Morgunblaðið - 20.03.2008, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 20.03.2008, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MARS 2008 33 MINNINGAR ✝ Ragna Möllerfæddist á Ísa- firði 7. maí 1932. Hún andaðist á Landspítalanum í Reykjavík 7. mars síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Fríður Bjarnadótt- ir, f. í Stapadal 31. ágúst 1911, d. 19. mars 1978, og Víg- lundur Möller, f. á Hellissandi 6. mars 1910, d. 8. maí 1978. Fósturfor- eldrar Rögnu voru Elías Júlíus Eleseusson, f. á Borg í Auðkúlu- hreppi 30. júlí 1878, d. 27. sept- ember 1960, og Hallfríður Steinunn Jónsdóttir, f. í Skóg- um 25. ágúst 1883, d. 22. júní 1976. Föðursystir Rögnu er María Möller. Fóstursystkini Rögnu eru Petrína Jóna Elías- dóttir, f. 27. ágúst 1914, og Markús Ó. Waage, f. 5. júní 1921, d. 14. júlí 1995. Ragna giftist 6. janúar 1953 Steini Hanssyni, f. í Ólafsvík 21. júlí 1930. Móðir hans var Kristrún Birg- itta Friðgeirs- dóttir, f. 7. sept. 1909, d. 24. sept 1971. Börn Rögnu og Steina eru: 1) Jóhann, f. í Ólafs- vík 10. júní 1951, kvæntur Erlu Hrönn Snorradótt- ir, f. 16. febr. 1954. Börn þeirra eru Rúnar Már, f. 10. mars 1973, Íris Ósk, f. 17. júní 1977, og Steinunn Ragna, f. 2. ágúst 1988. Sonur Jóhanns úr fyrri sambúð er Steinn, f. 25. september 1968. 2) Elísabet Steinunn, f. í Ólafsvík 22. des- ember 1954, gift Hreini Magn- ússyni, f. 25. maí 1952. Börn þeirra eru Ragna Björk, f. 21, maí 1977, og Kristrún Birgitta, f. 18. ágúst 1982. Útför Rögnu var gerð 14. mars, í kyrrþey. Mig langar að kveðja elskulega eig- inkonu mína með þessu ljóði. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Steinn Hansson. Elsku mamma mín. Mig langar að skrifa nokkrar línur til að minnast þín. Elsku mamma, þú varst baráttu- kona mikil og lést aldrei deigan síga, þrátt fyrir þín löngu og erfiðu veik- indi. Þín er sárt saknað, margs er að sakna og margs er að minnast eins og þeirra indælu stunda sem við áttum saman í bústaðnum ykkar pabba. Við eigum eftir að sakna þess að fara saman í helluleiðangur eins og þú varst búin að tala um við mig. Næsta sumar ef heilsan leyfði þá yrði það okkar fyrsta verk að fara í svoleiðis leiðangur saman og jafnvel kíkja á ber, því þetta var þitt líf og yndi og að hafa allt sem fallegast. Þú lagðir allan þinn metnað í að hafa bústaðinn sem fallegastan, það sést best á öllum fal- lega gróðrinum í kring um bústaðinn og bústaðnum sjálfum. Þú varst góð sál og máttir aldrei sjá neitt aumt, þá varst þú fyrsta mann- eskjan til að rétta fram hjálparhönd. Þú tókst alltaf hlýlega á móti okkur og alltaf var veisluhlaðborð, sama hvort þú varst heima eða uppi í bú- stað. Við viljum þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur. Við munum ávallt elska þig og við vonum að þér líði vel þar sem þú ert og sért vernd- arengill okkar sem eftir erum. Ég hef þinni leiðsögn lotið, líka þinnar ástar notið, finn, hvað allt er beiskt og brotið, burt er víkur aðstoð þín elsku góða mamma mín. Allt sem gott ég hefi hlotið, hefir eflst við ráðin þín. Þó skal ekki víla og vola, veröld þótt oss brjóti í mola. Starfa, hjálpa, þjóna, þola, það var alltaf hugsun þín, elsku góða mamma mín. Og úr rústum kaldra kola kveiktirðu skærustu blysin þín. Flýg ég heim úr fjarlægðinni, fylgi þér í hinsta sinni, krýp með þökk að kistu þinni, kyssi í anda sporin þín, elsku góða mamma mín. Okkur seinna í eilífðinni eilíft ljós frá guði skín. (Árni Helgason.) Elsku mamma, við kveðjum þig. Þín dóttir Elísabet og Hreinn. Ein af góðu fyrirmyndunum mín- um er látin og ætla ég að leyfa mér að kalla hana Rögnu í grein minni. Að- alsmerki Rögnu var trygglyndi og hjálpsemi þeim til handa sem áttu um sárt að binda. Og umfram allt var hún mjög góður námsmaður, það var al- veg sama hvað Ragna tók sér fyrir hendur hún kláraði alltaf allt sem hún byrjaði á. Samanber þegar hún fór í öldunginn í Hamrahlíðinni tók hún fyrir 4 námsflokka og dúxaði hún í þeim öllum. Ragna var afar ákveðin kona í lífi og starfi, störf Rögnu voru á fyrri hluta starfsævinnar mikið tengd verslunarstörfum. Starfaði hún lengi og vel í mjólkurbúð sem starfrækt var í Ólafsvík og fékk hún viðurnefnið Ragna í mjólkurbúðinni. Síðan flyst hún til Reykjavíkur og starfar þar áfram við sambærileg störf. Síðari hluti starfsævi hennar starfaði hún við aðhlynningarstörf, samanber Hafnarbúðir, og síðast á Landakoti. Áhugamál Rögnu voru af ýmsum toga en það sem stóð upp úr var garð- rækt og því má segja að það hafi verið mikill happafengur þegar þau fengu úthlutaða lóð undir sumarbústað á Arnarstapa og byggðu þau sér þar bústað sem í dag heitir Móabær. Oft kom það upp í huga mér hvað þessi hjón voru samstiga í lífi og starfi, oft hafði sonurinn á orði aumingja pabbi enn byrjaður að grafa holur fyrir nýj- um plöntum, þar fer sumarfríið fyrir lítið í staðinn fyrir að fara í sólar- landaferð og liggja með tærnar upp í loftið. En svona er þetta, þetta var þeirra líf og yndi. Ég veit að góður Guð hefur tekið vel á móti henni Rögnu og er hún laus við öll veikindi og amstur. Ég þakka þér öll árin, elsku Ragna mín, og megi Guð þig geyma. Þín tengdadóttir Erla Hrönn Snorradóttir. Elsku amma mín, nú ertu búin að fá hvíldina miklu, þú varst búin að berjast svo hetjulega enda varstu hörkukona. Ein besta minning okkar um þig er frá jólunum sem við áttum saman, þegar þú og afi komuð til mömmu og við vorum í okkar fínasta pússi og í okkar besta jólaskapi enda voru jólin aldrei eins hlý og hátíðleg og þegar þið komuð. Elsku amma, við viljum þakka þér fyrir góðar stundir og minningar sem þú hefur gefið okkur og þær munum við alltaf geyma í hjarta okkar. Þú varst og ert stórgáfuð og glæsi- leg kona með fallegt hjarta. Ekkert á eftir að verða eins án þín og þín verð- ur sárt saknað, elsku amma mín, þú verður fallegur engill og við elskum þig ávallt. Elsku amma mín, okkur langaði að kveðja þig með þessu fallega ljóði. Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tár- um, hugsið ekki um dauðann með harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykk- ar snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gef- ur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykk- ar yfir lífinu. (Kahlil Gibran) Elsku afi, guð veri með þér og styrki á þessum erfiðu tímum. Við elskum þig. Kristrún Birgitta, Ragna Björk og fjölskyldur. Elsku amma mín, nú ertu farin frá okkur og á ég þér svo mikið að þakka. Þessa dagana streyma fram minning- ar um ljúfar samverustundir okkar. Standa upp úr ferðirnar til ykkar afa í sumarbústaðinn á Arnarstapa. Alltaf þótti mér jafn gaman að koma þang- að, leika mér uppi á lofti, fara út í garð og tína ber og blóm fyrir ömmu. Á yngri árum mínum þótti mér alltaf svo gaman þegar jólin gengu í garð. Alltaf fékk ég 2 eða fleiri pakka frá ykkur afa og var það alltaf einhvað nytsamt. Þið afi voruð hér hjá okkur í Smárarimanum á síðustu jólum og mikið var ég glöð að fá að hafa þig heima um jólin. Þó svo þú hafir verið mikið veik mættir þú samt til okkar á aðfangadag og borðaðir með okkur og opnaðir pakkana, þú varst svo sterk. Amma mín, þú sýndir mér kjark og kærleika í lífi og starfi. Að eiga fyr- irmynd einsog þig hefur gefið mér styrk. Það var alltaf svo gaman að spjalla við þig, þú hafðir sterkar skoð- anir á hinu og þessu í lífinu. Sagðir alltaf það sem þér fannst. Ekki fannst manni það alltaf gott en ég gat þó oft- ast hlegið að þér, þú varst svo hrein og bein. Elsku amma mín, ég gæti skrifað endalaust til þín svo ég læt þetta duga. Ég elska þig heitar en orð fá lýst. Ég kveð þig hér með stuttu ljóði. Umhyggju og ástúð þína okkur veittir hverja stund. Ætíð gastu öðrum gefið yl frá þinni hlýju lund. Gáfur prýddu fagurt hjarta, gleðin bjó í hreinni sál. Í orði og verki að vera sannur var þitt dýpsta hjartans mál. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Þín Steinunn Ragna. Elsku amma mín, ég sit hér heima og er að reyna að finna eitthvert orð sem er nógu gott til að lýsa hvað þú varst og ert mikið kjarnakvendi. Þú ert mjög ákveðin kona, ert þeim trygg sem þú annt, með allt þitt á hreinu, ert góður vinur og dásamleg amma. Þú varst ekki allra en þeir sem þú tókst fengu að sjá að þú áttir hjarta úr gulli. Á mínum yngri árum fékk ég ósjaldan að fara með ykkur afa út á Stapa og var ég líka með í för þegar þið fóruð að skoða lóðina sem varð svo að Móabæ hinum eina sanna þar sem þið afi áttuð margar góðar stundir. Fór stundum Peta systir þín og Indriði með ykkur ogfékk ég að koma yfir og þá var nú spilað og dekr- að við mig. Þegar þið voruð að koma vestur þá komuð þið alltaf færandi hendi með gotterí úr Reykjavík sem var ekki til í Ólafsvík handa okkur Rúnari. Var ég þá voða lukkuleg, þú sagðir alltaf að ég væri soddan nam- migrís. Ég var svo lánsöm að hafa bú- ið smá tíma hjá þér og afa í vestur- bænum. Þá fékk ég að kynnast þér svo vel og urðum við miklar vinkonur ég gat spjallað við þig um allt. Þú varst góð í að gefa mér góð ráð og styrkja mig þegar ég þurfti á því að halda. Þegar ég missti Matta varstu einsog klettur við hlið mér og sagðir mér að þú myndir hjálpa mér í einu og öllu og gat ég stólað á þig, amma mín. Mér fannst svo sárt að horfa á þig í veikindum þínum hvernig þú reyndir að berjast og ekki mátti ég styðja við þig ef þú þurftir að bregða þér fram, nei það kom ekki til greina, þú sagðir ég get þetta sjálf og já, það er nú bara ekta amma. Ég gat náð í klaka fyrir þig á spítalanum og þú gast brutt þá með bestu lyst og gerð- um við mikið grín að því að þetta væru hjartaklakar. Þau þarna hinum megin hafa tekið vel á móti þér og hafa sett upp fullt tung þegar þú brást þér hinum megin í ljósið. Elsku amma, ég get skrifað endalaust um hve mögnuð kona þú varst en læt þessi orð nægja í bili. Afi er voða seig- ur að bjarga sér og við pössum hann. Ég bið að heilsa Ömmu Mundu og Matta. Hvernig er hægt að þakka, það sem verður aldrei nægjanlega þakkað. Hvers vegna að kveðja, þann sem aldrei fer. Við grátum af sorg og söknuði en í rauninni ertu alltaf hér. Höndin sem leiddi mig í æsku mun gæta mín áfram minn veg. Ég veit þó að víddin sé önnur er nærveran nálægt mér. Og sólin hún lýsir lífið eins og sólin sem lýsti frá þér. Þegar að stjörnurnar blika á himnum finn ég bænirnar, sem þú baðst fyrir mér. Þegar morgunbirtan kyssir daginn, finn ég kossana líka frá þér. Þegar æskan spyr mig ráða, man ég orðin sem þú sagðir mér. Vegna alls þessa þerra ég tárin því í hjarta mínu finn ég það, að Guð hann þig amma mín geymir á alheimsins besta stað. Ótti minn er því enginn er ég geng áfram lífsins leið. Því með nestið sem amma mín gaf mér, veit ég að gatan hún verður greið. Og þegar sú stundin hún líður að verki mínu er lokið hér. Þá veit ég að amma mín bíður og með Guði tekur við mér. (Höf. ók.) Ég elska þig amma mín. Þín Íris Ósk Jóhannsdóttir. Elsku Ragna mín. Mig langar til að kveðja þig með þessu ljóði. Ég þakka allt frá okkar fyrstu kynnum það yrði margt, ef telja skyldi það. Í lífsins bók það lifir samt í minnum er letrað skýrt á eitthvert hennar blað. Ég fann í þínu heita stóra hjarta, þá helstu tryggð og vináttunnar ljós. Er gerir jafnvel dimma vetur bjarta úr dufti lætur spretta lífsins rós. (Margrét Jónsdóttir.) Guð geymi þig. Þín Halla. Ragna Möller ✝ Þórður BirgirJón Sigurðsson fæddist í Reykjavík 5. september 1937. Hann lést á Líkn- ardeild Landakots- spítala 21. febrúar síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Sigurður Kr. Þórðarson versl- unarmaður og Ingi- björg Jónsdóttir húsmóðir sem bjuggu á Hverf- isgötu 117. Þórður var elstur fjögurra barna þeirra, en systkini hans eru Edda, Ásgeir (látinn) og Erla. Þórður ólst að mestu leyti upp hjá móðurfor- eldrum sínum, Jóni Bergveinssyni og Ástríði Eggertsdóttur á Bald- ursgötu 17 í Reykjavík. Þórður kvæntist árið 1961 Rósu Ólafíu Ísaksdóttur, dóttur Ísaks Jónssonar bakara og Idu Jensen í Reykjavík. Þórður og Rósa bjuggu alla tíð í Reykjavík, lengst af í Kríuhól- um 2 í Breiðholti. Börn þeirra eru: 1) Áslaug, f. 16.8. 1963. 2) Sigurður Bjarki, f. 30.7 1968, sambýliskona Helga Magnúsdóttir, f. 15.6. 1975. Þórður lauk vél- stjóraprófi frá Vél- skóla Íslands árið 1963. Fyrstu árin að loknu námi var hann vélstjóri á togurum og farskipum, en hóf fljótlega störf hjá Landhelg- isgæslu Íslands þar sem hann vann síðan allan sinn starfsferil, lengst af sem yfirvélstjóri á varð- skipinu Óðni. Útför Þórðar var gerð frá Foss- vogskapellu 3. mars, í kyrrþey. Ástkæri pabbi. Nú ertu farinn. Guð hefur tekið á móti þér. Ég sakna þín mikið. Þú varst besti pabbi í heimi. Minningarnar streyma að, til dæmis um öll ferðalögin okkar til út- landa, sem þú naust alltaf svo vel. Ferðirnar í sumarhúsið í Danmörku og um Svartaskóg í Þýskalandi eru lifandi í minninu. Og ég man líka eft- ir sumrunum tveim þegar þú varst vélstjóri í Steingrímsstöð við Sogið á sjöunda áratugnum. Þá var ég bara fimm-sex ára gömul, og öll fjölskyld- an dvaldi þarna saman. Þeir dagar eru bjartir í minningunni. En allt hefur sinn tíma, og nú er kominn tími til að kveðja. Ég ætla að geyma góðu stundirnar í hjartanu. Elsku pabbi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Guð geymi þig. Þín dóttir, Áslaug. Þórður B. Sigurðsson Elsku langamma við geym- um góðu minningar um þig í hjörtu okkar Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Guð geymi þig Þínir ömmudrengir Jóhann Ás, Kristján Steinn og Friðþjófur Snær. HINSTA KVEÐJA Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hve- nær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um for- eldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virð- ingu sína. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.