Morgunblaðið - 20.03.2008, Síða 30

Morgunblaðið - 20.03.2008, Síða 30
30 FIMMTUDAGUR 20. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. SKORTUR Á GAGNSÆI Í gær voru miklar sviptingar áhlutabréfamarkaði og gjaldeyris- markaði. Fram eftir degi varð ein- hver mesta lækkun á verði hluta- bréfa, sem hér hefur orðið, en nokkru fyrir lok markaðarins batnaði staðan. Fram eftir degi stefndi í einhverja mestu lækkun á gengi krónunnar, sem um getur frá því að núverandi kerfi var tekið upp, en hið sama gerð- ist og á hlutabréfamarkaði. Nokkru fyrir lok gjaldeyrisviðskipta lagaðist staðan töluvert. Síðdegis í gær spurði hver annan hvað hefði verið að gerast. Við þeim spurningum fengust engin skynsam- leg svör. Sumir sögðu að Seðlabank- inn hefði blandað sér í gjaldeyrisvið- skiptin skömmu fyrir lokun en svo var ekki. Aðrir töldu að einhver aðili hefði verið að innleysa mikinn hagn- að á gjaldeyrismarkaði. Enn aðrir töldu að bankarnir hefðu gripið til sinna ráða á hlutabréfamarkaðnum til þess að stöðva frjálst fall hans. Hvað er rétt og hvað er rangt í þess- um vangaveltum er nokkuð, sem hinn almenni borgari getur engar upplýs- ingar fengið um. Er sjálfsagt að þessi viðskipti séu svona ógagnsæ? Í viðskiptum með hlutabréf á hinum formlega hluta- bréfamarkaði er mikil áherzla lögð á, að allir hluthafar í viðkomandi félagi, sem skráð er á markað, sitji við sama borð um upplýsingar. Sitja þeir við sama borð? Hvernig stendur á því, að þessi markaður er ekki eins og opin bók? Hvernig stendur á því, að ekki er hægt að sjá þegar í stað hvaða að- ilar hafa svo mikil áhrif á markaðinn eins og augljóst var um miðjan dag í gær að einhver hafði? Hið sama á við um gjaldeyrismark- aðinn. Hvernig stendur á því, að það liggja ekki fyrir opinberar upplýs- ingar um hvaða viðskipti það eru, sem hafa leitt til stórfelldrar geng- islækkunar krónunnar að undan- förnu? Og hvernig stendur á því, að það er ómögulegt að vita hvað gerðist á gjaldeyrismarkaðnum í gær, sem sneri stöðu krónunnar við? Þetta eru ekki gagnsæ viðskipti. Þetta eru mjög ógagnsæ viðskipti. Í ljósi margvíslegra reglna, sem gilda um hlutabréfamarkaðinn hér, er í raun og veru fáránlegt hversu ógagn- sær hann er þrátt fyrir allt. Og hið sama má segja um gjaldeyrismark- aðinn. Það er alveg ljóst að langflestir þeirra, sem stunda viðskipti, hvort sem er á hlutabréfamarkaði eða gjaldeyrismarkaði, eru að þreifa sig áfram í myrkri. Þeir hafa engar raun- verulegar upplýsingar um hvað þar er að gerast. Fámennur hópur manna veit hins vegar hvað er að gerast. Eru þetta sanngjarnar leikreglur? Eru þetta eðlilegar leikreglur? Tæp- lega. AÐALATRIÐI OG ÝTRUSTU KRÖFUR Vinna verðmætt starf við þröng-an kost“ var fyrirsögn að-sendrar greinar sem birtist í Morgunblaðinu þann 9. mars sl. Þar skrifaði Jóhannes Tómasson „sjúkra- sögu“ sem margir landsmenn hefðu án efa viljað kvitta undir með honum. Ekki síst vegna niðurlagsins sem var svona: „Á Landspítala vinnur hæft starfsfólk sem kann sín fræði og getur beitt þeim til hins ýtrasta. Þar vinna allir verðmætt starf við þröngan kost og gera sér far um að láta sjúklingum líða vel. Þessi mannauður hefur um árabil verið lykillinn að árangri í með- höndlun okkar sem þangað leitum. Þannig verður það vonandi á nýjum spítala. Eins eða tveggja manna stofur eru hins vegar aukaatriði“. Jóhannes Tómasson hittir naglann á höfuðið þegar hann bendir á að mann- auðurinn sé aðalatriði en hin verald- lega umgjörð aukaatriði. Sú stétt sem hvað varfærnustum höndum fer um landsmenn, bæði sjúka og heilbrigða, eru hjúkrunar- fræðingar. Þessi fjölmenna starfstétt er ómissandi, hvort heldur er á sjúkra- húsum landsmanna, heilsugæslu- stöðvum, elli- og hjúkrunarheimilum eða í skólum. Stöðugt berast fréttir af því að skortur sé á hjúkrunarfræðing- um og ekki takist að manna stöður þar sem starfskrafta þeirra er þörf. Í því ljósi hlýtur það að vera grafalvarlegt þegar 94 af 104 skurð- og svæfingar- hjúkrunarfræðingum á Landspítalan- um segja upp störfum sínum. Í Morg- unblaðinu nefndi Björn Zoëga, lækningaforstjóri Landspítalans, m.a. tilskipanir Evrópusambandsins og breytingar á þjónustuþörf sem ástæð- ur breytinga er leiddu til uppsagn- anna. Hann sagði sparnað „óveruleg- an“ svo ráða mátti af orðum hans að hinir þættirnir væru forsendur breyt- inganna – sem valda reyndar líka „kjararýrnun“, eins og Björn orðar það. En kjararýrnunin er einmitt það sem hjúkrunarfræðingar geta ekki sætt sig við. Í raun má líta á rök Björn sem út- úrsnúninga. Ef sparnaður væri ekki meginástæða breytinga á vaktakerfi þá væri vitaskuld búið að leysa vand- ann án þess að hjúkrunarfræðingar færu út í hópuppsagnir. Þau skilaboð sem Elín Ýrr Halldórsdóttir skurð- hjúkrunarfræðingur og trúnaðarmað- ur segir að hjúkrunarfræðingar hafi fengið í þessu ferli; þ.e.a.s að „koma með tillögur fyrir næsta fund en samt hafi verið viðurkennt að þeir gætu ekki komið með tillögur um hvernig þeir gætu hækkað eigin laun“ styðja það. Laun hjúkrunarfræðinga eru ein- faldlega ekki þannig að þeir geti sætt sig við kjaraskerðingu. Þeir leita bara í önnur störf sem eru betur borguð eða jafn vel fyrir minna álag, með ófyr- irsjáanlegu tapi fyrir samfélagið. Hjúkrunarfræðingar eru hámennt- uð (að mestu kvenna-) stétt, sem vinn- ur erfiða vinnu undir miklu álagi. Kröfurnar sem til hjúkrunarfræðinga eru gerðar eru alltaf ýtrustu kröfur. Siðferðislega er erfitt að ímynda sér að sú staðreynd hafi ekki skapað þeim þá innistæðu að þeir þurfi ekki að mæta kjaraskerðingu. Það er eins og það hafi alveg gleymst að mannauð- urinn er aðalatriðið í þessu máli. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ ENN fer Hrafn Sveinbjarn-arson, sagnfræðingur ogskjalavörður, niðrandi orð-um um störf bókasafns- og upplýsingafræðinga, nú síðast í grein í Morgunblaðinu 18. mars sl. Og enn sem fyrr dregur hann í efa fag- mennsku stéttarinnar í störfum hennar við upplýsinga- og skjala- stjórn. Það vekur óneitanlega spurningu af hvaða hvötum slíkar skoðanir eru sprottnar og dæmi hver fyrir sig. Stór hluti hugmynda Hrafns, sem fram kemur í greininni, er reyndar endurtekningar sem þegar hefur ver- ið svarað á opinberum vettvangi og verður ekki hirt um að eltast við þær hér. Hins vegar koma fram atriði hjá Hrafni, þennan ganginn, sem við get- um ekki látið ósvarað þar sem þau varða þjónustu fyrirtækis okkar, Gangskarar sf. Þess skal getið að Gangskör er ráðgjafarfyrirtæki, stofnað og rekið af bókasafns- og upplýsingafræðingum sem um ára- tuga skeið hefur veitt liðlega eitt hundrað fyrirtækjum, stofnunum, fé- lögum og félagasamtökum þjónustu á sviði upplýsinga- og skjalastjórnar. Í grein Hrafns kemur fram gagnrýni á vinnu Gangskarar sem greinilega Gangsk lagt me sérsníð unarke irtæki gildir u Ástæða flokkun urspeg verkefn við hjá á hverj einkenn verður flokkun hvert fy Þá telur Hrafn lykill gangi í berh ÞÍ. Gangskör reyn vinna skjalaflokku velli svonefnds tu hefur mælt með a inberum aðilum. F ljós að tugstafake lengur þeim kröfu til skjalaflokkunar ið er þeim takmör gerir ekki kleift a í kerfið á rökræna og tölukerfi með ó unarmöguleika. Í arumhverfi þurfa sveigjanleg og mö að aðlaga þau þeim ingum sem stöðug fyrirtækjum nútím Reynslan hefur tölukerfi með óen byggist á misskilningi og vanþekk- ingu og rétt og skylt er að leiðrétta hér. Hrafn telur að Gangskör fari ekki eftir leiðbeiningum Þjóðskjalasafns Íslands (ÞÍ) sem koma fram í Hand- bók um skjalavörslu stofnana frá árinu 1995. Þess skal getið að ein- ungis opinberum aðilum ber lögum samkvæmt að hlíta fyrirmælum safnsins. Handbók sú sem hér um ræðir er reyndar löngu úrelt og því hefur stofnunum reynst erfitt, ef ekki ómögulegt, að fara eftir öllum leiðbeiningum sem þar koma fram. Kallað hefur verið eftir nýrri útgáfu um nokkurt skeið og er hún nú í vinnslu hjá safninu. Því ber að fagna. Hrafn gefur í skyn að Gangskör fari ekki eftir tilmælum ÞÍ um að sérsníða skjalaflokkunarkerfi fyrir fyrirtæki/stofnun. Þetta er rangt. Krossferð skjalav Jóhanna Gunnlaugsdóttir og Kristín Ólafsdóttir svara grein Hrafns Sveinbjarnarsonar Jóhanna Gunnlaugsdóttir Kristín Ólafsdóttir Þegar ég hitti litla stráka í Egyptalandi eðaJemen og spyr þá hvaða hetjur þeir dáistendur ekki á svörunum, þeir þekkjaauðvitað Ronaldinho, Beckham og – Osama bin Laden. Bin Laden er tákn um and- spyrnu múslíma gegn vestrænum ríkjum og dáður þótt almenningur styðji ekki hryðjuverkastefnu hans. Ég er ekki að segja að Vesturveldin megi ekki verja hagsmuni sína í Mið-Austurlöndum og enginn segir að þau megi ekki beita hervaldi til að berjast gegn bin Laden og morðingjum hans sem ollu dauða og hörmungum. En að beita valdi með hömlulausum hætti er uppskrift að skelfingum,“ segir Mið-Austurlandafræðingurinn dr. Fawas Gerges. Hann er nú í nokkurra daga leyfi hér á landi ásamt fjölskyldu sinni. Gerges er kristinn Líbani að uppruna en lauk doktorsnámi við háskóla í Bret- landi og er nú fræðimaður við Sarah Lawrence- háskólann í New York. Hann er þekktur greinandi og álitsgjafi í mörgum fjölmiðlum í Bandaríkjunum, m.a. hjá ABC-sjónvarpsstöðinni, og hefur und- anfarna mánuði dvalist í fjölmörgum arabalöndum. Rétt fimm ár eru nú liðin frá innrás Bandaríkja- manna og stuðningsmanna þeirra í Írak og Gerges fer ekki í launkofa með álit sitt á þeirri aðgerð. „Þetta voru einhver mestu mistök í utanríkisstefnu Bandaríkjanna frá upphafi og það á mörgum svið- um,“ segir hann. „Þetta var ekki aðeins siðferð- islega rangt heldur að öllu leyti rangt, milli 200.000 og 600.000 óbreyttir borgarar í Írak hafa fallið og um 4.000 bandarískir hermenn. Búið er að verja 1000 milljörðum dollara í stríðsreksturinn og stríð- ið er að grafa undan efnahag Bandaríkjanna.“ – Eru það ekki ýkjur? Kostnaðurinn á hverju ári er þrátt fyrir allt mun minna hlutfall af þjóðarfram- leiðslu Bandaríkjanna en hann var í Víetnamstríð- inu … „Það má deila um það af því að þetta er stríð sem ekki er hægt að ljúka og Bandaríkin heyja sam- tímis stríð í Afganistan. Við verðum líka að horfa á kostnaðinn í samhengi við önnur vandamál, mikinn viðskiptahalla, vaxandi óvissu á mörkuðum og fleira. En innrásin hefur lagt grunn að nýrri fylk- ingu herskárra íslamista í Írak, einhverri þeirri blóðugustu sem um getur í heimi múslíma. Al-Qaeda var ekki til í Írak fyrir innrásina en hefur nú trausta fótfestu þar, bin Laden er að vinna áróðursstríðið gegn Bandaríkjunum og er hetja í löndum araba. Saddam Hussein var að sjálfsögðu skepna og ofbeldisfullur einræðisherra, það var í sjálfu sér gott fyrir Írak að Bandaríkin skyldu fjar- lægja hann. En innrásin í Írak var byggð á hug- myndafræðilegum bollaleggingum íhaldsmanna í liði Bush, þeir völdu að hefja ónauðsynlegt stríð og niðurstaðan varð verra ástand í Írak og á svæðinu öllu. Vanahugsun og hroki Bush var sagt að eina leiðin til að ná árangri í Mið- Austurlöndum væri að sýna vald sitt. Þessi for- dómafulla vanahugsun margra vestrænna Mið- Austurlandasérfræðinga, óríentalista, hefur lengi haft slæm áhrif á stefnu vestrænna þjóða. Þegar ég ræði við t.d. yfirmenn í hernum segi ég þeim að þetta sé firra, þeir verði að átta sig á að Mið- Austurlönd séu breytt, þar sé nú til nokkuð sem skorti áður: almenningsálit, skapað af al-Jazeera og öðrum aðilum. Þeir megi ekki vanmeta fólk á þess- um slóðum þótt það sé fátækt og jafnvel svelti, megi ekki traðka á sjálfsvirðingu þess og gildum, vaða áfram eins og naut í flagi.“ – Réðust Bandaríkin inn í Írak til að komast yfir olíu? „Þetta er umdeilt en sjálfur hef ég ekki trú á því. Kannski var þetta eitthvað sem sumir af ráðamönn- „Bin Laden er hetj Mið-Austurlandafræðingurinn dr. Fawas Gerges fordæmir í samtali við Kristján Jónsson stefnu stjórnar Bush í Írak en telur ekki að ástæðan fyrir inn- rásinni 2003 hafi verið græðgi Bandaríkjamanna í olíu. Mið-Austurlönd Dr. Fawas Gerges: „Ég tel að því átökin sem nú fara fram í löndum íslams, þeim mu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.