Morgunblaðið - 20.03.2008, Page 31

Morgunblaðið - 20.03.2008, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MARS 2008 31 Það er heitt, enda hásumar hér í Suð-ur-Afríku. Loftkælingin hefur ekkiundan þar sem ég sit á skrifstofustarfsbróður míns, sendiherra Afr- íkuríkis. Ég er komin til að fara þess á leit við hann að ríki hans styðji framboð Íslands til ör- yggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Málin rædd Við drekkum te og förum yfir málið: Ísland er lítið en fjárhagslega og menningarlega öfl- ugt ríki, sem aldrei hefur farið með ófrið á hendur öðru ríki. Fyrir hundrað árum var Ís- land fátækasta ríki í Evrópu og stóð frammi fyrir mörgum af þeim vandamálum sem Afr- íkuríki þurfa að leysa í dag. Íslendingum tókst á þessum stutta tíma að komast í hóp tekju- hæstu ríkja heims og það er reynsla sem læra má af. Ísland hefur aldalanga lýðræðishefð og hefur verið í Sameinuðu þjóðunum frá árinu 1946. Ísland hefur samt en aldrei áður boðið fram til öryggisráðsins en er reiðubúið til að leggja sitt af mörkum til að stuðla að friði í veröldinni með setu sinni þar. Við ræðum þetta frá ýmsum sjónarhornum og tengjum við afrískan veru- leika. Á kaffiborðinu fyrir framan okkur liggja vold- ugir baugar og þegar hlé verður á samtalinu spyr ég starfsbróður minn hvaða hlutir þetta séu. Jú, þetta eru þrælajárn, segir hann, stærri baugarnir eru fótjárn og þeir minni handjárn. Við horfum á þá stundarkorn og hvorugt segir nokkuð; við vitum að sársauka- full saga Afríku speglast í þessum gripum. „Já,“ segir sendiherrann loks og lítur upp af baugunum, „Ísland er gott land að styðja“. Erindi ... Um erindi Íslands í öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur margt verið rætt og ritað og ekki er ástæða til að endurtaka það hér. Þó er vert að nefna að þegar litið er á starf örygg- isráðsins frá sjónarhóli Afríku þá kemur nauð- syn þess að láta að sér kveða á þeim vettvangi skýrt í ljós. Blóðug saga álfunnar, viðvarandi átök á sumum svæðum hennar, nauðsyn þess að stilla til friðar og efla hann með því að að- stoða fólk til sjálfshjálpar, nauðsyn þess að bjarga mannslífum – þetta eru knýjandi verk- efni hér og augljós í daglegu lífi. Þessi verk- efni eru á borði öryggisráðsins, en um 60% af þeim málum sem koma fyrir ráðið varða Afr- íku. Erindi okkar í öryggisráðið er því einnig hluti af þróunar- og uppbyggingarstarfi okkar í Afríku. ... og ávinningur Virk þátttaka Íslands á alþjóðavettvangi varðar einnig okkar eigin hagsmuni. Framboð okkar til öryggisráðsins hefur til dæmis þegar skilað umtalsverðum árangri í kynningu á Ís- landi. Samtöl ráðherra og sendiherra við starfssystkini sín og ráðamenn um víða veröld vegna framboðsins hafa styrkt tengsl Íslands við fjölmörg ríki og leitt af sér ýmis áhugaverð verkefni. Það er ævinlega gott að eiga vini sem víðast þegar reka skal hagsmuni Íslands á hvaða sviði sem er. Í hnattvæddum heimi erum við heldur ekki lengur ein og afskipt úti við Ballarhaf þótt við hugsum stundum þannig enn. Átök og ófriður hvar sem er í heiminum skila sér á endanum til okkar í einhverri mynd og móta þann heim sem börnin okkar erfa. Það eru því okkar hagsmunir að leggjast á árina með öðrum þjóðum á friðarfleyinu. Og ef okkur líka ekki siglingareglurnar, eins og til dæmis neitunarvaldið í örygg- isráðinu, þá verðum við að taka þátt til að geta breytt þeim. Það þýðir lítið að standa hjá og aðhafast ekkert. Íslenskar konur hefðu vísast ekki komist langt í baráttu sinni fyrir jafnrétti kynjanna ef þær hefðu setið hjá með hendur í skauti. Sama gildir í hinu víðara samhengi heimsmálanna. Konur á vettvangi átaka Konur eiga sannarlega einnig hagsmuna að gæta þar sem ófriður og átök eru annars veg- ar. Það er alkunna að konur og börn eru helstu þolendur stríðsátaka og ekki þarf að tíunda þær hörmungar sem yfir þessi fórnarlömb stríðandi fylkinga geta dunið. Þær eru í frétt- unum á hverjum degi. Friðsamleg lausn deilu- mála ætti að vera hagsmunamál allra, en ljóst er að það er eindregið hagsmunamál kvenna. Einnig er vitað að konur eiga oft takmark- aðan aðgang að friðarumleit- unum, þær hafa ekki vald til að heimta frið og þær sitja ekki við samningaborðið. Eitt af mörgu sem við höfum gert til að undirbúa hugsanlega setu okkar í öryggisráðinu er að gerast aðilar að Institute for Security Studies hér í Suð- ur-Afríku, en sú stofnun sinnir rannsóknum á átökum og frið- arþróun í álfunni og er sú öfl- ugasta sinnar tegundar í Afríku. Við þessa stofnun höfum við sett á laggirnar verkefni um konur og friðarþróun sem miðar að því að rannsaka aðgang kvenna að frið- arumleitunum á átakasvæðum og hvernig mætti auðvelda þeim slíkan aðgang. Verkefnið leggur áherslu á konur sem gerendur frekar en sem valdalaus fórnarlömb átaka og miðast við að nýta krafta og hæfileika kvenna til frið- aruppbyggingar hvar sem er í heiminum. Atkvæði Afríku Nú styttist óðum í kosningarnar til örygg- isráðsins sem fram fara í október næstkom- andi. Í utanríkisráðuneytinu og á öllum starfs- stöðvum þess erlendis hefur verið unnið ötullega að kjöri Íslands um árabil, en ljóst er að á lokasprettinum þurfum við á öllu okkar að halda til að hafa við keppinautunum, Aust- urríki og Tyrklandi. Í Afríku eru 53 ríki og þau eru öll aðilar að Sameinuðu þjóðunum. Þar sem hvert ríki hef- ur eitt atkvæði í kosningum óháð stærð eða afli eru 53 atkvæði í Afríku eða meira en fjórð- ungur atkvæða í komandi kjöri. Sendiráð Ís- lands í Suður-Afríku hefur því lagt sérstaka áherslu á framboðið og mun gera það áfram þá mánuði sem eftir lifa til kosninga. Hér, eins og víðar, höfum við notið aðstoðar hinna Norðurlandanna við framboðið, enda er það norrænt framboð stutt af frændþjóðum okkar. Það hefur vissulega gagnast okkur í Afríku þar sem Norðurlöndin njóta almennt velvildar og virðingar vegna margvíslegrar aðstoðar við Afríkuríki um langt árabil. Ef við höfum sigur í kosningum í haust er það hins vegar okkar að sýna fram á að „Ísland sé gott land að styðja“. „Ísland er gott land að styðja“ Eftir Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur » Í utanríkisráðu- neytinu og á öll- um starfsstöðvum þess erlendis hefur verið unnið ötullega að kjöri Íslands um árabil ... Höfundur er sendiherra Íslands í Suður- Afríku og fleiri Afríkuríkjum, og fastafulltrúi Íslands hjá Afríkusambandinu. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, sendiherra, afhendir Letsie III, konungi Lesótó, trún- aðarbréf sitt. Við þetta tækifæri gafst gott tóm til að ræða framboð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og leita eftir stuðningi Lesótó. skjölin verið skráðar þannig að skrá- in gefi yfirlit yfir efni skjalanna, frá hvaða tímabili þau eru og hvar þau sé að finna. Skráin er algerlega óháð fyrirkomulagi skjalanna. Hún er efn- islegur aðgangur að þeim, hjálp- artæki til þess að finna skjölin á fljótvirkan og öruggan hátt. Mis- skilningur Hrafns felst í því að hann blandar þessu tvennu saman, þ.e. skráningu skjalanna annars vegar og fyrirkomulagi þeirra hinsvegar þar sem upprunalegt fyrirkomulag skjal- anna er tryggt í samræmi við upp- runaregluna. Sú áróðursherferð sem Hrafn er í gegn stétt bókasafns- og upplýsinga- fræðinga er honum ekki til sæmdar. Upplýsinga- og skjalastjórn er kennd við bókasafns- og upplýsingafræði- deildir fjölmargra háskóla í hinum vestræna heimi. Og hvað sem líður skoðun Hrafns á hæfni bókasafns- og upplýsingafræðinga, sem hafa sér- hæft sig í skjalastjórn, blasir við sú staðreynd að eftirspurn eftir fag- þekkingu þeirra er mikil. Sú stað- reynd er ólygnust um hæfni þeirra. unarmöguleika henta best sem skjalastjórnartæki í nútímarekstr- arumhverfi, bæði í einkafyrirtækjum og hjá opinberum aðilum. Það er því engin tilviljun að í íslenskum/ alþjóðlegum staðli um upplýsingar og skjalastjórn, ÍST ISO 15489, er vísan í óendanlegt tölukerfi og það sýnt sem fyrirmynd. Þess má geta að alþjóðlegir staðlar eru sameiginleg niðurstaða hagsmunaðila um það sem er hæfilegt, gott verklag og í takt við tímann. Þá gerir Hrafn að umtalsefni að upprunareglan hafi ekki verið virt hjá Gangskör í gegnum tíðina. Það eru helber ósannindi og vitnisburður um vanþekkingu Hrafns á þessu sviði. Gangskör hefur alltaf lagt mikla áherslu á verndun sögulegra skjala hjá viðskiptavinum sínum og gildir það bæði um einkaaðila og op- inbera aðila. Fylgt hefur verið því vinnulagi að búa um skjölin þannig að þau varðveitist sem best, án þess að raska upprunalegu fyrirkomulagi þeirra. Jafnframt hafa upplýsingar um kör hefur alla tíð egináherslu á að ða verði skjalaflokk- erfi fyrir hvert fyr- gagnstætt því sem um bókasafnskerfi. an er sú að skjala- narkerfið á að end- la starfsemi og ni sem fengist er sérhverju fyrirtæki jum tíma og eru nandi fyrir það. Því að sérsníða skjala- narkerfi fyrir sér- fyrirtæki. að óendanlegur högg við handbók ndi í upphafi að unarkerfi á grund- gstafakerfis sem ÞÍ að notað sé hjá op- Fljótlega kom þó í erfið fullnægði ekki um sem gera þarf rkerfa. Tugstakerf- rkunum háð að það að bæta við flokkum an hátt í sama mæli óendanlega útvíkk- síbreytilegu rekstr- kerfin að vera ögulegt þarf að vera m verkefnabreyt- gt eiga sér stað hjá mans. sýnt fram á að danlega útvíkk- varðar » Í grein Hrafns kemur fram gagnrýni á vinnu Gangskarar sem greinilega byggist á misskilningi og van- þekkingu. Höfundar eru eigendur Gangskarar sf. Kristín Ólafsdóttir er BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Háskóla Íslands og MSc í upplýsinga- og skjalastjórn frá Háskólanum í Northumbria í Bretlandi. Jóhanna Gunnlaugsdóttir er BA í bóka- safns- og upplýsingafræði frá Háskóla Íslands, MSc (Econ) í stjórnun frá Há- skólanum í Wales og PhD í upplýsinga- og skjalastjórn frá Háskólanum í Tam- pere, Finnlandi. Það er þessi vandi sem þjóðir íslams standa frammi fyrir núna. Hvernig á að túlka hefðirnar og söguna, hvernig á að afbyggja goðsögnina um einingu íslams, skilja á milli ímyndar og veruleika? Það er að mínu mati viðfangsefni sem einvörðungu fræðimenn og trúarleiðtogar múslíma sjálfra geta leyst. Í reynd lifa múslímar í aðskildum ríkjum og hugarheimum, oft er gjá á milli. Meira að segja eining araba er ekki annað en goðsögn, hvað þá allra múslíma, og stað- reyndin er að frá því að Múhameð dó árið 632 hefur þessi algera eining íslams aldrei verið fyrir hendi, er ekki annað en ímyndun.“ Hvað geta Vesturlönd gert? – Geta vestrænar þjóðir lagt fram einhvern skerf í þessu verkefni? „Ég tel að því meira sem vestræn ríki grípi inn í deilurnar og átökin sem nú fara fram í löndum ísl- ams þeim mun öflugri verði herskáir íslamistar. Af- skipti ríkisstjórnar Bush af þessum löndum hafa valdið framfarasinnum í löndunum geysilegu tjóni með því að styðja með herskárri stefnu sinni óafvit- andi afturhaldsöflin sem hafa notað tækifærið og sagt að Vesturveldin séu nú í krossferð gegn íslam. Enginn leggur beinlínis til að Vesturlönd haldi bara að sér höndum, styðji ekki við bakið á fram- faraöflunum og taki ekki afstöðu með þeim. Það er hægt að gera þeim gagn með margvíslegum hætti. Hægt er að leggja fram fé til samfélagsmála, til menntunar, með því að ýta undir frjálsa fjölmiðlun. En síðustu árin hafa Bandaríkin reynt að umskapa heim múslíma og gera hann líkan sínum. Bush og menn hans hafa beitt hervaldi til að stuðla að ákveðinni framtíðarsýn, ég nefni Írak og Afganist- an sem dæmi. Þetta hefur gert íslamistum kleift að ná yfirhendinni.“ – Er ekki billegt að segja að allt sem Vest- urveldin geri sé rangt? Hvað gerist ef einu afskipti þeirra verða að styðja framfaraöflin, munu þá ein- ræðisseggir og afturhald í þessum ríkjum ekki hindra það? „Við erum búin að gera heilmikið af okkur á und- anförnum áratugum. Bandaríkin vörðu milljörðum dollara til að gera talíbönum og bin Laden gerlegt að berjast gegn sovétmönnum í Afganistan. Við átt- um þannig þátt í að koma íslamistum í þessa yf- irburðastöðu. En hvað eigum við að gera núna? Eigum við að gera aftur mistök, grípa inn í borg- arastríð sem fer fram í heimi íslams eða halda aftur af okkur? Þá meina ég ekki afskiptaleysi, við ættum að geta veitt framfaraöflunum beina aðstoð án þess að vera beinlínis til staðar með herafla á svæðinu. Við verðum að skilja að í löndum múslíma fer fram áköf barátta um hug og hjarta þessa heims- hluta, hún hefur staðið yfir í nærri hálfa öld. Við ættum að beita eins mikilli lagni og klókindum og unnt er. En því meira áberandi sem stuðningur okkar við framfarasinna er þeim mun meira styrkj- um við stöðu íslamista sem kalla framfarasinna handbendi okkar. Þetta er vandi okkar núna.“ um í Washington veltu fyrir sér innst inni, það get- ur verið. En höfum í huga að Írakar máttu selja alla olíu sem þeir vildu 2003 og Bandaríkjamenn voru þegar stærstu kaupendurnir! Ég held ekki að olían hafi beinlínis verið ástæða fyrir innrásinni, þar réð fyrst og fremst hugmyndafræði í stjórn Bush og viðbrögð þeirra við hryðjuverkunum 2001. Cheney og Rumsfeld trúðu að þeir gætu með innrás í Írak umbylt aðstæðum, félagslegum og pólitískum, á svæðinu öllu.“ Gerges er spurður um innbyrðis átök meðal múslíma. „Undanfarin 30-40 ár hefur herskárri hug- myndafræði íslamista, jihadistanna, vaxið ásmegin en þeir skilgreina allt svæðið sem múslímar byggja ekki út frá landafræði heldur trú,“ segir hann. „Íslam er undirstaðan. Áður var þjóðernisstefnan ríkjandi en síðan um 1970, eftir að Ísraelar höfðu gersigrað og auðmýkt arabaríkin í sex daga stríð- inu, hefur íslamisminn sótt fram á kostnað þjóðern- isstefnunnar sem beið algert skipbrot.“ – Trúarritin gefa múslímum forskrift í mörgum samfélagsmálum sem við á Vesturlöndum teljum að heyri til stjórnmálunum, er ekki svo? „Það er rétt og þannig var reyndar kristnin einu sinni líka, þegar Páfagarður var athafnasamur í stjórnmálum. Íslam og allir múslímar eru sam- kvæmt fræðunum ein og óskipt heild, umma, sem ekki viðurkennir nein skil á milli stjórnmála og trúar. ja í löndum araba“ Morgunblaðið/Árni Sæberg í meira sem vestræn ríki grípa inn í deilurnar og un öflugri verði herskáir íslamistar.“ kjon@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.