Morgunblaðið - 14.03.2008, Síða 36
✝ Elías Val-geirsson fædd-
ist á Kjalvegi í Nes-
hreppi á
Snæfellsnesi 3.
febrúar 1912. Hann
lést á heimili sínu,
Dalbraut 27, hinn 5.
mars síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Valgeir Narfi
Guðbjörnsson, f.
13.2. 1890, d. 1.10.
1917, og Sigríður J.
Bjarnadóttir, f.
16.11. 1882, d. 2.5
1964. Systkini Elíasar voru Gunn-
ar Valgeirsson, f. 16.1. 1913, d.
9.1. 2001 og Valentína Valgeirs-
dóttir, f. 29.6. 1914, d. 29.1. 1939.
Hinn 19. 5 1934 kvæntist Elías
Helgu Valdimarsdóttur, f. 24.9.
1916, d. 6.3. 1996. Börn þeirra
eru: 1) Magdalena Sigríður, kaup-
maður í Reykjavík, f. 23.11. 1938,
gift Theodór S. Marinóssyni,
framkvæmdarstjóra í Reykjavík,
f. 7.8. 1932, þau eiga 3 börn, 7
barnabörn og 1 barnabarnabarn.
2) Sigurður Rúnar, iðnfræðingur,
f. 3.4. 1942, kvæntur Eddu Svein-
björnsdóttur bankastarfsmanni,
meðeigandi rafmagnsverkstæðis
Rafafls og verslunarinnar Raf-
orku í Reykjavík 1942-49, verk-
stjóri Rafmagnsveitna ríkisins,
m.a. við Andakíslárvirkjun og
Laxárvirkjun 1950-54, rafveitu-
stjóri Snæfellsnesveitu 1954–72
og aðalbirgðavörður RARIK
1972–82. Elías æfði og keppti í
fimleikum og sundi á sínum yngri
árum og vann til verðlauna í
þeim greinum, þá keppti hann í
knattspyrnu og var mikill KR-
ingur alla tíð. Hann fór í sund-
laugar næstum daglega allt til
dauðadags og var gerður heið-
ursfélagi í pottormum sem var
óopinber klúbbur í Sundlaugum
Reykjavíkur. Hann sat í stjórn
Félags íslenskra rafvirkja, í
stjórn Lúðrasveitarinnar Svans,
Hann var fyrsti formaður Leik-
félags Ólafsvíkur, söng í kirkju-
kór Ólafsvíkur og félagi í Rót-
arýklúbbi Ólafsvíkur, söng með
Kór eldri borgara í Reykjavík og
var gerður að heiðursfélaga þar,
söng lengi með RARIK-kórnum í
Reykjavík. Elías var sæmdur
gullmerki Félags íslenskra raf-
virkja fyrir 25 ára starf og gull-
merki frá RARIK fyrir 30 ára
starf.
Útför Elíasar fer fram frá Ár-
bæjarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
þau eiga 3 börn og
10 barnabörn. Fyrir
átti Sigurður Rúnar
einn son og á hann 4
börn. 3) Hannes, f.
11.9. 1943, d. 19.4.
1947. 4) Valdimar,
sjúkraliði og vél-
stjóri, f. 1.2. 1951,
kvæntur Hong Shen,
f. 3.10. 1963. Valdi-
mar á eina dóttur
frá fyrra hjónabandi.
Elías ólst upp í
Reykjavík frá 1917
eða eftir að faðir
hans lést auk þess sem hann var í
sveit á sumrin fram yfir ferm-
ingu, fyrst á Kjalvegi, eitt sumar
á Malarifi, síðan á Gröf í Eyr-
arsveit, þá að Vatnsenda við
Reykjavík og loks að Ánastöðum
á Mýrum. Á unglingsárunum
starfaði Elías við saltfiskbreiðslu
í Reykjavík og vann á Eyrinni. Þá
var hann hjálparkokkur á botn-
vörpungnum Þórólfi. Elías stund-
aði nám við Iðnskólann í Reykja-
vík 1929–33 og við rafmagnsdeild
Vélskólans 1949–52. Elías stund-
aði rafvirkjastörf í Reykjavík eft-
ir sveinsprófið til 1951. Hann var
Elskulegur tengdafaðir minn hefur
nú kvatt þennan heim.
Minningarnar hrannast upp í hug-
anum, þær eru nú ófáar þegar maður
hugsar til baka.
Elías aðeins 96 ára, kom keyrandi
flestalla morgna, oft áður en við hjón-
in vonum komin á fætur, til að drekka
með okkur morgunkaffið. Þá var
hann oft búinn að keyra um bæinn og
skoða hvað væri að gerast í Reykja-
vík, því alltaf er verið að byggja ný
stórhýsi. Hann fór oft um hafnar-
svæðið til að fylgjast með skipunum.
Hann var farinn að tala um að bráð-
um yrði hann að hætta að keyra bíl-
inn, þá yrði mikið frá honum tekið því
í sundlaugar varð hann að komast á
hverjum degi, en hann var einn af
pottormunum svokölluðu. Íþróttir
voru hans líf og yndi, hann fylgdist
með öllum íþróttaviðburðum, var
mikill KR-ingur.
Elías var mikill söngmaður, söng í
mörgum kórum, var alls staðar dáður
af félögum sínum og vinum því hann
var sérlega glaðlyndur, alltaf í góðu
skapi en stóð fast á sinni meiningu
sérstaklega þegar talið barst að póli-
tík. Hann hafði þá skoðun að allir
ættu að vera góðir og hafa það jafn-
gott. Það á eftir að verða mikil breyt-
ing og söknuður í lífi okkar hjónanna
þegar enginn Elías kemur í morgun-
kaffi og kvöldmatinn til okkar í
Vorsabæ því nú er hann hættur að
keyra.
Blessuð sé minningin um góðan
tengdaföður.
Theodór S. Marinósson.
Nú er elsku Elli afi sofnaður sínum
hinsta svefni.
Elli afi var alveg einstakur maður.
Hann var alltaf svo glaður og ánægð-
ur með alla. Hann var afskaplega
stoltur af okkur barnabörnunum og
börnunum okkar einnig. Hann fylgd-
ist vel með okkur öllum og reyndi að
taka þátt í því sem hann gat í lífi okk-
ar.
Það var ótrúlega mikið áfall að fá
símhringingu um það að afi væri dá-
inn. Þó hann væri kominn á háan ald-
ur var hann svo hress að ég var alveg
viss um að hann yrði allavega 100 ára.
Það er ekki oft sem maður heyrir um
96 ára mann sem keyrir enn bíl, syng-
ur í kór, fer í hverri viku á ball og er
nánast hættur að nota gleraugu. En
nú er hann farinn og minningarnar
hrannast upp um allar góðu stund-
irnar sem ég átti með afa. Ég man
þau skipti þegar ég var lítil stelpa og
fékk að fara með afa í sund, við fórum
í útiklefann og afi fór alltaf í kalda
sturtu.
Afi var virkur alþýðubandalags-
maður og á hverju ári var farið í rútu-
ferð um landið. Afi bauð mér iðulega
með og ég naut þess að vera með hon-
um, við sungum í rútunni og hann var
hrókur alls fagnaðar. Ef mann lang-
aði í fjörugar umræður við afa þá fór
maður að ræða pólitík. Afi hafði mikl-
ar skoðanir á þjóðmálunum alveg
fram á síðasta dag. Hann þoldi ekki
misrétti og hans draumur var sá að
allir hefðu það gott og að engum væri
mismunað. Honum líkaði ekki græðg-
in og yfirgangurinn sem margir
stjórnast af. Enda var hann alltaf
boðinn og búinn til að rétta hverjum
sem var hjálparhönd.
Afi gladdist alltaf mjög þegar við
komum í heimsókn til hans. Hann
kynnti okkur stoltur fyrir öllum sem
hann mætti á ganginum á Dalbraut.
Yfirleitt hittum við hann þó hjá
mömmu því hann var alltaf á ferðinni
og erfitt að hitta á hann heima hjá sér.
Þegar Marel Snær var 1 árs í pöss-
un hjá mömmu kom afi á hverjum
degi til þeirra og þeir fóru í gönguferð
meðfram Elliðaánum. Þeir spjölluðu
og sungu, stoppuðu við steininn og
settust á bekkinn. Afi talaði við snáð-
ann eins og jafnaldra og býr dreng-
urinn enn að þeim orðaforða sem
hann lærði af langafa. Toppurinn var
þó alltaf sá að fá að sitja með langafa
við stýrið og keyra hring neðst í göt-
unni.
Afi var mikill KR-ingur og að sjálf-
sögðu kenndi hann stráknum að
syngja ,,Áfram KR“. Það var frekar
neyðarlegt að fara út í búð með snáð-
ann þar sem við bjuggum í hverfi
Fylkis og hann söng hástöfum
,,Áfram KR“ en þetta þótti afa
skemmtilegt.
Já, minningar um góðar stundir
eru óteljandi margar og við erum svo
afar þakklát fyrir þær allar. Síðasta
ferðin okkar var á Snæfellsnesið þar
sem afi fékk að sýna okkur niðjunum
æskustöðvar sínar og starfsvettvang
til margra ára. Hann naut ferðarinn-
ar út í ystu æsar og það gerðum við
einnig.
Nú söknum við afa en höldum í
minningarnar.
Afi sefur með ömmu og bíður þess
að Jesú komi og veki þau. Þá hittumst
við aftur og njótum þess að vera sam-
an um eilífð.
Við biðjum Guð að gefa okkur öll-
um styrk í sorginni.
Við kveðjum góðan mann með
þakklæti fyrir allt.
Steinunn, Örn, Marel
og Jón Steinar.
Elsku afi, nú ert þú farinn, eftir eru
minningar um þær stundir sem við
áttum, þær nú ekki fáar. Það var allt-
af svo gott að vera hjá þér og ömmu í
Ólafsvík, ég var hjá ykkur hvert sum-
ar og sem unglingur kom ég og vann í
frystihúsinu. Það var góður tími. Þú
varst að vinna uppi á fjöllum og niðri
á stöð. Þú elskaðir að synda og vera
úti í sólinni og afi var kominn í stutt-
buxur um leið og sólin sást. Svo flutt-
ust þið suður, ég fór í Vogaskólann.
Þá kom ég í Efstasundið. Við spjöll-
uðum og þú sagðir mér frá þegar þú
varst lítill drengur búinn að missa
pabba þinn og mamma þín var með
þrjú lítil börn og ekki mikið til. Þú
sagðir þetta líka oft þegar Teddi minn
var að vinna með pabba sínum. „Þetta
gat ég aldrei“, en ég skynjaði þann
söknuð sem þú hafðir. Þú varst svo
blíður og hlýr, elsku afi, þegar
langamma veiktist byggðir þú við
húsið svo hún gæti verið hjá ykkur,
þú hugsaðir um hana af þvílíkri hlýju.
Þegar ég sagði ykkur að ég ætti von á
okkar fyrsta barni var gleðin mikil,
þú varst svo mikill barnakarl. Þú
varst í Hveragerði á heilsuhælinu
þegar Halldóra fæddist og enginn
trúði því að þú værir að verða langafi
svona ungur, en þú leist alltaf svo vel
út að allir héldu að þú værir tíu til
fimmtán árum yngri en þú varst. Þú
varst líka fljótur upp á fæðingardeild
að sjá hana Halldóru og halda á
henni. Þú varst svo stoltur langafi.
Þegar Elín mín fæddist varð ég veik
en þú og amma komuð til mín á hverj-
um degi og hjálpuðuð mér. Amma var
þá orðin slöpp svo það varst þú sem
hugsaðir um Elínu, settir hana út í
vagni og fórst í göngutúra. Þú og Elín
áttuð góðar stundir á svölunnum í
Hraunbænum, þið spjölluðuð og
borðuðuð harðfisk, svo fórstu með
hana og kynntir fyrir fólkinu í húsinu
og sagðir alltaf:„Þetta er hún Elín,
langafastelpan mín.“
Þegar þú varðst áttræður fórstu í
hjartaaðgerð en þú varst snöggur að
ná þér, kominn í sund og út að labba á
engum tíma. Hreyfingin var þér mik-
ilvæg, eins og fótboltinn, sannur KR-
ingur. Söngur var líka mikill þáttur í
lífi þínu, kórarnir sem þú varst í og fé-
lagskapurinn, bæði í Rarik-kórnum
og kór eldiborgara. Fyrir tólf árum
misstir þú hana ömmu, ástina í lífi
þínu, eftir sextíu og tveggja ár hjóna-
band. Þá misstir þú mikið og sökn-
uðurinn var mikill en lífið varð halda
áfram. Þú fluttist á Dalbrautina, þú
varst alltaf kátur og hress og í góðu
skapi, allir vissu hver Elías var, bæði
starfsfólk og íbúar, þú fórst í morg-
ungöngur á hverjum morgni, fórst í
bíltúra til mömmu í kaffisopa, sund
eftir hádegi og þú hélst uppi stemmn-
ingunni. Síðastliðið sumar fórum við á
Snæfellsnesið í hópferð og þú sagðir
okkur alla söguna frá því að þú varst
lítil drengur á Kjalveg og um upp-
vaxtarárin. Eins sagðir þú okkur frá
öllum virkjunum og vinnu í Ólafsvík,
þetta var ógleymanleg ferð og þakka
ég fyrir hana, þér fannst þetta svo
gaman.
Elsku afi, þú kvaddir okkur á þinn
einstaka máta á þrekhjólinu í leikfimi.
Ég þakka að hafa átt þig sem afa og
við söknum þín mikið, en nú ertu hjá
ömmu og Hannesi. Takk fyrir allt.
Þín dótturdóttir,
Guðrún H. Theodórsdóttir.
Elsku Elli afi.
Það er sárt að sakna þín og erfitt að
hugsa til þess að við eigum ekki eftir
að hittast oftar hjá ömmu Siddý eða
mæta þér í umferðinni á gula bílnum
og heyra Jón Andra kalla: „Þarna er
Ella afa bíll!“ En ég veit að þú ert
kominn á góðan stað og kominn til
ömmu Helgu. Minningarnar streyma
um hugann þegar ég hugsa til þín um
stundirnar sem við áttum saman í
Efstasundinu og Árbænum og þegar
þú og amma Helga pössuðuð okkur
þegar Elín systir var lítil. Alltaf
varstu svo glaður og hress! Úti á svöl-
um í sólbaði hvort sem það var vetur
eða sumar og með harðfisk í kassan-
um. Alltaf var afi á hraðferð, alltaf svo
mikið að gera í félagslífinu, missti
ekki af neinu þar né ef eitthvað var að
gerast í boltanum í sjónvarpinu eða á
vellinum hjá KR enda gamall KR-
ingur og ekki fannst þér leiðinlegt að
ég skyldi ná mér í harðan KR-ing
enda gátuð þið Gunni talað saman um
boltann og rafmagnið sem þið áttuð
sameiginlegt. Allar þessar minningar
og fleiri til mun ég geyma um þig í
hjarta mínu og aldrei gleyma enda
eru það að fá að eiga þig sem langafa,
96 ára í fullu fjöri, alltaf brosandi og
syngjandi viss forréttindi. Einnig var
ég svo heppin að gera þig að langa-
langafa.
Elsku afi, takk fyrir allar þær
stundir sem við áttum saman.
Halldóra, Gunnar og Jón Andri.
Þar sem englarnir syngja sefur þú,
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum í trú
á að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni,
veki þig með sól að morgni.
Farðu í friði, vinur minn kær,
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær,
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni,
svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens.)
Halldóra Jónsdóttir.
Ég var svo lánsamur sem barn að
fá oft að dvelja í Ólafsvík hjá afa og
ömmu í risastóra húsinu þeirra með
móann á bakvið sem náði lengst upp
að jökli. Afi sat oft við eldhúsglugg-
ann sem sneri út að sjó og hlustaði á
hádegisfréttirnar sem voru honum
ómissandi. „Fylgistu ekkert með,
drengur,“ heyrði ég oft í gegnum tíð-
ina. Svo var spennandi að fara í raf-
veituhúsið við stífluna. Þar var mikill
hávaði og mælarnir margir en hann
var rafveitustjórinn.
Á 70 ára afmælisdeginum, en þá
var hann búsettur í Efstasundi, var
haldin mikil veisla. Þangað kom Rússi
nokkur með stóra gjöf handa afa. Það
heillaði mig að þeir skyldu hafa mun-
að eftir vini sínum á slíkum tímamót-
um. Á unglingsárunum eyddi ég góð-
um tíma með afa við að hjálpa honum
að klæða húsið sitt og ræða pólitík.
Afi hafði þá trú að heimurinn yrði
betri ef menn sameinuðust um sterk-
an leiðtoga sem stjórnaði öllu, allir
ættu allt saman og enginn hefði meira
en hann nauðsynlega þyrfti. Að
græða á náunganum væri bannað.
Þetta viðhorf hans mótaðist af átak-
anlegri bernsku hans. En afi var svo
lánsamur að eiga konu sem sá til þess
að þau komust vel af fjárhagslega.
Stundum var ég ekki sammála afa
og lét hann heyra það, þá glumdi í
ömmu eða mömmu: „Vertu ekki að
æsa hann afa þinn upp.“
Þegar afi kom úr fyrstu heimsókn
sinni til Sovét sálugu sagði hann frá
dýrðinni í fyrirheitna landinu. Jólin
1991 samhryggðist ég afa þegar síð-
asti foringinn féll og fyrirheitna land-
ið var leyst upp. Draumurinn búinn.
Þetta var líka dapur dagur fyrir mig.
Það slökknaði á afa. Skoðanir hans
höfðu þó áhrif á ungan huga þótt afi
ætti erfitt með að trúa því.
Stuttu eftir andlát ömmu kom afi,
þá 85 ára, með okkur fjölskyldunni til
Suður-Frakklands. Þetta var góð
ferð.
Sumarið 2006 fóru niðjar afa í rútu-
ferð í kringum Snæfellsnes, sem var
sá landshluti sem afi var sérstaklega
vel kunnugur. Þetta var fróðleg ferð
með afa sem fararstjóra.
88 ára gamall endurnýjaði afi bílinn
sinn. Hann var orðinn þreyttur á
handskiptingunni. Afi hafði not fyrir
ökuskírteini til dauðadags.
Hann var hamingjusamlega
kvæntur svo eftir var tekið, í tæp 62
ár. Þvílík tryggð og ást sem afi bar til
ömmu. Þarna voru greinilega ást-
fangnir einstaklingar. Ég spurði
ömmu hvað hún hefði eiginlega verið
að hugsa að gifta sig svona ung, eða
17 ára. Hún svaraði: „Ég veit það
ekki, ég var bara svo heppin að þetta
var hann afi þinn.“
Afi byggði við húsið í Efstasundi
svo að tengdamóðir hans gæti búið
hjá þeim. Hjúkrunarheimili var ekki
á dagskrá. Amma og afi önnuðust
hana en hún dó skömmu seinna. Þá
var húsið orðið of stórt og því selt.
Afi söng alla ævi, var jákvæður og
félagslyndur. Frá æsku byggði hann
upp sterkan líkama og lét sólina ekki
framhjá sér fara. Hann var reglusam-
ur og hófsamur. Afi stundaði íþróttir
og synti til hinsta dags. Hann mætti
reglulega í heita pottinn í Laugar-
dalnum á morgnana til að spjalla við
félagana. Það má nú segja að afi hafi
verið iðinn í líkamsræktinni því hann
skildi við okkur á þrekhjóli.
Guð blessi minningu hans.
Elías Theodórsson.
Elsku afi Elías.
Þú varst að gera það sem þú elsk-
aðir, þú varst hjóla á æfingahjólinu
þegar þú kvaddir þennan heim. Þú
hefðir ekki getað fengið betri dauð-
daga. Þú naust lífsins alveg fram á
síðustu sekúndu og náðir að verða 96
ára, elsku afi.
Það var svo gaman að fá þig í heim-
sókn til okkar í Noregi. Þú hoppaðir
út í ískaldan sjóinn í júní, lást úti í sól-
baði og hjálpaðir okkur með börnin.
Þú fórst með okkur í garðpartí og
vaktir mikla athygli hjá vinum okkar,
þeim fannst þú svo hress og kátur. Á
kvöldin sátum við og spiluðum á spil.
Það var svo gott að hafa þig hjá okkur
afi. Við áttum svo góðar stundir sam-
an.
Við sem ætluðum að bjóða þér til
okkar til Svíðþjóðar í sumar í nýju
íbúðina okkar við sjóinn og fara með
þér í bátsferðir. Þú hefðir haft svo
gaman af því, elsku afi.
Ég man svo vel fyrir 3 árum þegar
við komum til Íslands. Þá komstu til
mín og sagðir við mig hreykinn: „Nú
er ég búinn að henda gleraugunum og
stafnum mínum, Helga.“ Þá varst þú
93 ára og búinn að fara í augnaðgerð.
En nú ertu kominn til elsku Helgu
ömmu. Þú saknaðir hennar nú mikið.
Þess vegna varðstu alltaf að vera á
ferðinni til þess að dreifa huganum.
Þú talaðir oft um ömmu, hvernig þið
hittust, hvernig lífið ykkar var og ég
man að amma sagði við mig að þið fór-
uð alltaf sátt að sofa. Það er góð lífs-
regla!
Ég er svo glöð að börnin okkar
Daniel Andri, Soffia Rún og Sara
Lind hafi náð að kynnast þér svo vel
afi. Þau voru alltaf mjög stolt þegar
þau voru að segja vinunum frá sínum
flotta afa sem synti á hverjum degi og
var svo sprækur og hress.
Soffía vinkona mín lýsti þér svo vel
þegar ég sagði henni að þú hefðir
kvatt þennan heim. „Ég man sko al-
veg eftir honum afa þínum. Hann var
svo sætur og alltaf svo hress á líkama
og sál. Ég fór oft með þér að heim-
sækja hann þegar við vorum í Versló,
hann tók alltaf svo agalega vel á móti
okkur.“
Þú sagðir mér oft sögur frá lífinu
þínu afi. Það var gaman að hlusta á
þig. Þú hafðir upplifað bæði sorg og
gleði. Þú misstir pabba þinn ungur,
bara 5 ára, bróðir þinn var settur í
fóstur og svo dó systir þín ung. Sonur
þinn Hannes dó í bílslysi bara 4 ára
gamall. Þú sagðir mér hvernig þú og
Helga amma hittust, hún var bara 16
og þú 20 ára. Amma sagðist hafa náð
Elías Valgeirsson
36 FÖSTUDAGUR 14. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Langafi minn.
Ég vissi þetta en mér datt
það ekki í hug núna.
Því níutíu og sex ára ertu
og ég sakna þín eins og þú
saknar mín.
Ég græt í skólanum og
græt heima.
Það er eins og þú sért í
hjarta mínu.
Birta Þöll
Sveinbjörnsdóttir.
HINSTA KVEÐJA