Morgunblaðið - 14.03.2008, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.03.2008, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MARS 2008 27 Á GRUNDVELLI þeirra lagalegu skuld- bindinga sem Ísland undirgekkst með aðild sinni að Rammasamn- ingi Sameinuðu þjóð- anna um loftslags- breytingar frá 1992 og Kyoto-bókuninni frá 1997 hefur Ísland með þátttöku sinni í hinu alþjóðlega samn- ingaferli tekið á sig pólitískar skuldbind- ingar. Þessar skuld- bindingar koma meðal annars fram í yfirlýst- um samningsmark- miðum ríkisstjórnar Íslands frá 4. desem- ber sl. Þar skiptir mestu máli stuðn- ingur ríkisstjórn- arinnar við þau meg- inmarkmið, að „… taka mið af til- mælum Vísinda- nefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) um að koma þurfi í veg fyrir að hlýnun lofthjúps jarðar fari yfir 2°C frá því sem var fyrir upphaf iðn- byltingar. Til að ná því markmiði þarf losun iðnríkjanna í heild að minnka um 25 –40% fyrir 2020. Á sama tíma þarf samkomulagið að fela í sér að stærstu losendur í hópi þróunarlanda dragi úr vexti los- unar.“ Einnig koma þessar skuldbind- ingar fram í ræðu utanrík- isráðherra á allsherjrþingi Samein- uðu þjóðanna sl. haust. Þar undirstrikaði utanríkisráðherra nauðsyn þess að virkja umhverf- isverndarsamtök í baráttunni við loftslagsbreytingar. Einnig má nefna ræðu umhverfisráðherra á loftslagsþinginu í Balí. Síðast en ekki síst er Ísland skuldbundið af niðurstöðum loftslagsþingsins í Balí. Stefnumótun stjórnvalda Frá því Kyoto-bókunin var gerð árið 1997 hafa stjórnvöld þrívegis sett fram stefnumótun í loftslags- málum. Í fyrsta lagi var það mark- mið stjórnvalda að Ísland fengi að auka losun um a.m.k. 55% miðað við 1990. Það samningsmarkmið náði ekki fram að ganga í Kyoto heldur var Íslandi úthlutað 10% aukningu. Það dugði engan veginn fyrir áform stjórnvalda og Norsk Hydro um ál- ver og virkjanaframkvæmdir á Austurlandi og því kröfðust stjórn- völd sérstaks ákvæðis – almennt orðað en þó sértækt fyrir Ísland. Það var samþykkt á 7. þingi aðild- arríkja Rammasamningsins um loftslagsbreytingar árið 2001. Í öðru lagi kynntu stjórnvöld stefnu í mars 2002 í kjölfar þess að Ísland fékk kröfum sínum fram- gengt. Þar kemur fram að „Dregið verði úr útstreymi gróðurhúsa- lofttegunda frá samgöngum með al- mennum aðgerðum og með breyt- ingum á skattlagningu á dísilbílum, sem leiði til aukningar í innflutningi á slíkum bílum til einkanota.“ Þessar „almennu að- gerðir“ hafa gjör- samlega mistekist. Losun gróðurhúsa- lofttegunda frá vega- samgöngum jókst um 60% á tímabilinu 1990 – 2006. Fátt í fyrrnefndri stefnumörkun rík- isstjórnarinnar frá 2002 hefur gengið eftir og framfylgd íslenska ákvæðisins um, að „… koltvíoxíðútstreymi frá nýrri stóriðju eftir árið 1990 sem fellur undir íslenska ákvæðið [skuli] ekki vera meira en 1.600 þ. tonn árlega að meðaltali árin 2008- 2012“ er nú ógnað af framgöngu Norðuráls í Helguvík og áformum Alcoa um byggingu ál- vers á Bakka. Flestir stjórnmálamenn virð- ast ráðþrota, vegalaus- ir eða viljalausir til að hafa áhrif á gang mála. Í þriðja lagi hafa komið fram drög að loftslagsstefnu núverandi ríkisstjórnar, sbr. að ofan. Stefnt er að því að leggja fram heildræna stefnu í maí eða júní og til grund- vallar þeirri stefnu skal liggja álit tveggja nefnda: Hagfræðinga- nefndar og vísindanefndar. Í ljósi þess að hagfræðinganefndin á sam- kvæmt skipunarbréfi, „… að kanna möguleika á samdrætti í nettólosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi, með sérstöku tilliti til hagkvæmni aðgerða“ er atvinnulífinu (iðnaði, samgöngum, landbúnaði) gefið sjálfdæmi um hvað sé hagkvæmt. Þessu verður að breyta, því þótt samvinna við atvinnulífið sé af hinu góða er brýnt að stjórnvöld marki stefnu í samræmi við þær skuld- bindingar sem Ísland hefur tekið á sig. Bæði lagalegar og pólitískar. Yfirlýsing forsætisráðherra Í áramótaræðu sinni sagði for- sætisráðherra, Geir H. Haarde: „Á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna á Balí nú í desember náðist sam- komulag um að hefja samninga- viðræður um mótun nýs samnings sem taka á við af Kýótó-bókuninni árið 2012. Öll ríki heims verða að leggja sitt af mörkum. Það munum við einnig gera.“ Enn hefur ekki komið fram með hvaða hætti rík- isstjórn Íslands hyggst fylgja orð- um forsætisráðherra eftir. Það verður tæpast gert með byggingu tveggja nýrra álvera en í vor mun nefnd fjögurra ráðherra kynni að- gerðaáætlun ríkisstjórnarinnar til að draga úr losun gróðurhúsa- lofttegunda; væntanlega í samræmi við þau samningsmarkmið sem rík- isstjórn hefur kynnt, þ.e. 25 – 40% samdráttur fyrir 2020. Skuldbindingar Íslands í lofts- lagsmálum Árni Finnsson fjallar um losun gróðurhúsalofttegunda Árni Finnsson » Flestir stjórn- málamenn virð- ast ráðþrota, vegalausir eða viljalausir til að hafa áhrif á gang mála. Höfundur er formaður Nátt- úruverndarsamtaka Íslands. HELGI Seljan spyr í Morgun- blaðinu þriðjudaginn 11. mars 2008, hvort einhver geti frætt sig um hvar þessa setningu sé að finna í Biblíunni. Ég skal reyna að verða við beiðni hans. Í stuttu máli er þessa setningu hvergi að finna í Biblíunni heldur er það – eins og fram kemur í grein Helga Seljan – Grím- ur meðhjálpari í skáldsögunni Maður og kona eftir Jón Thoroddsen sem hef- ur þessa setningu á vörum og eignar Sal- ómon konungi. Í Biblíunni eru þrjú rit eignuð Salómon kon- ungi, Orðskviðirnir, Prédikarinn og Ljóðaljóðin og auk þeirra Speki Salómons sem er eitt rita Apókrýfu bóka Gamla testa- mentisins. Það er skemmst frá því að segja að setningu þá sem Grím- ur meðhjálpari hefur eftir Salómon er hvergi að finna í þeim ritum sem eru kennd við hann. Salómon hvetur hins vegar til hófsemdar í ritum sínum, líka í meðförum víns, m.a. í Orðskviðunum 23.31-32 þar sem segir: „Horfðu ekki á vínið, hve rautt það er, hvernig það glóir í bikarnum og rennur ljúflega nið- ur. Að síðustu bítur það sem högg- ormur og spýtir eitri sem naðra.“ Aðra aðvörun er að finna í Orðs- kviðunum 31.4-5: „Ekki sæmir það konungum að drekka vín eða höfð- ingjum áfengur drykkur. Þeir kynnu að drekka og gleyma lög- unum og ganga á rétt hinn fátæku.“ Þannig notaði nú einmitt séra Sigvaldi vínið er hann hellti víni í bóndann og fékk hann drukk- inn til að afsala jörð- inni er hann ásældist í sínar hendur. Vín var auðvitað hluti mannlífsins á dögum Biblíunnar og talið meðal gjafa Guðs. Í Sálmi 104.14- 15 segir t.d.: „Þú, Drottinn, lætur gras spretta handa fénaðinum og jurtir sem maðurinn ræktar, svo að jörð- in gefi af sér brauð, og vín sem gleður mannsins hjarta, olíu sem lætur andlit hans ljóma og brauð sem veitir honum þrótt.“ Þarna er vín m.ö.o. meðal þess sem Guð hef- ur skapað og gjöf hans er getur veitt gleði. Í Síraksbók 31.27-28 lesum við líka um vín: „Vínið er manninum sem lífið sjálft, neyti hann þess í öllu hófi. Hvað er lífið þeim sem brestur vín? Það var frá öndverðu ætlað mönnum til gleði. Hjartans yndi og gleði í sinni er vín í hófi á hentugum tíma.“ Þetta vers er meðal leiðbeininga um rétta hegðun í veislum og er þar að finna ýmsar þarfar aðvaranir svo sem þessa sem er næst á und- an versinu er líkist setningu Gríms meðhjálpara (Síraksbók 31.25-26): „Reyn eigi að sýnast kappi við vín- drykkju, vínið hefur margan að velli lagt. Aflinn reynir eggjárn í eldi og vínið hjartað þegar oflátar deila.“ Í beinu framhaldi standa síðan orðin: „Ofdrykkja veldur bit- urð í sinni og leiðir til illsku og þjarks. Ölvun eykur heimskingja reiði uns hann hrasar, hún eyðir þrótti og veldur sárum“ (Síraksbók 31.29-30). Lærdómurinn sem draga má af þessu er sá að setningu Gríms meðhjálpara er hann ranglega eignar Salómon konungi ber að nota í hófi! Hóflega drukkið vín gleður mannsins hjarta Einar Sigurbjörnsson svarar spurningu Helga Seljan » Setningu Gríms meðhjálpara er hann ranglega eignar Salómon konungi ber að nota í hófi. Einar Sigurbjörnsson Höfundur er prófessor í guðfræði. ENN og aftur skrifar Gísli Gísla- son, einn af talsmönnum Sjálfstæð- isfélagsins á Álftanesi, grein um skipulagsmál á Álftanesi sem full er af rangfærslum. Grein Gísla, sem birtist í Morgunblaðinu hinn 7. mars sl., er í sjálfu sér ekki svaraverð, en eitt atriði vil ég þó sér- staklega leiðrétta hjá Gísla. Það er fullyrðing hans um að nú hafi ver- ið bókað „að ekki sé hægt að taka tillit til mótmælanna“ og vísar hann þá væntanlega til mótmæla 700 íbúa vegna skipulagstillögu miðsvæðisins. Hann tekur reyndar ekki fram hver hafi bókað þessa bókun, eða hvar hún hafi verið gerð. Ég bið Gísla hér með að leggja fram þessa bókun, en reikna þó með að hann lendi í erfiðleikum með það, þar sem hið sanna er, að þvert á fullyrðingar Gísla og félaga hans í Sjálfstæð- isfélaginu, hefur verið brugðist við mótmælum íbúanna og reynt að koma til móts við óskir þeirra að eins miklu leyti og hægt er.  Íbúar voru ósáttir við að lítil bensínstöð yrði staðsett í námunda við íbúðabyggð, við enda Suðurtúns. – Ákveðið hefur verið að flytja staðsetningu bensínstöðvarinnar, og kemur þá helst til greina að setja hana sunnan Suðurnesvegar, á Grandann, fjarri íbúðabyggð.  Íbúar voru ósáttir við fjölda og hæð fjölbýlishúsa við Norðurnesveg. – Húsunum hefur nú verið fækkað úr fjórum í þrjú, húsin minnkuð, og hæð þeirra lækkuð að hluta til.  Íbúar voru ósáttir við legu „skólavegar“, höfðu áhyggjur af mik- illi umferð við hann, töldu hann liggja of nálægt skóla og íbúðabyggð við Suðurtún og Skólatún og töldu hann hættulegan börnum. – „Skólavegi“ hefur nú öllum verið hliðrað til, frá núverandi íbúðabyggð og skólasvæði í átt að nýju miðsvæði, auk þess sem innkeyrsla hans frá Norðurnesvegi hefur verið sveigð frá byggð við Suðurtún til mikilla muna. Einnig hafa verið gerðar ráðstafanir til að létta á umferðarþunga um „skólaveg“ m.a. með því að bæta við nýrri götu í þann hluta miðsvæðisins sem ligg- ur næst Suðurnesvegi og Breiðumýri. Nú verður keyrt inn í það hverfi frá „miðbæj- argötu“ í stað þess að eingöngu var áður hægt að keyra inn í það hverfi frá „skólavegi“. Að auki vil ég benda á það að umræðan um svokallaðan „skólaveg“, og umferðarmál á Álftanesi hefur því mið- ur að undanförnu einna helst minnt á söguna um fjöðrina sem varð að fimm hæn- um. Af umræðunni að dæma mætti ætla að öll börn á Álftanesi þyrftu á leið sinni í skólann að fara yfir „skóla- veginn“, en staðreyndin er sú að að- eins lítill hluti barna á Álftanesi þarf að fara yfir þennan veg. Öll þau börn sem búa norðan, austan og vestan við „skólaveginn“ koma aldrei í námunda við hann á leið sinni í skólann. Það eru því einungis þau börn sem búsett eru sunnan við „skólaveginn“ sem gætu þurft að fara yfir hann. Okkur ber að sjálfsögðu að gæta öryggis þeirra barna, eins og annarra barna á öðrum leiðum á Álftanesi. Það verður gert með ákvæðum um mjög lágan umferðarhraða, vandaðri hönnun hraðahindrana, gangbrauta og gönguljósa. Varðandi legu „skólaveg- ar“ samsíða skólalóð, verður að sjálf- sögðu gengið þannig frá málum að börnum að leik á skólalóðinni stafi ekki hætta af þeirri bílaumferð sem framhjá fer. Þau börn sem í dag þurfa að fara yfir umferðargötu á leið sinni í skól- ann fara mörg hver yfir Breiðumýri, en í skipulagsferlinu er m.a. verið að draga úr umferð um hana, enda hefur lengi verið óánægja með öryggismál barna þar. Helstu talsmenn Sjálf- stæðisfélagsins á Álftanesi leggja nú ofuráherslu á það að þyrla upp mold- viðri um tilbúið „vandræðaástand“ á Álftanesi, í sem flestum fjölmiðlum landsins, í þeim tilgangi einum að tefja framkvæmdir við uppbyggingu miðbæjar og koma óorði á bæj- arstjórann og meirihluta bæj- arstjórnar. Það er vægast sagt óá- byrgt og getur haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir framtíð sveitarfé- lagsins haldi þeir áfram þessum óá- byrga og ósanna málflutningi. Að lokum, varðandi orð Gísla um eftirmæli Á-lista, þar sem hann segir „Nú er ítrekað pískrað að Á-listi fari ekki fram aftur heldur bjóði flokkar fram í eigin nafni“. Sé eitthvert písk- ur í gangi um þetta, þá er það fyrst og fremst í þröngri elítu Sjálfstæð- isfélagsins. Innan Á-listans starfar fjölbreyttur hópur fólks, bæði óflokksbundið fólk og fólk úr öllum stjórnmálaflokkum, þar með talið fólk sem áður studdi D-listann á Álftanesi, og styður hann jafnvel í landsmálum. Það sem Gísli og félagar ætla sér hins vegar fyrst og fremst með undirróðri sem þessum, er að skapa glundroða og reyna með því að sundra þeim góða og trausta hópi fólks sem starfar saman innan Á- listans og komast þannig til valda á ný. Þeim verður þó ekki kápan úr því klæðinu, Á-listinn og stuðningsmenn hans standa saman að því að ljúka þeim mikilvægu verkefnum sem framundan eru. Ekki væri þó verra að fá til þess vinnufrið! Álftanes – Hafa skal það sem sannara reynist Kristín Fjóla Bergþórsdóttir skrifar um skipulagsmál á Álftanesi »Helstu talsmenn Sjálfstæðisfélagsins á Álftanesi leggja nú of- uráherslu á það að þyrla upp moldviðri um tilbúið vandræðaástand á Álftanesi. Kristín Fjóla Bergþórsdóttir Höfundur er bæjarfulltrúi Á-lista, og formaður stýrihóps um arkitekta- samkeppni um miðsvæði Álftaness. SANDUR MÖL FYLLINGAREFNI WWW.BJORGUN.IS Sævarhöfða 33, 112 Reykjavík, sími 563 5600
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.