Morgunblaðið - 20.03.2008, Side 17

Morgunblaðið - 20.03.2008, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MARS 2008 17 MENNING EINHVER kunnustu grafíkverk listasögunnar eru hinar drungalegu ætingar spænska myndlistarmanns- ins Franciscos Goya. En á nýrri yfirlitssýningu á grafík hans í Pe- tit Palais í París, „Goya, graveur“, er reynt að sýna fram á að hann hafi í raun hugsað þær ljósari og þar af leiðandi boð- skapinn annan. Kenningin sem sett er fram er að dökku prentin sem sýnd hafa verið af merkum seríum á borð við Kenj- arnar, sem sýndar voru í Listasafn- inu á Akureyri og Hafnarhúsinu fyr- ir skemmstu, hafi verið prentuð þannig á meðvitaðan hátt eftir dauða Goya árið 1828. Á sýningunni, þar sem eru um 280 ætingar og steinþrykk, eru m.a. sjaldgæf prufuprent, sem gerð voru undir leiðsögn Goya. Þeim er stillt upp við hlið „endanlegra“ útgáfna af myndunum, sem gerðar voru eftir dauða hans og eru mun dekkri. „Eftir dauða Goya var litið á hann sem mjög myrkan, svo verk hans voru sett þannig fram,“ segir einn sýningarstjóranna. „En í rauninni var hann listamður upplýsing- arinnar, sem gerði ætingar því hann vildi breyta hlutunum.“ Bjartara yfir Goya Grafíkmyndir hans eiga að vera ljósari Ein af Kenjum Franciscos Goya. ST. NICHOLAS kór Tretya- kov-ríkislistasafnsins í Moskvu kemur fimm sinnum fram hér á landi, í boði rússneska sendi- ráðsins, um páskahelgina. Fyrstu tónleikarnir eru á laugardag, 22. mars, klukkan 18 í Dómkirkjunni. Á páskadag syngur kórinn litúrgíu klukkan 10 í kapellu rússnesku rétt- trúnaðarkirkjunnar á Sól- vallagötu 10. Annan í páskum, klukkan 9.30, flytur kórinn litúrgíu í Glerárkirkju á Akureyri og síðdegis, klukkan 15, heldur hann tónleika í Akureyrarkirkju. Þriðjudagskvöldið 25. mars klukkan 20 verða loks tónleikar í Reykholts- kirkju í Borgarfirði. Tónlist Kór Tretyakov- safnsins syngur hér Kór heilags Niku- lásar, frá Moskvu. FÖSTUDAGINN langa flytur Sinfóníuhljómsveit áhuga- manna eitt af öndvegisverkum tónbókmenntanna sem tengj- ast helgi þess dags, „Sjö síð- ustu orð Krists á krossinum,“ eftir Joseph Haydn. Tónleikarnir verða í Sel- tjarnarneskirkju og hefjast klukkan 15. Stjórnandi er Oli- ver Kentish. Sinfóníuhljómsveit áhuga- manna var stofnuð árið 1990 og hefur á liðnum ár- um flutt fjölbreytilegt úrval tónverka, nýrra sem gamalla, eftir innlend sem erlend tónskáld. Hið klassíska verk Haydns er frá árinu 1787 og var frumflutt föstudaginn langa það ár í Cadiz. Tónlist „Sjö síðustu orð Krists“ eftir Haydn Tónskáldið, Joseph Haydn. SAMSTARFSVERKEFNI Listasafns Reykjavíkur og Kviksögu verður framhaldið í dag, skírdag, með sýningu á tveimur athyglisverðum heim- ildarmyndum úr rannsókn- arverkefninu Ísland og ímynd- ir norðursins. Myndin Iceland: Wonders of the World, frá árinu 1970, er eftir bandaríska kvikmyndagerðarmanninn Hal Linker. Lögð er áhersla á upp- byggingu og nútímavæðingu Íslands. Hin myndin er Hard Rock and Water eftir kanadíska kvik- myndagerðarmanninn Barböru Doran, frá árinu 2005. Í myndinni er gerður samanburður á Íslandi og Nýfundnalandi. Sýningin hefst klukkan 20. Kvikmyndir Undur Íslands og Nýfundnalands Frá St. Johns á Nýfundnalandi. Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is Á FÖSTUDAGINN langa klukkan 20.00 stendur Listafélag Lang- holtskirkju fyrir „Listafléttu“ í kirkjunni undir yfirskriftinni „Ég bíð uns birtir yfir“. Til stendur að vefa úr hinum ýmsum listformum fléttu úr efnivið föstunnar. „Við vorum með svona dagskrá í fyrra og fólk var mjög snortið,“ segir Jón Stefánsson, stjórnandi Kórs Langholtskirkju, sem er fyrir miðju dagskrárinnar. „Hún byggist upp á föstutónlist fyrir kór og er í fjórum hlutum, þar sem hver hluti endar á „Ave Verum Corpus“, í verkum fjögurra ólíkra tónskálda: Edwards Elgars, norska tónskálds- ins Tronds Kvernos, ástralska tón- skáldsins June Nixon og Wolfgangs Amadeus Mozarts, sem samdi lík- lega hið frægasta „Ave Verum“.“ Jón segir eitt eða tvö önnur verk að auki hljóma í hverjum tónlistar- hluta. „Þar á meðal eru sálmalög, eins og Á föstudaginn langa, eftir Davíð Stefánsson og Guðrúnu Böðvarsdóttur, og endurreisn- arverk eftir Gabrieli.“ Kór og kross kallast á Á milli þáttanna lesa Hjörtur Pálsson og Gunnar Stefánsson ljóð sem tengjast efni föstudagsins langa og í miðri dagskránni leikur Jón orgelverk eftir Bach, „Ó, mað- ur grát þú gamla synd“. Aðalheiður Halldórsdóttir dans- ari hefur samið hreyfingar fyrir kórinn. „Á ákveðnum stöðum verður kór- inn hreyfanlegur og myndar munstur,“ segir Jón „Söngvararnir dreifa sér fyrir fram altarið og í verkinu Faðir vor, eftir Jón Ás- geirsson, myndar kórinn kross frá altarinu. Yfir altarið er búið að hengja sjö metra háan trékross og kórinn kall- ast á við hann.“ Íslendingar vandlátir Rými kirkjunnar verður skreytt myndverkum sem tengjast föst- unni. Ólafur Ingi Jónsson, deild- arstjóri forvörsludeildar Listasafns Íslands, hefur valið verkin. Margir leita í tónlistina á þessum tíma og Jón segir glæsilegt úrval tónverka tengjast dymbilviku og páskum. „Þessi tími hefur verið ótæmandi brunnur fyrir trúartónskáld. Til er endalaus fjársjóður af tónlist fyrir þennan tíma, þar sem kannski ber hæst passíurnar eftir Bach. Íslendingar eru vandlátir og vilja heyra úrvalstónlist á þessum tíma.“ Brunnur fyrir tónskáldin  Margþætt listaflétta í Langholtskirkju að kvöldi föstudagsins langa  Endalaus fjársjóður er til af tónlist fyrir þennan tíma árs, segir Jón Stefánsson kórstjóri Morgunblaðið/Árni Sæberg Hátíðlegt Kór Langholtskirkju myndar kross fyrir altari kirkjunnar á æf- ingu í vikunni. Flutt verða fjögur kórverk sem enda á „Ave Verum.“ lektor við Háskóla Íslands, útgáfu- stjóri Máls og menningar í sex ár og lektor við Uppsalaháskóla í sjö ár. Frá árinu 1995 hefur hann verið sjálfstætt starfandi fræðimaður. „Þessari tilnefningu er ætlað að vekja athygli á fræðibókum og veitir ekki af,“ segir Þorleifur. „Í reynd er þetta eina viðurkenningin sem veitt er sérstaklega fyrir fræðibækur því að Íslensku bókmenntaverðlaunin ÞETTA var óvænt og ánægjulegt,“ sagði Þorleifur Hauksson í gær þeg- ar tilkynnt hafði verið að hann hlyti viðurkenningu Hagþenkis í ár, sem veitt er fyrir framúrskarandi íslensk fræðirit. Viðurkenninguna hlýtur hann fyrir útgáfu Sverrissögu, 30. bindis Íslenskra fornrita. Sverrissaga var valin úr hópi tíu tilnefndra verka en öll fræðirit sem koma út á landinu koma til greina við veitingu viðurkenningarinnar. Í greinargerð viðurkenningaráðs Hagþenkis segir að Þorleifur Hauksson hafi stundað fræði- mennsku um 40 ára skeið og verið í hópi þeirra sem rutt hafa nútíma- legum vinnubrögðum braut. Fáir hafi unnið jafn farsælt starf á vett- vangi íslenskra fræða og Þorleifur Hauksson, þar sem saman fara vandvirkni, þrautseigja, fjölhæfni og fórnfýsi. Með tímamótaútgáfu á Sverrissögu sé Þorleifur einstaklega vel að viðurkenningunni kominn. Þorleifur er íslensku- og bók- menntafræðingur, fæddur árið 1941. Hann vann á námstímanum við rannsóknir og útgáfu á Handrita- stofnun Íslands, um skeið var hann spyrða saman fræðibækur og bækur almenns efnis.“ Lítil umfjöllun um fræðirit Þorleifur er ekki ánægður með stöðu fræðibóka á bókamarkaðnum. „Fræðibækur hafa goldið þess hvað bókaumfjöllun hefur dregist saman og einskorðast. Með tilkomu stórmarkaða á bókamarkaðnum er lögð sífellt meiri áhersla á örfáar metsölubækur en aðrar bækur, einkum fræðibækur, hafa fallið í skuggann. Hér hafa fjölmiðlar brugðist hlutverki sínu. Bóka- umsagnir dragast saman eins og önnur menningarumfjöllun. Það er mikil skammsýni að láta efnisval blaða ráðast af þeim auglýsingum sem það færir blaðinu hér og nú. Um leið og menningarumfjöllun dregst saman er verið að ýta burt fjölmörg- um tryggum lesendum.“ Áökin við Sverrissögu voru gef- andi. „Það hafa verið forréttindi að fást við þessa einstæðu sögu. Gaman líka að glíma við það tvöfalda hlut- verk að leggja fræðilegan grunn að slíkri útgáfu og opna verkið um leið fyrir hinum almenna lesanda.“ Þorleifur Hauksson hlýtur viðurkenningu Hagþenkis Verðlaunaður Þorleifur Hauksson gaf út Sverrissögu í fyrra. ARTHUR C. Clarke, höfundur ótal vísindasagna, lést á heimili sínu á Srí Lanka á mánudag. Þekkt- asta verk hans er skáldsagan 2001: A Space Odyssey. Clarke samdi yfir 100 bækur og kom fram í vinsælum sjónvarpsþátt- um um vísindi og líf í geimnum. Á 90 ára afmælinu þótti honum verst að hafa ekki fundið sönnun um líf á öðr- um hnöttum. Vísindahöf- undur deyr Arthur C. Clarke ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.