Morgunblaðið - 14.03.2008, Page 22
daglegtlíf
Gult og glingur
á páskum
Páskablómið Liljurnar eru ómiss-
andi um páskana og þessar potta-
liljur kosta 299 á tilboði í Blómaval.
Ytri potturinn fæst þar sömuleiðis
og kostar einnig 299 kr.
Litríkar Alls kyns páskaservíettur fást í Blómavali, þær minni kosta 399 kr.
pakkinn og þær stærri 499 kr. Þessi kerti eru með 30% afslætti og kostar
egglaga kertið því 664 kr. en kúlan 391 kr.
Morgunblaðið/Valdís Thor
Hangandi Lítil postulínsegg frá Villeroy & Boch, Kringlunni, tvö í pakka á
2.000 kr. Vasinn fæst í sömu verslun en greinarnar eru úr Blómavali.
Hlýleg Tuskumús með páskahænsn
í fanginu úr Sia, Laugavegi, kr.
1.760 með 20% afslætti.
Sumarlegar Kotrosknar páska-
kanínur sem fá sólina til að skína í
forhertustu hjörtum. Fást í Blóma-
vali. Stærri kostar 783 kr. og sú
minni 629 kr. með 30% afslætti.
|föstudagur|14. 3. 2008| mbl.is
Heitfengur Þessi páskaungi heldur hita á lin-
soðnu eggjunum sem verða á morgunverða-
borðunum um páskana. Fæst í Pipar og salt,
Klapparstíg og kostar 1.800 kr.
Fágað Páskakertastjaki frá
Holmgaard, kr. 4.550 kr. Fæst í
Villeroy & Boch, Kringlunni.
Páskaliljur, krókusar, gulir túlípanar og brumandi greinar hafalengi þótt órjúfanlegur hluti af páskahaldinu. Hins vegar eru ekkimörg ár síðan páskaskraut fór að verða áberandi í verslunum vik-urnar fyrir páska. Ef marka má úrvalið sem þar er að finna má
ætla að æ fleiri skreyti híbýli sín fyrir hátíðarnar, þótt í misríkum mæli sé.
Flestir láta sér nægja að koma fyrir einum og einum páskaunga eða
-kanínu sem gægist ofan úr hillu eða gluggakistu. Þeir eru þó til sem taka
páskaskreytingarnar með trompi, líkt og algengara er að glysgjarnir geri
fyrir jól.
Vissulega er fleira en ungar og kanínur sem stendur til boða vilji fólk
setja páskasvip á heimilið, þótt þessar skepnur skipi víða veglegan sess í
verslunum. Þar má einnig sjá alls kyns kerti og páskadúka, óróa, hreiður,
kertastjaka, skálar, servíettur og hringi utan um þær, eggjahreiður,
páskabjöllur og margt, margt fleira. Svo er bara spurningin hvað vekur
helst páskabarnið í hverjum og einum?
Strýtuhænur Fást í Pipar og salt, Klapp-
arstíg. Sú stærsta kostar 950 kr., mið-
stærðin er á 750 kr. og sú minnsta á 595 kr.
Spaugilegar Hænustyttur úr Sia,
Laugavegi. Sú stærri kostar 1.000
kr. en þær minni 792 kr. með 20%
afslætti.
Eggið og hænan Úr leir, fæst í Sia,
Laugavegi. Doppótt hæna kostar
440 kr. og rósótt egg 280 kr. með
20% afslætti.
Iðandi Efst á fætinum er gormur
sem tryggir hreyfanleika þessara
litríku hænsna. Kosta 895 kr. og
fást í Pipar og salt, Klapparstíg.
Afvelta Litlir postulínsungar frá
Villeroy & Boch í Kringlunni, þrír í
pakka á 1.090 kr.