Morgunblaðið - 14.03.2008, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MARS 2008 41
✝ Sólveig Sigurð-ardóttir fædd-
ist í Keflavík 19.
október 1913. Hún
lést á Heilbrigð-
isstofnun Suð-
urnesja 3. mars
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
hjónin Sigurður
Erlendsson skip-
stjóri, f. í Grinda-
vík 18.12. 1879, d.
18.1. 1945, og
Ágústa Guðjóns-
dóttir húsfreyja, f.
10.1. 1884, d. í Keflavík 16.5.
1959. Sólveig var fimmta í röð-
inni af átta börnum foreldra
sinna. Systkini hennar voru:
Magnús, Guðjón, Erlendur, Sig-
ríður, Ólöf, Guðrún og Ásgeir.
Þau eru öll látin.
Sólveig giftist 18.12. 1938
Jens Ingva Jóhannssyni, f. á
Mjóabóli í Haukadal, Dalasýslu
Sveinbjörg, f. í Keflavík 11.1.
1942. Maki Guðmundur Árni
Sigurðsson, f. í Reykjavík 2.11.
1938, d. 20.9. 1998. Börn þeirra
Sólveig Ágústa, f. 22.4 1959,
Helga Kristín, f. 25.5. 1961,
Sonja, f. 13.6. 1963, Guðmundur
Jens, f. 11.9. 1965, og Ásgeir
Freyr, f. 25.2. 1975. 4) Jóhanna,
f. 20.1. 1946. Maki Erich Se-
hner, f. 24.4. 1940. Börn þeirra
Súsanna Viktoría, f. 10.11. 1964,
Frans Erich, f. 10.11. 1965, og
Jens Siegfried, f. 18.8. 1970. Af-
komendur Sólveigar og Jens
Ingva eru 69 og 68 eru á lífi.
Sólveig og Jens Ingvi voru all-
an sinn búskap í Keflavík nema
eitt ár á Flateyri þar sem Jens
Ingvi var framleiðslustjóri við
fiskmjölsframleiðslu. Þau
bjuggu sér fagurt heimili við
Suðurgötu 51 í Keflavík og Sól-
veig bjó þar með dætur sínar
eftir að maður hennar lést
löngu fyrir aldur fram árið
1951.
Sólveig verður jarðsungin frá
Keflavíkurkirkju í dag og hefst
athöfnin kl. 14.
26.2. 1917, d. í
Keflavík 27.7. 1951.
Foreldrar hans
voru hjónin Jóhann
Jensson hreppstjóri
og Halldóra Ólafs-
dóttir húsfreyja á
Mjóabóli. Börn Sól-
veigar og Jens
Ingva eru: 1) Hall-
dóra Ingibjörg
Helga, f. í Keflavík
5.11. 1936. Maki Ari
Arnljóts Sigurðsson,
f. 11.5. 1933. Börn
þeirra: Jens Ingvi,
f. 21.1. 1956, d. 8.7. 2003, Jó-
hann Liljan f . 8.4. 1957, Ágúst
Guðjón, f. 6.1. 1960, og Halldór
Ari, f. 19.8. 1963. 2) Magnea Ey-
rún, f. í Keflavík 10.4. 1938.
Maki Lenard Fisher. Þau slitu
samvistir. Börn þeirra: María
Isabella, f. 25.7. 1965, Róbert
Jens, f. 7.9. 1972, og Magnea
Lynn, f. 17.3. 1976. 3) Eygló
Það er margs að minnast við
andlát móður minnar og tengda-
móður. Hún var persónuleiki sem
ekki gleymist þeim sem nutu sam-
vista hennar á lífsins leið.
Hún var mikilhæf kona og nær-
vera hennar virkaði eins og segir í
ljóðinu: „að geta dimmu í dagsljós
breytt.“ Hún sá ætíð björtu hliðina
á hverju máli og átti auðvelt með
að létta lund og eyða áhyggjum
þeirra sem til hennar leituðu.
Reynsla hennar á níutíu og fjög-
urra ára ævitíð gerði henni fært að
leysa úr vandamálum þeirra sem
yngri voru og vekja upp kjark til
að takast á við hin ýmsu vandamál
á lífsgöngu þeirra.
Þegar hún varð fyrir því áfalli að
missa eiginmann sinn, föður ungra
dætra þeirra, kom greinilega í ljós
krafturinn og æðruleysið sem hún
bjó yfir. Hún var traust og kær-
leiksrík móðir og bera afkomendur
hennar góðu uppeldi fagurt vitni.
Hún var elskuð og virt af öllum
þeim sem henni kynntust, hún lét
sér annt um velferð fjölskyldunn-
ar. Hinir mörgu afkomendur henn-
ar sem eru orðnir sextíu og níu
sóttu mikið til hennar til að fá góð
ráð og finna fyrir þeirri hjarta-
hlýju sem var henni svo eiginleg.
Hún hafði fagra söngrödd og
söng mörg ár í kirkjukór Keflavík-
urkirkju.
Fyrir nær sjötíu árum söng hún
inn á hljómplötu einsöng lög eftir
tónskáld sem hún dáði mikið, Sig-
valda Kaldalóns, og þar á meðal
lög sem verða sungin við útför
hennar í dag. Það eru lög við text-
ana: „Þú eina hjartans yndið mitt“
og „Ég lít í anda liðna tíð“.
Það lætur engan ósnortinn að
kynnast konu eins og henni, per-
sónuleiki hennar var slíkur að
samferðafólk hlaut að hrífast, hug-
ur hennar var einlægur, hreinn og
hlýr. Hún hafði ánægju af sam-
ræðum og gat rökrætt hin ýmsu
málefni því hún var fróð og með
skarpa hugsun og gat verið mjög
snjöll í tilsvörum Það er dæmigert
fyrir hana hvernighún svaraði
spurningu um hvernig sér liði dag-
inn fyrir andlátið: „Þetta er allt í
góðu lagi, ég fer að drífa mig
heim.“ Hún var myndarleg kona
með fágaða framkomu og virðuleg
á sinn hógværa hátt.
Við hjónin eigum henni óend-
anlega mikið að þakka fyrir leið-
sögn á liðnum árum. Við vorum í
skjóli hennar fyrstu búskaparárin
og tveir elstu synir okkar fæddust
á heimili hennar á Suðurgötu 51.
Ég hef verið tengdasonur hennar í
meira en hálfa öld og minnist þess
ekki að nokkurntíma hafi farið
styggðaryrði milli okkar. Ég á
henni meira að þakka en ég get
nokkurn tíma endurgoldið.
Eftirfarandi ljóð eftir Þórunni
Sigurðardóttur verður kveðja okk-
ar til hennar.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
Við vottum öllum afkomendum
og vinum hennar innilega samúð,
minningin um göfuga og góða konu
auðveldar okkur öllum þennan að-
skilnað.
Blessuð sé minning hennar.
Halldóra Jensdóttir,
Ari Sigurðsson.
Með örfáum orðum langar mig
að minnast ömmu minnar, Sólveig-
ar eða Veigu eins og hún var oft
kölluð af þeim sem þekktu hana.
Ég og eldri bróðir minn Jens
(Jenni) fæddumst heima hjá ömmu
á Suðurgötunni. Ein mín fyrsta
minning af Suðurgötunni er að við
komum öll saman, pabbi, mamma
og við bræðurnir ásamt frænkum
mínum Möggu, Eygló og Jóhönnu
og þeirra fjölskyldum að taka upp
kartöflur úr garðinum hjá ömmu.
Smæstu kartöflurnar voru soðnar
strax og borðaðar með smjöri. Ég
man hvað þær voru góðar og eins
hvað mér fannst gaman. Skrýtið
hvað svona minning getur setið í
manni.
Það var alltaf þannig að þegar
ég eða við bræðurnir komum til
ömmu, þá var alltaf til nýtt bakk-
elsi. Jólakökur, vöfflur eða pönnu-
kökur með rjóma. Það mátti eng-
inn fara svangur út frá ömmu.
Amma var einstaklega hjartahlý
og jákvæð kona. Ef einhver kom
til ömmu reiður eða leiður út af
einhverju, þá fór sá hinn sami kát-
ur og brosandi frá henni einhverj-
um mínútum síðar. Jákvæðnin,
gæskan og hjartahlýjan var bráð-
smitandi hjá ömmu. Ég er alveg
með það á hreinu að allir sem
heimsóttu ömmu mína á Suðurgöt-
una fóru þaðan ekki bara saddir,
heldur líka með eitthvað bjart og
gott sem var búið að planta í huga
og hjarta þeirra.
Amma dvaldi á elliheimilinu
Garðvangi síðustu æviárin sín við
góða umönnun starfsfólksins. Þar
leið henni vel. Þó amma væri farin
að tapa sjón og heyrn síðustu árin
þá kvartaði hún aldrei og alltaf var
stutt í húmorinn hjá henni. Einu
sinni þegar ég, mamma og Magga
frænka komum til hennar, þá
heilsaði amma mér og mömmu
innilega. En þegar Magga frænka
ætlaði að kyssa hana, þá segir
amma: „Hver ert þú?“ Og Magga
svarar pínulitið reið: „Ég er
Magga, dóttir þín, þekkir þú mig
ekki?“ Og amma brosti breitt. Hún
var að stríða Möggu. Og við hlóg-
um öll.
Amma mín, þú varst einstök og
ég þakka Guði fyrir að hafa átt þig
fyrir ömmu. Minningarnar um þig
verða alltaf í hjarta mínu. Ég veit
að Jens afi og Jenni bróðir hafa
tekið á móti þér ásamt englaskara
við hlið himnaríkis. Ég mun ávallt
sakna þín elsku amma.
Jóhann Liljan Arason.
Margar minningar koma upp
þegar samverustundir okkar Sól-
veigar Sigurðardóttur renna í
gegnum hugann. Það voru mér
mikil forréttindi að kynnast þér og
allri þinni fjölskyldu. Þú, Sólveig
Sigurðardóttir, varst eins og hin
fegursta rós. Í hvert sinn sem við
hittumst varstu alltaf svo vel til
höfð og snyrtileg, já falleg eins og
útsprungin rós, slík var útgeisl-
unin og áhrifin í nærveru þinni. Þú
gafst af þér mikla ást, hlýju, gleði
og kærleika og fjölskyldan var þér
allt. Ég geymi með mér kærar
minningar um öll skiptin sem þú
passaðir dóttir mína Eygló Önnu á
róluvellinum, langömmubarnið
þitt, hlýlegar móttökur á Suður-
götunni með hlöðnu veisluborði í
hvert sinn sem maður kíkti inn
fyrir dyrnar, þinn yndislega hlý-
hug og bros ef ég gaukaði að þér
erlendri þjóðbúningadúkku, sam-
ræður okkar um stjórnmál og líð-
andi stund svo ekki sé nú minnst á
öll skiptin þegar við nafna þín og
ömmubarn komum með eitthvað
frá fjölskyldufólki þínu í Ameríku.
Það var yndislegt að geta nú hin
síðari ár fært þér kveðjur nánast
daglega er þú dvaldir á Garðvangi
og kíkt við og við til að spjalla að-
eins um líðandi stund. Alltaf var
stutt í hláturinn og gleðin skein
sem aldrei fyrr ef við rifjuðum upp
góðar stundir frá fyrri tíð. Að-
fangadagskvöldinu 2006 er við
snæddum saman hátíðarmatinn
ásamt sambýliskonu minni Möggu
Hrönn og dætrum hennar gleymi
ég aldrei. Hafðu þökk fyrir allt og
Guð geymi þig kæra vinkona. Fjöl-
skyldunni allri sendi ég hugheilar
samúðarkveðjur.
Tómas J. Knútsson
Í dag er borin til grafar Sólveig
Sigurðardóttir og langar mig að
minnast hennar í örfáum orðum.
Það var árið 1980 sem ég hitti Sól-
veigu eða „ömmu“ fyrst. Ég og
maðurinn minn, barnabarn Sól-
veigar, Ágúst Arason, höfðum þá
nýlega kynnst og fljótlega fór hann
með mig í heimsókn til ömmu sinn-
ar. Það var augljóst frá fyrstu
stundu að amma mannsins míns
var kona sem fylgdist vel með mál-
efnum líðandi stundar og hafði
ákveðnar skoðanir. Það reyndist
hin besta skemmtun að rökræða
við hana og þá ekki síst um stjórn-
mál.
Sólveig var skjót í svörum og
hnyttin og kom ætíð auga á skop-
legar hliðar tilverunnar. Aldrei
heyrði ég hana kvarta yfir neinu
sem viðkom henni sjálfri, það var
helst að hún kvartaði yfir fram-
ferði ráðamanna. Lífsgleði Sólveig-
ar smitaði út frá sér og fórum við
fjölskyldan ætíð létt í lundu af
hennar fundi og ekki spillti þá
gestrisni hennar fyrir því hún bar
gjarnan á borð hinar veglegustu
veitingar.
Árin liðu en það var sem tíminn
stæði í stað á Suðurgötunni hjá
Sólveigu og tókst mér ekki að
merkja neinar breytingar á útliti
hennar eða fasi þar til hin allra
síðustu ár. Það er söknuður að Sól-
veigu en hún hefur fengið kær-
komna hvíld. Ég mun minnast
hennar með bros á vör, það væri
óskandi að fleiri væru eins og hún.
Megi Guð styrkja þá sem syrgja
Sólveigu.
Ingibjörg Loftsdóttir.
Elsku amma Sóla.
Mikið á ég eftir að sakna heim-
sóknanna út á Garðvang. Þar sastu
alltaf á sama stað í kaffiteríunni,
með kaffibolla og köku. Af og til
dustaðir þú mylsnuna af borðinu,
braust saman servíettuna og
horfðir út um gluggann. Þú hélst
okkur fjölskyldunni saman og Suð-
urgatan var nokkurs konar sam-
komuhús okkar allra. Þar hittust
allir í kaffi en þú hafðir nóg á boð-
stólum, sama hvenær litið var inn
til þín.
Ég las yfir viðtalið sem mamma
tók við þig og mér þótti það afar
merkileg lesning. Þú hefur upp-
lifað hluti sem fólk á mínum aldri
mun aldrei upplifa. Þú veist hvað
það er að hafa fyrir lífinu og þess
vegna dáist ég að þér. Ég þakka
þér fyrir allt sem þú hefur gefið
mér í gegnum tíðina, það geymi ég
með mér. Þú varst einstök, ég
elska þig.
Þín
Karen Lind.
Elsku amma Sóla. Nú hefur þú
fengið hina langþráðu hvíld. Eftir
að þú kvaddir okkur að kvöldi 3.
mars hafði ég grátið mikið og þá
sagði eldri strákurinn minn:
„Mamma, hvað heldurðu að henni
hafi þótt gaman að liggja bara í
rúminu og gera ekki neitt? Nú er
hún frjáls og getur flogið hvert
sem er.“ Þetta þótti mér gott að
heyra, og innst inni veit ég að nú
ertu frjáls ferða þinna.
Ég er mjög þakklát fyrir þær
stundir sem við áttum saman því
ekki eru allir svo lánsamir að eiga
langömmu eins og þig. Þú varst
alltaf með kaffi og kökur í hverju
hádegi og fannst mér gaman að
koma til þín og spjalla um hitt og
þetta svona eins og vinkonur gera.
Nú í seinni tíð heimsótti ég og
strákarnir mínir þig á Garðvang
og það þótti okkur gaman. Ég
lakkaði á þér neglurnar og setti í
þig fasta fléttu og síðan tóku
strákarnir við og það var oft þrætt
um það hver ætti að keyra þig í
hjólastólnum. Það er mér mikill
heiður að hafa átt þig að og að þú
hafir verið langalangamma strák-
anna minna. Guð veri með þér
elskan mín og takk fyrir allt.
Ég elska þig.
Þín
Eygló Anna.
Til góðs granna liggja gagnveg-
ir.
Það á vel við um gamlan og góð-
an nágranna sem nú hefur kvatt
okkar líf. Móðir mín og Veiga voru
nágrannar í tæpa hálfa öld og milli
þeirra skapaðist náin vinátta sem
ég finn mig knúna til að minnast
um leið og ég vil þakka Veigu fyrir
alla þá umhyggju og vinsemd sem
hún sýndi móður minni. Þær áttu
sameiginlegan áhuga á blómarækt
og skiptust á afleggjurum eins og
börnin þeirra á servíettum og
seinni kynslóðir á tölvuleikjum.
Við börn Njólu á Suðurgötu 52
þökkum Veigu á 51 fyrir allt gam-
alt og gott.
Guðbjörg
Ingimundardóttir.
Sólveig Sigurðardóttir
Daði Guðjónsson
fór ungur að stunda
sjósókn með föður
sínum á Drangsnesi á
10 tonna bát sem hét Sólrún. Það
var verknámsskóli fyrir lífsstarfið.
Árið 1975 fór Daði í samstarf með
Benedikt Péturssyni skipstjóra og
stofnuðu þeir hlutafélag um útgerð
og voru nánir samstarfsmenn alla
tíð, en Benedikt (Bjössi Pé) var
framkvæmdastjóri. Þeir létu smíða
50 tonna trébát í Stykkishólmi og
kom hann nýr til Hólmavíkur 1977.
Stunduðu þeir rækjuveiðar og
botnfiskveiðar á línu af krafti á
þriðja áratugnum. Fyrstu árin var
stundum skipt um veiðarfæri í
hverri viku til að nota alla daga
sem gaf til veiða.
Bræður Benedikts, Ingvar og
Birgir, gengu í útgerðarfélagið
Bassa 1978 og voru þá gerðir út
tveir bátar hjá félaginu. Þessir
Daði Guðjónsson
✝ Daði Guð-jónsson sjómað-
ur fæddist á Hólma-
vík 1. ágúst 1951.
Hann lést á heimili
sínu, Vitabraut 3 á
Hólmavík, 26. febr-
úar síðastliðinn og
var útför hans gerð
frá Hólmavík-
urkirkju 8. mars.
fjórir menn voru
rúmlega tvítugir þeg-
ar þeir hófu útgerð á
Hólmavík og áttu
farsælt samstarf í at-
vinnurekstri í mörg
ár. Þegar rækjuveið-
in hafði verið bönnuð
á Húnaflóa 1999 voru
bátarnir seldir og
eignaskipti fóru
fram.
Eftir það stofnuðu
Daði og kona hans
Kristín Lilja Gunn-
arsdóttir einkahluta-
félagið Kópnes og keyptu 150
tonna stálskip með sama nafni.
Það var gert út á úthafsrækju, þar
til svo slysalega vildi til að skipið
sökk skyndilega í sæmilegu veðri.
Síðan hefur Kópnes ehf. átt hrað-
fiskibát, sem gerður er út á línu
frá Hólmavík undir stjórn Arnars
Barða Daðasonar.
Daði Guðjónsson útgerðarmaður
varð bráðkvaddur á heimili sínu á
Hólmavík aðeins 56 ár gamall.
Ævistarf hans var alla tíð við sjó-
sókn. Hann var stýrimaður, skip-
stjóri eða vélstjóri, eftir því sem
þurfti með á eigin útgerð. Útsjón-
arsemi, dugnað, áræði og hörku
þarf til að ná árangri og hafa bæri-
lega afkomu í útgerðarstarfsemi.
Fyrir 25-30 árum var óðaverð-
bólga og lánafyrirgreiðsla tak-
mörkuð. Byggðastyrkir þekktust
ekki þegar eitthvað bjátaði á um
aflabrögð eða annað ófyrirsjánlegt
og hugtakið mótvægisaðgerðir var
ekki til. Ungir menn sem börðust í
atvinnurekstri þurftu mest að
treysta á sjálfa sig.
Daði var altaf liðsmaður Sjálf-
stæðisflokksins og formaður Sjálf-
stæðisfélags Strandasýslu síðasta
áratuginn. Hann var í kjördæm-
isráði, sat marga landsfundi Sjálf-
stæðisflokksins, var góður félagi í
flokksstarfinu og átti þar marga
vini, sem minnast hans með sökn-
uði.
Daði Guðjónsson var í hrepps-
nefnd Hólmavíkurhrepps og
Strandabyggðar á þremur síðustu
kjörtímabilum og átti sæti í nokkr-
um starfsnefndum hreppsins í
mörg ár.
Við skyndilegt fráfall Daða Guð-
jónssonar minnast nánir sam-
starfsmenn hans, til sjós og lands,
liðinna tíma með þakklæti í huga.
Samfélagið á Ströndum hefur
misst traustan liðsmann í atvinnu-
starfsemi á Hólmavík.
Þakklæti er efst í huga fyrir
samstarf, vinsemd og hjálpsemi
hins látna á liðnum Hólmavíkurár-
um okkar hjóna.
Með þessum fáu minningarorð-
um fylgja innilegar samúðarkveðj-
ur okkar til eiginkonu og annarra
vandamanna.
Engilbert
Ingvarsson.