Morgunblaðið - 14.03.2008, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 14.03.2008, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MARS 2008 43 Þú gerðir svo margt fyrir mig og Palla, við gáfum þér og Ómari ykkar fyrsta ömmu- og afabarn. Vá, hvað þú varst stolt amma, þú brostir allan hringinn og hvað þú varst ánægð með að hafa fengið að hafa fyrsta ömmubarnið hjá þér og Ómari fyrsta mánuðinn hennar. Þegar við skírðum litlu stelpuna okkar baðstu okkur að fá að láta hana í skírnarkjól- inn sem flestöll börn í fjölskyldunni eru skírð í, sama átti við þegar strák- urinn var skírður. Og þegar bruninn átti sér stað hjá okkur árið 2006 þá buðuð þið okkur húsaskjól á meðan við biðum eftir öðru húsnæði. Takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir Valgerður Steinunn Sigurvinsdóttir ✝ ValgerðurSteinunn Sig- urvinsdóttir fæddist í Reykjavík 7. sept- ember 1954. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Suð- urnesja 2. mars síð- astliðinn og var útför hennar gerð frá Ytri-Njarðvík- urkirkju 8. mars. okkur. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér og hvað þú varst mikill karakt- er og frábær amma sem er sárt saknað. Saknaðarkveðjur. Þín tengdadóttir Brynhildur Ólafsdóttir. Fyrir rösklega 40 árum dvaldi ég ásamt foreldrum mínum sumarpart á Skeggja- stöðum í Mosfellssveit, sem þá hét svo. Við fjölskyldan bjuggum í öðrum enda hússins en í hinum bjuggu hjón- in Sigurvin og Hansína sem stunduðu búskap ásamt fríðum hópi barna. Eitt þeirra barna var Valla og kynnt- ist ég henni þar fyrst. Þó svo að sam- vera okkar hafi ekki verið löng þetta sumar þá mundi ég alltaf eftir þessari fallegu og snaggaralegu jafnöldru minni á Skeggjastöðum. Tuttugu árum seinna fluttist ég til Keflavíkur til að taka við nýju starfi hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja og þá vill svo ánægjulega til að Valla er þá nýlega ráðin til embættisins sem hundaeftirlitsmaður. Skömmu seinna tók hún einnig við starfi mein- dýraeyðis fyrir Suðurnesin og sinnti báðum þessum málaflokkum hjá Heilbrigðiseftirlitinu þar til hún féll frá, langt fyrir aldur fram. Starf hundaeftirlitsmanns er oft erfitt og krefst það ekki síst kunnáttu í mann- legum samskiptum. Þá kunnáttu hafði Valla í ríkum mæli. Aldrei haggaðist hún eða hækkaði róminn þó svo að oft yrði hún fyrir mótlæti í vinnunni. Okkur sem störfuðum með Völlu þótti sérstaklega vænt um hana. Eft- ir rúmlega 20 ára samstarf man ég satt að segja ekki eftir því að hún hafi verið afundin eða stúrin. Hún var ein- hvern vegin alltaf í góðu skapi. En hún gat verið þrjósk og íhaldssöm og ekki var alltaf áreynslulaust að telja henni hughvarf ef hún hafði bitið eitt- hvað í sig. Ég stríddi henni oft með því að þegar tækjabúnaður embætt- isins var endurnýjaður fyndist henni alltaf gamla tækið betra en það nýja. Það eru sannarlega forréttindi að vinna með svona manneskju. Valla var mikill dýravinur, sér- staklega hunda og katta og virtust þau oft treysta henni betur en öðrum. Hún var oft fengin til að aðstoða dýralækna við aðgerðir og þar á með- al undirritaðan og var oft undravert að fylgjast með sambandi hennar við dýrin. Fyrir nokkrum árum veiktist Valla af krabbameini, en það hafði þá ítrek- að höggvið í sama knérunn og lagt að velli fimm systur Völlu, allar fyrir aldur fram. Eins og hennar var von og vísa ákvað hún að gefast ekki bar- áttulaust upp. Einbeitt og ákveðin fór hún í hverja meðferðina á fætur annarri og mætti í vinnu á meðan hún gat staðið upprétt. Sannkallað hörku- tól. En það var við ofurefli að etja og sjúkdómurinn hafði hana undir að lokum. Um leið og ég þakka henni samstarfið og vináttuna votta ég fjöl- skyldu hennar samúð mína og bið al- mættið að styrkja hana í sinni miklu sorg. Magnús H. Guðjónsson. Kveðja frá Kvennasveitinni Dagbjörgu í Reykjanesbæ Við kveðjum hér vinkonu okkar og félaga Valgerði Steinunni Sigurvins- dóttur, hún var ein af stofnendum kvennasveitarinnar Dagbjargar í Reykjanesbæ og var gjaldkeri í stjórn fyrstu tvö ár félagsins og nú síðast varamaður. Við munum sakna hennar Völlu, hún var alltaf tilbúin með góða skapið og bjartsýnina, það var gaman að hafa hana með okkur í starfi. Hún var drífandi og dugleg og alltaf hress og kát, sem gerir öll störf léttari. Nú er skarð fyrir skildi. Aðstandendum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hennar. Guðbjörg Jónsdóttir formaður. Hún Valgerður okkar er öll, langt fyrir aldur fram. Við hér á skrifstofu SSS og HES söknum hennar sárt. Hún var alltaf hrókur alls fagnaðar. Alltaf hress og keik hvað sem dundi á í hennar lífi, sem var ekki alltaf dans á rósum. Valgerður var alltaf til í að vera með í öllu sem brallað var. Valla eins og hún var alltaf kölluð var ein af stofnendum kvennasveitarinnar Dagbjargar og var það henni mikil gleði að starfa þar. Meðal annars fengu þær kennslu í línudansi á skemmtifundum sveitarinnar. Hún var líka óspör á að kenna okkur sam- starfsfólkinu hann hvar sem við vor- um að gera okkur glaðan dag. Við smituðumst af gleði hennar og vorum öll farin að dansa og allir skemmtu sér konunglega. Valgerður var mjög vel liðin í sínu starfi sem hundaeftirlitsmaður. Hún var vakin og sofin yfir velferð ferfæt- linganna og ef eigendurnir brugðust í umönnun þeirra fengu þeir góðlát- legt tiltal. Hún var ósérhlífin og alltaf tilbúin að gera allt sem var í hennar valdi til að létta öðrum lífið. Sótti okk- ur heim ófáar ferðirnar í vinnuna ef við vorum ekki á bíl og margar ferð- irnar sentist hún í þágu vinnunnar. Elsku Ómar og fjölskylda, megi guð gefa ykkur styrk til að takast á við sorgina. Við burtför þína er sorgin sár af söknuði hjörtun blæða. En horft skal í gegnum tregatár í tilbeiðslu á Drottin hæða. og fela honum um ævi ár undina dýpstu að græða. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Elsku Valla, hafðu kæra þökk fyrir samfylgdina. Samstarfsfólk SSS og HES. Ég get varla trúað því að þú sért farin, þú varst svo ótrúlega dugleg. Brosið þitt mun ég geyma í hjarta mínu. Alltaf þegar við hittumst þá sást þú allt það góða í öllu og öllum. Ég var lengi búin að vera á leiðini í heim- sókn. Fannst ég hafa nógan tíma, en svo kom kallið. Það er svo margt sem flýgur um huga minn, enda engin furða, þú varst þú og þig mun ég muna. Með tárin í augunum kveð ég þig elsku vinkona. Já, tárin eru perl- ur englanna. Ég veit að móðir mín mun nú fá að hitta þig. Nú hefur Guð tvo fallega engla á himni með falleg- ustu brosin. Minning þín lifir í hjört- um okkar. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Hvíl í guðs friði, elsku vinkona. Hjartanlegar samúðarkveðjur sendi ég Ómari, börnum, barnabörnum og aðstandendum. Guð styrki ykkur í sorginni. Guðrún A. Hafþórsdóttir. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elsku- legs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, STURLU HALLDÓRSSONAR. Sérstakar þakkir til starfsfólks Fjórðungssjúkrahúss Ísafjarðar, heimahjúkrunar og félaga í Kíwanisklúbbnum Básum. Rebekka Stígsdóttir og aðstandendur. ✝ Innilegar þakkir til ykkar allra sem sýnduð samúð og hlýhug við fráfall og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og langa- langafa, BRAGA ÞORSTEINSSONAR, Freyjugötu 30, Reykjavík. Gréta Steinþórsdóttir, Ragnar Bragason, Þorsteinn Bragason, Ólöf Örnólfsdóttir, Kristín Bragadóttir, Karl Einarsson, Steinþór Bragason, Hildur Þorbjörnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Þegar ég kom fyrst á Bíldudal fyrir ca. 25 ár- um, var mannlíf bæði atvinnu- og menning- arlega séð í miklum blóma. Íbúarnir helmingi fleiri en í dag, næg atvinna og margt brallað. Leiksýningar fast- ur liður í tilverunni, einu sinni á ári minnst, og höfðu verið áratugum saman. Tónlist í hávegum höfð, oft frumsamin og flutt af heimamönnum. ✝ Jón ÁstvaldurHall Jónsson fæddist í Otradal í Arnarfirði 8. des- ember 1943. Hann lést á heimili sínu á Bíldudal 21. desem- ber síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bíldudalskirkju 5. janúar. Ég kom í heimsókn til mannsins míns, sem var að leikstýra Fjár- sjóði Franklins greifa eftir heimamanninn Hafliða Magnússon. Þarna kynntist ég Ástvaldi fyrst, eða Gutta eins og hann var alltaf kallaður. Gutti var tónlistarmaður fram í fingurgómana og aldrei meir í essinu sínu en þegar hann sat við hljóðfærið. Þarna hitti ég fyrst fyrir einn af meðlimum Facon, þeirrar lands- þekktu hljómsveitar sem setti svip sinn á sjöunda og áttunda áratuginn. Átta árum síðar festum við kaup á húsi í fjörunni á Bíldudal, þar sem við höfum átt margar af okkar bestu stundum og eignast marga góða vini, þar á meðal Rúrí og Gutta. Fljótlega eftir komuna kynntumst við Gutta betur, því óneitanlega lífgaði hann upp á mannlífið. Sú samkoma var varla haldin að hann setti ekki svip sinn þar á, með spilamennsku eða nærveru sinni einni saman, meira þurfti ekki til, því hann hafði óborg- anlegan húmor sem kom manni alltaf í gott skap. Er mér þar efst í minni ferðalag á Strandir, sem við fórum í saman, ásamt fleiri Bílddælingum. Í átta klst. langri bílferð reytti hann af sér skemmtilegheitin, þannig að manni lá við köfnun af hlátri á stund- um. Hann var gæfumaður í einkalífinu, eignaðist þrjá syni, sand af barna- börnum, og átti hana Rúrí sína, mikla stólpakonu, sem stóð eins og klettur við hlið hans, í blíðu og stríðu alla tíð. Viðar sonur þeirra er og góður vinur okkar hjóna. Gutti var svo einstaklega heiðar- legur, vingjarnlegur og hispurslaus, að lengi verður í minnum haft. Það var sárt að frétta af láti hans, en þar sem góðir fara eru guðs vegir. Við Oddur sendum öllum aðstand- endum okkar hugheilustu kveðjur. Bergljót Gunnarsdóttir Jón Ástvaldur Hall Jónsson Maður vissi ávallt að hverju maður gekk þegar maður heimsótti ömmu og afa í Hveró. Það var eins og að ganga inn í bakarí eða ferming- arveislu sama hvenær borið var að garði, slíkar voru kræsingarnar. Höfðinglegar móttökur með ótal tegundum af bakkelsi þar sem sykraðar pönnukökur og heitt súkkulaði sitja fast í minningunni. „Í guðanna bænum fáið ykkur meira.“ Það vantaði ekki gestrisn- ina. Amma var ekki bara snillingur í eldhúsinu heldur líka með ein- dæmum handlagin, en auk þess státuðu þau hjónin af einhverjum Margrét Guðmundsdóttir ✝ Margrét Guð-mundsdóttir fæddist í Reykjavík 27. desember 1915. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Ási í Hveragerði 22. febrúar og var jarð- sungin frá Hvera- gerðiskirkju 1. mars. skrúðugusta blóma- garði sem sögur fara af. Garðurinn var margverðlaunaður en hann innihélt allflest- ar, ef ekki allar þær blómategundir sem fyrirfinnast hér á landi. Ég man aðeins eftir einum garði sem talist gæti fjölskrúð- ugri, hallargarðinum í Versölum, sem við heimsóttum einmitt í sameiningu í Parísar- ferðinni um árið. Sú naut sín þar. En amma vissi að lífið er ekki alltaf dans á rósum. Fá, ef einhver börn í dag geta svo mikið sem reynt að setja sig í spor ömmu á uppvaxtarárunum. Ekki get ég það. Sú reynsla mótaði ömmu til frambúðar. Lífið er vinna og hlut- irnir gerast ekki af sjálfu sér. Með dugnað, kraft og bjartsýni í far- teskinu fetaði hún sig gegnum líf- ið, hvern áratuginn á fætur öðrum. Tilgerð og mont var henni ekki að skapi og var hún fljót að skjóta til baka ef tilefni gafst til. Þegar við fjölskyldan heimsóttum hana með nýfæddan soninn, þá ljómaði hún upp líkt og ávallt í nærveru barna. Ég, stoltur nýbakaður fað- ir, spurði hana hvort henni þætti við feðgarnir ekki vera líkir – „Mér finnst hann nú bara líkastur sjálfum sér“, svaraði amma um hæl. Þegar ég svo færði mig upp á skaftið og spurði hvort henni fynd- ist hann ekki vera sætur, þá sagði hún hátt og snjallt – „Sá er mont- inn“, enda kannski fullmikið að gefa í skyn að sonur minn væri bæði sætur og líkur mér, ekki bara þversögn heldur fullmikil sjálfum- gleði að mati ömmu. Amma hafði ekki aðeins næmt auga til vinnu og verka, heldur átti hún einnig auðvelt með að líta á björtu hliðarnar. Eitt sinn sagði ég henni spenntur frá nýju starfi og hvaða tækifæri slíkt starf byði uppá í dag. Amma óskaði mér inni- lega til hamingju en gerði mér einnig fulla grein fyrir því að tæki- færi væru og hefðu alltaf verið til staðar, það þyrfti bara að sækjast eftir þeim. Tíminn í dag væri ekk- ert öðruvísi en áður fyrr eða hér eftir. Vinna og dugnaður skilar þér langt á hvaða tíma sem er. Amma vissi hvað hún söng. Ég kveð þig í bili amma mín, hafðu það sem best og ég sé þig síðar á nýjum stað. Kveðja Sindri. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birt- ist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.