Morgunblaðið - 14.03.2008, Síða 38
38 FÖSTUDAGUR 14. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Þorvaldur Ein-arsson fæddist á
Ormsstaðastekk í
Norðfirði 16. ágúst
1919. Hann lést á
Fjórðungssjúkra-
húsinu í Neskaup-
stað sunnudaginn 9.
mars síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Einar Þórðarsson
Seldal, f. 27. apríl
1869, d. 30. október
1939, og Guðbjörg
Sigfúsdóttir frá
Snjóholti á Eiða-
þinghá, f. 25. mars 1880, d. 12. jan-
úar 1925. Systkini Þorvaldar voru
Þórunn Sigríður, f. 8. mars 1910,
d. 18. mars 1911, Björn, f. 25. maí,
d. 23. mars 1968, Guðni Þórir, f.
15. maí 1913, d. 10. september
1978, Jón Gunnþór, f. 30. júlí 1915,
d. 1. febrúar 1985, og Sigfús, f. 2.
júní 1917, d. 3. maí 1985.
Þorvaldur kvæntist hinn 27.
ágúst 1949 Rósu Sigríði Ólafs-
dóttur frá Brunnum í Suðursveit,
f. 15. september 1924. Þau eign-
28. nóvember 1983. 3) Jóhann
Ólafur, f. 7. ágúst 1953. Sonur
hans og Margrétar Barðadóttur er
Barði, f. 10. september 1975. 4)
Hafsteinn Smári, f. 7. júní 1957,
kvæntur Ölmu Þormóðsdóttur, f.
5. mars 1961. Börn þeirra eru: a)
Rósa Berglind, f. 20. ágúst 1980,
sambýlismaður Bjarni Már Haf-
steinsson, f. 5. janúar 1986, sonur
þeirra er Hafsteinn, f. 22. sept-
ember 2007, b) Þorgerður, f. 22.
apríl 1986, unnusti Jóhann Guð-
mundsson, f. 20. maí 1983, og c)
Björn, f. 18. október 1990. 5) Guð-
björg, f. 18. júlí 1959. Börn hennar
og Þórodds Gissurarsonar eru: a)
Þorvaldur, f. 2. ágúst 1977, kvænt-
ur Ólöfu Ásu Benediktsdóttur, f.
30. janúar 1980, dóttir þeirra er
Telma, f. 16. júní 2004, b) Gissur
Freyr, f. 14. janúar 1980, sam-
býliskona Sigrún Hólm Þorleifs-
dóttir, f. 21. október 1983, sonur
þeirra er Hilmir Hólm, f. 1. maí
2006, c) Sif, f. 2. október 1981,
sambýlismaður Daniel Harley,
dóttir þeirra er Lana, f. 16. apríl
2005, og d) Níels, f. 19. maí 1993.
Útför Þorvaldar verður gerð frá
Norðfjarðarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
uðust fimm börn, þau
eru: 1) Einar, f. 31.
janúar 1949. Börn
hans og Bjarkar
Bjarnadóttur, f. 23.
jan. 1952, eru a) Þor-
valdur, f. 28. apríl,
1980, unnusta Sigríð-
ur Inga Björnsdóttir,
f. 20. september
1984, og b) Sverrir
Björn, f. 19. maí
1985. 2) Sigríður, f.
20. ágúst 1951. Börn
hennar og Jóns
Bjarna Magnússonar,
f. 24. apríl, eru: a) Magnús, f. 25.
apríl 1977, sambýliskona Hildur
Ösp Þorsteinsdóttir, f. 29. nóv-
ember 1975, dætur þeirra eru
Sara Lind, f. 13. febrúar 2000, og
Sunna Ösp, f. 27. janúar 2003, b)
Sandra, f. 21. september 1980,
sambýlismaður Peter David
Lindsay Dooley, f. 5. mars 1986,
dóttir þeirra er Summer Torfhild-
ur, f. 20. nóvember 2007, og c)
Torfhildur, f. 15. mars 1985, sam-
býlismaður Róbert Richardsson, f.
Elsku afi okkar.
Mikið óskaplega erum við þakk-
lát fyrir að hafa átt svona góðan og
elskulegan afa sem við höfum allt-
af getað leitað til og fundið hjá ást
og umhyggju. Þú gast einnig glatt
okkur með öllum skemmtilegu
bröndurunum þínum. Alltaf var
hægt að koma til þín og ömmu eft-
ir skóla og sund og fá sér kökur og
fínerí sem amma var búin að baka
og spila við þig olsen, alltaf var
gott að koma til ömmu og afa.
En nú er sú stund runnin upp
sem við höfum kviðið svo fyrir og
söknum við þín svo sárt.
Þú munt alltaf eiga stóran sess í
hjörtum okkar.
Þín afabörn,
Torfhildur og Magnús.
Elsku afi minn. Það er víst kom-
ið að kveðjustund. Það sem gerir
hana helst til erfiða fyrir mig er að
ég er hinum megin á hnettinum.
Er það ekki furðulegt að mér skuli
hvergi hafa liðið betur en einmitt
hér í Ástralíu. Hefði nú ekki verið
gáfulegra að flytja aðeins nær! En
þó svo að lönd og höf hafi skilið
okkur að undanfarin ár hefur þú
alltaf verið hjá mér, bæði í huga og
hjarta, og þar muntu ávallt vera.
Mín fyrstu viðbrögð þegar
mamma hringdi í mig með frétt-
irnar af láti þínu voru eftirsjá. Ég
hugsaði með mér: Ég hefði bara
átt að drífa mig austur síðastliðið
sumar þegar ég kom, hvað með
það þótt ég hafi stoppað stutt. En
maður á ekki að lifa lífinu og iðrast
endalaust, það er alltof erfitt. Ég
hef ákveðið að einbeita mér að
minningunum um þig frá því þegar
ég var að alast upp, þær eru bæði
margar og góðar.
Það voru sannarlega forrettindi
að fá að alast upp með þig svo ná-
lægt. Það var alltaf velkomið að
koma við í kaffi hjá afa og ömmu
og manni tekið með opnum örmum
og einhverju góðgæti. Aldrei
fannst þér og ömmu ég búin að
borða nóg. Það var alltaf hægt að
búast við að heyra: „Hva, það er
ekkert sem þú borðar.“
Afi var mikill kapalleggjari. Ég
eyddi ófáum stundum með honum
við eldhúsborðið á Hlíðargötu við
að leggja kapal eða spila ólsen.
Mér þótti það nú samt ekkert allt-
af skemmtilegt þegar hann leyfði
mér að vinna. Hann afi var líka
skemmtilegur karl og minnisstæð-
asta „galdrabragðið“ var þegar
hann hélt saman lófunum og sló
þeim á hné sér svo klingdi í eins
og hann væri með lófana fulla af
klinki. Þetta bragð brást aldrei.
Ég hlakkaði svo til þess að
keyra austur í sumar með fjöl-
skyldunni minni og sýna þér og
ömmu fallegu dóttur mína, Sum-
mer, og kynna ykkur loksins fyrir
unnusta mínum, Pete. Langaði að
kynna með stolti hann afa minn.
En helst af öllu langar mig til að
sjá þig í hinsta sinn, faðma þig fast
að mér, kyssa þig á kinnina og
hvísla í eyra þitt: „Þú ert besti af-
inn í öllum heiminum, ég elska
þig.“
Guð geymi þig elsku afi.
Þín
Sandra litla.
Nú hef ég misst góðan vin, hann
afa minn, sem ég á eftir að sakna
mikið.
Afi var útgerðarmaður í Nes-
kaupstað allt sitt líf og allt að því
fiskverkandi því meðan hann hafði
heilsu til var hann með einhverja
aðstöðu til verkunar. Það var ekki
ósjaldan sem ég fékk hringingu
um að það væri sending á leiðinni
sem myndi ekki þola langa dvöl á
pósthúsinu. Í sendingunni var yf-
irleitt hákarl, harðfiskur og salt-
fiskur. Í samtölum okkar bar líka
oft á góma hvort annar hvor okkar
hefði frétt af einhverjum góðum
hákarli.
Þegar ég ólst upp á Neskaup-
stað var ég tíður gestur á Hlíð-
argötunni hjá afa og ömmu og þar
átti maður alltaf vísan góðan stað.
Afi og amma voru sérstaklega
samhent hjón og saman tókust þau
á við verkefni lífsins. Þau ólu upp
fimm börn og hafa alla ævi stutt
sína afkomendur með ráðum og
dáð. Missir okkar allra er því mik-
ill við fráfall afa, þó sérstaklega
ömmu.
Nú seinni ár heyrðumst við afi
reglulega í síma eftir að ég flutti
frá Neskaupstað. Það var alltaf
gott að fá álit afa ef eitthvað stóð
til. Yfirleitt ræddum við aðeins
peningamálin og sjávarútveginn
þegar við vorum búnir að fara yfir
það sem skipti máli.
Afi var sérstaklega barngóður
og hafði mikinn áhuga á því hvort
Telma væri ekki orðin stór og
hvort hún hefði nokkuð hitt Hilmi
frænda sinn. Þegar ég kom austur
fórum við alltaf á rúntinn inn í
höfn og út að vita að kíkja eftir
skipum. Í þessum ferðum fórum
við yfir hvernig fiskiríið væri og
hvernig þetta hefði verið í gamla
daga.
Þegar afi kom til Reykjavíkur
meðan ég var í skóla þar fórum við
alltaf góðan rúnt um bæinn og fór-
um í verslanir sem seldu radara,
dýptarmæla og bátavélar. Þó að
hann væri hættur útgerð þá var
hann alltaf með hugann við hvað
væri nýjast á markaðnum ef hann
skyldi nú fá sér annan bát. Svo
enduðum við yfirleitt á því að fá
okkur kaffi og bakkelsi á Kaffi-
vagninum.
Afi og amma komu nokkrum
sinnum norður eftir að ég flutti til
Akureyrar og þar fundum við hár-
karlshjall sem afa fannst mjög
áhugaverður og í samtölum okkar
spurði hann alltaf hvort það væri
ekki mikið í hjallinum.
Afi og amma voru alltaf höfð-
ingjar heim að sækja og engu til
sparað þegar maður kom í heim-
sókn. Afi var léttlyndur og stríðinn
og hafði gaman af því að fá gesti.
Skemmst er að minnast stórrar af-
mælisveislu sumarið 2004 þegar
þau hjónin héldu upp á 85 ára af-
mæli hans og 80 ára afmæli henn-
ar.
Ég leit upp til afa og hann hafði
mikil áhrif á mig, sérstaklega
varðandi menntun. Ætli hann hafi
ekki séð hvað ég sá sjómennskuna
í miklum ljóma – enda tók hann
ekkert vel í það þegar hann var
með bát að taka mig eða annan
með sér á sjóinn. Afi sagði alltaf að
maður þyrfti að mennta sig svo
maður þyrfti ekki að þræla allt sitt
líf. Hann hafði mikinn áhuga á
menntun og framförum, t.d. hafði
hann sérstakan áhuga á internet-
inu og fékk sér ADSL-tengingu á
níræðisaldri. Afi var manni andleg
hvatning alla tíð. Ég er þakklátur
fyrir allar þær minningar sem ég á
um afa minn og kveð góðan vin
með söknuði.
Þorvaldur
Þóroddsson.
Þorvaldur Einarsson
✝ Jóhannes Sól-bjartur Sig-
urbjörnsson fæddist
á Flateyri við Ön-
undarfjörð 5. febr-
úar 1908. Hann lést
á elliheimilinu
Grund 27. febrúar
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Sigurbjörn Vet-
urliði Jóhannesson
verkamaður, f. 24.4.
1884, d. 6.5. 1932,
og Bergþóra
Björnsdóttir hús-
freyja, f. á Þingeyri 7.8. 1884, d.
25.4. 1964.
Jóhannes giftist 5.9. 1931
Ágústu Skúladóttur húsfreyju í
Reykjavík, f. á Seyðisfirði 26.1.
1911, d. 25.8. 1983. Foreldrar
hennar voru Skúli Einarsson, f. í
Mykjunesi, Holtahr.Rang., vél-
stjóri á Seyðisfirði, síðar í Reykja-
vík, f. 15.2. 1881, d. 27.2. 1928 og
Ingibjörg Stefánsdóttir, húsfreyja
í Tungu á Seyðisfirði, N-Múl., síð-
ar í Selbrekkum í Reykjavík, f. í
Hraunkoti í Landbroti, V-Skaft.
16.1. 1887, d. í Reykjavík 16.4.
1962. Börn Jóhannesar og Ágústu
eru: 1) Ingibjörg Ólöf (Stella), f. í
Reykjavík 7.10. 1931, d. 10.11.
1986, gift Finni Hermannsyni.
1963, börn þeirra eru Atli Fannar,
f . 4.3. 1991 og Anja Rún f. 20.5.
1995. 2) Guðrún Jóhanna Craft, f.
27.6. 1934, d. 20.2. 1994, gift Ra-
leigh Craft og eiga þau fimm börn,
a) Terry, f. 23.11. 1955, sonur Ra-
leigh af fyrra hjónabandi á eina
dóttur, Kirsten, f. 27.3. 1992, b) Jó-
hannes, f. 10.11. 1957, kvæntur
Lindu Craft, f. 14.5. 1950, sonur
þeirra er Jóhannes, f. 22.3. 1989,
c) Karen Glori, f. 27.1. 1960, gift
Ricardo Tan, f. 26.11. 1954, börn
þeirra eru Derrik, f. 14.12. 1980,
og Erika, f. 12.12. 1990, d) Lon, f.
26.7.1963, e) Cynthia, f. 2.5. 1969,
gift Darren Farwell, f. 1.10. 1968,
börn þeirra eru Shayanne, f.
26.10.1990, Stephanie, f. 29.8.
1992, Ryan, f. 21.3. 1995. 3) Skúli
Sigurbjörn, f. 16.5. 1943, kvæntur
Önnu Sigurðadóttur, f. 5.12. 1944,
börn þeirra eru a) Ágústa, f. 17.7.
1967, og b) Óskar, f. 18.12. 1971,
kvæntur Svandísi Huld Gunn-
arsdóttur, f. 2.6. 1970, börn þeirra
eru Kristrún Ósk, f. 23.7. 1995,
Stefanía Dröfn, f. 10.7. 1997 og
Gunnar Andri, f. 25.5. 2001. 4)
Ágústa Sigríður, f. 20.5. 1949, gift
Vilhjálmi Erni Georgssyni, f. 24.3.
1946, börn þeirra eru a) Andés Ró-
bert, f. 12.7. 1972, kvæntur Heið-
rúnu Jónu Ingólfsdóttur, f. 13.10.
1974, börn þeirra eru Ingólfur
Örn, f. 27.11. 2001, og Kristín
Erla, f. 5.5. 2003, b) Georg Alfreð,
f. 18.5. 1975, kvæntur Thelmu
Gunnarsdóttur, f. 15.7. 1980.
Jóhannes Sólbjartur verður
jarðsunginn frá Fossvogskapellu í
dag og hefst athöfnin klukkan 15.
Eignuðust þau fimm
börn, a) Ágúst, f. 8.1.
1952, kvæntur Svan-
dísi Elínu Eyjólfs-
dóttur, f. 29.4. 1953,
d. 17.7. 1996, börn
þeirra eru Elín Þóra,
f. 1.9. 1972, á hún
einn son, Eyrún Ásta,
f. 23.9. 1976, Ágúst
Finnur, f. 15.1. 1991,
b) Einar, f. 18.5.
1954, kvæntur Ás-
laugu Guðmunds-
dóttur, f. 27.7. 1955,
börn þeirra eru Finn-
ur Ingi, f. 3.10. 1973, á hann tvö
börn og Guðrún Andrea, f. 1.3.
1979, og á hún þrjú börn, c) Ásdís,
f. 22.8. 1957, gift Bergi Inga Ólafs-
syni, f. 12.7. 1958, börn Ásdísar af
fyrra hjónabandi eru Jóhannes
Andri, f. 5.2. 1979, og á hann einn
son, Guðbjörn Ívar, f. 11.1. 1980,
og á hann einn son, og Ágúst Ingi,
f. 19.5. 1989, Kjartanssynir. Guð-
munda, f. 29.6. 1997, og Bergdís, f.
14. 7. 1999, Bergsdætur, d) Gunn-
ar, f. 8.7. 1963, kvæntur Helgu
Svanlaugu Bjarnadóttur, f. 16.10.
1967, börn þeirra eru Stella Ingi-
björg, f. 15.5. 1989, Gillý Ósk, f.
6.10. 2000, og Bjarni Snær, f. 6.10.
2000, e) Bjarghildur, f. 19.5. 1967,
gift Skúla Bjarnasyni, f. 2.11.
Jæja, elsku afi minn. Þá ertu
farinn frá okkur. Þú stóðst við það
sem þú sagðir: Ég verð 100 ára,
svo fer ég, enda stóð allt eins og
stafur í bók sem þú sagðir.
Ekki var ég gamall þegar ég fór
sem messagutti með þér á sjóinn,
fyrsta og síðasta ferðin mín sem
sjómaður, ég er enn að furða mig á
því hvað einn strákur getur ælt
mikið á 15 dögum, síðar fór ég
vinna með þér og Sigga dæ dæ, á
netaverkstæðinu hjá Hafró, það
voru góðir tímar, enda lærði ég
fullt af ykkur gömlu köllunum og
sögurnar sem þið sögðuð um sjó-
mennskuna í den gleymast ekki
svo glatt.
Þegar maður fer að hugsa til
baka, þá er eitt sem stendur upp
úr. Þú hafðir alltaf tíma fyrir mig
og aldrei skiptir þú skapi eða
hækkaðir róminn, og annað afi,
þessu man ég eftir síðan ég var
pínulítill: Kókið, maður, litlar
flöskur í trékassa innI í skáp. Allt-
af fékk maður kók og útlenska
nammið sem þú komst með úr sigl-
ingunum. Þetta var bara eins og
jól nokkrum sinnum á ári; kana-
sjónvarpið, já, eins gott að gleyma
því ekki, kúrekaþættirnir, kafbáta-
þættirnir, geimþættirnir. Vá, mað-
ur, hvað var gaman.
Stundum furðar maður sig á því
af hverju var alltaf svona gaman
þegar maður var lítill – sennilega
af því að maður á frábæra fjöl-
skyldu.
Núna ertu kominN á leiðarenda,
elsku afi, og þakka ég þér fyrir allt,
við hittumst síðar, bið að heilsa
ömmu, mömmu og pabba.
Gunnar
Finnsson.
Elsku afi.
Ég mun alltaf sakna þín og
minnist allra þeirra góðu stunda
sem við áttum saman. Ég gleymi
því aldrei þegar ég kom í heimsókn
á Víðmelinn til ykkar ömmu sem
barn. Þá fórum við iðulega í göngu-
ferð og komum við í sjoppunni þar
sem þú keyptir gotterí handa okk-
ur eða fórum í sunnudagsbíltúr nið-
ur á höfn og komum við í Melaís-
búðinni á leiðinni heim.
Mér er það líka minnisstætt
hvernig þú styttir þér stundir, eftir
að þú hættir á sjónum, við að
reikna, ég skildi aldrei sem barn af
hverju þér fannst reikningur svo
skemmtilegur, en endaði svo sjálf
með að fara í nám þar sem reikn-
ingur er undirstaðan og stór hluti.
Ég man hvernig ég hélt lengi að
skipstjórabúningurinn þinn væri
lögreglubúningur og var sannfærð
um að þú værir lögga. Það var líka
huggulegt þegar þú komst reglu-
lega í mat heim til mömmu eftir að
amma dó. Við skemmtum okkur
konunglega yfir Tomma & Jenna
ásamt pabba. Mér verður alltaf
minnistætt hvað þið gátuð hlegið
að vitleysunni í þeim félögum. Það
var yndislegt að fá að halda með
þér upp á 100 ára afmælið í síðasta
mánuði. Þú ætlaðir að ná þessum
áfanga og það gerðir þú. En nú
ertu farinn, elsku afi, eini forfaðir
okkar systkinanna, og þó að það sé
gott fyrir þig að vera kominn í
hvíldina til Systu og mömmu og
pabba og hinna sem eru farin frá
okkur, þá skilur þú eftir þig stórt
skarð og ég mun alltaf sakna þín.
Bjarghildur.
Á 100 ára afmælinu þínu þann 5.
febrúar síðastliðinn var gaman að
sjá hvað þú varst hress og hafðir
gaman af því að hitta okkur öll.
Það var sérstaklega gaman að
flestallir sem eru búsettir í Am-
eríku gátu komið og samglaðst með
þér á afmælisdaginn þinn.
Margar eru minningarnar mínar
um þig frá því ég var lítil stelpa.
Þá er það mér efst í minni þegar
ég kom á Víðimelinn til ykkar
ömmu að það var alltaf til kók í lít-
illi flösku í kassa inni í fatahengi og
útlenskt súkkulaði handa okkur
barnabörnunum uppi í skáp. Þegar
þú varst í landi þá gekkst þú alltaf
fram og til baka í holinu eins og þú
værir í brúnni að fylgjast með því
sem var að gerast. Það sem mér
finnst þó standa upp úr er að þegar
þú varst á sjó og fórst í „siglingu“
þá komst þú alltaf með eitthvað
gott og einnig keyptir þú fyrsta
hjólið mitt sem var rautt og sér-
staklega fallegt. Einnig þegar þú
komst með eplin og appelsínurnar
frá útlöndum sem var þá algjör
munaðarvara sem mamma geymdi
inni í skáp til jólanna. Sat ég fyrir
utan skápinn og andaði að mér
eplalyktinni en ekki fengum við
epli fyrr en á jólunum. Elsku afi nú
ertu kominn á leiðarenda og hvíldin
kærkomin eftir langt líf. Það að
hafa náð því að verða 100 ára er
nokkuð sem margir geta ekki stát-
að af en þú varst ákveðinn í að ná
því takmarki. Elsku afi minn. Skil-
aðu kveðju til þeirra sem eru farnir
yfir frá okkur öllum og hafðu það
gott þar sem þú ert.
Ásdís
Finnsdóttir.
Jóhannes Sólbjartur
Sigurbjörnsson