Morgunblaðið - 20.03.2008, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.03.2008, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 20. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINN STAÐUR Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is ÍBÚAR í Holta- og Hlíðahverfi eru margir hverjir ósáttir við tillögu að deiliskipulagi íbúðasvæðis austan við verslun Bónus í Glerárhverfi. Hverf- isnefnd hefur mótmælt hugmyndinni en bæjarstjórn samþykkti engu að síður í vikunni að auglýsa tillöguna. Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir tveimur sjö hæða fjölbýlishús- um á svæðinu. Talsmaður íbúanna segir þá ekki mótfallna því að byggt verði þar en þeir vilji að fyrirhuguð hús verði í samræmi við þau sem fyr- ir eru í hverfinu. Þar eru nú einnar og tveggja hæða hús. Reiturinn sem um ræðir markast af Undirhlíð, Langholti, Miðholti og Krossanesbraut. Það er fyrirtækið SS Byggir sem óskaði fyrir nokkrum misserum eftir því að fá að byggja fjölbýlishúsin tvö og meirihluti skipulagsnefndar samþykkti nýverið að leggja til við bæjarstjórn að deili- skipulagstillagan yrði auglýst, en setti þá kvöð að húsin verði fyrir 55 ára og eldri. Bæjarstjórn samþykkti tillögu meirihluta skipulagsnefndar með sjö atkvæðum gegn einu á þriðjudag en þrír bæjarfulltrúar sátu hjá. Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjar- stjóri, sagði í samtali við Morgun- blaðið að þétting byggðar væri ávallt umdeild og viðkvæm. „Þetta er í fyrsta skipti sem hugmyndin er aug- lýst. Fólk fær nú tækifæri til að gera athugasemdir við hana og förum auðvitað yfir þær athugasemdir sem koma.“ Bæjarstjóri segir að íbúum á svæðinu verði boðið til kynningar- fundar í byrjun næsta mánaðar. „Í aðalskipulagi 2005 voru skilgreindir nokkrir reitir til að þétta byggð og þetta er einn þeirra. Þarna hefur alltaf verið mikið dýpi en þegar fram kemur verktaki sem vill byggja og segir að það sé hægt – og að íbúð- irnar séu mjög eftirsóttar – er sjálf- sagt að skoða það.“ Valdimar Pálsson, íbúi í hverfinu, segist ósáttur við að deiliskipulags- tillagan skuli auglýst þrátt fyrir að hverfisnefndin hafi ályktað að skipu- leggja ætti hverfið í heild og fyrir- huguð hús yrðu í samræmi við nú- verandi byggð. „Við erum ósátt við umfang bygginganna sem þarna eru auglýst. Og okkur finnst reyndar nóg komið af því að Akureyringar láti hvað sem er yfir sig ganga.“ Fyrirhuguð hús verði í samræmi við byggðina Í HNOTSKURN »Valdimar Pálsson og fleirieru að stofna samtökin ÖLL LÍFSINS GÆÐI? – sem er slag- orð Akureyrarbæjar að viðbættu spurningamerkinu. „Það er slæmt að fólk virðist hætt að nenna að mótmæla skipulags- málum vegna þess að ekkert er tekið mark á skoðunum þess. Við í samtökunum ætlum að breyta þessu,“ sagði Valdimar í gær. MARTHA Óskarsdóttir, eldvarnaeftirlitsmaður á Ak- ureyri, og Gunnar Björgvinsson slökkviliðsmaður luku í vikunni heimsóknum í leikskóla bæjarins í verkefninu Logi og Glóð. Þar er um að ræða samstarfsverkefni milli Slökkviliðs Akureyrar og leikskólanna og krakk- arnir höfðu greinilega mjög gaman af. Gunnar leynist í reykkafarabúningnum, á myndinni að ofan, en hér til hliðar er hjálpar Martha einni stelpunni út úr slökkvi- bílnum sem krakkarnir fengu að skoða. „Farið var í leikskólana í haust og kynntar brunavarnir þar og síð- an hafa starfsmenn leikskólanna farið í reglulegar eft- irlitsferðir með elstu börnunum um skólann þar sem at- hugað er hvort brunaslöngur, slökkvitæki, viðvörunar- kerfi og neyðarútgangsljós séu til staðar og í lagi,“ sagði Þorbjörn Haraldsson, slökkviliðsstjóri, við Morg- unblaðið. Í seinni heimsókninni fengu börnin verk- efnamöppu og viðurkenningarskjal, og síðast en ekki síst að skoða dælubíl slökkviliðsins hátt og lágt. „Í verkefninu eru krakkarnir svonefndir aðstoðarmenn slökkviliðsins. Verkefninu hafa verið gerð góð skil og er þátttaka leikskólanna hreint til fyrirmyndar. Ég er því afar ánægður með þennan mikla liðsauka sem að- stoðarmenn slökkviliðsins eru enda með forvörnum horft til framtíðar,“ sagði Þorbjörn. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Ungir aðstoðarmenn slökkviliðsins AKUREYRI Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is Kópavogur Samgönguráðuneytið hefur úr- skurðað að Gunnsteinn Sigurðsson fyrrum formaður Íþrótta og tómstundaráðs Kópa- vogs og bæjarfulltrúi (D) hafi verið van- hæfur til að koma að ráðningu í stöðu verk- efnisstjóra æskulýðs- og tómstundamála í bænum. Ráðuneytið féllst ekki á þá kröfu kærenda í málinu, Guðríðar Arnardóttur og Hafsteins Karlssonar bæjarfulltrúa (S), að ákvörðun ÍTK um að mæla með ráðningu Örnu Margrétar Erlingsdóttur í starfið yrði gerð ógild, enda þótti sýnt að niðurstaða um ráðningu hefði orðið sú sama þó Gunnsteinn hefði ekki komið að valinu. Arna Margrét hafði starfað við Lind- arskóla um margra ára skeið þar sem Gunn- steinn er skólastjóri, og tilgreindi hún Gunn- stein sem meðmælanda á umsókn sinni. Gunnsteinn var staddur erlendis þegar blaðamaður náði af honum tali, og hafði ekki haft færi á að lesa úrskurðinn. Hann tók þó fram að hlutaðeigendur hefðu lagt sig fram við að valið færi löglega fram og hefði hann leitað álits bæjarlögfræðings Kópavogs þeg- ar spurningar vöknuðu um hæfi. „Framhald málsins tók mið af þeirri niðurstöðu bæj- arlögfræðings að þátttaka mín í valinu væri ekki á skjön við lög, en það virðist af úr- skurði ráðuneytisins sem um sé að ræða túlkunaratriði í lögunum,“ sagði Gunnsteinn. Á skrifstofu bæjarlögfræðings fengust þau svör að ekki hefði gefist tími til að skoða dóminn. Þó hefði bæjarlögfræðingi ekki ver- ið ljóst, þegar hann gaf mat sitt, að Arna Margrét hefði tilgreint Gunnstein sem með- mælanda, og virðist sem Gunnsteinn hafi sjálfur ekki vitað af því. Guðríður Arnardóttir sagðist mundu taka málið upp í bæjarstjórn eftir páska, og að sér þætti málið mjög alvarlegt. Hún bæri þó fullt traust til hins nýja verkefnisstjóra. Um túlk- unaratriði að ræða Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „ÞAÐ er okkur mikið kappsmál að búa vel að borgarbúum og bjóða upp á ýmsa valkosti til bú- setu,“ sagði Ólafur F. Magnússon borgarstjóri, en hann skrifaði í gær undir samning við forsvars- menn Félagsstofnunar stúdenta (FS) og Stúdentaráð Háskóla Ís- lands (SHÍ) um að Reykjavík- urborg útvegi FS lóðir undir um 600 stúdentaíbúðir, bæði ein- staklingsíbúðir og fjölskylduíbúð- ir, á næstu fjórum árum. Að sögn Ólafs verður rúmlega helmingur íbúðanna í nágrenni miðborg- arinnar, en svæðin sem sér- staklega eru til skoðunar eru hið svonefnda Hlemmur+-svæði, lóðir í nágrenni við Hverfisgötu, við hafnarsvæði, þ.e. Örfirisey og Mýrargötu, og í Vatnsmýrinni. „Hluti lóðanna verður á nýbygg- ingarsvæðum og verður þar sér- staklega tekið mið af þörfum stúdenta með fjölskyldur, eins og við Sléttuveg og Úlfarsárdal,“ sagði borgarstjóri. Lagði hann áherslu að samningsaðilar væru sammála um að leita leiða til að blanda saman hefðbundinni íbúð- arbyggð og uppbyggingu fyrir stúdenta til að stuðla að fjöl- breytni á uppbyggingarreitum, hvort heldur það væri á þétt- ingar- eða nýbyggingarsvæðum. Nærri tvöfalda íbúðafjölda „Þetta er mikill hátíðisdagur fyrir okkur sem höfum það að meginmarkmiði að þjónusta stúd- enta,“ sagði Guðrún Björnsdóttir, framkvæmdastjóri FS. Benti hún verkefni með lánum frá Íbúða- lánasjóði þar sem við höfum að- gang að fjármagni eins og aðrir þeir sem leigja félagslegt hús- næði, en á framkvæmdatíma þurf- um við að leita til viðskipta- banka,“ sagði Guðrún. „Þetta hefur mikla þýðingu fyr- ir borgina. Okkur finnst skipta öllu máli að þetta unga fólk velji sér stað og búi hér. Með því tryggjum við m.a. líf í miðborg- inni,“ sagði Hanna Birna Krist- jánsdóttir, formaður skipulags- ráðs, og tók fram að borgar- yfirvöldum þætti mjög vænt um hversu áfjáðir stúdentar væru í að búa í borginni. Sagðist hún vonast til þess að námsmenn kysu að búa áfram í borginni að námi loknu. á að FS hefði það að markmiði að útvega 15% stúdenta húsnæði, en í dag næðist hins vegar aðeins að útvega 7% stúdenta húsnæði. „Nú vænkast hagur okkar þegar við bætum 600 íbúðum við þær rúm- lega 700 sem við höfum í dag,“ sagði Guðrún og benti á að menn þyrftu þó að halda vel á spöðunum þar sem stúdentum sem FS þjón- ustaði myndi fjölga allnokkuð við sameiningu HÍ og KHÍ nk. sumar. Í samtali við Morgunblaðið sagði Guðrún stefnt að því að hefja byggingarframkvæmdir við Sléttuveginn í haust og að hægt yrði að flytja inn í fyrstu íbúð- irnar haustið 2009. Aðspurð sagði hún búið að fjármagna fyrsta áfangann. „Við fjármögnum þessi Reykjavíkurborg mun útvega lóðir undir um 600 stúdentaíbúðir „Þetta er mikill hátíðisdagur“ Morgunblaðið/Golli Gleðileg undirskrift Björg Magnúsdóttir, formaður Stúdentaráðs HÍ, Ólafur F. Magnússon borgarstjóri, Hanna Birna Kristjánsdóttir, formaður skipulagsráðs, og Guðrún Björnsdóttir, framkvæmdastjóri FS. Í HNOTSKURN »Árið 2008 verður úthlutaðlóðum fyrir um 70 fjöl- skylduíbúðir við Sléttuveg og um 100 einstaklingsíbúðum miðsvæðis í borginni. »Árið 2009 er ráðgert aðúthluta lóðum fyrir um 100 fjölskylduíbúðir í Úlfars- árdal og um 130 ein- staklingsíbúðum miðsvæðis. »Á árunum 2010 og 2011er ráðgert að úthluta hvort árið fyrir sig um 100 íbúðum, bæði fyrir ein- staklinga og fjölskyldur, mið- svæðis í borginni og í Vatns- mýrinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.