Morgunblaðið - 20.03.2008, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 20.03.2008, Qupperneq 12
12 FIMMTUDAGUR 20. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Gunnlaug Árnason HÓLMARAR hafa ekki farið var- hluta af mikilli fiskgengd í Breiða- firði síðustu vikur. Smábátar sem gerðir eru út á línu hafa verið að fá um 300 kg á balann og er um vænan þorsk að ræða. Héðan eru gerðir út tveir bátar í aflamarkskerfinu, Arn- ar SH 157 og Gullhólmi SH 201. Kvóti beggja skipanna er búinn þrátt fyrir að fiskveiðiárið sé rétt hálfnað. Búið er að binda bæði skipin við bryggju. Áhöfnum þessara skipa hefur verið sagt upp og bið tekur við hjá mönnunum fram að næsta kvó- taári. Í Stykkishólmi er rekin öflug salt- fiskvinnsla hjá Þórsnesi ehf. Síðustu vikur hefur verið tekið þar á móti á milli 60 og 100 tonnum á hverjum degi. Þorgrímur Kristinsson er þar verkstjóri og segir svo frá. „Við er- um með 24 báta í föstum viðskiptum. Flestir þeirra róa frá Snæfellsnesi. Um er ræða 6 netabáta og hinir bát- arnir róa í krókakerfinu. Þegar allir fiska vel er magnið fljótt að segja til sín. Síðustu daga höfum við verið að taka á móti um 100 tonnum á dag, bæði slægður og óslægður þorskur. Við höfum unnið flesta daga frá því í byrjun febrúar og eru laugardagar og sunnudagar þar engin undan- tekning. Mér telst til að við höfum tekið á móti um 2.000 tonnum frá áramótum þegar páskarnir ganga í garð,“ segir Þorgrímur. Hann segir að vinnuálagið sé mikið þegar svona vel fiskast. „Við vinnum nær eingöngu þorsk. Það var kvíði í okkur í haust, bæði út af þessum mikla niðurskurði í þorsk- kvóta og eins voru aflabrögðin léleg fyrstu mánuðina á kvótaárinu. Það hefur heldur betur ræst úr þessu öllu. Við erum að taka á móti svip- uðum afla ef ekki meira miðað við sama tíma og í fyrra. Hver hefði trú- að því í haust þegar við vorum að fara af stað,“ segir Þorgrímur. Mannskapurinn lúinn „Það verður að viðurkenna að mannskapurinn er orðinn lúinn eftir þessa miklu törn og páskarnir verða vel þegnir til að minnka álagið. Við höfum beðið um að trillurnar taki frí eftir daginn í dag, þriðjudag, til að við getum náð að vinna upp þann fisk sem kominn er í húsið. En ég er ekki að kvarta, enda má maður það ekki þegar vel fiskast. Þetta er einu sinni vertíð og maður getur hvílt sig að henni lokinni,“ segir Þorgrímur Kristinsson, verkstjóri hjá Þórsnes- inu. Þetta er nú einu sinni vertíð Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Góð aflabrögð Þorgrímur Kristinsson verkstjóri hjálpar starfsmönnum sínum að salta þorskinn handa Portúgöl- um. Þorgrímur og hans fólk hafa tekið á móti 2.000 tonnum af þorski frá áramótum. ÚR VERINU Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is „SVO virðist sem fólk sé farið að gæta meira hófs í ferming- argjöfum en var fyrir nokkrum ár- um, þegar algengt var að heyra af mjög dýrum pökkum,“ svaraði Vig- fús Þór Árnason, sóknarprestur í Grafarvogskirkju, þegar blaða- maður spurði hvaða breytingar hefðu orðið á fermingum síðustu ár. Vigfús Þór segir fjölda ferm- ingarbarna í ár svipaðan og fyrri ár, en tæplega 300 ungmenni verða fermd í Grafarvogi nú um páskana. Jón Dalbú Hróbjartsson, prest- ur í Hallgrímskirkju, hafði svipaða sögu að segja: „Mér finnst áber- andi að mörg fermingarbarnanna ætla ekki að halda stórar ferming- arveislur í hátíðarsölum úti í bæ, heldur er meira um einfaldari boð í heimahúsum,“ sagði hann. Fermast með félögunum Jón benti einnig á að ungmenn- um af erlendum uppruna færi fjölgandi í hópi fermingarbarna: „Mörg þessara barna hafa kristinn bakgrunn og koma frá heimilum sem vilja að börnin tileinki sér menningu og trúarsiði landsins og að þau fermist með sínum fé- lögum,“ sagði Jón. „Sum eru kaþ- ólsk en hafa fengið leyfi sinnar kirku til að fá að vera með í lút- ersku athöfninni en eru skráð í kaþólska söfnuðinn. Hafa kirkj- urnar tvær sameiginlegan skilning á skírninni og grundvallaratriðum trúarinnar og því ekkert til fyr- irstöðu að þau séu fermd hjá okk- ur.“ Morgunblaðið/Sverrir Vígð Prestar segja umstang kringum fermingar hófstilltara nú en áður og börn innflytjenda fermist í auknum mæli í lúterskri athöfn. Gæta meira hófs í gjöf- um og veisluhöldum MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá um- hverfisráðuneytinu. (Fyrirsögnin er Morgunblaðsins): „Vegna fréttar Morgunblaðsins 17. mars 2008 um kortlagningu vega vill umhverfisráðuneytið koma eftir- farandi á framfæri. Umhverfisráðherra hefur ekki borist erindi frá sveitarfélaginu Fljótsdalshéraði með ósk um sam- starf vegna mælinga og kortlagning- ar vega og akstursleiða utan þjóð- vegakerfisins. Eitt af áherslumálum Þórunnar Sveinbjarnardóttur umhverfisráð- herra er að koma í veg fyrir akstur utan vega í náttúru Íslands. Í riti um áherslumál ráðherra segir: ,,Gefið verði út kort yfir þá vegi sem heimilt er að aka um og þeir merktir. Fræðsla verði efld og eftirlit aukið“. Umhverfisráðherra hefur af þessu tilefni skipað starfshóp sem m.a. er ætlað að stofna til samstarfs við sveitarfélög og fleiri aðila vegna þessa máls. Starfshópnum er ætlað, á grundvelli kortlagninga Landmæl- inga Íslands, að gera tillögur um hvaða vegir og slóðar á miðhálendi Íslands sem eru utan vegakerfis Vegagerðarinnar, skulu teljast til vega með hliðsjón af ákvæðum í nátt- úruverndarlögum um bann við akstri utan vega. Þá skal starfshópurinn í samráði við sveitarfélög landsins gera tillögur um hvaða vegir skulu lokaðir til frambúðar eða tímabundið og hvaða slóðar og vegir skulu vera opnir. Ennfremur er hópnum ætlað að koma með tillögur um hvernig best verði staðið að framkvæmd til- lagnanna. Jafnframt skal starfshóp- urinn fara yfir framkvæmd tillagna starfshóps um utanvegaakstur sem skilaði umhverfisráðherra skýrslu í apríl 2005 og meta framkvæmd þeirra og eftir atvikum gera tillögur um frekari framkvæmd þeirra. Nýlega hafa umhverfisráðuneytið og Samtök ferðaþjónustunnar ákveðið að setja ábendingar um bann við utanvegaakstri á fræðslu- spjöld í bílaleigubílum. Unnið er að undirbúningi fleiri slíkra fræðslu- verkefna til að draga úr utanvega- akstri. Vegir skilgreindir í reglugerð Í umræddri frétt er haft eftir Skarphéðni Smára Þórhallssyni, umhverfisfulltrúa sveitarfélagsins Fljótsdalshéraðs, að það séu sveit- arfélögin sem ráði því hvort vegir séu opnir eða lokaðir, ekki ríkið. Umhverfisráðuneytið bendir á að það hvað telst vegur í náttúru Ís- lands er skilgreint í reglugerð um takmarkanir á umferð í náttúru Ís- lands. Samkvæmt 17. gr. náttúru- verndarlaga er bannað að aka vél- knúnum ökutækjum utan vega. Skipulagslög gera ráð fyrir því að í skipulagsáætlun sveitarfélaga sé sett fram stefna sveitarfélags um samgöngu- og þjónustukerfi. Um- ferð um vegi í viðkvæmri náttúru Ís- lands, sem álitamál er hvort eigi að vera opnir eða lokaðir, er takmörkuð eða árstíðabundin. Slíka vegi gerir ráðuneytið ekki ráð fyrir að séu skil- greindir sem hluti af almennu sam- göngu- eða þjónustukerfi sveitarfé- lags. Ráðuneytið telur hins vegar nauðsynlegt að samræmi verði milli skipulagsáætlana og reglugerðar um takmarkanir á umferð í náttúru Ís- lands. Samráð við sveitarfélögin er því nauðsynlegt. Þegar kortlagningu vega lýkur er gert ráð fyrir að ákvörðun um heimilar akstursleiðir verði tekin í samráði við viðkomandi sveitarfélög. Mikið starf unnið í ráðuneytinu Í fréttinni segir: ,,Skarphéðinn Smári Þórhallsson, héraðs- og um- hverfisfulltrúi sveitarfélagsins, gagnrýnir umhverfisráðuneytið og Landmælingar Íslands harðlega fyr- ir áhugaleysi og lítinn vilja til sam- starfs við þetta verkefni en þessar stofnanir hafa í mörg ár unnið að því að kortleggja vegi og slóða á hálendi Íslands“. Umhverfisráðuneytið vekur at- hygli á að í ráðuneytinu hefur á und- anförnum árum verið lögð mikil áhersla á að takast á við það yfir- gripsmikla og flókna verkefni sem kortlagning vega og akstursleiða ut- an þjóðvegakerfisins er. Í þessu verkefni hefur umhverfisráðuneytið lagt mikið upp úr því að eiga gott samstarf um málið við alla hags- munaaðila þess, ekki síst sveitar- félögin. Haustið 2004 skipaði þáverandi umhverfisráðherra starfshóp sem gera átti tillögur um hvaða vegi og slóðar í óbyggðum teldust til vega með hliðsjón af afdráttarlausu ákvæði um bann við akstri utan vega í náttúruverndarlögum. Var þetta liður í viðleitni ráðuneytisins til að stemma stigu við akstri utan vega sem þá var viðvarandi vandamál þrátt fyrir aukna fræðslu og eftirlit á árunum þar á undan. Sumarið 2005 var sett reglugerð þar sem áréttuð var sú meginregla að óheimilt væri að aka vélknúnum ökutækjum utan vega í náttúru Ís- lands. Með reglugerðinni voru settar markvissari og skýrari reglur en verið höfðu um það við hvaða að- stæður og við hvaða störf heimilt væri að aka utan vega. Umhverfis- ráðuneytið og Umhverfisstofnun stóðu fyrir auglýsinga- og kynning- arátaki gegn utanvegaakstri, svo sem með auglýsingum sem voru bæði ætlaðar erlendum ferðamönn- um og innlendum ökumönnum. Þá beitti umhverfisráðherra sér fyrir því að æfingaaðstaða fyrir torfæru- bifhjól í nágrenni höfuðborgarinnar yrði bætt og aukin. Vorið 2006 var gefið út leiðbeinandi kort og opnaður vefur sem átti að stuðla að því að vegfarendur stunduðu ekki akstur utan vega. Í ljós kom að kortið veitti ekki nægilega nákvæmar upplýsing- ar og því var ákveðið að notkun þess yrði hætt. Í kjölfarið héldu Land- mælingar Íslands áfram vinnu við GPS mælingar á slóðum og vegum á hálendi Íslands í samstarfi við Vega- gerðina og Ferðaklúbbinn 4x4 og er verkið langt komið. Með þessari að- ferð hefur nú þegar verið safnað um 25.000 km af GPS mældum vegum. Því má ljóst vera að á vegum um- hverfisráðuneytisins hefur verið unnið mikið starf til að koma í veg fyrir akstur utan vega í náttúru Ís- lands.“ Mikið starf unnið til að koma í veg fyrir akstur utan vega Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsd.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.