Morgunblaðið - 14.03.2008, Side 14

Morgunblaðið - 14.03.2008, Side 14
14 FÖSTUDAGUR 14. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ ALÞINGI ÍSLENDINGAR geta látið senda lyfseðla sína til apóteka í Pól- landi, Þýskalandi, Danmörku eða í öðrum EES-löndum án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því að sækja lyfin á staðinn ef lyfjafrumvarp sem Guð- laugur Þór Þórðarson heilbrigð- isráðherra mælti fyrir á Alþingi í gær verður að lögum. Samkvæmt frumvarpinu verð- ur póstverslun með lyf heimiluð og staðfesti Guðlaugur í svari við spurningu Jóns Magn- ússonar, þingmanns Frjálslynda flokksins, að hægt verði að ávísa á hvaða apótek sem er innan EES-svæðisins. Póstverslunin verður þó bundin lyfsöluleyfum og þarf að vera í tengslum við starfandi apótek. Viltu senda lyfseðilinn til Póllands? HEFJA á uppbyggingu þekking- armiðstöðvar um uppeldismál í samvinnu við Háskólann á Ak- ureyri að mati Huldar Aðalbjarn- ardóttur, þingmanns Framsókn- arflokks, en hún hefur ásamt sex þingmönnum úr öllum flokkum nema Sjálfstæðisflokki lagt fram þingályktunartillögu þess efnis. Í greinargerð segir að mikil þörf sé á rannsóknum um uppeld- is- og forvarnarmál. Tilfinn- anlega vanti aðila sem geti gefið faglegar og hlutlausar ráðlegg- ingar og veitt skólum, meðferð- araðilum og samtökum foreldra fræðslu. Uppeldismið- stöð á Akureyri ÞINGMENN úr öllum flokkum hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að ráðist verði í mark- vissar endurbætur björgunarskipa á árunum 2009-2014 jafnframt því sem kannað verði hvort þörf sé á að fá enn öflugri skip á ákveðna staði á landinu. Í greinargerð segir að þörfin fyrir björgunarskip sé mikil en á árinu 2006 voru 96 útköll skráð á landinu auk þess sem skipin sinni ótal öðrum verkefnum og æf- ingum. Betri björg- unarskip ÖRYRKJAR þurfa ekki lengur að taka mið af tekjum maka sinna þegar þeir áætla ör- orkubætur sem þeir fá þar sem almannatryggingafrumvarp fé- lagsmálaráðherra var samþykkt einróma á Alþingi í gær en með því fellur tekjutenging trygg- ingabóta niður. Breytingarnar taka gildi um næstu mánaðamót og þá munu vasapeningar vistmanna á stofn- unum hækka um tæp 30% og frí- tekjumark verður afnumið. Skerðingarhlutfall ellilífeyris verður jafnframt lækkað úr 30% í 25% og í byrjun júlí hækkar frítekjumark fólks á aldrinum 67-70 ára í 100 þúsund krónur á mánuði. Fjárhæð aldurstengdra ör- orkuuppbóta hækkar á sama tíma og sett verður sérstakt 300 þúsund króna frítekjumark á líf- eyrissjóðstekjur örorkulífeyr- isþega. Þá mun skerðing lífeyr- isgreiðslna vegna innlausnar sér- eignasparnaðar vera afnumin á næsta ári. Tenging tryggingabóta við tekjur maka afnumin Morgunblaðið/Ómar Ævin er augnablik Ný almannatryggingalög fela í sér bætur á hag öryrkja og aldraðra og m.a. verður skerðingarhlutfall ellilífeyris lækkað. Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is ÞAÐ ER verið að gerbylta heilbrigðiskerfinu án umræðu á Alþingi, sagði Valgerður Sverrisdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, í upphafi þingfundar í gær og vís- aði til einkavæðingar. Sagði hún heilbrigðisnefnd þings- ins varla haft nokkur mál að vinna að í vetur. „Heilbrigð- isráðherra leggur sig fram um að vera sem minnst hér og maður fréttir bara úti í bæ hvað verið er að gera,“ sagði Valgerður. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, hóf máls á þessu og var mjög ósáttur við að utandagskrár- umræða um útvistun á rekstri hjúkrunardeildar Land- spítalans, sem hann óskaði eftir í lok febrúar, skyldi ekki vera á dagskrá Alþingis áður en páskaleyfi hófst. Stjórn þingsins hafi heimilað þá umræðu en heilbrigðisráðherra hafi neitað. „Hvað veldur því að hæstvirtur ráðherra neitar því að taka þessa umræðu? Treystir hann sér ekki til þess?“ spurði Ögmundur og flokkssystir hans, Kol- brún Halldórsdóttir, tók undir og áréttaði að utandag- skrárumræður ættu ekki að vera á forsendum ráðherra heldur þingmanna. Stjórnarandstöðuskóli Marðar Stjórnarliðar blésu á þetta og Merði Árnasyni, Sam- fylkingu, þótti ekki mikið til stjórnarandstöðunnar koma að velja að „þrasa um utandagskrárumræður“ fremur en að ræða t.d. skattamál, samgöngumál eða áform um ál- versbyggingu í Helguvík. Stakk hann upp á því að komið yrði á fót stjórnarandstöðuskóla til að kenna stjórnar- andstæðingum hvernig ætti að veita heilbrigða og lýð- ræðislega stjórnarandstöðu. „Og ég skal vera skólastjóri í þeim skóla,“ sagði Mörður. Heilbrigðiskerfinu ger- bylt án umræðu á þingi Stjórnarandstaðan ósátt við umræðuleysi í þinginu Dularfullur fundur Það var leyndardómsfullt andrúmsloft í Alþingishúsinu í gærmorgun þegar aðalfundur Hins íslenska Þjóðvina- félagsins fór fram í þingsalnum en engum utanaðkomandi er heimilt að fylgjast með fundum félagsins. Fyrir vikið jókst mjög áhugi fjölmiðlafólks á samkomunni, þó að félagið hafi ekki dularfyllri verkefni með höndum en út- gáfu almanaks og tímaritsins And- vara. Félagið var stofnað árið 1871 og allir alþingismenn eru sjálfkjörnir félagar. Gömul tilkynning Mörgum spurn- ingum varðandi kostnað við Kára- hnjúkavirkjun er enn ósvarað, sagði Álfheiður Ingadóttir, VG, á þingi í gær og þótti erfitt að verj- ast þeirri hugsun að skýrsla sem iðnaðarráðherra lagði fram á þingi að beiðni VG væri annað en gömul fréttatilkynning frá Landsvirkjun. „Enginn kostnaður sem fellur á aðra en Landsvirkjun er talinn til kostnaðar við virkjunina,“ sagði Álfheiður og bætti við að mest munaði um flutningsmannvirki. Týndi ráðherrann Dagskrá þingsins raskaðist aðeins í gær, enda gekk hún hratt framan af og samgöngu- ráðherra var hvergi sjáanlegur þegar kom að honum að mæla fyrir frumvarpi um stofnun opinbers hlutafélags um rekstur Keflavík- urflugvallar. Ráðherrann skilaði sér þó fljótt í hús en opinbera hlutafélag- inu er ætlað að sjá um rekstur Kefla- víkurflugvallar og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Ögmundur Jónasson, VG, var ekki alls kostar sáttur og sagði ekkert hafa verið rætt við stéttarfélög þeirra starfsmanna sem vinna nú þegar á flugvellinum. Kristján L. Möller boð- aði hins vegar samvinnu og sagði að leitað yrði ráða hjá starfsmönnum. Dagskrá þingsins Alþingi er nú farið í páskaleyfi og næsti þingfundur verður því ekki fyrr en 31. mars nk. Álfheiður Ingadóttir Kristján L. Möller ÞETTA HELST … Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is VIÐSKIPTI með aflahlutdeild, var- anlegan þorskkvóta, hafa nánast leg- ið niðri síðan í haust. Á það við um bæði stærri skipin og smábátana. Hjá helztu kvótamiðlurum liggja nú engin sölutilboð fyrir, en hæstu kauptilboð eru upp á 3.000 krónur í stóra kerfinu en 2.600 í því litla. Það er um fjórðungs lækkun frá því þeg- ar verð fór hæst síðastliðið sumar, í um 4.000 krónur. Björn Jónsson sér um kvótamiðl- un LÍÚ. Hann segir að nú sé hvorki eftirspurn né framboð á aflahlut- deild. Það sé líka þannig að lækki verð á hlutum, hvort sem það sé afla- hlutdeild eða eitthvað annað, séu menn tregir til að selja. Menn selja ekki í niðursveiflu. Hins vegar sé nokkur hreyfing á leigu, enda séu margir orðnir tæpir í þorskinum. „Þetta virðist fylgja öðru í niður- sveiflunni og viðskiptin hafa nánast engin verið undanfarna mánuði,“ Eggert SK. Jóhannesson hjá skipa- miðluninni Bátar og kvóti. Hann segir að hins vegar hafi ver- ið nokkur hreyfing á leigukvótanum og verðið hafi verið á bilinu 240 til 250 krónur á hvert kíló af þorski. Það sé ljóst að lán til kvótakaupa séu vandfengin og á of háum vöxtum. Þess vegna treysti menn sér ekki til að borga nema 3.000 krónur. Verð á aflahlutdeild í þorski hækkaði mjög ört á síðustu árum og þegar það náði hámarki í stóra kerf- inu í 4.000 krónum í fyrrasumar, hafði það um það bil fjórfaldast á fáum árum. Nú, þegar og ef aflahlut- deild fæst keypt á 3.000 krónur er verðið svipað og fyrir um einu og hálfu ári. Í haust seldist þorskafla- hlutdeildin í litla kerfinu á 3.400 krónur kílóið, en verð á henni hafði þá hækkað mikið eftir að dagakerfið var afnumið. Nú eru kauptilboð hæst 2.600 krónur. Verð á aflahlutdeild í öðrum teg- undum hefur einnig lækkað. Skýr- ingin virðist fyrst og fremst liggja í erfiðari aðgangi að fjármagni og háum vöxtum. Menn hvorki vilja selja né kaupa við þessar aðstæður. Engin viðskipti með kvótann Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Á sjó Skipverjar á togaranum Kaldbak leysa frá pokanum. Verð á afla- hlutdeild er nú farið að lækka efir samfellda hækkun síðustu ár. Í HNOTSKURN »Hjá helztu kvótamiðlurumliggja nú engin sölutilboð fyrir, en hæstu kauptilboð eru upp á 3.000 krónur í stóra kerfinu en 2.600 í því litla »Verð á aflahlutdeild í öðr-um tegundum hefur einn- ig lækkað. Skýringin virðist fyrst og fremst liggja í erf- iðari aðgangi að fjármagni og háum vöxtum »Þetta virðist fylgja öðru íniðursveiflunni og við- skiptin hafa nánast engin ver- ið undanfarna mánuði Hæstu kauptilboð eru upp á 3.000 krónur kílóið „ÞETTA er í fyrsta sinn sem við skoðum grunnslóðina með þessum hætti. Við höfum því ekki sam- anburð við fyrri ár og því lítið hægt að segja annað en við höfum ekki séð neitt óvænt. Fiskurinn var held- ur horaður við Vestfirðina, en ágæt- ur inn á milli. En við eigum eftir að skoða þetta allt betur, þegar í land kemur,“ segir Jón Þórmundsson, leiðangursstjóri á rannsóknarskip- inu Árna Friðrikssyni. Árlegt togararall Hafrann- sóknastofnunar stendur nú yfir og er reyndar langt komið. Leiðang- urinn hjá Árna er tvískiptur. Fyrst var grunnslóðin skoðuð betur held- ur en áður. Voru teknar stöðvar nær landi á Faxaflóa, Breiðafirði og við Vestfirði. Síðan verður farið norður kantinn frá Víkurál og norður á Hala og þá Dohrnbanka og Hamp- iðjutorgið. „Það eru reyndar fréttir af Hamp- iðjutorginu þess efnis að þorskurinn, sem þar var í miklum mæli í febrúar, virðist genginn af svæðinu. Líklega hefur hann gengið nær landi til hrygningar. Það var þorskur þar í júní í fyrra líka. Það gæti þá hafa verið þorskur sem væri að ganga til baka eftir hrygningu,“ segir Jón. „Rallið“ langt komið ÚR VERINU

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.