mar- el, RES og REYST. Stór Íslandskynning var haldin á Camino Real-hótelinu. Latibær efndi til fjölsóttrar kynningar á starfsemi sinni og undirritaði tímamótasamning við WalMart. Latibær nýtur mikilla vinsælda í Mexíkó og Magnús Scheving er þekktur þar í landi. Þá sátu um 60 manns fund um orkumál með fulltrúum íslenskra orkufyrirtækja, háskóla og lykilfólki úr orku- geira Mexíkó. Þar voru margir fundir ákveðnir í framhaldinu. Fosshótel hafa kynnt Ísland sem áhugaverðan áfangastað og Mexíkómenn tekið því vel. Forseti Íslands og Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir menntamálaráðherra hafa tekið mik- inn þátt í viðskiptaþætti heimsóknarinnar og stutt vel við bakið á íslensku fyrirtækjunum. Góðar viðtökur Viðskiptatækifæri Forseti Íslands sat kynn- ingarfund Útflutningsráðs í Mexíkó. Latibær hefur heldur betur slegið í gegn í Mexíkó E N N E M M N M 2 9 8 8 3 / s ia .i s VÍSITALA íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu lækkaði í febrúar um 0,9% frá janúar, sam- kvæmt útreikningum Fasteignamats ríkisins. Síðastliðna 3 mánuði hækkaði vísitalan um 0,6%, síðastliðna 6 mánuði hefur hún hækkað um 2,7% og hækkun síðastliðna 12 mánuði var 12,7%. Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetra- verðs. Er henni ætlað að varpa ljósi á þróun fasteignaverðs samkvæmt þeim gögnum sem liggja fyrir á hverjum tíma. Fasteignaverð að lækka ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.