Morgunblaðið - 14.03.2008, Page 17

Morgunblaðið - 14.03.2008, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MARS 2008 17 ERLENT New York. AFP. | Dagblaðið New York Times birti í gær nafn vændiskonu sem Eliot Spitzer, fráfar- andi ríkisstjóri New York, er sagður hafa sængað hjá og greitt fyrir það 4.300 dollara, sem svarar 300.000 krónum. „Ég vil bara ekki að fólk haldi að ég sé skrímsli,“ hafði New York Times eftir konunni, sem heitir Ashley Alexandra Dupre, er 22 ára og sögð vonast eftir frama sem söngkona. „Þetta hefur verið mjög erfiður tími. Þetta er flókið.“ Hún vildi ekki ræða samband sitt við Spitzer, sem neyddist til að segja af sér eftir að hann var staðinn að vændiskaupunum. Hermt er að hann hafi greitt samtals 80.000 dollara, eða 5,6 milljónir króna, fyrir a.m.k. sex eða sjö „stefnumót“ við vændiskonur síðustu árin. New York Times sagði að Dupre kynni að verða stefnt til að bera vitni í réttarhöldum yfir forsprökkum vændishrings sem ríkisstjórinn var í sambandi við. Á síðu Dupre á MySpace.com segist hún koma úr uppflosnaðri fjölskyldu í New Jersey, hafa neytt fíkniefna, orðið fyrir misþyrmingum, verið „blönk og heimilislaus“. „Ég bý í New York og er í sjöunda himni. Hef verið hér frá 2004 og elska þessa borg og líf mitt hérna. En leið mín hefur ekki verið auðveld.“ „Vil bara ekki að fólk haldi að ég sé skrímsli“ AP Vændiskonan Ashley Alexandra Dupre á mynd sem birt var á síðu hennar á MySpace.com. Brussel. AP. | Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópu- sambandsins, sagði í gær að viðræð- um um inngöngu Króatíu í sambandið lyki að öllum líkindum fyrir lok ársins, þannig að landið fengi aðild árið 2010. Barroso sagði þetta eftir fund með Ivo Sanader, forsætisráðherra Króat- íu. Daginn áður hafði þing landsins samþykkt tillögu Sanaders um að fresta því að framfylgja lögum um stjórnun fiskveiða á umdeildu svæði í Adríahafi vegna andstöðu ESB- ríkjanna Slóveníu og Ítalíu. Sanader sagði að Króatar væru nauðbeygðir til að gera þetta til að greiða fyrir aðild landsins að Evrópusambandinu. Króatar byrjuðu að framfylgja lög- um um fiskveiðistjórnun innan land- helginnar og rétt utan hennar í Adría- hafi 1. janúar. Veiðar slóvenskra og ítalskra skipa voru þá takmarkaðar, að minnsta kosti á pappírnum. ESB-löndin tvö mótmæltu lögun- um þótt Króatar hefðu ekki framfylgt þeim að fullu og slóvensku og ítölsku skipin í raun fengið ótakmarkaðan að- gang að svæðinu. ESB gerði Króötum grein fyrir því að samningar næðust ekki um aðild þeirra að sambandinu nema þeir féllu frá lögunum um stjórnun fiskveiða á svæðinu. Gáfu eftir í deilu um fiskveiðar JÓRDANSKIR þingmenn hafa krafist þess að stjórnvöld reki danska sendiherrann úr landi og bindi enda á stjórnmálatengsl við Danmörku. Samkvæmt upplýsing- um AFP-fréttastofunnar hafa tæp- lega fimmtíu þingmenn undirritað tillögu þessa efnis og er ástæðan endurbirting skopmyndarinnar af Múhameð spámanni fyrir skömmu. „Danmörk lítilsvirðir spámann okkar og íslam. Það er trúarleg og siðferðileg skylda okkar að binda enda á stjórnmálasamband okkar við landið,“ sagði einn þingmannanna. Ummælunum „farið til helvítis“, sem formaður Sósíalíska þjóðar- flokksins í Danmörku, Villy Søvndal, beindi til meðlima íslömsku öfga- hreyfingarinnar Hizb-ut-Tahrir, var slegið upp á forsíðu egypsks dag- blaðs í vikunni. Í Berlingske tidende segir að Søvndal þyki egypska dag- blaðið hafa snúið út úr, nú líti út fyrir að hann hafi beint orðunum til allra múslíma. Utanríkisráðherra Dan- merkur hyggst aðstoða Søvndal við að leiðrétta misskilninginn. Danir valda titringi ÓTTAST er, að nýr sjúkdómur í hveiti geti valdið hungursneyð í sumum löndum en nú þegar er mikill skortur á hveiti í heiminum. Sjúkdómnum veldur ryðsvepp- ur, sem kallast Ug-99, en hans varð fyrst vart í Úganda fyrir nokkr- um árum. Síðan hefur hann breiðst út um Austur-Afríku og mörg dæmi eru um, að hann hafi drepið heilu akrana. Flestar hveititegundir, sem ræktaðar eru í Afríku og Asíu, t.d. í Kína, hafa lítið mótstöðuafl gegn sveppinum og því stendur nú yfir áköf leit að inn- lendum afbrigðum í þessum heims- hlutum, sem standast hann betur. Fari allt á versta veg getur svepp- urinn valdið alvarlegri uppskeru- bresti en dæmi eru um áður og þar með miklum verðhækkunum og hungursneyð víða um lönd. Óttast sjúk- dóm í hveiti Hveitiakur rétt við Chicago-borg. ♦♦♦ ♦♦♦ H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8 -0 3 3 7 Tökum við umsóknum núna www.hr.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.