Morgunblaðið - 14.03.2008, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MARS 2008 13
ALÞINGI
GÍSLI Marteinn Baldursson,
formaður umhverfis- og sam-
göngusviðs Reykjavíkurborgar
segir niðurstöður úr árlegri
skýrslu fuglasérfræðinga um
lífríkið við Tjörnina ekki úr
takti við þá þróun sem átt hafi
sér stað síðustu 10-15 árin. Í
skýrslunni er ástand fuglalífs-
ins sagt óviðunandi og lagt til
að úrbætur verði gerðar.
Gísli Marteinn bendir á að í
fyrra hafi borgaryfirvöld samþykkt aðgerðaáætl-
un vegna málsins. Þar sé m.a. getið um að þekja
hólma og eyða hvönn og að bæta úr tengingum
milli friðlandsins og Vatnsmýrarinnar. Þá segir
Gísli Marteinn að áætlunin snúi einnig að gróðri
umhverfis Tjörnina og sílamávum.
Í skýrslunni í ár er rætt um að tryggja þurfi ör-
yggi andanna í friðlandinu yfir varptímann. Bent
er á að varpi tjaldsins við gamla Háskólavöllinn sé
jafnan spillt í kringum 17. júní en þá sé þessi hluti
friðlandsins notaður sem bílastæði. Gísli Marteinn
segir að sú athugasemd hafi ekki verið í skýrsl-
unni í fyrra. Þá er lagt til í skýrslunni að vökt-
unarmaður með Tjörninni, eða „andapabbi“, verði
fenginn til þess að fylgjast með lífríkinu þar en
enginn hefur unnið við það frá árinu 1985. Gísli
Marteinn segir að þetta hafi verið á könnu garð-
yrkjustjóra og hingað til hafi verið litið svo á að
það nægði. „En ef það virðist ekki duga til munum
við skoða hitt mjög alvarlega,“ segir hann.
Niðurstöður í takt við þróun
á fuglalífi við Tjörnina
Borgin vinnur að endurbótum samkvæmt aðgerðaáætlun sem gerð var í fyrra
Gísli Marteinn
Baldursson
57 SÍLAMÁVAR voru svæfðir
í fyrra á vegum Samtaka
sveitarfélaga á höfuðborg-
arsvæðinu, en um tilraun var
að ræða. Svefnlyf voru hrist
saman við brauðteninga og
þeir lagðir á egg. Á óvart kom
að einungis helmingur beit-
unnar skilaði sofandi mávi.
Um fjórðungur beitunnar
ekki étinn og annar fjórðungur hvarf án þess að
sofandi mávur fyndist. Tilraunin var gerð í
Þerney á Kollafirði og í Garðaholti á Álftanesi.
57 mávar svæfðir
GUÐMUNDUR H. Guðmundsson,
varaformaður Samninganefndar
ríkisins, kannast ekki við að kjara-
viðræður við Félag íslenskra
hjúkrunarfræðinga fari hægt í
gang. Haft var eftir formanni FÍH
í gær að lítið hefði heyrst frá samn-
inganefnd ríkisins frá því viðræ-
ðuáætlun var undirrituð 29. febr-
úar.
Guðmundur segir að þann dag
hafi verið gengið frá viðræðuáætl-
unum við öll BHM-félögin. Gengið
hafi verið út frá því að haldinn yrði
einn samningafundur fyrir páska
en ekkert nánar verið rætt um það.
,,Við höfum ekkert heyrt frá hjúkr-
unarfræðingum frekar en þeir frá
okkur en þeir höfðu svo samband í
[gærmorgun] og það er búið að
ákveða fund,“ segir hann.
Samningar ASÍ-félaga hjá
ríkinu renna út 1. apríl
Guðmundur segir að undirbún-
ingur viðræðna við hin ýmsu félög
sé á svipaðri ferð. Nærtækastir séu
samningar við ASÍ-félög vegna
starfsmanna þeirra hjá ríkinu. Þeir
renna út 1. apríl nk. eða mánuði
fyrr en ýmsir samningar hjá fé-
lögum opinberu starfsmannanna
sem renna út í lok apríl, þ. á m.
samningur hjúkrunarfræðinga.
„Fundir við þau félög eru rétt að
hefjast þessa dagana og ekki búið
að halda nema einn fund. Það er
því ekki rétt að það sé neinn drátt-
ur á viðræðunum við hjúkrunar-
fræðinga.“
Ekki drátt-
ur á viðræð-
um við FÍH
MAÐUR með haglabyssu lokaði sig
inni á salerni á heimili sínu í Reykja-
nesbæ í gærkvöldi og hótaði að
skaða sjálfan sig. Fjölskylda hans
kallaði eftir hjálp lögreglu um kl. 21.
Lögreglan á Suðurnesjum leitaði eft-
ir aðstoð sérsveitar lögreglunnar í
Reykjavík og tryggði vettvanginn í
kringum húsið á meðan hættuástand
varði.
Að sögn lögreglunnar á Suður-
nesjum ógnaði maðurinn engum.
Hann kom fram nokkru síðar og var
þá færður á lögreglustöðina. Maður-
inn var eigandi haglabyssunnar og
með leyfi fyrir henni og annarri
haglabyssu. Lögreglan tók báðar
byssurnar í sína vörslu.
Hótaði að
skaða sig
♦♦♦
ÁFRÝJUNARNEFND samkeppnis-
mála hefur staðfest að Eimskip hafi
framið alvarlegt brot á samkeppnis-
lögum. Annars vegar með aðgerðum
gegn Samskipum og hins vegar með
gerð fjölmargra ólögmætra einka-
kaupasamninga við viðskiptavini
Eimskips.
Samkeppniseftirlitið komst að
þeirri niðurstöðu 17. desember 2007
að Eimskip hefði misnotað markaðs-
ráðandi stöðu sína á sjóflutninga-
markaði og brotið gegn bannákvæð-
um samkeppnislaga. Eimskip skaut
málinu til áfrýjunarnefndar sam-
keppnislaga sem kvað upp úrskurð í
gær. Þar segir m.a. að áfrýjunar-
nefndin hafi komist að þeirri niður-
stöðu að Samkeppniseftirlitið hefði
réttilega beint málinu að Eimskip.
Jafnframt var staðfest að félagið væri
í markaðsráðandi stöðu og hefði brot-
ið gegn 11. gr. samkeppnislaga með
aðgerðum sem miðuðu að því að
veikja Samskip verulega og varan-
lega og með gerð ólögmætra einka-
kaupasamninga. Telur áfrýjunar-
nefnd að um hafi verið að ræða
alvarleg brot á samkeppnislögum.
Áfrýjunarnefndin taldi hæfilegt að
sekta Eimskip um 230 milljónir kr.
sem er hæsta sekt sem nefndin hefur
lagt á vegna misnotkunar á markaðs-
ráðandi stöðu.
Eimskip sendi frá sér yfirlýsingu í
gær. Þar er því er fagnað að stjórn-
valdssekt Samkeppniseftirlitsins var
lækkuð um 80 milljónir. Þá er m.a.
bent á að meint brot hafi átt sér stað
fyrir 6-9 árum. Eins að fjölmargir
samningar sem Samkeppniseftirlitið
taldi ólögmæta einkakaupasamninga
voru lögmætir að mati áfrýjunar-
nefndarinnar. Hún taldi heldur ekki
að ásetningur hefði verið hjá Eimskip
um að koma keppinaut út af markaði.
Samkeppnisbrot Eimskips staðfest
Sekt lækkuð
um 80 milljónirUNDANFARIN fjögur ár hefurNorðurál unnið að undirbúningi ál-
vers í Helguvík í mjög góðu sam-
starfi við sveitarfélög á svæðinu,
orkufyrirtæki og opinberar stofn-
anir. Norðurál hefur í hvívetna farið
að lögum og reglum sem um slíkar
framkvæmdir gilda og gengur und-
irbúningur samkvæmt áætlun.“
Þetta kemur fram í tilkynningu
sem Norðurál sendi frá sér í gær.
Þar segir jafnframt að samningar
hafi verið gerðir um svæði fyrir
starfsemina, hafnaraðstöðu, orku og
orkuflutning. Mati á umhverfis-
áhrifum sé lokið, búið sé að breyta
aðal- og deiliskipulagi og bæjar-
stjórnir í Garði og Reykjanesbæ
hafi samþykkt byggingarleyfi fyrir
álverið.
Vegna kæru Landverndar kemur
fram að Norðurál hafi skilað um-
sögnum sínum innan settra tíma-
marka. Norðurál telji að vísa hafi
átt kærunni frá þegar í stað þar
sem álitaefnið sætti ekki kæru og
kæran væri allt of seint fram komin.
„Á árinu 2006 fór fram ítarlegt sam-
ráðsferli vegna þessa atriðis að
frumkvæði Skipulagsstofnunar með
þáttöku Umhverfisstofnunar, orku-
framleiðenda, sveitarfélaga og fleiri
aðila. Niðurstaða þessa ferlis var að
meta ekki allar framkvæmdir sam-
an.
Í bréfi umhverfisráðuneytisins til
Norðuráls frá 22. nóvember, sem
fylgdi með kæru Landverndar, seg-
ir m.a.: „Álit Skipulagsstofnunar um
mat á umhverfisáhrifum viðkom-
andi framkvæmdar, sbr. 11. gr. laga
um mat á umhverfisáhrifum, sætir
ekki kæru til ráðherra skv. 1. mgr.
14. gr. laga um mat á umhverfis-
áhrifum eins og áður sagði.“
Þar sem byggingarleyfi byggir á
áliti Skipulagsstofnunar verður ekki
séð að umrædd kæra hafi nein áhrif
á útgáfu byggingarleyfis og hefur
Norðurál því haldið áfram vinnu við
undirbúning verkefnisins sam-
kvæmt áætlun.“
Sagt er að frá því að orkusamn-
ingar hafi verið gerðir við Hitaveitu
Suðurnesja og Orkuveitu Reykja-
víkur. Hafi þær unnið að því að upp-
fylla skuldbindingar sínar um sölu á
orku og sú vinna væri á áætlun.
Landsnet hf. og Norðurál und-
irrituðu samning um flutning raf-
orku til álversins í Helguvík 3. októ-
ber 2007. Landsnet hafi síðustu
mánuði unnið með sveitarfélögum á
Suðurnesjum og víðar að útfærslu
flutningsleiða og samkvæmt upplýs-
ingum Norðuráls væri sú vinna á
lokastigum og ljóst að ásættanleg
niðurstaða næðist. „Öll sveitarfélög
á Suðurnesjum hafa lýst yfir stuðn-
ingi við byggingu álvers í Helguvík.
Framangreind orkufyrirtæki eru
öll að vinna að undirbúningi sinna
framkvæmda af fullum krafti og
hafa upplýst Norðurál um stöðu
þess undirbúnings. Norðurál hefur
unnið með þessum fyrirtækjum í
mörgum verkefnum og hefur afar
góða reynslu af því samstarfi.“
Undirbúningur í Helgu-
vík samkvæmt áætlun
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„ÞETTA er hljómsveitarsvíta fyrir þrettán hljóð-
færi og söngkonu. Verkið skiptist í þrettán þætti
og ég er undir áhrifum frá mörgum stílum. Ég
nota indverska tónlist, djasstónlist, hefðbundna
evrópska tónlist og suður-ameríska tónlist,“ segir
Andrés Ramón, nemi í tónsmíðum við Listahá-
skóla Íslands, um útskriftarverkið sitt, Sögu leit-
andans, sem frumflutt verður í kvöld.
Andrés notar mismunandi hljóðfæri í hverjum
þætti verksins sem tekur um 50 mínútur í flutn-
ingi. Hann leitar víða fanga og nefnir fjöl-
listamanninn Sri Chinmoy og tónskáldin Keith
Jarrett og Astor Piazzola, þegar hann er inntur
eftir helstu áhrifavöldum sínum.
Hann iðkar jóga og heimspeki og segir að-
spurður verkið sem frumflutt verður í kvöld end-
urspegla áhuga sinn á jóga-fræðum, andlegum
bókmenntum og indverskri heimspeki. Verkið
byggist á frumsömdum söguþræði og sæki efni-
við í ljóð og skrif indverskra hugsuða og rithöf-
unda frá síðustu 150 árum, einkum í verk Rab-
indranath Tagore, Sri Aurobindo, og Sri
Chinmoy.
Hóf tónlistarnám í Kólumbíu
Andrés, sem útskrifast eftir þriggja ára nám í
tónsmíðum í vor, fluttist hingað til lands frá Kól-
umbíu þegar hann var 17 ára, eða fyrir réttum 12
árum. Hann hóf þá nám við tónlistarskóla Félags
íslenskra hljómlistarmanna, FÍH, og var þá í
klassískum píanóleik, ásamt djasstónlist og skyld-
um fræðum. Átta ár voru þá liðin frá því hann
innritaðist í nám í klassískum píanóleik í heima-
landi sínu, en hann tók eina önn af námi sínu nú
við Hochschule für Musik Hanns Eisler í Berlín.
Andrés ber menntakerfinu hér vel söguna og
segir það kost hversu greitt aðgengið sé að kenn-
urum, stemningin sé heimilisleg.
Spurður hvort íslenski veturinn sé honum inn-
blástur segir Andrés listsköpun og skammdegið
geta átt ágætlega saman.
„Þetta er tíminn þegar maður fer mikið inn á
við. Ég stunda sjálfur hugleiðslu og er mjög mik-
ið í jógaiðkun, þannig að það fer vel saman að
horfa inn á við og kafa djúpt í tónlistina,“ segir
Andrés Ramón.
Andrés Ramón frumflytur eigið verk á burtfarartónleikum
Skammdegið og jógað veitir innblástur
Morgunblaðið/Eggert
Í kvöld Tónleikarnir fara fram í sal Listaháskólans á horni Klapparstígs og Skúlagötu kl. 18.