Morgunblaðið - 14.03.2008, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 14.03.2008, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MARS 2008 21 AKUREYRI Fjarðabyggð | Menningar-, íþrótta- og ferðamálanefnd Fjarðabyggðar hefur úthlutað 22 styrkjum til menningarverkefna fyrir rúmar fjórar milljónir króna. Styrkirnir eru frá 50 til 925 þúsund krónur, en sótt var um styrki fyrir yfir fimmtán milljónir króna. Lýsir nefndin ánægju sinni með gróskuna í menningarlífi sveitarfélagsins sem fjöldi og gæði umsókna end- urspeglar. Hæstu styrki hlaut Sjóminjasafn Austurlands, 925 þúsund, bæjarhátíðin Franskir dagar á Fáskrúðsfirði fékk hálfa milljón í sinn hlut og Listasmiðja Norðfjarðar 350 þúsund krónur. Fé lagt í menningu Vopnafjörður | Á góugleði Mark- aðsstofu Austurlands um sl. helgi voru veittar hinar árlegu við- urkenningar Markaðsstofunnar, Frumkvöðullinn og Kletturinn. Að þessu sinni hlutu Frum- kvöðulinn hjónin Aðalsteinn Jóns- son og Ólavía Sigmarsdóttir í Klausturseli fyrir að sýna frum- kvæði í uppbyggingu og rekstri ferðaþjónustu á Jökuldal. Þau hafa í meira en áratug rekið handverks- gallerí og dýragarð í Klausturseli og koma auk þess að verkefninu Á hreindýraslóðum. Kletturinn féll í hlut Borgfirðingsins Helga Magn- úsar Arngrímssonar sem hefur unnið að ferðamálum á Austurlandi í góðan aldarfjórðung. Uppbygging hans á Álfasteini á Borgarfirði eystri frá 1981 var alla tíð mjög ferðamannatengd og þegar göngu- leiðamerkingar hófust 1996, með stofnun Ferðamálahóps Borg- arfjarðar, var búið að taka stefnuna fyrir næsta áratuginn. Síðustu ár hefur Helgi unnið að merkingu gönguleiða og kortagerð víða um land, m.a. í tengslum við verkefni UMFÍ, Göngum um Ísland. Hann hefur einnig látið til sín taka í fé- lagsmálum og var um tíma í vara- stjórn Markaðsstofu Austurlands. Góugleðin var haldin í kjölfar að- alfundar Markaðsstofunnar. Í skýrslu framkvæmdastjóra, Kötlu Steinsson, kom fram að umsvif hefðu aukist á árinu. Ráðinn var verkefnastjóri í heilsársstarf og velta jókst þrátt fyrir að sam- dráttur hefði orðið í tekjum vegna færri íslenskra ferðamanna sem lögðu leið sína um Austurland mið- að við sumarið á undan. Ljósmynd/MA Kletturinn Auður Anna Ingólfsdóttir og Skúli Björn Gunnarsson (t.h.) af- hentu Helga M. Arngrímssyni viðurkenningu Markaðsstofu Austurlands. Markaðsstofan heiðrar atorkufólkSeyðisfjörður | Íþróttamaður Hugins á Seyðisfirði 2007 hefur verið kjörinn. Fyrir valinu varð Elmar Bragi Einarsson. Elmar hefur stundað knatt- spyrnu og skíðaíþróttina frá unga aldri. Einnig hefur hann séð um þjálfun hjá Hug- in. Sem knatt- spyrnumaður og skíðamaður er Elmar Bragi góð- ur íþróttamaður og frábær fyr- irmynd. Þess má geta að Elmar Bragi braut báða fótleggi árið 1998, hlaut opið beinbrot á vinstri legg og lærbrot á þeim hægri og var samt sem áður mættur á æfingu þremur mánuðum seinna. Skarar fram úr hjá Hugin Elmar Bragi Einarsson Egilsstaðir | Fimleikadeild Hattar, fyrsta austfirska félagið sem útnefnt var fyrirmyndardeild innan ÍSÍ, hef- ur verið starfrækt í 21 ár og eru iðk- endur nú um 220 talsins, frá fjögurra ára aldri til sextán ára. Fjórtán þjálf- arar og aðstoðarþjálfarar starfa við deildina og lögð er mikil áhersla á góða menntun þeirra. Deildin er löngu búin að sprengja af sér ramma íþróttahússins á Egilsstöðum og bíða forsvarsmenn hennar þess að vilyrði sveitarfélagsins um byggingu fim- leikahúss verði efnt. Adda Birna Hjálmarsdóttir er for- maður fimleikadeildarinnar. Hún segir afar þröngt um starfsemi í íþróttahúsinu og stórmál að koma öllum iðkendum fyrir í þá tíma sem fimleikadeildin fái úthlutað. Gríðar- legt álag sé á þjálfurum, sem taki við hverjum hópnum á fætur öðrum yfir daginn. Fyrir komi að 60 börn séu í íþróttasalnum í einu, en honum er að jafnaði skipt í þrjú bil. Þá taki drjúgt af úthlutuðum tíma til fimleikanna að leggja út áhöld og safna þeim saman aftur. Bæjarstjórn gefi grænt ljós „Skipuð var nefnd á vegum íþrótta- og tómstundaráðs Fljóts- dalshéraðs, sem fjallaði um upp- byggingu íþróttamannvirkja og átti að taka afstöðu til byggingar gervi- grasvallar og fimleikahúss,“ segir Adda Birna. „Gervigrasvöllurinn er risinn, mjög glæsilegur leikvangur í Fellabæ, en ekkert bólar á fimleika- húsi, þ.e. viðbyggingu við íþróttahús- ið á Egilsstöðum, þó bygging þess hafi verið samþykkt af nefndinni. Teikningar og kostnaðaráætlun liggja fyrir, en bæjarstjórn þarf að samþykkja bygginguna til að hafist verði handa.“ Hún segir staðreynd að vel menntaðir fimleikaþjálfarar hafi áhuga á að koma austur til að þjálfa, en aðstöðuleysi hindri. Eng- inn möguleiki sé fyrir iðkendur sem ná vilji langt til að æfa aukalega í íþróttahúsinu. Metnaðarfull hug- mynd um að stofna fimleikaakadem- íu í samstarfi við Menntaskólann á Egilsstöðum sé í gjörgæslu vegna aðstöðuleysisins. Fimleikadeild Hattar stendur á morgun fyrir árlegu hópfimleika- móti í íþróttahúsinu á Egilsstöðum. Um 150 keppendur á aldrinum 9 til 16 ára koma frá Akureyri, Húsavík, Egilsstöðum og Höfn. Upphitun hefst kl. 09 og almenn keppni kl. 11. Bíða ákvörðunar bæjarstjórnar Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Fim Fimleikadeild Hattar nýtur vinsælda og skortir betri aðstöðu. Fimleikadeild Hattar líður fyrir aðstöðuskort AUSTURLAND ODDVITI Vinstri grænna í bæjar- stjórn Akureyrar, Baldvin H. Sig- urðsson, vill að kannað verði hvort hægt sé að rifta samningi um sölu á hlut bæjarins í Landsvirkjun til rík- isins vegna þess að verðmæti fyrir- tækisins hafi verið metið allt of lítið. Samið var um söluna haustið 2006. Á fundi bæjarráðs í gærmorgun lét Baldvin bóka að af því tilefni að Landsvirkjun skilaði 28,5 milljarða kr. hagnaði á síðasta ári, vildi hann enn og aftur mótmæla sölu Akureyr- arbæjar á hluta bæjarins í fyrirtæk- inu „vegna þess að ég tel að tæplega 61 milljarðs króna mat á Landsvirkj- un hafi verið allt of lágt“. Baldvin segir að Hitaveita Suðurnesja hafi á svipuðum tíma verið metin á 55 millj- arða en sé þó 80-90% minna fyrir- tæki en LV. „Ég fer fram á að bæj- arstjórn endurskoði þessa sölusamninga og reyni að fá þeim rift vegna mistaka sem hafa verið gerð á verðmati Landsvirkjunar.“ Baldvin sagði við Morgunblaðið að þegar fjármunir í eigu bæjarins væru annars vegar bæri bæjar- fulltrúum skylda til þess að vanda sig. „Það er borðleggjandi að verð- matið á Landsvirkjun var allt of lágt; um það eru margir sammála. Meira að segja Valgerður Sverrisdóttir [al- þingismaður Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi og fyrrverandi iðnaðarráðherra] sagði í sjónvarpi á sínum tíma að huga ætti að einka- væðingu Landsvirkjunar og lands- fundur Sjálfstæðisflokksins hefur að minnsta kosti þrisvar samþykkt að stefna beri að því. Um leið og fyr- irtækið fer á markað verður það miklu meira virði.“ Á fundi bæjarráðs bókaði meiri- hlutinn að fráleitt væri að draga þá ályktun að afkoma Landsvirkjunar á sl. ári sýndi að mistök hafi verið gerð í því að selja hlut Akureyrarbæjar í Landsvirkjun. „Benda má á að fjármunatekjur umfram fjármagnsgjöld námu 27.630 milljónum króna sem skýrist aðallega af gengishagnaði af lang- tímalánum og gangvirðisbreytingum afleiðusamninga. Gengishagnaður- inn og gangvirðisbreytingar eru að mestu leyti óinnleyst og verður að hafa það í huga við mat á afkomu fyr- irtækisins,“ segir í bókun meirihlut- ans. Vill reyna að rifta samningi um sölu LV Í HNOTSKURN »Reykjavíkurborg og Akur-eyrarbær seldu ríkinu hluti sína í Landsvirkjun á samtals 30,25 milljarða en heildarvirði LV var metið 60,5 milljarðar. Skrifað var undir samning um söluna haustið 2006 og hann tók gildi 1. janúar 2007. »Eignarhlutur Akureyrar-bæjar í LV var 5,472% og fékk því bærinn um 3,3 milljarða króna í sinn hlut. Meirihlutinn: Fráleitur málflutningur NÝTT íslenskt leikrit, Dubbeldusch, var frumsýnt í Rýminu á Akureyri í gærkvöldi við geysigóðar und- irtektir gesta. Umfjöllunarefnið er að sumu leyti graf- alvarlegt en verkið jafnframt fyndið og mikið var hleg- ið á frumsýningunni. Höfundur verksins er Björn Hlynur Haraldsson og hann leikstýrir sjálfur. Myndin er tekin í búningsherbergi leikara skömmu fyrir frum- sýninguna; frá vinstri: Hilmar Jónsson, Sveinn Ólafur Gunnarsson, María Heba Þorkelsdóttir, Maríanna Clara Lúthersdóttir og Harpa Arnardóttir. Uppsetning Dubbeldusch er samstarfsverkefni Vesturports og Leikfélags Akureyrar. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Dubbeldusch fékk góðar viðtökur ÞRISVAR á skömmum tíma hefur verið hringt í Neyðarlínuna og beðið um sjúkrabifreið að Glerárlaug á Ak- ureyri en skilaboðin misfarist þannig að bíllinn fór í öll skiptin að Sundlaug Akureyrar. Þetta kemur fram í Vikudegi sem kom út í gærkvöldi. Síðasta tilvikið var um síðustu helgi. Þá var tilkynnt um meðvitundarlaus- an mann í Akureyrarsundlaug og segir Þorbjörn Haraldsson slökkvi- liðsstjóri í Vikudegi að farið hafi ver- ið með mesta forgangi að Sundlaug Akureyrar. Maðurinn hefur bragg- ast að sögn Þorbjarnar og mistökin komu því ekki að sök í þetta skipti. „Þetta er því miður ekki í fyrsta skipti sem svona gerist og þetta er mjög slæmt, það er einhver brotalöm í gangi hjá Neyðarlínunni, líklega halda menn að einungis sé ein sund- laug á Akureyri. Við útkall af þessu tagi er hver mínúta dýrmæt,“ segir Þorbjörn í Vikudegi. Meinarðu Akureyrarlaug? Beðið um sjúkrabíl í Glerárlaug – fór að Sundlaug Akureyrar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.