Morgunblaðið - 20.03.2008, Side 2

Morgunblaðið - 20.03.2008, Side 2
2 FIMMTUDAGUR 20. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is ENGUM dylst að verulega hefur hægst um á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu og það getur tekið tímann sinn að selja hús og íbúðir sem hefðu, bara fyrir nokkrum mán- uðum, rokið út eins og heitar lummur. Meðal þeirra sem hafa fundið fyrir þessu eru hjón á sjötugsaldri sem í október í fyrra keyptu íbúð í nýju fjölbýlishúsi í Hafnarfirði og settu um leið húsið sitt í Garðabæ á sölu. Síðan hafa margir skoðað en engin tilboð borist. Á meðan stend- ur nýja íbúðin í Hafnarfirði auð og safnar vöxt- um. „Þetta byrjar á því að við skoðum þessa íbúð og fáum fasteignasala hingað heim og hann segir: „Já, ég sel þetta á hálfum mánuði.“ En þremur dögum seinna lokuðu bankarnir og all- ir fóru í mínus. Þannig að það hefur bara ekk- ert gengið,“ sagði konan sem baðst undan því að koma fram undir nafni. Húsið sem um ræðir er í gömlu og grónu hverfi í Garðabæ. Samkvæmt verðmati sem lá fyrir þegar hjónin keyptu íbúðina hefði sölu- andvirði hússins átt að nægja til að greiða fyr- ir íbúðina og gott betur. Hjónin gerðu ekki ráð fyrir öðru en að selja fljótlega. „Það var mikið skoðað og manni datt þetta aldrei í hug.“ Hún segir að margir séu hikandi við að kaupa fyrr en þeir séu búnir að selja sínar eignir. Ef eignin síðan selst ekki vilji enginn kaupa. „Það er mikið búið að skoða og fullt af fólki sýnir áhuga en það er allt með óseldar eignir þannig að þetta er bara víta- hringur sem maður fer í,“ segir hún. Þrír mánuðir liðu frá kaupum og þar til hjónin þurftu að byrja að greiða af íbúðinni. Skuldin nemur 30 milljónum og vextir nema 12% og segir konan að vaxtagreiðslur nemi 300.000 krónum á mánuði. Þau eru þó ekki rukkuð um þá upphæð mánaðarlega, heldur leggst hún ofan á höfuðstólinn. Þau hafa hug- leitt að taka sjálf lífeyrissjóðslán út á húsið, sem er skuldlaust, en hættu við þar sem í ljós kom að lántökugjald, stimpilkostnaður og ann- að nam hærri fjárhæð en sem nemur muninum á vaxtakostnaðinum. „Kreppan ekki komin til okkar“ Hjónin eru þó ekki farin að örvænta. „Við erum frekar róleg yfir þessu, það þarf eitthvað meira til að koma okkur úr jafnvægi en auðvit- að fer maður að hafa áhyggur,“ segir hún. Þau hafi það gott, eigi húsið skuldlaust og sum- arbústað fyrir austan fjall. „Kreppan er ekki komin til okkar,“ segir hún í léttum dúr. Marg- ir aðrir hafi það helmingi verra. „Við erum ekkert á barmi örvæntingar en auðvitað er þetta erfitt,“ segir hún. Systir konunnar er ein þeirra sem eru í svip- aðri stöðu. Hún keypti íbúð í sama fjölbýlis- húsi í Hafnarfirði og ætlaði að selja nýlega ein- staklingsíbúð á góðum stað í Vesturbæ Reykjavíkur til að eiga fyrir kaupunum en íbúðin er enn óseld. „Allir fóru í mínus“  Húsið selst ekki þótt margir skoði og nýja íbúðin safnar vöxtum á meðan  „Við erum ekkert á barmi örvæntingar en auðvitað er þetta erfitt“ BANASLYS varð í Hafnarfirði, á gatnamótum Reykjavíkurvegar og Stakkahrauns, á öðrum tímanum eft- ir hádegi í gær. Samkvæmt upplýs- ingum frá lögreglunni á höfuðborg- arsvæðinu varð slysið þegar stór jeppi og fólksbíll rákust saman á gatnamótunum, sem eru skammt sunnan gatnamóta Reykjavíkurveg- ar og Álftanesvegar. Ökumaður fólksbílsins, sem lést eftir árekstur- inn, var kona fædd árið 1935. Þetta er þriðja banaslysið í umferðinni það sem af er ári. Banaslys á Reykja- víkurvegi INGIMUNDUR Sigurpálsson, for- maður Samtaka atvinnulífsins, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu sem formaður SA. Nýr formaður tekur því við á aðal- fundi Samtaka atvinnulífsins sem fram fer föstudaginn 18. apríl í Lista- safni Reykjavíkur – Hafnarhúsinu. Ingimundur var fyrst kjörinn for- maður SA á aðalfundi samtakanna ár- ið 2003 og tók þá við af Finni Geirs- syni sem gegnt hafði formennsku frá stofnun Samtaka atvinnulífsins í sept- ember 1999. Nýr formaður SA verður kosinn með rafrænni kosningu meðal aðild- arfyrirtækja SA. Greint verður frá niðurstöðum kosningarinnar á aðal- fundi SA 18. apríl 2008. Þór Sigfússon, forstjóri Sjóvár, hefur gefið kost á sér til formanns SA. Kosið um nýjan formann SA Ingimundur Sigurpálsson Þór Sigfússon „ÉG geri það af og til að fara um sjúkrahúsið og núna er ég að heimsækja allar deildir til að þakka fólki fyrir gott samstarf og hvetja það til að halda áfram að reka þennan ágæta spítala,“ sagði Magnús Pétursson, for- stjóri Landspítala, við Morgunblaðið í gær en hann hættir sem forstjóri eftir níu ára starf 1. apríl næst- komandi. Magnús kom við á Landspítalanum í Fossvogi í gær og kvaddi m.a. starfsfólk háls-, nef- og eyrna- deildar. Þar ræddi hann við Einar Ólafsson lækni að leiðarlokum. Morgunblaðið/Golli Kveður starfsfólk spítalans SVERRIR Kristinsson, fasteignasali í Eigna- miðlun og stjórnar- maður í Félagi fast- eignasala, segir að eignir í vinsælum hverf- um hafi selst ágætlega í janúar og febrúar en erfiðara geti verið að selja húsnæði í hverfum sem ekki eru eins vin- sæl. Hann segist ekki þekkja mörg dæmi um að fólk sé í vandræðum vegna þess að það hafi keypt nýtt húsnæði en takist ekki að selja það eldra í staðinn. Sumir vilji selja fyrst og kaupa síðan og aðrir kaupi og bjóði síðan gamla húsið til sölu. Kveðst hann ekki hafa orðið var við breytingar í þessum efn- um síðustu vikur. Varðandi markaðinn í heild segir hann óraunhæft að bera hann saman við veltuna sl. tvö ár, sem hafi verið mestu söluár sög- unnar. „Það er ekkert eðlilegra en ein- hverra tugprósentna samdráttur, því svona getur þetta aldrei gengið,“ segir hann. Selur vel í vin- sælum hverfum Sverrir Kristinsson Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is KÍNVERSKT fyrirtæki sem framleiðir og setur upp glervirkið mikla í Tónlistar- og ráðstefnu- húsinu við Reykjavíkurhöfn hefur í hyggju að sækja um atvinnuleyfi fyrir um eitt hundrað kínverska starfsmenn sína á þeirri forsendu að þeir vinni allir sérhæfð störf. Málið er til gaumgæfilegrar skoð- unar hjá Vinnumálastofnun en aldrei hefur komið fyrir að fyr- irtæki hafi eingöngu sótt um leyfi fyrir sérfræðinga en hvorki fyrir iðnaðarmenn né verkamenn. Vegna forgangs íbúa á Evrópska efnahagssvæðinu hefur nánast lokast á útgáfu atvinnuleyfa til við í þessu tilviki því fyrirtækið hafi gefið til kynna að það hyggist ekki sækja um atvinnuleyfi fyrir iðnaðarmenn eða verkamenn, ein- ungis fyrir sérhæfða starfsmenn. Málið þarfnist mjög gaumgæfi- legrar skoðunar og stofnunin sé að fara yfir alla sína verkferla varðandi umsóknir sem þessa. Fyrirtækið kínverska heitir Linguyn. Það hefur ekki útibú hér á landi og því getur það greitt starfsmönnum sínum laun í Kína. Gissur segir að óskað hafi verið eftir því að fyrirtækið setji upp útibú hér á landi en með því móti er auðveldara að fylgjast með því hvort starfsmenn fái greidd laun í samræmi við íslenska kjarasamn- inga. starfsmenn sem hafa fengið at- vinnuleyfi á þessum grundvelli eru verkfræðingar, læknar og tölvunarfræðingar. Sérfræðinga- leyfin eru gefin út til skamms tíma og er miðað við sex mánuði. Kínverska fyrirtækið hefur lýst því yfir að verkefnið takið sex til átta mánuði. Engir iðnaðarmenn og engir verkamenn Gissur segir að stofnunin fallist á að kínverska fyrirtækið þurfi að flytja hingað sérhæfða starfsmenn en kannað verði hvort þeir þurfi að vera eitt hundrað talsins. Yf- irleitt vinni sérfræðingar, iðnaðar- menn og verkamenn saman að framkvæmdum en það eigi ekki íbúa sem koma frá ríkjum utan þess og má fullyrða að umsókn um starfsleyfi fyrir ófaglært verkafólk frá ríkjum utan EES yrði hafnað Fjórar af þessum hundrað um- sóknum hafa þegar borist Vinnu- málastofnun og verða leyfin vænt- anlega veitt. Um er að ræða verkfræðinga og túlk. Þá liggja um 15 umsóknir frá fyrirtækinu fyrir hjá Útlendingastofnun. „Við höfum gefið út eitt og eitt svokall- að sérfræðingaleyfi við ákveðnar aðstæður en við höfum aldrei gef- ið út svona mörg. En það er ekk- ert sem bannar að sækja um svona mörg sérfræðingaleyfi,“ segir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar. Dæmi um Sækja um leyfi fyrir 100 sérfræðinga frá Kína FRAMKVÆMDIR við Tónlistar- og ráð- stefnuhúsið ná hámarki síðsumars þegar gert er ráð fyrir að um 300 manns vinni að byggingu þess, þar af um 100 starfsmenn kínverska fyrirtækisins Linguyn sem munu setja upp glervirkið, helsta einkenni húss- ins. Glervirkið er engin smásmíði en í því verða um 12.000 m² af gleri. Eyjólfur Gunnarsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Íslenskra aðalverk- taka, segir uppsetningu glervirkisins gríð- arlega flókið verkefni. Þetta verði lang- stærsti glerveggur sem hér hafi verið reistur en til samanburðar sé glerveggurinn í Öskju, náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands um 1.300 m². Eftir töluverða skoðun hafi verið ákveðið að semja við kínverska fyr- irtækið en það hafi mikla reynslu af verk- efnum af þessu tagi. ÍAV kaupi bæði efni og uppsetningu á glervirkinu af þessu kín- verska fyrirtæki. 300 starfs- menn þegar mest verður RÁN var framið í söluturni í Eddu- felli í Breiðholti á níunda tímanum í gærkvöldi. Lögreglu barst tilkynn- ing um ránið þremur mínútum fyrir níu, en einstaklingur sem kom inn í söluturninn hafði ógnað afgreiðslu- manni með sprautunál og komist á brott með peninga úr kassa. Málið var enn í rannsókn á miðnætti. Rán framið í Eddufelli ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.