Morgunblaðið - 20.03.2008, Side 32

Morgunblaðið - 20.03.2008, Side 32
32 FIMMTUDAGUR 20. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Guðrún Ey-vindsdóttir Bergmann fæddist í Keflavík 1. nóv- ember 1919. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Skjóli 26. febrúar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Eyvindur Magn- ússon Bergmann, f. 19.11.1893, d. 22.2.1947 og Dag- björt Ágústa Jóns- dóttir Bergmann, f. 23.8. 1893, d. 3.3. 1974. Guðrún var næstelst sjö systkina. Þau eru Magnea Jóhanna Margrét, f. 1917, d. 1989, Guðrún, sem hér er minnst, Ingibjörg, f. 1921, d. 1999, Jón, f. 1922, d. 1990, Guðmundía Guðrún, f. 1925, d. 1988, Gísllaug, f. 1926, sem lifir systkini sín og Friðrik Elías, f. 1928, d. 1969. Eiginmaður Guðrúnar var Reynir Alfreð Sveinsson, f. 3. júlí 1916, d. 11. maí 1995. Börn Guð- rúnar eru Dagvin Bergmann, f. 26.10. 1941, Aðal- björg Júlíana, f. 16.10. 1948, Sveinn Alfreð, f. 20.4. 1952, Björk, f. 5.6. 1953, Ey- vindur Bergmann, f. 17.7. 1955, Birgir, f. 4.6. 1957, Júlíana Guðrún, f. 16.7. 1960, Margrét, f. 18.2. 1963 og Guðrún Berg- mann, f. 19.1. 1965. Barnabörn- in eru 23 og barnabarnabörnin 16. Útför Guðrúnar var gerð frá Fossvogskapellu 6. mars. Lítil, fjörug, létt og kát ljúf en sterk og iðin, þér var aldrei þrengt í mát þó að blési um miðin. Þú annaðist um börn og bú barna stóri flokkur, níu sinnum þreyttir þú það að fæða okkur. Þér var vinnan leikur, list þó lúnar væru mundir, yfir pottum annaðist okkar kennslustundir. Þú lagðir rækt við tryggð og trú, traust þér vannst með sanni, hjartarými hafðir þú handa hverjum manni. Mörg var stund við mat og lín meðan aðrir hrutu, kærleiksverkin þekkja þín þeir sem hjálpar nutu. Hvíldar nú þér óskað er eyðast stundir þungar, samveruna þakka þér þínir níu ungar. (Lárus Þórðarson.) Aðalbjörg Reynisdóttir. „Þær eru seigastar þessar litlu kerlingar,“ sagði Reynir Sveinsson tengdafaðir minn einhvern tímann. Hann vissi hvað hann talaði um enda kvæntur einni sem ekki var sérstak- lega há í loftinu. Guðrún Bergmann, tengdamóðir mín, eða Dúnna eins og og hún var jafnan kölluð, var sannkallaður skör- ungur. Næstelst sjö systkina var hún sem ung stúlka send út til að afla fjár til heimilisins. Einhvern veginn þró- uðust málin þannig að hún réðst til starfa við Elliðaárvirkjun þar sem ungur maður að austan var við vinnu. Hún var matráðskona og ein- stæð móðir með lítinn dreng. Ungi maðurinn passaði drenginn fyrir hana þegar þörf var á, og úr því þró- aðist samband þeirra í hjónaband sem gat af sér 8 börn. Fjölskyldan bjó fyrst við Sogaveg- inn og síðar við Elliðavatn. Það þótti sjálfsagt að allir legðu sitt af mörk- um. Börnin seldu veiðileyfi og jólatré og öxluðu þær skyldur sem fylgja því að tilheyra stórri fjölskyldu. Dúnna eldaði ofan í sívaxandi barnahóp, aðra fjölskyldumeðlimi, vini barnanna og hóp vinnumanna. Tutt- ugu manns í mat var ekki óvenjulegt þar á bæ. Þegar barnaflokkurinn var að mestu vaxinn úr grasi fluttu Reynir og Dúnna í Breiðagerðið. Þar kynnt- ist ég þeim og þaðan eru flestar þær minningar sem tengjast Dúnnu. Þar var hún eins og klettur, alltaf tilbúin með matinn á föstum matmálstíma, sama hvað gekk á. Þar sat hún á sín- um kolli og var hrókur alls fagnaðar. Þótt fáar húsmæður hafi mettað jafn marga munna og hún tengdamóðir mín, var hún satt að segja aldrei mik- ið gefin fyrir matseld. „Eigum við ekki bara að fá okkur brauðsneið?“ var yfirleitt viðkvæðið þegar ég spurði hana hvort við ættum ekki að elda mat, þá er hún var í heimsókn hjá okkur. Dúnna var lítt gefin fyrir logn- mollu; hressileiki átti betur við hana og það var aldrei leiðinlegt þar sem hún var. „Ungt fólk á að skemmta sér og fara út að dansa,“ sagði hún við unglinga sem lágu heima yfir sjónvarpi. Sjálf hafði hún mikið yndi af tónlist og dansi, en það kom fyrir að hún lét sig hafa það að horfa á bíó- mynd í sjónvarpinu og það varð þá helst að vera almennileg hasarmynd þar sem byssukúlurnar flugu. Við vorum þeirrar gæfu aðnjót- andi að fá að ferðast með Dúnnu um Evrópu oftar en einu sinni. Við fór- um á sólarströnd og skoðuðum stór- borgir. Minningarnar um þessar ferðir eru ómetanlegar og við erum þakklát fyrir að hafa átt þær sam- verustundir með Dúnnu áður en heilsu hennar fór að hraka. Nú verða þær ferðir ekki fleiri. Blessuð sé minning Dúnnu. Páll Skúli Leifsson. Núna ertu búin að kveðja okkur elsku amma Dúnna. Þær voru ófáar stundirnar sem við barnabörnin áttum saman á laugar- dagsmorgnum hjá þér og afa í Breiðagerðinu. Það var mikið til- hlökkunarefni alla vikuna. Það voru fastir liðir að horfa á barnaþætti á Stöð 2. Ég man það mjög vel, eitt skiptið þegar við vorum að leik í stof- unni, búin að horfa á sjónvarp, að við tókum á það ráð að loka stofudyr- unum. Þú varst fljót að opna hana aftur. Þetta gerðum við nokkrum sinnum og alltaf komst þú og opnaðir dyrnar. Að lokum spurði ég af hverju dyrnar mættu ekki vera lokaðar, þá sagðir þú að dyr ættu að vera opnar. Seinna skildi ég af hverju þetta skipti máli. Þú varst svo félagslynd og umhyggjusöm. Ég skildi betur af hverju fólk streymdi alltaf inn og út í Breiðagerðinu, það var góður staður að heimsækja. Það var alltaf svo mikil gleði í kringum þig og alltaf stutt í hláturinn góða. Það er gott að minnast þín og þínir sterku eiginleikar eru mér oft að leiðarljósi. Þakka þér fyrir allar góðu stundirnar elsku amma mín. Hannes Bergmann Eyvindsson. Elsku amma, okkur systurnar langar að fá að kveðja þig með örfá- um minningabrotum. Við sjáum fyrir okkur myndina þegar við erum að vakna eftir að hafa verið í næturgistingu hjá ömmu og afa, það fyrsta sem við sjáum er afi að drekka kaffi úr bollanum „sínum“ og amma jafnvel að sauma, hún er í náttsloppnum og með stækkunar- glerið með ljósinu yfir saumavélinni. Við höfðum að sjálfsögðu verið í góðu yfirlæti hjá ömmu og afa, fengið að fara í sjoppuna að kaupa nammi og ekkert var bannað þar. Við fórum í gróðurhúsið með afa og sóttum vín- ber og fengum svo kleinur hjá ömmu. Við eigum auðvitað margar fleiri minningar eins og þegar amma var að sauma stóru myndina sem var hjá henni í stofunni, þar sem sjást eldri hjón og tvö lítil börn. Þetta áttu að vera afi og amma og svo við syst- urnar, það var ósjaldan sem amma og afi minntu okkur á þetta jafnvel eftir að við vorum orðnar fullorðnar. Það voru nokkrir hlutir sem ömmu hlakkaði mikið til að sjá og þar á meðal var maðurinn hennar Krist- ínar sem hún fékk nú aldeilis að hitta og lýsa ánægju sinni með, og hvernig mamma Kristín yrði. Henni fannst stundum yfirlýsingar Kristínar um uppeldi annarra vera aðeins of mikl- ar. Því miður náði hún ekki að verða vitni að því að sjá uppeldisaðferðir Kristínar, ja kannski ekki fyrr en núna þegar hún fer fyrir alvöru að fylgjast með okkur öllum. Við eigum líka margar skemmti- legar minningar frá því við urðum eldri, t.d. heimsóknir ömmu til Berg- lindar til Danmörku þar sem Bjarni var duglegur að hlaupa með bjórinn fram og til baka fyrir hana og það fannst henni alveg frábært. Þar átt- um við alveg ógleymanlegar stundir með ömmu. Líka þegar við fórum með ömmu í heimsókn til Berglindar til Bandaríkjanna. Þá sátum við og drukkum rauðvín, hvítvín og spjöll- uðum, þetta fannst ömmu mjög skemmtilegt. Amma var mikil fé- lagsvera og elskaði að hafa mikið af fólki í kringum sig. Amma var alltaf sú allra dugleg- asta að gera grín að sjálfri sér. Tvö skipti eru okkur með eindæmum minnisstæð, annað var þegar hún fór og keypti poppmaís til að hafa með saltkjötinu fyrir afa í stað bauna, hitt skiptið var þegar hún fór niður í Hagkaup og skildi svo ekkert í því þegar hún var á leiðinni heim af hverju hún hefði verslað svona mik- ið, af því hún var ekki á bílnum. Þeg- ar hún svo kom í Breiðagerðið sá hún að þar var engin bíll, hún hafði sem sagt skilið bílinn eftir fyrir utan Hagkaup. Núna vitum við að ömmu okkar líður loksins vel, hún er búin að hitta afa og er sest með systrum sínum að fá sér smá rauðvín og hlæja. Við eigum fullt af öðrum fallegum, skemmtilegum minningum um hana ömmu litlu, sem við munum geyma í hjarta okkar. Við vitum vel að nú eiga þau Reyn- ir afi eftir að halda verndarhendi yfir okkur og öllum litlu glókollunum okkar. Elsku besta amma, loksins fékkst þú hvíldina. Við systur og fjölskyldur okkar viljum þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur. Við verð- um ævinlega þakklátar fyrir allan þann tíma sem við áttum með þér og afa. Kristín, Berglind og fjölskyldur. Hún ástkæra Dúnna amma er bú- in að kveðja okkur öll eftir langt og gott líf. Kona í rauðum kjól og á gylltum skóm, alltaf glöð og hlæj- andi. Góðu minningarnar; hláturinn, barngæskan, hjálpsemin, viljinn til að gera allt gott og hafa alla ánægða í kringum sig, því þá var hún sjálf ánægð. Oft hló Dúnna hæst að sjálfri sér, óhapp gat stuttu síðar orðið hinn besti brandari. Alltaf var hún fyrst til sátta, vildi horfa á það jákvæða í fólki og svo ótrúlega viljug og vildi allt fyrir alla gera. Dúnna var margra manna maki til verka og vandist strax vinna, en 9 ára gömul var hún komin í vist að passa börn. Síðar varð mikið barna- lán hjá henni sjálfri og Reyni. Hún átti margar góðar sögur um uppvöxt sinn í Keflavík og henni var annt um rætur sínar. Og ást hennar á tónlist fylgdi henni frá tónlistarbænum út í lífið. Alltaf virkaði það vel í plötubúð- unum að spyrja eftir því sem væri vinsælast hjá unga fólkinu og þá varð Dúnna kát með plötuna. Enga rólega tónlist, bara fjör. Börnin elskuðu ömmu Dúnnu. Ef hún var að koma að passa börnin þá fóru þau strax að hlakka til. Svo kom litla konan, heilsaði hlæjandi. Svo heyrðist ísskápurinn opnaður og svo frystirinn. Dúnna var komin með kók og ís, nú yrði fjör. Dúnna var alltaf mikill veitandi í lífinu, alltaf sól og veisla þar sem hún var. Margar minningar eru frá Danmörku þegar hún kom í heimsókn. Þegar komið var heim úr vinnu var hún búin að búa um og sópa, og sat sjálf með dönsku blöðin úti í sólinni. Dúnna elskaði sólina og hún var sjálf sólin í lífi svo margra. Ef hún sá óþekkt eða heyrði krakka skammaða, þá átti hún alltaf eitthvað jákvætt og gott að segja: „Hann er svo orkumikill,“ og hló, eða „hann stendur sig svo vel að hjálpa til, hvað mynduð þið gera án hans?“ Og barnið fékk kjass og strokur frá ömmu. Og litlu börnin lágu í „holunni“ og leið svo vel undir dillandi hlátri ömmu. Hún veitti um- hyggju af miklum gnægtabrunni. Nú er tími til kominn að kveðja. Við kveðjum glöðu konuna á rauða kjólnum og gylltu skónum, sem veitti svo mikilli birtu inn í líf okkar. Við finnum fyrir óendanlegu þakklæti fyrir allan kærleikann, gleðina og allt sem hún veitti okkur í gegnum árin. Við finnum fyrir ríkidæmi í björtum minningum og veganesti því sem hennar fyrirmynd hefur verið okkur. Minningin um hana er sem sólin, björt og hlý. Far í friði, elsku amma og vinkona. Öllum aðstandendum vottum við okkar dýpstu samúð. Ásta, Svandís og Guðrún. Nú erum við búnar að hugsa og rökræða í marga daga um hvernig við getum lýst þeim minningum og tilfinningum sem við berum í garð ömmu Dúnnu. Það er erfitt, ef ekki ómögulegt að finna nógu falleg og góð orð til að lýsa henni ömmu okkar. Svona ótrúlegri, ólýsanlegri og áhrifaríkri manneskju er ekki hægt að lýsa réttlætanlega í orðum. Svo að þau sem hafa haft þann heiður að hafa þekkt hana og notið samfylgdar hennar í lífinu vita ná- kvæmlega hvað við erum að tala um. Við þökkum Guði óendanlega fyrir að hafa gefið okkur hana ömmu okk- ar, sem var ekki bara amma, heldur alger fyrirmynd og vinkona og það sem hún hefur skilið eftir sig bæði í okkar hjörtum og okkur sjálfum per- sónulega er óútskýranlegt. Amma gerði heiminn einfaldlega að betri stað, þannig var hún bara náttúru- lega. Hún mun verða stór partur af okk- ur alla okkar ævi. Endalaus ást og gleði, Tinna Bergmann og Inga Lilja. Elsku Dúnna frænka hefur yfir- gefið þessa jarðvist. Í rauninni var hún löngu farin en líkaminn var sterkur og neitaði að fylgja huganum eftir. Að horfa upp á yndislega manneskju glíma við Alzheimers- sjúkdóm og hverfa smátt og smátt var erfitt fyrir fjölskylduna. Það eru ótal minningar sem við dætur Gýju systur hennar eigum um Dúnnu og fjölskyldu, þegar þau bjuggu á Sogabletti 7, sem nú heitir Sogavegur. Þar voru þau með fjárbúskap og hænur. Síðar fluttu þau í stórt hús á Elliðavatni. Þar bættist við umsjón með veiði í vatn- inu. Dúnna átti níu börn og var því mikið um að vera á stóru heimili. Dúnna hélt liðinu sínu saman og náði að sinna hverjum og einum á sinn einstaka hátt. Alltaf var hún boðin og búin að keyra alla fram og til baka og voru farartækin nú oft ekki upp á marga fiska. Allir voru velkomnir hjá Dúnnu og eiginmanni hennar, Reyni Sveinssyni skógræktarmanni. Í minningu okkar frá þessum tíma voru frystikistur fullar af mat hjá Dúnnu og Reyni, brotakex keypt í kílóavís, stórir djúsbrúsar og heilu hveitisekkirnir sem bakað var úr og allt gert á sem hagkvæmastan máta. Fyrir okkur var þetta allt heilmik- ið ævintýri að fá að taka þátt í lífi þeirra en heima hjá okkur var allt smærra í sniðum, þar var keypt lítið stykki af smjöri, lítið fiskflak, einn pottur af mjólk og desilítri af rjóma. Móðir okkar og Dúnna voru góðar vinkonur þótt ólíkar væru. Sterk taug var á milli þeirra systra eins og allra hinna systkinanna en þau voru sjö að tölu. Aðeins ein systirin, Gilla, lifir þau. Þegar móðir okkar lést eftir erfið veikindi fann Dúnna það á sér að komið væri að leiðarlokum hjá systur sinni. Þann dag hafði Dúnna verið veik og legið í rúminu en fannst hún allt í einu verða að fara til Gýju. Hún klæddi sig í skyndi og birtist hjá okkur á því andartaki sem móðir okkar skildi við. Það var okkur mikill stuðningur að hafa hana hjá okkur. Kærleikurinn var mikill á milli systkina Dúnnu. Það má segja að orðatiltækið „sælla er að gefa en þiggja“ eigi vel við þau. Alltaf var komið færandi hendi og ekkert þeirra sankaði að sér veraldlegum munum. Hugurinn var meira að gefa öðrum. Móðir okkar var mikill mann- þekkjari og spáði mikið í persónu- einkenni fólks og fann alltaf það besta í fari allra. Þessu miðlaði hún til okkar systra og alla tíð síðan höf- um við litið á hópinn hennar Dúnnu sem hæfileikaríkt og gott fólk sem hefur ótal margt til brunns að bera. Dúnna var alltaf létt á fæti og fljót í ferðum, hún náði að sinna börnum sínum og barnabörnum en einhvern veginn hafði hún líka tíma til að sinna stórfjölskyldunni. Iðulega hringdi hún í okkur eftir að móðir okkar dó, bara svona rétt til að heyra í okkur hljóðið. Þetta voru ekki löng símtöl en gerðu sitt. Það var svo gott að heyra aðeins í henni. Það minnti okkur á gömlu góðu dagana. Nú er komið að leiðarlokum. Kær frænka er horfin yfir móðuna miklu. Við sem eftir stöndum getum lygnt aftur augum og séð fyrir okkur fagn- aðarfundina hjá systkinahópnum og ömmu Dagbjörtu þegar þau taka á móti Dúnnu. Guð geymi okkar einstöku frænku. Rósa og Sigrún. Guðrún Eyvindsdóttir Bergmann Elsku litla frænka mín hún Hel- ena er dáin. Mig langar að minnast hennar í nokkrum orðum. Það voru ánægjulegar fréttir þegar ég heyrði að Maja frænka mín og Matti ættu von á barni og Bidda systir að verða amma. Þann 22. febrúar 2007 fæddist falleg lítil stúlka og mikil gleði ríkti hjá for- eldrum og öðrum ættingjum. Allt gekk vel í fyrstu en svo fór að bera á veikindum Helenu, erfiðir tímar Helena Matthíasdóttir ✝ Helena Matt-híasdóttir fæddist í Reykja- vík 22. febrúar 2007. Hún lést á Barnaspítala Hringsins þriðju- daginn 4. mars síðastliðinn. Útför Helenu fór fram frá Há- teigskirkju 11. mars sl. voru nú framundan hjá þessari ungu fjöldkyldu. Barátt- an var hetjuleg hjá þeim öllum, ekki síst hjá litlu Hel- enu minni. Þessi litli engill, hún gaf svo mikið af sér og það var yndislegt að fá að kynnast henni og vera hjá henni, hún mun alltaf eiga stað í mínu hjarta. Sigurbjörn, Kalla, Linda og fjöl- skyldur senda ykkur innilegustu samúðarkveðjur. Elsku Maja og Matti, Bidda syst- ir mín og aðrir ættingjar, missir ykkar er mikill, en megi ljúf minn- ing um Helenu litlu styrkja ykkar á þessum erfiðu tímum. Ég kveð litla engilinn minn með miklum söknuði. Stefanía Hákonardóttir (Ebba frænka).

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.