Morgunblaðið - 14.03.2008, Síða 40

Morgunblaðið - 14.03.2008, Síða 40
40 FÖSTUDAGUR 14. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Aðalheiður Þor-steinsdóttir fæddist í Neðri- Hreppi í Skorra- dalshreppi í Borg- arfirði hinn 2. nóv- ember 1917 en ólst upp í foreldrahúsum að Efri-Hreppi í Skorradal. Hún and- aðist 7. mars síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Þor- steinn Jónsson, f. 25. júní 1886, d. 15. apr- íl 1967 og Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttur, f. 30. júní 1896, d. 14. september 1967. Systkini Aðalheiðar eru: Einar, f. 7. nóv. 1919, d. 9. júní 1982 , Guð- mundur, f. 19. mars 1928 og Guð- jón, f. 17. október 1933. dóttir, d. 16. mars 1999. Þórnýr var í sambúð með Sigríði Gunn- arsdóttur er hann lést, sonur hans er Trausti Már. 3) Guðrún Jó- hanna, f. 7. apríl 1940, gift Ingvari Ásmundssyni, d. 21. febrúar 2007, þau eiga þrjá syni. Áka, Ásmund og Þórð. 4) Þorsteinn Víðir, f. 6. ágúst 1943, kvæntur Kristínu Tryggvadóttur, þau eiga tvö börn, Tryggva og Aðalheiði. 5) Hlynur Smári, f. 5. október 1946, var í sambúð með Þuríði Svanbjörns- dóttur, kvæntist Maríu Ósk- arsdóttur og er í sambúð með Ágústu Árnadóttur, hann á þrjú börn, Þórnýju, Þórð Ágúst og Að- alheiði Lilju. Afkomendur barna- barna eru 23. Auk hefðbundinna húsmóð- urstarfa stundaði Aðalheiður störf við Melaskólann í Reykjavík til fjölda ára og síðar sá hún um kaffi- stofu kennara á sama stað, einnig sá hún um kaffistofu Blóðbankans í mörg ár. Útför Aðalheiðar fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Hinn 2. nóvember 1934 giftist Að- alheiður Þórði Ágústi Þórðarsyni frá Reykjavík, f. 7. ágúst 1907, d. 6. ágúst 1985. Foreldrar hans voru Þórður Þórð- arson, kaupmaður í Reykjavík, f. 14. maí 1872, d. 30. apríl 1957 og Þórný Þórð- ardóttur, f. 2. ágúst 1878, d. 7. mars. 1933. Börn þeirra Að- alheiðar og Þórðar Ágústs eru: 1) Þórný, f. 24. mars 1935, d. 29. maí 1935. 2) Þórnýr Heiðar, f. 13. nóvember 1937, d. 26. desember 2005, fyrri kona hans var Elín Þórarinsdóttir og seinni kona hans var Hulda Guðmunds- Það var frostaveturinn mikla 1917-18 sem hún móðir mín var borin í heiminn. Og við sem nú njótum lífsins gæða skiljum varla hvernig búið var að íslensku þjóð- inni sem ólst upp í byrjun tutt- ugustu aldarinnar. Víða torfbæir til sveita og vélar af skornum skammti, nánast allt unnið með berum höndum. Skólaganga tak- mörkuð við farkennslu og það sem foreldrar höfðu upp á að bjóða, en sveitin var falleg og mannlífið gott. En unglingsárin tóku við og ung- ur maður úr Reykjavík kom inn í líf hennar og á 17 ára afmælisdegi sín- um giftist hún Þórði Ágústi Þórð- arsyni og flyst til Reykjavíkur og hamingjan virðist blasa við hinum ungu hjónum er frumburðurinn fæðist, en gæfan er fallvölt og dótt- irin lifir aðeins rúma 2 mánuði. En lífið heldur áfram og upp komust 4 börn þó ekki yrði það áfallalaust með öllu, því lömunarveikin setti sitt mark á eitt barnið. Lífsbaráttan á þessum tíma var erfið, sem sjá má á tíðum búferla- flutningum fyrstu búskaparárin. En breyting varð á er flutt var í Mela- skólann árið 1946 þar sem pabbi hafði fengið fastráðningu sem hús- vörður, síðan starfaði mamma sem baðvörður, sá um kaffistofu kenn- ara og fl. og eftir um tveggja ára- tuga búsetu þar var byggt að Grenimel í Reykjavík og þar búið í rúm tuttugu ár og eftir að hún missti pabba árið 1985 flutti hún að Sléttuvegi árið 1992. Á heimili hennar var allajafna nokkuð gestkvæmt, hvort sem voru ættingjar á faraldsfæti eða tengdist félagsmálastarfi eiginmannsins. Ég minnist æskuheimilisins þar sem fólk var ýmist að koma eða fara. Hún var einstaklega hjálpsöm og ætlaðist aldrei til að það væri end- urgoldið. Þrátt fyrir allt umstangið sem fylgir heimilisstörfum, vinnu utan heimilis, móttöku ættingja og vina, gaf hún sér tíma til að sinna listsköpun sinni og lærði postulíns- málun og prýða margir listagripir heimili barna hennar. Dansari var hún góður og skildi ekkert í því að hún skyldi velja sér mann sem kunni lítið í þeirri list. Einnig fannst henni gaman að taka í spil. Á seinni árum ferðaðist hún mik- ið með vini sínum Ármanni, og fór alla leið til Kína ásamt fjölda ann- arra landa. Síðasti áratugur tuttugustu ald- arinnar var góður og ég sá að hún naut sín vel, en síðustu ár hafa ver- ið henni erfið þar sem líkaminn var allur að gefa sig, nema vitundin. Hún fylgdist með öllu sem var að gerast í þjóðfélaginu og kom maður aldrei að tómum kofunum hjá henni þegar ég ætlaði að segja glóðvolgar fréttir, en húmorinn var alltaf á sín- um stað og ég gat oftast fengið hana til að brosa eða jafnvel hlæja þó hún væri sárþjáð undir það síð- asta. Ég veit að hún þráði hvíldina sem allir fá að lokum. Guð blessi minningu hennar og takk fyrir allt. Þinn sonur Þorsteinn. Kveðja til tengdamóður minnar. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og þar er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Blessuð sé minning þín. Kristín Tryggvadóttir (Stína Tryggva). Tími ömmu er liðinn hér og ég efast ekki um að hún fær góðar móttökur og er fagnað á nýjum stað. Við kveðjum hana í dag og um hugann líða góðar og hlýjar minningar. Það rifjast upp fyrir mér þegar amma leyfði mér sem smástelpu að koma með sér í vinnuna út í Mela- skóla þegar hún átti eitthvert er- indi, utan skólatíma. Fyrir mér var það mikið ævintýri að fá að rölta mannlausa gangana með henni og hlusta á útskýringar hennar á öllu. Það var ekki oft sem ég átti stundir ein með ömmu og því geymi ég minningarnar um þær al- veg sérlega vel. Fjölskyldan var stór og gestagangur mikill og því oft margt um manninn á heimilinu hjá ömmu. Það segir sína sögu um hversu gott var að koma til hennar. Eftir að ég eltist og stofnaði fjöl- skyldu sjálf lagði hún sig eftir því að muna eftir öllum. Hún gleymdi aldrei afmælisdögum og mætti í öll boð meðan heilsan leyfði. Hún spurðist fyrir um alla og fylgdist vel með af áhuga og væntumþykju og gat miðlað góðum fréttum af öðrum í fjölskyldunni. Heilsuleysið var verulega farið að hrjá hana síð- ustu árin, en alltaf fylgdist hún með fólkinu sínu. Minningin lifir um góðhjartaða og hlýja ömmu sem við kveðjum með virðingu og söknuði en þó með þeirri vissu að nú líði henni betur. Aðalheiður Þorsteinsdóttir og fjölskylda. Í dag kveðjum við hinstu kveðju merka konu, Aðalheiði föðursystur mína, eða Heiðu frænku, eins og hún var yfirleitt kölluð innan fjöl- skyldunnar. Minningarnar hrannast upp – sumar af mínum fyrstu minningum tengjast einmitt Heiðu, þegar ég sem lítið kríli heimsótti hana í íbúðina í Melaskóla. Í barnshug- anum voru þessar heimsóknir alltaf sveipaðar töfraljóma, sinn þátt í því átti vafalaust íbúðin með nærri hringlaga stofu með gluggum í all- ar áttir. Í slíkri íbúð gat varla búið venjulegt fólk, enda hefði þessi fal- lega, ljóshærða frænka mín getað átt heima í hvaða ævintýri sem er. Heiða var glæsileg kona, falleg og tignarleg á velli og sópaði gjarnan að henni. Glaðlynd og hjartahlý var hún og gestrisni hennar átti sér lítil takmörk, heim- ili hennar stóð alltaf öllum opið hvort sem var til lengri eða skemmri tíma. Heiða var harðdug- leg og hafði alltaf ráð undir rifi hverju, hún hafði ákveðnar skoð- anir á flestum hlutum og var ófeimin við að láta þær í ljós. Sann- arlega kvenskörungur mikill ekki síður en móðir hennar, amma mín og nafna. Oft hefur mér orðið hugsað til þess að þær hefðu báðar sómt sér vel á landnámsöld ekki síður en Auður djúpúðga og fleiri kvenhetjur þeirra tíma, ég sé þær fyrir mér stýrandi stóru búi af röggsemi með mikil mannaforráð. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að búa hjá Heiðu í þrjá vetur eftir að stúdentsprófi lauk, ein af ófáum ættingjum og vandalausum sem hún tók upp á sína arma og meðhöndlaði á allan hátt eins og sín eigin börn. Æ síðan hefur Heiða skipað sérstakan sess í mín- um huga og margt tel ég mig hafa af henni lært, ekki bara hvað heim- ilishald snertir heldur ekki síður ýmis mannleg gildi. Heiða var húsmóðir af guðs náð og þótt hún stundaði vinnu utan heimilis varð henni aldrei skota- skuld úr því að töfra fram stór- veislu á svipstundu ef svo bar und- ir. Reyndi ég þá venjulega að vera einhvers staðar nálæg og tína upp ýmis gullkorn í uppskriftabókina mína, enn í dag nokkrum áratugum síðar heyri ég stundum í huganum góðu ráðin hennar Heiðu þegar ég stend við eldavélina. Ósjaldan var haldin veislumáltíð fyrir sístækk- andi hóp barna, tengdabarna og barnabarna og nutu þá leigjendur og jafnvel þeirra gestir jafnan góðs af. Nú er langri göngu lokið, síð- ustu árin var líkamlegri heilsu far- ið að hraka mjög og sjónin farin, en alltaf fylgdist Heiða náið með öllu sem var að gerast í stórfjöl- skyldunni og langt út fyrir það. En undir það síðasta var hún orðin södd lífdaga og farin að þrá hvíld- ina sem hún hefur nú hlotið. Bless- uð sé minning hennar. Guðrún J. Guðmundsdóttir. Mæt kona, hún Heiða vinkona mín, er látin. Ég var svo heppinn að fá leigt hjá þeim hjónum Að- alheiði og Þórði á Grenimel 44 er ég hóf nám við Háskóla Íslands 1974. Strax frá fyrsta degi varð ég eins og einn af fjölskyldunni og naut ég þar einstaks viðurgjörn- ings þeirra hjóna næstu þrjú árin. Heimilið var glæsilegt, gestagang- ur var mikill og glæsileg matarboð algeng. Heiða var einstaklega góð- ur kokkur og hún var á þeim tíma óvenju iðin við að prófa nýja rétti. Í slíkum matarboðum man ég eftir að Þórður hafði stundum á orði að „oft nytu hjú góðra gesta“, en hjú- in vorum við Þórður. Á þessum árum starfaði Heiða sem baðvörður í Melaskóla, Þórður var kirkjuvörður í Neskirkju en hafði áður verið húsvörður í Mela- skóla. Þórður lést árið 1985 en síð- astliðið sumar héldu afkomendurn- ir upp á hundruðustu ártíð hans. Heiða var myndarleg kona á svo margan hátt. Hún var glæsileg í útliti, fluggreind, mjög listræn og skörungur til allra verka. Heiða hafði afskaplega stórt hjarta, hún var hjálpsöm og einstaklega gjaf- mild. Gjafirnar frá henni Heiðu voru alltaf smekklegir og sígildir nytjahlutir sem fara aldrei úr móð. Heiða hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum. Ef henni mislíkaði við menn þá gat hún látið þá hafa það óþvegið. Hún gat verið snögg upp á lagið í tilsvörum, og stundum talsvert höstug. Ekki lík- aði mér það illa vegna þess að þannig vissi maður alltaf hvar mað- ur hafði hana Heiðu. Hún var ein- faldlega hrein og bein. Eftir að Heiða varð ekkja tók hún upp samband við Ármann Kr. Einarsson rithöfund sem entist þar til að Ármann lést árið 1999. Með Ármanni átti Heiða góð ár. Þau keyptu sér íbúð við hliðina hvort á öðru á Sléttuveginum, ferðuðust mikið og nutu lífsins saman. Þegar heilsa Ármanns gaf sig annaðist Heiða afar vel um hann á sama hátt og hún hafði áður annast um Þórð eiginmann sinn. Eftir að Ármann dó fór heilsu Heiðu fljótlega að hraka. Er hún hætti að geta annast um sig sjálf dvaldi hún fyrst á Grund og síðar á Eir. Þó að á þessum síðustu árum Heiðu hafi líkaminn verið orðinn afskaplega lélegur hafði hún ein- staklega gott minni og skýra hugs- un allt til hins síðasta. Á und- anförnum árum hefur það komið fyrir oftar en einu sinni að Heiða þurfti að leiðrétta misminni hjá mér þó svo ég tilheyri næstu kyn- slóð á eftir henni. Þó að líkami Heiðu hafi undir það síðasta verið orðinn ansi hrumur þá var stutt í gamla fallega brosið og blíðuna sem alltaf var til staðar undir á stundum harðri skel. Fjölskyldu Heiðu vottum við hjónin dýpstu samúð. Guðmundur Guðjónsson (Muggur). Í Orðskviðum Salómons segir um góða konu: „Hún vakir yfir því sem fram fer á heimili hennar og etur ekki letinnar brauð. Margar konur hafa sýnt dugnað, en þú tek- ur þeim öllum fram.“ Þessi orð koma í hugann er ég hugsa um Aðalheiði Þorsteinsdótt- ur, sem kvödd er hinstu kveðju í dag. Aðalheiði kynntist ég vel á heimili hennar, en þangað kom ég iðulega er ég og Þórður eiginmað- ur hennar störfuðum saman. Á heimilinu bar allt vitni um vandaða húsmóður og góða móður. Aðalheiður vakti dyggilega yfir því sem henni var falið, bjó fjölskyldu sinni fallegt og gott heimili, hlúði að því og velferð barna sinna. Hlut- verki sínu sem eiginkona og móðir sinnti hún af frábærri alúð. Heim- ilið var hennar ríki og þar var öll- um veitt af rausn. Alltaf var heitt á könnunni og dýrindis kaffibrauð á borðum, hvenær sem litið var inn til hennar og þeirra hjóna. Vináttu þeirra og stuðnings naut ég í ára- tugi og fyrir það er mér bæði ljúft og skylt að þakka. Vináttan og elskusemin brást aldrei. En ég kynntist Aðalheiði einnig í ferðum á framandi slóðum. Þá kom í ljós einlægur áhugi hennar á að njóta menningar ókunnra landa. Ekkert lét hún fram hjá sér fara, allt þurfti hún að skoða af kost- gæfni, ekki aðeins helgar menjar, heldur þau merku listaverk sem víða finnast. Hún var óþreytandi og vildi fræðast um menn og sögu- fræga staði. Í hugann kemur mynd af Aðalheiði þar sem hún stendur í fögru umhverfi Genesaretvatnsins. Degi er tekið að halla og sólin breiðir síðustu geisla dagsins, eins og gyllta slæðu yfir landið. Að- alheiður hreifst af fegurð náttúr- unnar, sköpunarverks Guðs, og það var henni einnig hvatning til sköp- unar. Ég votta börnum hennar, tengdabörnum, barnabörnum og öðrum ástvinum innilega samúð og bið þeim öllum blessunar Guðs um ókomna framtíð. Frank M. Halldórsson. Aðalheiður Þorsteinsdóttir Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum í trú á að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni veki þig með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Elskulegur bróðir minn Bragi Viðar er látinn. Hann lést á heimili sínu Björgum að morgni dags þann 27. febrúar. Eftir sitjum við ástvinir hans sorgmædd og hnípin. Bragi er fyrsta systkinið af okkur sex sem kveður þennan heim og næstyngstur í hópnum. Ekki hvarflaði að mér rúmri viku áður, Bragi Viðar Pálsson ✝ Bragi ViðarPálsson fæddist á Akureyri 19. des- ember 1940. Hann andaðist á heimili sínu 27. febrúar síð- astliðinn. Bragi var jarð- sunginn frá Möðru- vallakirkju 8. mars sl. er við sátum tvö ein yfir kaffibolla í stof- unni heima hjá mér og ræddum saman, að það væri síðasta samverustundin okk- ar. Hann leit svo vel út og lét vel af sér og að maðurinn með ljá- inn biði handan við hornið hvarflaði ekki að mér. Við systkinin vorum svo gæfusöm að eiga gott heimili og ástríka foreldra og oft var nú fjörugt í Munkaþverárstrætinu er allur hópurinn var saman kominn. Ekki var okkur sagt að þegja þegar fréttatíminn var, heldur lá pabbi okkar með annað eyrað upp við út- varpstækið og hélt fyrir hitt til að heyra. Margar góðar minningar ylja mér um hjartarætur er ég læt hugann reika aftur til bernskuár- anna. Þar sem ég var eina stelpan í hópnum kom það í minn hlut að gæta yngri bræðra minna. Strax í bernsku kom í ljós hvað Bragi var mikið snyrtimenni, vildi alltaf líta vel út og hafa snyrtilegt í kringum sig jafnt utandyra sem innan. Ekki fór hann heldur með látum, var hægur og ljúfur en stóð fast á sínu. Í þá daga fóru börnin að hjálpa til mjög snemma, fóru gjarnan í sveit yfir sumartímann og kynnt- ust sveitastörfum og svo var með Braga. Hann hafði alla tíð frá barnsaldri verið svolítill sveita- maður í sér, enda venti hann sínu kvæði í kross fyrir mörgum árum og keypti jörðina að Björgum í Hörgárdal, yfirgaf bæinn og flutti í sveitina með fjölskyldu sína. Bragi lærði húsasmíði hjá pabba okkar, en áður en hann fór í það nám var hann búinn að kynnast ýmsum störfum bæði til sjós og lands. Hann og konan hans, Haf- dís, stóðu saman í blíðu og stríðu, samheldin við að byggja upp fal- legt og hlýlegt heimili fyrir sig og drengina sína, Sigmar og Viðar, sem búa líka á jörðinni með sínar fjölskyldur. Mikill er þeirra missir og megi góður guð styrkja þau í sorginni. Eins er með afabörnin hans, sem hann var svo stoltur af, missir þeirra er mikill. Ég og fjöl- skylda mín þökkum Braga fyrir öll árin og samverustundirnar. Hvíl þú í friði bróðir kær og hafðu þökk fyrir allt og allt. Ólöf J. Pálsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.