Morgunblaðið - 14.03.2008, Síða 60
FÖSTUDAGUR 14. MARS 74. DAGUR ÁRSINS 2008
»MEST LESIÐ Á mbl.is
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
ÞETTA HELST»
Gengi krónunnar hrynur
Íslenska krónan féll um 2,3% í
gær. Þá var gengisvísitalan 141,35
stig og hefur ekki verið hærri síðan
síðla árs 2001. Lækkun krónunnar
frá því fyrir ári síðan nemur um
17%. » Forsíða
Sérsveit fylgir ráðherra
Fimm íslenskir sérsveitarmenn
munu fylgja Ingibjörgu Sólrúnu
Gísladóttur utanríkisráðherra í ferð-
um hennar um Afganistan á næst-
unni. NATO krefst þess að lífvarsla
sé til staðar í ferð sem þessari. » 2
Hannes greiði bætur
Hæstiréttur dæmdi í gær Hannes
Hólmstein Gissurarson prófessor til
að greiða Auði Sveinsdóttur, ekkju
Halldórs Laxness, 1,5 milljónir í
skaðabætur. Er það vegna brota á
höfundarlögum varðandi fyrsta
bindi ævisögu Laxness. » 4
SKOÐANIR»
Staksteinar: Ráðherrapúlsinn bla …!
Forystugreinar: Dómur um ofbeldi
Átök um álver
Ljósvaki: Ys og þys hjá Úlfi Blysfara
UMRÆÐAN»
Ekki er allt sem sýnist
Uppbygging miðsvæðis á Álftanesi
Öldubrjótur Hrafnistu
Neyðin spyr ekki um verð
Þrír nýliðar í ár
„Úlfur í sauðargæru“
Áhersla á færni ökumanna
Níutíu ár frá komu fyrstu dráttarvéla
BÍLAR »
4((
4 4
(
4
(4
4
(4
5' &6)' 0- &
7' "
4 4 4 (4 4
4 (4 4
/82 )
4
4
4 (4 4
4 (4
(
9:;;<=>
)?@=;>A7)BCA9
8<A<9<9:;;<=>
9DA)88=EA<
A:=)88=EA<
)FA)88=EA<
)3>))A"G=<A8>
H<B<A)8?H@A
)9=
@3=<
7@A7>)3-)>?<;<
Heitast 3°C | Kaldast -4°C
Norðanátt, 13-18
m/s austast, minnk-
andi annars staðar.
Léttir víða til, en skýj-
að NA til. » 10
Sjö af þeim tíu
hljómsveitum sem
tóku þátt í Músíktil-
raunum á miðviku-
daginn spiluðu svip-
aða tónlist. » 56
TÓNLIST»
Keimlíkar
sveitir
FÓLK»
Birna er meðlimur í TT-
klúbbnum. » 53
Þótt Borko sé til-
raunapoppari í eðli
sínu er hann ekki al-
veg tilbúinn að skera
á allar jarðteng-
ingar. » 52
GAGNRÝNI»
Borko
fagnar lífinu
KVIKMYNDIR»
Horton er sérlega hjálp-
samur fíll. » 54
LEIKLIST»
Hver er þessi suðræni og
seiðandi Juan? » 50
reykjavíkreykjavík
VEÐUR»
1. Annþór sendur í afplánun
2. Heimsóttu kynlífsbúð í Hollywood
3. Brenndur lifandi út af skítugum …
4. Flensufaraldur vekur ugg
Íslenska krónan veiktist um 2,3%
Súkkulaðiostakaka
fyrir sanna
www.ostur.is
súkkulaðisælkera
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
0
7
-2
0
3
1
GRÁHEGRAR eru ekki taldir til íslenskra varp-
fugla en sjást þó oft hér á landi, einkum að vetr-
arlagi. Talið er að hegrarnir komi gjarnan frá
Noregi. Þeir veiða sér aðallega fisk til matar og
sjást þá standa hreyfingarlausir í fjörum og við
ár og vötn, líkt og þessi hegri sem var við Kópa-
vogslækinn í félagsskap nokkurra anda á dög-
unum. Þegar hegrarnir fá færi á fiski skjóta þeir
hvössum gogginum í vatnið og góma bráðina.
Gráhegrar koma gjarnan til vetrardvalar á Íslandi
Morgunblaðið/Ómar
GERA má ráð fyrir að meirihluti
þjóðarinnar fylgist með úrslitavið-
ureign MR og MA í spurninga-
keppni framhaldskólanna, Gettu
betur, sem fram fer í Vetrargarði
Smáralindar í kvöld. Morgun-
blaðið tók forskot á sæluna og
lagði 10 spurningar fyrir fyrirliða
keppnisliðanna. Skemmst er frá
því að segja að MR sigraði nokkuð
örugglega með því að svara fimm
spurningum rétt en MA tókst að-
eins að svara tveimur spurningum
rétt.
Hvort þessi úrslit gefa fyrirheit
um úrslit Gettu betur á enn eftir að
koma í ljós en öruggt má telja að
þar verði keppnin eilítið meira
spennandi. | 55
MR sigraði
MA í spurn-
ingakeppni
DUUSHÚS í Reykjanesbæ fylltust
út úr dyrum í gærkvöldi þegar stétt-
arfélög lögreglumanna og tollvarða
hittu embættismenn úr dómsmála-
ráðuneytinu, vegna fyrirhugaðra
sparnaðaraðgerða. „Það var ályktun
fundarins að farsæl lausn yrði fund-
in, ekki bara að fjárhagshallinn verði
leiðréttur heldur verði rekstrar-
grunnur embættisins leiðréttur til
frambúðar,“ segir Jón Halldór Sig-
urðsson, formaður Lögreglufélags
Suðurnesja. „Embætti sem þetta
getur ekki verið algjörlega niður-
njörvað á fjárlögum, starfsemi þess
stýrist af svo mörgum þáttum sem
ekki er hægt að stjórna. Ráðamenn
verða að taka tillit til þess að svona
embætti þróast stöðugt,“ segir hann.
Félagið styðji lögreglustjórann á
Suðurnesjum fullum fetum.
Guðbjörn Guðbjörnsson, formað-
ur Tollvarðafélags Íslands, segir
betra hljóð hafa verið í öllum eftir
fundinn en fyrir hann. Þar hafi verið
mikil samstaða. „Þetta var gífurlega
góður fundur og ekki annað að heyra
á fulltrúum ráðuneytisins en lausn
fyndist á málinu. Nú er mikilvægt að
gefa þeim tíma til að vinna í því,“
segir Guðbjörn, sem telur fundinn
hafa varpað ljósi á það mikla vinnuá-
lag sem tollverðir og lögregla á Suð-
urnesjum sé undir.
Troðfullt í Duushúsum
Betra hljóð í tollvörðum, lögreglumönnum og embætt-
ismönnum eftir fundinn en fyrir hann Mikil samstaða
Ljósmynd/Hilmar Bragi
Fullt Mikil eining var á fundinum.