Morgunblaðið - 20.03.2008, Síða 42

Morgunblaðið - 20.03.2008, Síða 42
42 FIMMTUDAGUR 20. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ Sinfóníuhljómsveit Íslands auglýsir lausar til umsóknar eftirfarandi stöður frá og með 1. september 2008 1/2 staða í 1. fiðlu Skylduverkefni: 1) W.A.Mozart: Fiðlukonsert nr. 3, 4 eða 5, 1. þáttur m/kadensu 2) J.S.Bach: Tveir þættir (hægur og hraður) úr sólóverki að eigin vali 1 staða í 2. fiðlu Skylduverkefni: 1) W.A.Mozart: Fiðlukonsert nr. 3, 4 eða 5, 1. kafli m/kadensu 2) J.S.Bach: Tveir þættir (hægur og hraður) úr sólóverki að eigin vali. 1 staða í sellódeild Skylduverkefni: 1) Haydn : Sellókonsert í D-dúr, 1. þáttur m/kadensu 2) J.S.Bach: Tveir þættir úr sólósvítu (hægur og hraður) Þættir úr hljómsveitarverkum verða sendir umsækjendum með tveggja vikna fyrirvara. Umsóknir, ásamt ferilskrá og fylgiskjölum, skulu hafa borist Sinfóníuhljómsveit Íslands, Háskólabíói v/Hagatorg, 107 Reykjavík 4. apríl 2008. Hæfnispróf fara fram 6. og 7. maí 2008. Nánari upplýsingar gefur starfsmannastjóri. Sinfóníuhljómsveit Íslands, Háskólabíó v/Hagatorg, Pósthólf 52, 127 Reykjavík, Sími: 545 25 02 Fax: 562 44 75 Netfang: kristin@sinfonia.is http//:www.sinfonia.is Kennarar Okkur á Siglufirði vantar nokkra menntaða kennara til starfa fyrir næsta skólaár. Meðal kennslugreina eru: Íþróttir, dans, heimi- lisfræði, textílmennt og upplýsingamennt. Einnig vantar sérkennara og námsráðgjafa við skólann. Við höfum staðið að markvissri upp- byggingu á skólastarfinu. Vinnum gegn einelti skv. Olweus áætlun og vinnum að Grænfána. Við höfum notið þess að læra og ná árangri saman. Áhugasamir hafi samband við Jónínu Magnúsdóttur skólastjóra í síma 464 9150 og 845 0467 eða í gegnum netfangið skolastjori@sigloskoli.is. Upplýsingar um skólann okkar er að finna á www.sigloskoli.is og upplýsingar um sveitarfélagið á www.fjallabyggd.is Mannlíf og menning Siglufjörður tilheyrir nú sveitarfélaginu Fjallabyggð. Með göngum á milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar batna samgöngur á Tröllaskaga veru- lega. Á Siglufirði er góður leikskóli og tónlistarskóli, öflug heilsu- gæsla, líkamsræktarstöð, íþróttahús, sundlaug og eitt af bestu skíðasvæðum landsins. Menningarlíf blómstrar á Siglufirði þar sem Síldarminjasafn Íslands, Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar og Herhúsið, listamannahús, skipa áberandi sess í bæjarlífinu. Þjóðlagahátíð, Pæjumót og Síldarævintýri eru vinsælir árlegir viðburðir. VELKOMIN TIL SIGLUFJARÐAR. GR-veitingar og þjónusta ehf Golfs. í Grafarholti óskar eftir sumarstarfsfólki í afgreiðslu og þjónustu. Vandað fólk með góða þjónustulund. Skemmtilegur vinnustaður í fallegu umhverfi. Umsóknir sendist á netfang, ht@xnet.is Bjarg Akureyri Sjúkraþjálfara vantar til starfa Endurhæfingarstöð Sjálfsbjargar að Bjargi, Akureyri, óskar eftir að ráða sjúkraþjálfara til starfa sem fyrst. Starfshlutfall er samkomu- lagsatriði. Í boði eru góð laun og réttindi, góð vinnuaðstaða og samhentur starfshópur. Endurhæfingin er rekin í sama húsnæði og Líkamsræktin Bjarg og að hluta í samstarfi. Á Bjargi starfa 11 sjúkraþjálfarar og tveir iðju- þjálfar. Á Akureyri er sérstaklega gott fjölskylduumhverfi með leikskólum, grunn- skólum, framhaldskólum og háskóla. Íþróttaaðstaða öll til fyrirmyndar og aðeins fimm mínútna akstur á skíði í Hlíðarfjalli. Ef þú hefur áhuga þá veitir Pétur Arnar Pétursson framkvæmdastjóri allar nánari upplýsingar í síma 462-6888, 864-5475 eða petur@bjarg.is Raðauglýsingar 569 1100 Kennsla Fyrirlesaraþjálfun með Guðjóni Bergmann Viltu læra að verða góður/betri fyrirlesari? Guðjón Bergmann býður upp á tveggja mánaða þjálfun í apríl og maí. Þú munt læra að...  Afmarka sérstöðu þína sem fyrirlesari  Undibúa markvissa fyrirlestra  Byggja upp sjálfstraust  Koma efninu frá þér á skilmerkilegan og áhugaverðan hátt  Markaðssetja þig sem fyrirlesara  Lesa meira og gera meira til að verða besta útgáfan af þér ...og margt fleira. Aðeins sjö manns komast að. Skoðaðu www.gbergmann.is til að lesa meira um dagskrá þjálfunarinnar, bónusa, verð og fleira. Til leigu Atvinnuauglýsingar Einbýlishús Stórglæsilegt, virðulegt einbýlishús nálægt miðbænum til leigu. Tvær hæðir auk íbúðar í kjallara með sérinngangi. Leigist saman eða sitt í hvoru lagi. Langtímaleiga. Áhugasamir sendi nöfn á tölvupóstfangið utsyni107@gmail.com fyrir 30. mars nk.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.