Morgunblaðið - 14.03.2008, Page 19

Morgunblaðið - 14.03.2008, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MARS 2008 19 MENNING VÍÐFRÆGUR drengjakór frá St. Paul’s-skólanum í Balti- more í Bandaríkjunum er kom- inn hingað til lands til að halda tónleika. Rúmlega 800 drengir frá 5 til 18 ára sækja menntun sína í einkaskólann sem var stofnaður árið 1849 þar sem mikil hefð hefur verið fyrir kórsöng. Eldri drengirnir taka þátt í kórsöng sem hluta af skólastarfinu og æfa þeir fjór- um sinnum í viku, eina klukkustund í senn. St. Paul’s-söngflokkinn skipa 44 nemendur frá 15-18 ára. Kórinn heldur tónleika í Langholtskirkju á morgun, laugardag, kl. 17:00. Aðgangur að tón- leikunum er ókeypis. Tónlist Drengjakór frá Baltimore Langholtskirkja LJÓSMYNDIN, ímyndin, portrettið er yfirskrift sýn- ingar sem verður opnuð í Listasafni Reykjanesbæjar kl. 18 í dag. Listamennirnir Sig- ríður Melrós Ólafsdóttir og Karl Jóhann Jóhannsson gera bæði portrett og bæði nota þau ljósmyndamiðilinn sem verk- færi í vinnuferlinu þó útkoman sé málverk, grafík eða teikn- ingar. Sigríður sýnir mörg verk af nektardansaranum Lísu og Karl sýnir málverk með tveimur eða fleiri manneskjum á sama striga. Sýningarsalur er í Duushúsum þar sem opið er alla daga frá klukkan 11 til 17, og að- gangur er ókeypis. Sýningin stendur til 4. maí. Myndlist Málverk, grafík og teikningar Karl Jóhann Jóhannsson Á MORGUN laugardag opnar ljósmyndarinn Friðrik Örn Hjaltested sýningu í Galleríi Sævars Karls við Bankastræti. Sýningin samanstendur af ljós- myndum frá Reykjavík, en Friðriki eru hugleikin form í sínu nánasta umhverfi sem að- eins eru sýnileg úr lofti, þar sem hlutföllin eru greinileg. „Við gerum okkur betur grein fyrir umhverfi okkar með því að kortleggja það og breyta hlutföllum þess hvar mörkin liggja; hvar þau byrja og enda er ekki allt- af ljóst,“ segir meðal annars í tilkynningu. Opn- unin hefst kl. 14, aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. Ljósmyndun Friðrik Örn hjá Sævari Karli Friðrik Örn Hjaltested Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is „ÞESSI verk koma til mín sem sýn. Svo kemur önnur sýn og skerpir þá fyrri en enn þá er ég ekki farinn að gera neitt. Loks kemur augnablikið þegar sýnin er tær og þá geri ég myndina – þegar hún er tilbúin inni í höfðinu á mér.“ Sigurður Guðmundsson myndlist- armaður er kominn í heimsókn frá Kína, þar sem hann býr nú, með á annan tug flennistórra ljósmynda og tvö myndbandsverk að auki. Sýning á verkunum var opnuð í Hafnarhúsinu í gærkvöldi og kallast Mutes upp á ensku, Mállausir kjarnar á íslensku. Samnefnd bók kom út um leið. Sigurður er að útskýra ferlið bak við verkin, sem hann vill í raun ekki útskýra, heldur kýs að fólk upplifi. „Þetta eru ekki hugmyndir heldur myndsýnir. Enda er ég að reyna að fá ekki hugmyndir heldur hitt sem tek- ur við ef þú hefur engar hugmyndir. Þá ertu kominn í sjónrænar ímynd- aðar upplifanir. Ég reyni að vinna gegn hugmyndum.“ Hugmyndalega list segir hann ekki henta sér á þessu skeiði lífsins. „Ég get sem betur fer notið alls kyns hluta sem ég stunda ekki sjálf- ur. Annars væri ég í vondum málum, ef ég gæti bara notið þess sem ég geri sjálfur. Ég er líka á meiningaflótta og finnst hefðbundin aðferðafræði við að tjá meiningar sínar ófullnægjandi og frekar óinterressant.“ Ekki fer milli mála að hann vill að fólk njóti verka sinna, án umbúða. „Ég held að þessar mállausu gáfur í gjörðum fólks og í listaverkum séu oft vanmetnar,“ segir hann hugsi; „í listaverkum sem segja ekki Guð, hvað ég er fallegt og mikilvægt, og útskýra hvað þau merkja. Engum heilvita manni sem hlustar á tónlist eftir Mozart dettur í hug að spyrja hvað hún merki. Hvað tónskáldið sé að fara. Hann er að fara það sem þú heyrir – og ég er að gera það sem fólk sér! Ef listaverk er raunverulegt listaverk þá er það svo gjöfult að það inniheldur alls kyns meiningar, jafn- vel gagnstæðar. Það er eins og orku- gjafi sem hægt er að sækja allskyns visku í.“ Ekkert betra stendur til boða Í öðru myndbandinu er spákona að spá í kúlu inni í glerstafla. Á sumum ljósmyndanna er fólk sem var dáleitt og framkvæmir hluti samkvæmt fyr- irmælum, ómeðvitað um ljósmynd- arann og fólkið í kring. Á öðrum er hópur götufólks í Kína, sem listamað- urinn hefur stillt upp, og enn aðrar með nöktum konum, sem einnig lenda á myndum með mönnunum af götunni. Sum verkin kallast á við eldri verk Sigurðar. „Það eru 25 ár síðan ég vann með ljósmyndir síðast,“ segir Sigurður, sem á sínum tíma ætlaði ekki að vinna í þennan miðil aftur. „Ég leit á þessi gömlu ljós- myndaverk sem ljóðlist, stundum sem skúlptúr. Svo fékk ég meiri áhuga á áþreifanlegri hlutum. En ár- ið 2005, þegar ég ætlaði að fara að skrifa mína þriðju bók, þá komu þess- ar sýnir sem tóku hug minn yfir. Ég fór út í þetta af áfergju. Ég hef aldrei skilið þegar málarar tala um ofurást sína á málverki. Ég hef aldrei upplifað það að elska mið- ilinn sem ég vinn með. Þú velur ekki hvers konar lista- maður þú ert. Það besta er að komast sem næst því að vera maður sjálfur. Það stendur ekkert betra til boða í þessum geira – eða í lífinu. Nú er ég að skrifa bókina og finnst ekki mikill munur á því eða skúlptúr eða ljósmynd eða performans. Mér finnst þetta vera líkt hvað öðru. Fyr- irbærið list getur þurft á alls kyns fötum að halda; manneskja sem fer í sund fer ekki í svörtum jakkafötum í laugina – nema hún sé að gera per- formans!“ segir hann og brosir. „Þetta er mín afstaða gagnvart miðl- inum.“ Varðandi verkin vísar Sigurður að lokum til Michaelangelos, sem sagði: „Myndin er inni í marmarablokkinni. Ég þarf bara að sækja hana.“ Þegar sýnin er tær Ný verk Sigurðar Guðmundssonar eru stórar ljósmyndir og myndbönd Reynsluferlið Sigurður við verkið Aðdáendur verka minna. Einskonar saga ferilsins, sem er pakkaður í plast. Morgunblaðið/Einar Falur Eftir Ástrúnu Friðbjörnsdóttur „ÞETTA verk er gert við ótrúlega sérstakar aðstæður í fangabúðum, og það er magnað að Messiaen skuli hafa fengið nótnapappír og hljóð- færi. Mér skilst að sellóið hafi bara verið þriggja strengja og þetta hafi verið svolítið skrautlegt“ segir Rún- ar Óskarsson klarinettuleikari sem flytur verkið „Kvartett fyrir endalok tímans“ eftir Olivier Messiaen ásamt Zbigniew Dubik fiðluleikara, Hrafn- keli Orra Egilssyni sellóleikara og Ástríði Öldu Sigurðardóttur píanó- leikara. Tónleikarnir eru hluti af Kristalnum, kammertónleikaröð Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Messiaen var tekinn til fanga af Þjóðverjum árið 1940 og færður í stríðsfangabúðir. Þrír hljóðfæraleik- arar voru í fangabúðunum og ásamt Messiaen skipuðu þeir þann sér- stæða kvartett sem samanstóð af pí- anói, klarinettu, fiðlu og sellói. Tímaleysi fuglanna „Tónlist Messiaens er einstök og því hefur þetta án efa verið skrítin tónlistarupplifun fyrir þorra þeirra sem hlustuðu á frumflutninginn í fangabúðunum“ segir Rúnar. Tutt- ugu árum eftir að verkið var frum- flutt sagði Messiaen að aldrei hefði verið hlustað á tónlist hans með svo mikilli athygli og skilningi sem þá en þeir sem á hlustuðu voru 5000 sam- fangar hans, menn úr öllum stéttum þjóðfélagsins. Yrkisefnið er sjálfur dómsdagur og er trúarsannfæringin alltumlykj- andi. Þættir verksins eru átta og spilar Rúnar einleik í Hyldýpi fuglanna. „Messiaen beinir sjónum sínum að tímanum og því hyldýpi sem hann er. Það er mannlegt að hugsa alltaf um gærdaginn eða morgundaginn en Messiaen trúði því að fuglarnir lifðu í núinu, svolítið í tímaleysinu. Hann var mikill fugla- aðdáandi og tók upp fuglahljóð.“ Fuglasöngur í stríðsfangabúðum Morgunblaðið/Golli Upplifun „Tónlist Messiaens er einstök og því hefur þetta án efa verið skrítin tónlistarupplifun fyrir þorra þeirra sem hlustuðu á frumflutninginn.“ Í HNOTSKURN »Tónleikarnir verða í Þjóð-menningarhúsinu á laug- ardaginn kl. 17. »Hundrað ár eru síðan tón-skáldið Olivier Messiaen fæddist. Hann samdi verkið Kvartett fyrir endalok tímans í stríðsfangabúðum Þjóðverja þar sem bjargföst trúarsannfæring hans gegnsýrir allt verkið. » Allir hljóðfæraleikararnirflytja einleikskafla ásamt því að spila saman. Í LISTAMANNAHÚSINU Start Art, Laugavegi 12 B, sýnir nú Rósa Sigrún Jónsdóttir í forsalnum. Sýn- ingin er í miðbænum og það er mið- bærinn sem listamaðurinn hefur gert að viðfangsefni sínu. Hún bein- línis „þræðir“ götur hans í mynd- bandsverki sem varpað er á vegg, en þar birtast þær einnig sem saumspor. Ummerkin má og sjá í götumynd þar hjá, í afstraktformi. Það má ímynda sér að einhvern veginn þannig hafi myndir af mið- bænum greypst í og mótað vitund borgarbúa. Við skoðun götumyndar Rósu Sigrúnar má rekja slóðir – persónulegar en líka samfélags- legar. Slík mynd á það á hættu að „rakna upp“ í tímans rás eða í nið- urrifsstarfsemi, og um leið rofna og glatast lífsins þræðir. Sama má segja um götumyndina sem spunnin er líkt og kóngulóarvefur í glugga- horn sýningarrýmisins. Sýningin minnir að þessu leyti á að rými borgarinnar eru skynjuð og lifuð – og að það beri að hafa í huga í borgarskipulagi. Listamaðurinn skapar fleiri hug- lægar götumyndir: í verkinu Götu- myndir I kannar hún borgarrýmið og kortleggur í vef mislitra þráða sem liggja milli nokkurs konar „hnita“ eða hnykla. Þessi verk kallast á við eldri verk Rósu Sigrúnar, sem ég hef séð, og í þeim nýtur sín vel styrkur hennar í rýmiskennd og meðferð text- íltengdra efna. Þessir eiginleikar sjást síður í tveimur stórum af- straktmálverkum af Vonarstræti, sem þó eru vel útfærð. Það er hins vegar rýmisleg „framlenging“ þeirra í formi upprúllaðra, litaðra límbandsstrimla – eins konar „jað- armynda“ götunnar – sem ber hug- myndaríki listamannsins vitni. Myndir og þræðir MYNDLIST Start Art Til 2. apríl 2008. Opið þri.-lau. kl. 13-17 og eftir samkomulagi. Aðgangur ókeypis. Rósa Sigrún Jónsdóttir – Götumyndir Anna Jóa

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.