Morgunblaðið - 14.03.2008, Page 18
18 FÖSTUDAGUR 14. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
NIÐURSTÖÐUR nýrrar skýrslu á
vegum bandaríska hersins sýna að
engin tengsl voru á milli Saddam
Husseins og al-Qaeda hryðjuverka-
samtakanna. Samkvæmt upplýsing-
um The Guardian byggir skýrslan á
yfir 600.000 skjölum sem endur-
heimt voru eftir að Saddam Hussein
var steypt af stóli árið 2003.
Bush-stjórnin hefur ítrekað reynt
að tengja Hussein við hryðjuverka-
starfsemi al-Qaeda til að réttlæta
Íraksstríðið, en nú hefur hið and-
stæða verið leitt í ljós.
Skýrslunni hefur verið haldið til
hliðar og hættu ráðamenn í Penta-
gon við áætlaða kynningu á skýrsl-
unni auk þess sem hætt var við birt-
ingu hennar á netinu.
Í skýrslunni segir að stjórn Huss-
eins hafi að einhverju leyti stutt við
palestínska hryðjuverkahópa. Fórn-
arlömb hryðjuverka af hálfu íraska
ríkisins hafi þó að mestum hluta ver-
ið íraskir ríkisborgarar.
Írak var
ekki tengt
al-Qaeda
Ný skýrsla sýnir að
staðhæfingar Bush
voru rangar
VETURINN,
sem nú er að
kveðja, er sá
kaldasti á jörð-
inni í 14 ár. Er
það rakið til veð-
urfyrirbærisins
La Niña og ekki
sagt breyta neinu
um það, að hita-
stigið almennt er
á uppleið.
Tölur frá bandarísku geimvís-
indastofnuninni NASA segja, að
mánuðirnir þrír, desember til febr-
úar, hafi ekki verið kaldari frá árinu
1994 en meðaltalshitinn er miðaður
við árin 1951 til 1980. Samkvæmt
því voru þessir þrír mánuðir 0,26
celsíusgráðum yfir meðallaginu en í
fyrravetur 0,72 gráðum.
Skýringin er sögð vera La Niña
en þá kólnar yfirborðssjórinn við
miðbaug um mitt og austanvert
Kyrrahaf. Hann hitnar aftur þegar
El Niño ræður ríkjum en umskiptin
milli þessara veðurfyrirbæra verða
á 3–5 ára fresti.
Svíar hafa ekki upplifað hlýrri
vetur í mörg hundruð ár en í lönd-
unum við Kyrrahaf, til dæmis í Kína
og Mið-Asíu, hafa verið miklar
hörkur.
Breskir veðurfræðingar spá því,
að vegna La Niña muni yfirstand-
andi ár verða það svalasta á heildina
litið síðan árið 2000 en samt 0,37
gráðum yfir fyrrnefndu meðallagi.
La Niña
að sækja í
sig veðrið
Mikið fannfergi
hefur verið í Japan.
Veturinn hefur verið
sá kaldasti í 14 ár
Makuhari. AFP. | Umhverfis- og orku-
málaráðherrar 20 ríkja, þar sem los-
un koltvísýrings er mest, koma sam-
an í Japan um helgina til að reyna að
flýta viðræðum um aðgerðir til að
stemma stigu við loftslagsbreyting-
um í heiminum eftir að Kyoto-bók-
unin fellur úr gildi árið 2012.
Gert er ráð fyrir því að Tony Blair,
fyrrverandi forsætisráðherra Bret-
lands, flytji ávarp á fundinum á
morgun. Blair hóf viðræður G20-
hópsins svonefnda árið 2005 þegar
hann var gestgjafi á leiðtogafundi
G8-hópsins í Gleneagles í Skotlandi.
Viðræðurnar um helgina eru liður
í undirbúningi næsta leiðtogafundar
G8-hópsins – Bandaríkjanna, Bret-
lands, Frakklands, Ítalíu, Japans,
Kanada, Rússlands og Þýskalands –
í Japan í júlí.
Auk G8-ríkjanna taka lönd á borð
við Kína, Indland og Brasilíu þátt í
fundinum um helgina. Losun koltví-
sýrings í löndunum tuttugu nemur
alls tæpum 80% af heildarlosuninni í
heiminum.
Á fundinum verður aðallega
fjallað um hvernig þróa megi nýja
tækni til að stuðla að orkusparnaði,
hvernig sjá eigi til þess að þróun-
arríki geti tileinkað sér slíka tækni
og hvað taka eigi við af Kyoto-bók-
uninni.
71+
.1
86195 40 *
!1
* 5 , 1)
: )
), + 0)
;),
!
, 13K)5/ /MB3
8 &KN14 2 $B/ #0$
01203 4 5 6126
!1
"##$%&"
"'()
/ </&
*+
#
%
,-
(#
.
/
%
0
1
($
(
'
= 86( 2
5)7018)59:,7;3<1
3445
66 7
6!
-,
( 86>2?%& =
/
8
9:
/
#
;
0
0
0
0 =
@=
=
=
@=
=
=
Loftslags-
mál rædd
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
EFNALÍTIÐ fólk finnur fyrir því í Taílandi,
egypskar fjölskyldur verða varar við það á hverjum
degi og kínverskir embættismenn óttast áhrifin til
langs tíma. Allra augu eru á þróuninni: Matvæla-
verðið hækkar stöðugt samhliða því sem hratt
gengur á birgðirnar og vitna hálftóm hveitisílóin í
áströlskum landbúnaðarhéruðum um að þetta er
ekki afmarkaður, svæðisbundinn vandi.
Tökum dæmi.
Verð á matvælum hefur hækkað um 75% frá
árinu 2000, hveitiverð um 200%, að því er sérfræð-
ingar Alþjóðabankans áætla. Verð á korni hefur
ekki verið hærra í tólf ár og verð á olíu, orkugjafa
framleiðslu- og dreifikerfisins, er í sögulegum upp-
hæðum. Olíuverðið hefur áhrif á áburðinn sem er
einnig á uppleið og áætlar Alþjóðabankinn að hann
hafi hækkað um 150% á síðustu fimm árum.
Rekstrarkostnaðurinn í landbúnaði fer hækkandi
og þróunin er komin út í verðlagið.
Milljónir manna um heim allan byggja afkomu
sína á landbúnaði. Teikn eru á lofti um að veð-
urfarið sé að breytast, kenning sem talin er skýra
að hluta hvers vegna hveitiuppskeran í Ástralíu
hrapaði úr 25 milljónum tonna í rúmlega 10 milljón
tonn. Margir ástralskir bændur hafa horft á land
sitt skrælna og sumir jafnvel framið sjálfsvíg. Á
Indlandi er það sama uppi á teningnum. Þar er talið
að yfir 25.000 bændur hafi svipt sig lífi í fyrra, eftir
erfitt tímabil kornskorts og vaxandi kulda, að því er
fram kemur í skoska dagblaðinu The Sunday Her-
ald.
Neyðast til að minnka skammtana
Starfsfólk Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóð-
anna, WFP, finnur fyrir hækkununum og hefur
neyðst til að minnka skammta til handa 73 millj-
ónum manna í 78 löndum það sem eftir lifir ársins.
Eins og rakið var í fréttaskýringarþætti breska
ríkisútvarpsins, BBC, í vikunni koma hækkanirnar
hart niður á fátæku fólki. Efnalítið fólk í Taílandi
þarf að verja stórum hluta tekna sinna í mat, jafn-
vel að vinna meira til að brauðfæða fjölskylduna,
fyrst og fremst sökum þess að hrísgrjón hafa
hækkað gríðarlega í verði. Í Egyptalandi er dýr-
tíðin farin að hafa áhrif á samsetningu fæðunnar og
skammt er síðan tveir létu lífið í slagsmálum sem
brutust úr fyrir utan bakarí í Kaíró við úthlutun á
brauði. Íbúar ríkjanna tveggja eru ekki þeir verst
settu. Á Haítí hefur lágtekjufólk neyðst til að leggja
sér kalkríkar moldarkökur til munns, eftir að verð-
ið á hrísgrjónum hækkaði upp úr öllu valdi.
Hungurógnin vofir yfir
þeim allra fátækustu
AP
Neyð Nítján ára móðir nærir barn sitt með
moldarkökum á Haítí fyrir skömmu. Stóraukin
eftirspurn vaxandi hagkerfa á þátt í þróuninni.
DAGUR fílsins var haldinn hátíðlegur í Taílandi í gær og
af því tilefni gæddu fílarnir sér á sérvöldum kræsingum.
Fíllinn er eitt af þjóðartáknum Taílendinga og þennan
dag heiðra landsmenn fílana með sérstökum ávöxtum og
búddískum helgiathöfnum. Fíllinn er Taílendingum mik-
ilvægur og er samofinn sögu og hefðum landsins.
Reuters
Dekrað við taílenska fíla
ÞÝSKUR pípulagningamaður, sem
drap kött fyrrverandi kærustu sinn-
ar með því að kasta honum fram af
svölum á fimmtu hæð hefur nú feng-
ið sinn dóm, sjö mánaða fangelsi.
Maðurinn, sem er aðeins nefndur
Torsten F., viðurkenndi kattarmorð-
ið og skýrði það út með því að kött-
urinn hefði gert þarfir sínar á gólfið í
íbúðinni.
„Ég missti stjórn á mér,“ sagði
hann fyrir rétti í Berlín en dómarinn,
Monica Pelcz, kvaðst vona að dóm-
urinn yfir manninum yrði öðrum víti
til varnaðar. „Við megum ekki láta
reiðina bitna á þeim, sem eru minni
máttar,“ sagði hún.
Í fangelsi fyr-
ir kattardráp
♦♦♦
Dalvegi 10-14 • Sími 5771170
Innrettingar
Drauma eldhu´s
XE
IN
N
IX
08
02
00
9